Þjóðviljinn - 14.10.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.10.1961, Blaðsíða 6
JÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — ^ Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Innlimunartækni C'tjórnarflokkarnir halda áfram áróðri sínum fyrir því ^ að íslendingar sæki um þátttöku í Efnahagsbanda- lagi Evrópu og nota hvert tækifæri til þess að mæla með því sjónarmiði. Lítið fer fyrir því að þeir skýri út hvað í slíkri aðild felst og þeir viðurkenna meira að segja með almennu orðalagi að miklar hættur geti verið fólgnar í þátttöku íslands, en ævinlega er álykt- unin sú að íslendingar eigi samt að senda umsókn. Þannig hefur Gunnar Guðjónsson skipamiðlari nýlega flutt ræðu á aðalfundi Verzlunarráðs íslands og þar komizt svo að orði: „Það gengur þess enginn dulinn, að það er miklum vandkvæðum bundið fyrir fámenna þjóð í stóru landi með ungan iðnað og stóran hluta framleiðslunnar bundinn tvíhliða viðskiptum við lönd- in í Austur-Evrópu að gjörast þátttakandi í efnahags- bandalagi sem hér um ræðir. Ýmsar mikilsverðar und- anþágur frá almennum reglum yrðu að fást og þá fyrst og fremst trygging fyrir því, að íslendingar sætu ein- ir að hagnýtingu fiskimiðanna innan sinnar eigin fisk- veiðilögsögu." Þarna er semsé lauslega viðurkennt að fámenn þjóð í stóru landi geti átt þrengingar fyrir dyrum í bandalagi þar sem frjálsar hreyfingar á fjár- magni og vinnuafli er eitt af grundvallaratriðunum. Það er játað að hinn ungi iðnaður íslendinga geti orðið að engu þegar erlend stóriðja fær hér hömlulausan vettvang fyrir framleiðslu sína og framkvæmdir. Við- urkennt er að þá sé illa komið hag afurðasölunnar þeg- ar búið sé að eyðileggja markaði okkar í löndum Aust- ur-Evrópu. Og það er meira að segj-a sagt að Islend- ingar geti naumast unað því að erlendir veiðiflotar fái fulla heimild til aflafanga innan landhelgi hér við land, en slíkt allsherjar jafnrétti er aðalhugmyndin bakvið bandalagið. 'C'n eftir þessar játningar heldur formaður Verzlun- arráðsins áfram: „Hins vegar þarf umsókn um þátttöku í Efnahagsbandalaginu ekki að fela í sér neina skyldu til aðildar, en opnar leið til umræðna um hugsanleg skilyrði af beggja hálfu. Gæfist þannig tækifæri til þess að fylgjast nánar en ella með fram- vindu mála og aðstaða til að hafa áhrif á fyrirkomu- lag ýmissa þátta, sem okkur snerta sérstaklega“. Það er þannig ákaflega meinlaust og hættulaust að senda umsókn segir fjármálamaðurinn eftir aðvaranir sínar, en þegar í næstu setningu játar hann berum orðum hvað undir býr: „í náinni framtíð munu mál þessi öll skýrast, og sá tími nálgast því óðum, að við verðum að taka endanlega afstöðu. Það væri því hyggilegt að nota vel þann tíma til þess að aðlaga efnahagskerfi landsins og þá sérstaklega fyrirkomulag skatta- og tollamála, svo að við verðum sem bezt undirbúin, ef við ákveðum að stíga þetta skref“. Við eigum semsé þegar að fara að framkvæma aðildina áður en við sækjum um hana. Umtalið um hættur og fyrirvara hefur þann einn tilgang að blekkja; stjórnarherrarnir hafa þegar ákveðið að ísland skuli innlimað í banda- lagið, hvað sem það kostar. Jnnlimunartækni sú sem birtist í ræðu Gunnars Guð- jónssonar er gamalkunn hér á landi. Stjórnarherr- arnir þóttust einnig vera með vangaveltur þegar rætt var um aðild íslands að Atlanzhafsbandalaginu, og þá samþykkti Alþingi Íslendinga einróma að þeirrar sér- stöðu skyldi gætt um alla framtíð að hér yrði aldrei erlendur her eða herstöðvar á friðartímum, og forráða- menn bandalagsins þóttust fallast á fyrirvarann. En þegar eftir að ísland hafði sótt um inngöngu voru fyr- irvaramir ekki verðmætari en pappírinn sem þeir voru prentaðir á og hafa nú verið sviknir í meira en ára- tug. Þvx verður það sjálf umsóknin um aðild að Efna- hagsbandalaginu sem sker úr um örlög okkar, en af- staða þeirra sem þykjast trúa á fyrirvara er annað tveggja hræsni eða óleyfilegur bamaskaþur. — m. Sr. BJARNI ÞORSTEINSSÖN: Bjarni Þorsteinsson fæddist að Mel á Mýrum 14. okt. 1861. Hann var elztur 13 systkina. Ólst hann upp með foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur eða þangað' til hann fór í Latínuskólann haustið 1877. Hann útskrifaðist úr Latínuskól- anum 5. júlí 1883 með bezta vitnisburði. Meðan hann var í 'Latinu- skólanum stundaði hann nám hjá Jónasi Helgasyni tónskáldi. Einnig lærði hann að leika á harmoníum hjá frú önnu, móð- ur dr. Helga Péturss. Veturna 1884—’85 og 1885— ’86 var Bjarni heimiliskennari að Kornsá í Vatnsdal hjá Lár- usi sýslumanni Blöndal. Þar kynntist hann Sigríði dóttur Lárusar, er síðar varð kona hans. Bjarni hóf nám í Prestaskól- anum 1886 og lauk embættis- prófi í guðfraeði 24. ágúst 1888. Hann var settur prestur á Hvanneyri 22. sept. 1888 og starfaði þar allt til þess hann fékk lausn frá prestskap 1. júní árið 1935. Hafði hann þá verið prestur í Siglufirði í 47 ár. Iiann fluttist til Reykjavíkur sama ár og dó þar 2. ágúst 1938. Þegar Bjarni kom til Siglu- fjarðar árið 1888 voru íbúar þar 311 og árið 1900 var íbúa- talan komin upp í 408. En upp úr aldamótunum hófu Norð- menn síldveiðar á Siglufirði og síldarsöltun árið 1904. Við það toreyttist allur hagur bæjarins og útlit. Hann var ekki lengur smáþorp heldur einn mikilvæg- asti framleiðslustaður í land- inu. Bjarni gegndi mörgum og mikilvægum trúnaðarstöðum á Siglufirði. Hann var kosinn í toreppsnefnd Siglufjarðar nokkru eftir aldamótin og odd- viti hennar frá 1911. Um þetta starf hans farast Jóni Jóhann- es-syni svo orð í riti Sögufélags Siglufjarðar: „Það rnátti raunar með sanni segja að allt frá 1911 og til þess er hann lét af oddvita- störfum væri hann sá maður- inn, sem öllu réð í málefnum sveitarinnar. Og hann réð málum hennar vel. Það voru að sjálfsögðu ekki æfinlega allir á sömu skoðun og hann í öll- um málum, og til voru menn, sem fannst hann nokkuð ráð- ríkur, en um dugnað hans, framfarahug og um einlægan vilja til hagsbóóta fýrir sveit- arfélagið éfaðist víst enginn“. Byltingin í tónmenn- ingu þjóðarinnar á 19. öldinni Á fyrri hluta aldarinnar hefst endurreisn í bókmenntum þjóð- arinnar. Skáld og rithöfundar aðhæfa hinn forna bókmennta- arf nýjum fórmiim ljóða og sagna, sem sótt voru til er- lendrar hámenningar. Um miðja öldina hefst einnig mikil umbylting í söngmálum landsmanna. En þar er ekki um að ræða endurreisn sem byggð er á fornum arfi, eins og í bókmenntunum okkar, eða eins og þá gerðist með mörgum þjóðum er hófu að byggja upp þjóðlega tónlist á grundvelli þjóðlaga sinna. Slík var ekki umbyltingin í söngmálum ís- lendinga um miðja nítjándu öld, heldur voru þau sönglög sem þjóðin hafði sungið um aldir, kannske sum allt frá upphafi vega, lögð undir græna torfu með þeirri kynslóð sem var að hverfa við aldamótin síðustu og í þeirra stað innflutt sönglög, aðallega dönsk síðróm- antík. 1 söngmálum þjóðarinn- ar slitnaði þannig þráðurinn undir lok aldarinnar. Það var engin brú milli rímnalaganna okkar og dön-sku dægurlaganna sem hingað bárust •— milli „gömlu laganna" (sem Bjarni nefnir svo) afkomenda grall- arasöngsins og rómantísku dönsku sálmalaganna — miJli hinna miúku dansk-býzku söng- laga í dúr og moll og hinna ís- lenzku, lydisku tvísöngslaga, sem voru jafngömul eddu- kvæðum og höfðu lifað með þjóðinni alla tíð lítið breytt, smíðuð af hinum skýra hljómi fimmtarinnar. Það voru líka fáir menntað- ir íslendingar um aldamótin, ■sem skildu. hve dýran arf þjóð- in átti, þar sem þjóðlög hennar voru. Albýðan var að mestu ein um að kveða sín rímnalög. Þeir fáu sem höfðu aflað sér tónmenntunar höfðu farið til náms til Danmerkur og komu flestir þaðan fullir yfirlætis og fyrirlitningar í garð íslenzkra þjóðlaga. Þeir hafa eflaust unn- ið störf sín í góðri trú en af djúpum skilningsskorti. Þess- vegna ér ekki rétt að áfellast bá. En íslenzk tónmenning á Biarna Þorsteinssyni mikið að þakka, framsýni hans, ósér- nlægni og elju við að bjarga frá glötun bví sem biargað varð, oft á síðustu stundu. Þf^ðlafiasöíiiKii Bjan*a Þorsteinssonar Það var komið vel á veg méð að sannfæra þjóðina um, að þjóðlög hennar tilheyrðu að- eins hinni myrku fortíð og væri vart siðuðu fólki samtooðið að syngja þau. Þessu verður toezt lýst með nokkrum tilvitn- unum í ritgerðir Bjarna Þor- steinssonar: Um tvísöngslögin segir hann: „Hinn nýi söngur breiðist óð- um út um landið, bæði andleg lög og verzleg, bæði eftir út- lend tónskáld og innlend; en tvísöngurinn er óðum að hverfa; hann er svo ólíkur hinum nýja söng í öllu sínu eðli, og hann á svo márga andstæðinga með-. ; al hinna yngri söngmanna, að ekki er að búast við öðru en að hans dagar séu þá'og þegar. taldir. En illa þfekki ég þá fast-. heldni vora við hið gamla, ef ekki eimir eftir af tvísöngnum; . um nokkra áratugi enn, einkr. um í Húnavatnssýslu, þar sem hann hefur lifað beztu lífi nú um meira en hálfa öld. ,Og einu geta vinir tvísöngsins glatt sig yfir í þessu efni, sem ;er það, að tvísöngurinh hverfur án þess að aflagast. Eldra fólkið kahn hann rétt- an og hreinan, og með því deyr hann út; en unga kyn- slóðin laérif hánn ekki. hvorki réttan né rán’gám Þégar tví- söngurinh hverfur og deyr út á Islandi toá hverfa þaríneð síð- ustu leifar í álfu vorri af þessum merkilega íornaldar- 4 söng, sem íýrirí nærfellt 1000 árum 'gíaddi hjörtu svd margra .c í m.örgtlm teÚdtifn; meðán ekfc- : ert bekktiSt 'betra,: ég áém um mörg hundrúð' ára hefur verið ■ svo gott sem hin 'elriá' ’• sönglegaj 3 nautn vor fsléhdingá,' að und- anteknum' Ivnum eínraddaða söng. En tvfsöngslög þau sem. mér hefur heppnazt’að’ná í .og koma í safn be.tia. og varöveiía- ; þannig frá glötun og gleýmsku, sem þeim annars var bráðlega.. búin, þau munu standa fram-v. arlega í röðinni meöal hins. forna og bióðlega. sem safnað er og safnað -héi'ur vérið hjá oss, þau munú ’standa!íþar sem mjög merkilégar bókmehntaleg-.., ar minj ar frálöhgú' ‘ horfnum. 1 öldum.“ Bjami sýnir með nokkrunpatei . .. , tilvitnunum hvernig valdamenn nBi,:; . : >0 • * kirkiunnar höfðu öld fram iaf inn’o te.ér: öld barizt gegn rímum og kveðr .: rr.iín::. r:r ;; skap. Þannig segir. í formála Ein af mörgum eftirminni- Guðbrands. toiskuns Þorláksson- legum - myndum, sem H.K.L. ar fyrir sálmabók hans 1589, að ; hefur dregið upp fyrir okkur, þett.a sé „héiv hjá albýðufólki . er af því, þegar skáldið og elskað og iðkað. Guði og hans barnakennarinn Ólafur Kárason englum til stýggðar en djöflin- • kemur til klerksins í Bervík og um og hans árum til gleðskap-; . ierekur ■ honum raunir sínar. ar og biónustuýí I formálanum ;:.:Hr,eppsyfirvöldin höfðu neitað fvrir kvæðabók sr. Ólafs á h.Uín mó til að hita skólann og Söndum telur séra H-ialti Þor- hótáð honum burtreksri, og steinsson„óskaridi að til kaldra1 ■..■ hvergi hélt hann að vera mundi kola brenridar ;væru aljar fá- ';:;jafn . erfitt að vera skáld og fengilegar.. fíflslegar .og hneykshí '.vrmanneskja og: í þessu afskekkta anleear mmurv,.sem'. fyllá ætla býggðai"lagf.:.,Þá er það, sem landið“ •«*> En • .rímnakveðskap- •■ •■prristurinn minnir hann á Korp- urinn var óbugarrdiimeðan hann-. liri'skinnúv.' sem) var saman sett var ein.n-isterkajdi':toátturinn .í.u iDgiférvöruaávþessari hafnlausu andlégu -áííi íþjóðáririnar. En strönd,.,ein mest bók, sem ritin undir lok mtiándui aldaifi hefur verið á>: Norðurlöndum. er betta að brevtast:1. Bjamt: Ogrpresturinn tök upp sín eig- birtir bessa ..távitnun : i Ólaf; dnrxit;:ættartölur, sagnfræði og DayíðssorE iú rfa.vi?,fvú;>v. málvísindi til sönnunar því að „Rfmumar háfa-isááú-ságt -lif- héh.mættirtakast að vera skáld að sitt ifegurstaéenda þafa .þæt « :og ileerður.-maður, þótt ekki ekkert að géra;framar'i;íslenzk'f:»i2væri:;hiægt' aðu verá manneskja. um bókmenntuínc itoaðner kom.«I Ögö. skáldúlu, gleymdust allar ið annað ’.ibetraui.. staðtrin, fyrír: .sinarii.i'aunirnþví að hann „sá þær. En baaiSH.vorU'i.eiriusinni-Oiþennan', staðd í .'ljósi Korpin- mergurinnií-kv.eðskamflsiendirigaib.Hsk'iriinu-:^ umleikinn óviðjafnan- og .hljóta: þWuátHalItrgað vera- ítegtí-írfBiíuiðp bókmentum sem mjög merfeilegtir: báttup; í þókt:! í muWiköf lifæoiiHeðan heimurinn menntasögu vortí'úti. Qg hannd Sí®ndúríf‘«)v yjaík.s (Bjarni) bsetiáJgÍðiii'fOg það sem Sík|.y«áfrja*égeni.tíég -:tóð fyrir, að sagt er um rímurnar má einnig að mörgu leyti segja um rímnalögin: Þau eru á förum og mega fram úr þessu teljast með andlegum fornminjum vor- um, Þessvegna hefur mér virzt vera brýn þörf á því, að safn mitt af íslenzkum þjóðlögum hefði einnig inni að halda svo rækilegt sýnishorn sem unnt væri af .hinum þjóðlegustu allra íslenzkra þjóðlaga, rímna- lögunum". Bjarni Þorsteinsson var einn- mikilhæfasti brautryðjandi kirkjusörigs í landinu og mörg af verkum hans munu enn standa lengi sem verðugur minnisvarði um fjölbreytta hæfileika hans og gáfur. — En Þjó.ðlagasafnið hefur þá ’ sér- s.töðu meðal verka hans að það fyrnist ekki. Gildi be-ss mun vaxa eftir því sem árin fjölga. Það er þetta safn sem á sviði tónmenningar bjargar þjóð vorri frá því slysi sem er öðr- um hörmungum sárara, því — gð selia menningararf -sinn fyr- i.r fánýtt glv.s. Þjóðfélagið — tónlistarsköpun hjnna nafnlausu kvnslóða — er sama eðlis og þióðsagan. Það pr sá brunnur sem listamenn þjóðanna ausa af kynslóð fram gf kynslóð, öld af öld. Þjóðleg tónlist er ..óhugsandi án þjóð- lagsins. Það var hamingja ísJenzkrar )ÖriU?ter að Siglufiarðarklerkur- inp , bjargaöi,, á síðustu stundu ..fniklu .af þióðlögum okkar frá ^ötyj},; Þassvegna mun á ó- Jfpmnuni öl.d.ij.m.verða bjart um riúfrijér- Bjarna Þorsteinssonar. S.D.K. Séra Bjarni Þorsteinsson. Siglufjörður eða sr. Bjarni Þor- steinsson sóknarprestur þar, hafi verið í huga skáldsins, er hann dró upp þessar myndir. En því kemur mér þessi sögu- kafli í hug, er ég minnist 100 ára afmælis sr. Bjarna, að hann var einhver glæsilegasti fulltrúi þeirra manna, sem skópu og varðveittu íslenzka þjóðmenn- ingu, meðan það var erfitt að „vera manneskja“ á íslandi. Séra Bjarni vígðist til Siglu- fjarðar 1888 og gegndi prests- starfi þar í næstum hálfa öld, eða alla sína prestskapartíð. Eflaust hefði honum orðið auð- sótt leið í kostameira brauð þeg- ar írægð hans tók að vaxa, en á fyrri prestskaparárum hans mun Siglufjörður varla hafa verið mikið gæðabrauð, og víða hefðu aðstæður eflaust orðið betri til að sinna ástfólgnustu hugðarefnum hans, sem voru tónsmíðar og þjóðlagasöfnun. En tryggð sú, sem áðkomumað- urinn Bjarni Þorsteinsson tók við Siglufjörð og byggðina þar, er athyglisverð um slíkan lista- mann og fræðimann, sem hann var. Efalaust heíur honum þó stundum fundizt erfitt að vera manneskja í þessu fátæka og afskekkta þorpi. En séra Bjarni lét sér ekki nægja að vera listamaður og fræðimaður. Hann virðist haía sett sér það mark, að gera það mögulegt að lifa manneskjulífi á Siglufirði. Alla sína prestskapartíð var hann meðal helztu forustumanna byggðarlagsins jafnt í verkleg- um sem andlegum efnum. Þau munu vera færri framfaramál- in í Siglufirði, sem hann ekki átti frumkvæði að eða studdi enda lifði hann það, að á Siglu- firði mætti vera „mannlíf gott“. svo að notað sé orðtak Ketils flatnefs, og var það ekki sízt fyrir atbeina hans. í hreppsnefnd og síðar bæj- arstjórn sat séra Bjarni meira^. en þrjá áratugi, í stjórn Spari- sjóðs Sigluíjarðar um 40 ár, kennari eða skólastjóri var hann á annan áratug og skólanefndar- maður lengi eftir það. I skipu- lagsmálum, atvinnumálum og raforkumálum sýndi hann mikla framsýni. Það væri víst varla rétt að segja, að.hann hafi þjón- að guði og mammoni og báðum vel, því að sjálfur varð hann aldrei auðugur maður, en það er furðulegt hve miklu hann gat afkastað í andlegum efnum með öllu þessu „veraldar- vafsti'i“. Sá sem þetta ritar hefur ekki skilyrði til að meta það starf sem séra Bjarni lagði af mörk- um í tónsmíðum og þjóðlaga- söfnun. En ég hef orð kunn- ‘áttumanna fyrir því, að með tónlistarstarfi sínu, einkum þjóðlagasöfnun, hafi hann unn- ið íslenzkri menningu það gagn að slíkt sé ómetanlegt Eins og drepið var á í þyrj- un var séra Bjarni einhver glæsilegasti og skemmtilegasti fulltrúi þeirra manna, sem skópu og varðveittu íslenzka þjóðmenningu, af því að þeir trúðu á íslenzka þjóð. Alþýð- legur og aristókratískur í senn ávann hann sér vinsældir og virðingu sóknarbarna sinna. Sjálfur hef ég ekki átt því láni að fagna að kynnast séra Bjarna persónulega, en þó finnst mér ég þekkja hann nokkuð vel af lifandi frásögn annarra. Það liggur alltaf ein- hver hlýja og aðdáun á bak við allar þær sögur, sem af honum eru sagðar hér, líka þær, sem ekki eru óblandið lof. Menn vita, að séra Bjarni var svo mikið stórmenni, að óþarft er að berja í brestina. Það er hollt fyrir okkur að minnast þess núna þegar alltof margir meta lítils íslenzka menningu, jal'nvel svo lítils, að sumir fyrirverða sig fyrir að fiytja íslenzk þjóðlög í ríkis- útvarpið, af því að þau falli brezkum togarasjómönnum ekki í geð, að séra Bjarni Þorsteins- son prófessor • og hans líkar hafa sannað okkur, að við eig- um þjóðmenningu, sem ekki þarf að biðja neinnar afsök- unar á tilveru sinni, ef við þorum að kannast við hana og viljum vera við sjálfir. Annars verðum við ekki neitt. Siglufirði í október 1961. Hlöðvcr Sigurðsson. Framhald af 4. síðu gólfdúkur í húsinu deyfir skó- hljóð manna nema fætur séu beinlínis dregnir eftir gólfinu. Til mikilla framfara í hljóm- sveitarrekstrinum má einnig telja að nú hefur verið gefin út tónleikaskrá fyrir alft starfsárið 1961—’62 og ,af henni verður séð að verkefnaval er fjölbreytt þótt um megi deila eins og geneur. Áskriftarfyrir- komulag á aðgöngumiðasölu er líka til bóta og hefur reynslan þegar sýnt að sú nýbreytni var fullkomlega tímabær. En þrátt fyrir allt hvílir alltaf einhver skuggi yfir rekstri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, skuggi óvissunnar. Rík- isútvarpið hefur sem kunnugt er tekið að sér rekstur hljóm- sveitarinnar um skeið, enda þótt sömu aðilar og áður leggi til hennar fé. Hljómsveitin er enn hálfgerður munaðarleys- ingi, sem verður að gera sér að góðu vist hjá hinum og þessum skamma stund í senn, þegar fokið er í flest skjól. Hljómsveitarmálið verður að sjálfsögðu ekki leyst með þess- um hætti til frambúðar. Fram- tíðarlausnin hlýtur að verða sú að hún fái árlegt framlag af ríkisfé, verði sannkölluð rík- ishljómsveit og fé veitt til hennar á fjárlögum. En ein- hverjum kann að þykja sú lausn fjarri, ekki hvað sízt eftir að menntamálaráðherra kunngerði „rausn“ ríkisstjórn- arinnar til handritastofnunar á íslandi. — r. HUGLEIÐING UM AFBR0TAMENN Mannúðaryfirvöld þjóðarinnar eru nú sem óðast að auglýsa 'í blöðum eftir tveim ungum mönnum, sem brotizt hafa útúr því eina hóteli sem landið rek- ur hér í bæ og er til húsa við Skólavörðustíginn. Hefur mynd- um af mönnum þessum verið skákað á útsíður blaðanna og fólk varað við þeim, enda séu hættulegir menn á ferð þar sem iþeir eru. Því til áréttingar fylgdi sú frétt að annar þeirra hefði í vor slegið mann einn niður við höfn og tekið af hon- um brennivínsflösku. Sam- kvæmt öllu þessu auglýsinga- flóði mætti álykta að hér sé um að ræða svipaða tegund stórglæpamanna og lesa má um í „vinsælurii“ tímaritum er kenna sig uyið sannleikann og lífsreynsluna og álgengt er að sjá á hinu hvíta tjaldi bíóhús- anna. Manngerð þessi hefur hingað til helzt notið virðingar í Bandaríkjum N-Ameríku, þótt allmikið hafi verið gert til þess sumsstaðar annarsstaðar að reyna að kenna unglingspí- um að tilbiðja „hetjurar". Það var líka haft eftir einum yfir- valdsmannanna í einhverju dagblaðanna, að ef til vill hefðu þeir félagar aðeins ætlað að skreppa til vinkvenna sinna og koma síðan aftur, að afloknu erindi, svo lítið toæri á. Ekki mun vitað hverjar vinkonurn- ar eru, en við skulum vona að beir hafi ekki borið niður með kvennafar. sítí á heimili einr hvers ábyrðarmikils þjóðíélags- þegns, eðá hVoBt mýridu þeir þvkja vænlegir tengdasynir í fjölskyldum þeirra, sem á und- anförnum árum hafa staðið trúan vörð um íslenzk lands- réttindi og landhelgi og bera hvað mesta virðingu fyrir kaup- mætti verkamannslauna? Það gæti reyndar orðið fagnaðar- fundur ef íslenzkur Natóvinur og Efnahagsbandalagselskari fyndi slíka „hetju“ í svefnhúsi dóttur sinnar, enda myndi þeirri „hetju“ líklega borgið eftir það. Ég'hef þekkt annan þessara auglýstu ungmenna frá því hann var krakki norður á Ak- ureyri, og ég held mér sé óhætt að fullyrða að hann hefði aldrei átt að koma innfyrir dyr þeirra „hegningarhúsa“, sem hér eru notuð fyrir fangageymsl- ur. Uppeldi mannsins var mis- heppnað frá upphafi. Hann átti ekki kost á því f jölskylduatlæti, sem flestir telja börnum sínum fyrir beztu. Strax á barnsaldri tóku uppeldisstofnanir þjóðfé- lagsins menntun hans og upp- eldi í i sínar hendur, og þau mannúðarheimili hafa nær ó- slitið síðan verið heimili hans. Mér er ekki grunlaust að í hin- um fræga íslenzka kennara- skorti hafi hnefinn og svipan stundum verið fengin til að gegna þessu áþyrgðarmikla embætti í hinum virðulegu stofnunum. Jóhann Víglundsson er af skapara sínum vel gerð- ur maður á ýmsa lund, og má merkilegt heita ef ekki hefur verið hægt að gera úr honum nýtari þegn. En hæpin aðferð mun það vera að auglýsa hann •sem stórglæpamann á forsíðum dagtolaðanna, þar sem gengis- fellingameistarar ríkisstjórnar- innar ættu að vera. Og varla mun það tilviljun að myndir af þeirn félögum birtust fyrst í því blaði, sem minnsta frægð hef- ur hlotið af menningar- og mannúðarmálum. Jón frá PálmhoUi. 1 ■-jHtiimjm jg) — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. október 1961 / Láúgardagur 14. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN <a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.