Þjóðviljinn - 25.10.1961, Page 12

Þjóðviljinn - 25.10.1961, Page 12
iiiil SííSíð?! Gamdl kynningi á flokksþingi Á 22. flokksþingi Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna eru margir kunnir lista- og vís- índamenn. Einn þeirra er góðkunningi Islendinga, söngvarinn Pavel Lisitsían við Stóra leikhúsið í Moskvu, sem ltom hingað til ísiands um árið og „söng sig inn í hjörtu“ allra sem til hans hlýddu. Hann sést hér á myndinni (annar frá hægri) í hópi annarra listamanna sem eru fulltrúar á þing- ínu, þeirra Tsaréff ieikara og leikstjóra, Ioganson Iistmálara og Gerasimoff kvikmyndastjóra. þlÓÐVILIINN Miðvikudagur 25. október 1961 — 26. árgangur — 244. tölublað r Aburdarverk- smiðjan til um- rœðu á Alþingi 1 gær kom Áburðarverksmiðjan enn einu sinni til umræðu á Al- þingi í sambandi við stjórnarfrumvarp um að leggja niður Áburð- arsölu ríkisins og fela Áburðarverksmiðjunni innflutning tilbúins áburðar, svo og um að heimila verksmiðjustjórninni að hækka fyrningarafskriftir. Hefur frumvarp þetta verið flutt tvívegis áður en ekki hlotið afgreiðslu. í umræöunum benti Einar Olgeirsson m. a. á eftirfarandi atriði. Er lögin um Áburðarverksmiðju ríkisins voru -sett, var svo til a;tlazt, að verksmiðjan yrði hrein eign rfkisins. Á síðustu stundu var það ákvæði knúið inn í lögin af Marshallstofnunnni, er veftti fé til byggingar hennar, að verksmiðjan yrði rekin sem hlutafélag. Hefur því ætíð leikið vafi á um eignaréttinn yfir verksmiðjunni, hvort heldur ber að skoða hana sjálfseignarstofnun, eða eign hlutafélagsins. Hefur Einar oft flutt frumvarp á Alþingi til þéss STOKKHÓLMI 24/10 —Skrifstofa Norðurlandaráðs hef- ur lokið við að semja drög að samningi um samvinnu Norðurlandaþjóða allra sem væri sá fyrsti slíkur sem þær hafa gert með sér. Stockholms-Tidningen segir að samningnum sé ætlað að vera grundvöllur að sameigin- legri afstöðu Norðurlanda í samningum um aöild eða tengsl við Efnahagsbandalag Evrópu. Samningurinn sem heiur um 40 ákvæði verður lagður fyrir forsætisráðherra Norðurlanda þégar þeir h.'ttast í Hangö í Finnlandi 11. og 12. nóvember. Samningurinn nær yfir eftir- talin svið: Samvinnu um laga- setningu, menningarsamvinnu, «fnahagssamvnnu, samvinnu í feiagsmálum, viðskiptasamvinnu ■óg samvinnu í utanríkismálum. Kaflinn sem fjallar um efna- hagssamvinnu Norðurlanda skiptir meginmáli. Þar segir að samningsað'lar skuli tryggja þá samvinnu sem þegar hefur tek- ízt milli þeirra í því skyni að ryðja úr vegi tálmunum fyrir ■verzlun miili Norðurlanda. Bæði hver um sig og all.r í sameiningu skulu samningsaðilar reyna að ■efla samvinnu sína gagnvart óðrum löndum. Þeir skulu hver 'um sig gefa hinum sem bezt tækifæri til að fylgjast með af- stöðu sinni í viðsk:ptamálum. Mál sem varða önnur lönd en snerta hagsmuni tveggja eða íleiri samningsaðila skulu rædd af þeim öllum. Þá skuldbinda samningsaðilar sig t'l samvinnu og samráðs á mörgum öðrum mikilvægum sviðum efnahagslífsins, einkum hvað snertir framleiðslu og fjár- festingu, gjaldeyrismál, aðstoð við fátæk lönd, einnig hagskýrsl- ur og tollamál. Varðand: fram- leiðslu og fjárfestingu er þannig tekið fram að unnið skuli að því að bein samvinna geti tekizt með fyrirtækjum í tveim eða fleiri samningslöndum. Þá skuldbinda aðilar sig til að vinna að því að auðvelda sem mest flutning fjármagns milli Norðurlanda. Þá segir að að.lar skuli hafa viðræður sín á milll varðandi sameiginlegar aðgerðir til að takmarka áhrif frá alþjóð- legum viðskiptasve.flum. Gert er ráð fyrir að segja megi upp samningnum með sex mánaða fyrirvara. árðsum mei eldflaugum MOSKVU 24/10 — Það hefur vakið hvað mesta athygli í út- drætti þeim sem birtur hefur verið hér úr ræðu Malínovskís landvarna.ráðherra á fiokksþing- inu að hann skýrði frá Því að Sovétríkin ættu nú eldflaugar sem skotið gætu niður óvinaeld- flaugar á lofti, segir fréttaritari AFP í Moskvu, Edmond Marco. Það er ekki vitað með hvaða orðum Malínovskí skýrð:' þing- inu frá þessu. en TASS-frétta- stofan hefur eftir honum að bú- ið væri að leysa það vandamál hvernig hægt sé að skjóta niður fjandsamlegar eldflaugar á lofti. Hins vegar hefur það spurzt að einn tilgangurinn með til- raunum sovézkra vísindamanna á Novaja Semlja væri einmitt sá að finna lausn á slíku vanda- máli, og Marco segir að í Moskvu sé talið að eldflaugum með kjarnahleðslum hafi verið Framhald á 9. síðu. að taka af allan vafa um eignaréttinn yfir verksmiðjunni, en þau aldrei fengið afgreiðslu. Var frumvarpi Einars, er hann flutti um þetta mál á síðasta þingi vísað til ríkisstjórnarinnar til athugun- ar, en hún hefur en.i ekkert látið frá sér heyra um það. £ Hlutafé Áburðarverksmiðjunnar var 10 milljónir króna og átti rikið 6 milljónir en einstak.lingar 4. Nú mun verðmæti verksmiðj- unnar orðið yfir 300 milljónir króna. Á síðasta þingi flutti einn af elztu og reyndustu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins tillögu um að selja hlutabréf ríkisins á nafnverði. Er það ætlun Sjálfstæðis- flokksins, að stela verksmiðjunni af ríkinu og afhenda einstakling- um á þennan hátt hundruð milljóna? 0 Sl. tvö ár hefur stjórn Áburðarverksmiðjunnar brotið lögin um leyfilega fyrningaafskrift á eignum verksmiðjunnar. 1959 námu fyrningaafskriftir hennar 14.9 millj. kr. — Ef farið hefði verið eft- ir lögum hefðu þær numið um 8 milljónum. — Mismunurinn, um 7 millj. kr. eru raunverulega hreinar tekjur, sem verið er að fela á þennan hátt. 1960 námu fyrningaafskriftir 18.7 millj. kr. — Ef farið hefði verið að lögum hefðu þær numið um 10 millj. króna. — Mismunur um 8.5 milljónir faldar tekjur. 0 !959 greiddi verksmiðjan í vinnulaun 4.9 millj. kr. og í vexti 4.7 millj. 1960 voru vinnulaunin 4.9 millj. kr. og vextirnir 5.9 millj. Hreinar tpkjur verksmiðjunnar 1959 voru um 4 millj. kr. og 1960 um 2.2 millj. þegar frá eru taldar 15.5 milljónir samtals bæði árin, sem faldar voru með ólöglegum afskriftum. Sýna þess- ar tölur vel hlutfallið milli vinnulauna og þeirra skatta, sem fjármagnið sjálft tekur, lr/ílíkur ofsagróði er á sumum atvinnu- fyrirtækjum á Islandi og hve vinnulaunin eru orðin litill þáttur í reksturskostnaðinum. 0 Tveir Framsóknarþingmenn gagnrýndu einnig frumvarp stjórn- arinnar. Benti Skúli Guðmundsson á, að lögum samkvæmt væri ' érksmiðjunni heimilt að afskrifa 2'/2% af kostnaðarverði húsa og mannvirkja og 7V2% af kostnaðarverði véla og áhalda. Sl. tvö ár, 1959 og 1960 hefðu afskriftirnar hins vegar verið 3% á fyrri liðnum og 12V2% á seinni liðnum og snemma á þessu ári samþykkti stjórn verksmiðjunnar enn hærri afskriftir á þessu ári. MOSKVU 24/10 — Enn í dag var haldið áfram gagnrýni á þá miðstjórnarmenn sem urðu í minnihluia sumarið 1957, þá Malenkoff, Molotoff og félaga. Nikoiaj Svérnik, sém er for- xnaður eftivlitsnefndar nviðstjórn- arinnar. lagði að sögn TASS- fréttastofunnar, fram skjöfl á ifundinum í dag. sem sanna glæp- Æamlegt atferli þessara manna. ÍLeonid Iljitséff, sem er for- anaður áróðursdeildar miðstjórn- arinnar, sagði að flokkurinn hefði komið fram við þá af meiri göfugmennsku en þeir ættu skil- ið. Rithöfundurinn Mihail Sjólo- koff sagði að að þeim bæri að refsa stranglega en af réttlæti. I TASS-fréttastofan hefur birt j skeyti sem Siú Enlæ sendi i Krústjoff úr fiugvélinn: sem flutti hann heim. Þakkar hann fyrir góðar viðtökur í Sovétríkj- unum og minnist á ..hina miklu og órjúfanlegu vináttu þjóða Sovétríkjanna og Kína“. Serkir fluttir hein Frakkar halda áfram að flytja Serki nauðuga frá Frakklandi til Alsír, en þúsundir þeirra hafa verið handteknir síðustu daga. Myndin er tekin á Orlyflugvelii við París, vopnaðir verðir gæta Serkja sem eru á leið í flugvélina.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.