Þjóðviljinn - 28.10.1961, Blaðsíða 1
Sósíalistar
Fundir í öllum deildum á
mánudagskvöld. Formannafund-
ur kl. 6 síðdegis í dag.
ELDUR
r
I
ÖSKJU
Aðaleldarnir
ery 3. Hraun-
straumar usu
ðskjcop aSlt að
12 km langir
— Sjá myndirog
frásögn á 3. síðu
íxyíxS^fesjx-íAWí:
:; . .
mmm
ÍPíÉíÉÍ;
AWiíVíwíW::;
Ísiílli
íiii
i i
mmá
I:.
iillll
llllllii
ÍO-vili.'x-
iil-vilil: :-
illiiii
Afstaða Alpýðubandalagsins:
Fordæming allra kjamorku~
sprenginga
Stjórnarflokkarrtir fella að ekki megi hafa kjarn-
orkuvopn á fslandi né gera kjarnorkuárásir héðan
Þau tíðindi gerðust á Alþ:ngi
í gærkvöld að meirihluti Alþing-
is felldi að mótmæla öðrum
kjarnorkusprengingum en rúss-
neskum. og stjómarflokkarnir
felldu iað því yrði lýst yfir að
ekki megi staðsetja kjarnorku-
vopn á íslandi né beita þeim
vopnum héðan.
Þetta gerðist er felldar voru
tvær breytingartillögur er Lúð-
vík Jósepsson og Hannibal Valdi-
marsson fluttu fyrir lnngflokk
Alþýðubandalagsins við mót-
mælat'llöguna sem til umræðu
var allan daginn í gær og gær-
kvöld. Lögðu þeir til að upphaf
tillögunnar orðist þannig:
„Alþingi ályktar að mótmæla
eindregið öllum kjarnorkuspreng-
ingum, þar með ta'ið spreng'ngu
Sovétríkjanna á risakjarnorku-
sprengju og skorar á kjarnorku-
veldin að hætta nú þcgar kjarn-
orkusprengingum sínum“ o.s.frv.
eins og í upphaflegu tillögunni
En hún byrjar svo: „Alþingi á-
lyktar að mótmæla eindregið
spreng.ngum Sovétríkjanha á
risakjarnorkusprengju" o.s.frv.
Þessi breytingartillaga var
felld með 45, atkv. gegn 10.
Hin tillagan var viðbótartil-
laga: „Alþingi lýsir ennfremur
yfir því, að það muni aldrei
leyfa staðsetningu neinskonar
kjamavopna á íslandi n,é að
slíkum vopnum verði nokkurn-
tíma beitt frá stöðvum hér á
landi“.
Þessa tillögu felldu stjómar-
f'okkarnir, hver einasti við-
staddur þ'ngmaður þeirra, gegn
atkvæðum Alþýðubandalagsins
og Framsóknar, tillagan var var
felld með 30 atkv. gegn 26.
Rúrsneskum sprengjum mót-
mælt
Tillaga stjórnarflokkanna um
mótmæli gegn rússneskum kjarn-
orkusprengjum var síðan sam-
þykkt af öllum viðstöddúm þing-
mönnum stjórnarflokkanna og
Framsóknar. Enníremur greiddu
Framhald á 11. síðu.
MeiriBiluti Alþingis fellir að mófmæla
öðrum kjarnorkusprengjum en rússneskum
• Afstaða Alþýðubandalagsins er ah eg skýr, hin sama og áður. Þingflokk-
ur þess er reiðubúinn að standa að tillögu þar sem mótmælt er öllum
tilraunum kjarnorkuvelda með kjamorkusprengjur, hvort sem er í vestri
eða austri.
• Á þessa leið mælti Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins á Alþingi í gær, og voru þau ummæli ítrekuð af öðrum þing-
mönnum Alþýðubandalagsins.
Eftir stuttan fund sameinaðs
þings á venjulegum fundartíma
í gær boðaði forseti, Friðjón
Skarphéðinsson nýjan fund og
var þar tekin fyrir með afbrigð-
um þingsályktunartillaga sem
Sveinn Einarsson og Benedikt
Grcndal flytja um „mótmæli
gegn risasprengju Sovétríkjanna".
Lauk fyrri framsögumaður
Sveinn Einarsson bragðdaufri
framsöguræðu, með þe:rri kröfu
að tillögunni yrði ekki vísað til
nefndar, heldur yrði hún afgreidd
á þessum sama fundi.
Spratt Eysteinn Jónsson þá
upp og lýsti fyllsta stuðningi
sínum við tillögu stjórnarflokka-
[ þingmannanna. Fór hann hörðum
orðum um kjarnorkusprengingar
Rússa.
1 Næstur talaði Lúðvík Jóseps-
i son, formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins.
Ræddi Lúðvík fyrst um hásk-
ann af kjarnorkusprengjum, sem
ljós hefði verið frá því í stríðs-
lokin, að sprengjum var varpað
á japanskar borgir.
„Við vitum það, fslendingar, að
mál þetta skiptir okkur engu
síður en aðra í heiminum.
Því var það að við fulltrúar
Sósíalistaflokksins á Alþingi
fluttum árið 1953 þingsályktunar-
tillögu, þar sem lagt var til að
Alþingi skoraði á Bandaríkin,
Sovétríkin og Bretland að koma
sér saman um að stöðva tilraun-
ir með kjarnorkuvopn, og þar
sem þeirri áskorun var beint til
Bandaríkjanna sérstaklega að þau
stöðvuðu þær sprengingar sem
þau voru þá að gera. En þá voru
rædda'r mjög afleiðingar af
sprengingum Bandaríkjamanna í
Kvrrahafi. En þar hafði heilum
eylöndum verið sökt. af slíkum
sprengingum og stór hafsvæði,
þar sem mesta fiskveiðiþjóð í
heimi stundaði veiðar, verið stór-
lega spillt með eitrun.
Við litum svo á, fulltrúar
Sósíalistaflokksins á Alþingi 1953,
að við íslendingar ættum að
leggja okkar litla lið til þess
að vara þjóðir heimsins við í
þessum efnum og reyna að stuðla
að því að reglur yrðu settar til
að koma í veg fyrir slíkar
sprengingar sem þessar.
1953 mátti ekki
métmæla!
En þá kom fram á Alþingi að
ráðandi f'okkar, og þá fyrst og
fremst þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, tcldu ekki rétt að gera
samþykk't á Alþingi til kjarn-
orkuveldanna, har sem skorað
Framh. á 10. síða