Þjóðviljinn - 28.10.1961, Síða 7
þlÖÐVILIINN
írtgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu - Sósíallstaflokkurinn. - Ritstjórar:
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Ouðmundsson. -
Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Ðjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðeelr
Maenússon. — Ritstjórn, afgrclðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Síml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr 3.00
Prentsmiðja Þjóðvlijans h.f.
D
l/’ilja stjórnmálamenn í Sjálfstæðisflokknum, Alþýðu-
flokknum og Framsóknarflokknum stuðla að því,
að rödd íslands verði beitt gegn kjarnorkuvopnum og
kjarnorkuvopnatilraunum, andstætt við fyrri fram-
komu þessara manna og flokka þeirra? Eða er allur
gauragangurinn, borgarafundur, tillaga á Alþingi og
hamagangurinn í blöðunum ætlað til þess eins að
leggja fram lið þessara flokka í áróðursstríði Atlanz-
hiafsbandalagsins, hinu svonefnda kalda stríði? Þeir
hafa ekki farið dult með það undanfarið, Atlanzhafs-
bandalagspostular allra þessara flokka, að hert hafi
verið mjög á þeim að standa sig betur í kalda stríð-
inu og berjast gegn þeim, sem erlendu húsbændurn-
ir í N'ató nefna „'kommúnista", en sú nafngift virðist
þó oft notuð í furðu rúmri merkingu. Á nú að reka
af íslenzku Natóþjónunum sliðruorðið undir hinu göbb-
elska vígorði „baráttan gegn kommúnismanum?“
Ijeir komu alveg upp um sig á Alþingi í gær taísmenn
þessara flokka. Þar kom alveg skýrt fram hver al-
vara fylgir máli í áróðrinum og hamaganginum vegna
kjarnorkusprenginganna. Því miður kom það alveg
skýrt fram að forvígismenn Sjálfstæðisflokksins, Al-
þýðuflolcksins og Framsóknarflokksins vilja ekki að
rödd Islands hljómi út um heiminn gegn öllum kjarn-
orkuvovnum og öllum kjarnorkuvopnatilraunum sem
rödd einhuga þjóðar, er beri í sér hinn siðferðilega
kraft þjóðareiningar, og alvöru er hæfir alvöru máls-
ins. Þar stóðu þingmenn þessara flokka og börðust af
alefli gegn því að allt Alþingi, allir íslenzkir Alþing-
ismenn stæðu saman um slík mótmæli og áskorun til
kjarnorkuveldanna. Það sem þeir vildu fá, hvað sem
það kostaði, var tillaga sem þeir töldu hugsanlegt
að þætti framlag í áróðursstríði Atlanzhafsbandalags-
ins, yrði pantað framlag íslenzku Atlanzhafsbandalags-
mannanna til kalda stríðsins.
f'' agnvart yfirlýsingu fulltrúa Alþýðubandalagsins,
v formanns þingflokksins Lúðvíks Jósepssonar og for-
manns Sósíalistaflokksins Einars Olgeirssonar, að Al-
þýðubandalagið væri nú eins og ætíð fyrr andvígt
öllum kjarnorkusprengingum og kjarnorkusprengingar-
tilraunum, hvaða stórveldi sem þær framkvœmdi, og
vœri þingflokkurinn reiðubúinn að standa að tillögu
og samþyukt frá Alþingi íslendtnga sem mótmælti
öllum slikum tilraunum og skoraði á kjarnorkuveldin
að hætta þeim, var sem Natóþjónninn Benedikt Grön-
dal umhverfðist, svo hann tók að hellia úr sér bjána-
legasta fúkyrðaaustri um samþingmenn sína. Jafn-
framt kröfðust flutningsmenn mótmæliatillögunnar að
hún fengi þá óþinglegu meðferð, að ekki mætti vísa
henni til nefndar, heldur yrði að afgreiða hana á þess-
um sama fundi og var hún þó tekin á dagskrá hans
með afbrigðum!
þingmenn Alþýðubandalagsins flettu ofan af þessum
vinnubrögðum og skýrðu tilgang þeirra. Hiklausar
yfirlýsingar Lúðvíks og Einars um afstöðu Alþýðu-
bandalagsins, sem alveg eru í samræmi við skrif Þjóð-
viljans um málið (sú afstaða kemur m.a. skýrt fram
í leiðara blaðsins 1. október sl), slógu áróðursvopnin
úr höndum áróðursleiguriddara Atlanzhafsbandalags-
ins og kalda stríðsins. Iivatir Natómanna til misnotk-
unar á mesta alvörumáli heimsins til blygðunariausra
ályga og tilefnislauss áróðurs gegn stjórnmálaandstæð-
ingum sínum duldust engum þeim, sem hlustaði á
hina alvörulausu púðurkerlingaræðu Benedikts Grön-
dals á Alþingi í gær. Af taliri málsmeðferðinni og ræð-
um Natómanna rauk slík hræsni og yfirdrepsskapur,
léttúð og ábyrgðarleysi, og ótiinn við að allt Alþingi
fengi að tala röddu íslenzkú þjóðarinnar í þessu máli,
að aðrir hefðu ekki getað dómfellt þá stjórnmálalodd-
ara harðara en þeir gerðu það sjálfir.
I
I
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
fi
1
I
K
I
II
fi
I
i
I
fi
I
1
I
I
I
I
I
I
I
I
fi
S
Hinn mikli spánski málari
Pablo Picasso varð áttræður
25. þ.m. Hann fæddist 1881 í
Malaga og var faðir hans mál-
ari og kennari við listaskóla.
Picasso var bráöþroska með af-
brigðum, um fermingaraldur
málaði hann og teiknaði mynd-
ir, sem prófessorar við listahá-
skóla gætu verið hróðugir af
að hafa gert, svo fullkomið var
vald hans A teikningu og lita-
meðferð í hefðbundnum stíl.
Árið 1903 settist hann að í
París og málaði á næstu árum
fjölda mynda úr lífi fátækra
trúða sem störfuðu við hring-
leikahúsin á. Montmartre þar
sem hann bjo. Þetta var hið
svonefnda bláa tímabil, blái lit-
urinn var allsráöandi, síðar kom
rauða tímabilið þar sem rauð-
ur litur drottnaði, en viðfangs-
efnin hin sömu. Picasso vann
sér mikla hýlli með þessum
myndum, bær seldust vel og
hefði hann haldið áfram á sömu
braut var sigurinn vís. En
listamaðurinn var ekki ánægð-
ur, hann hafði híngað til málað
í hefðbundnum stíl, en nú fór
hann að hugleiða vandamál nú-
tímalistarinnar. Um þessar
mundir voru verk Cezanne
dregin fram í dagsbirtuna og
þar opnaðist nýr heimur lita
og forma. Eftir margskonar til-
raunir málaði Picasso stóra
mynd vorið 1907, sem síðar
hlaut nafnið „Ungfrúrnar frá.
Avignon" og var svo bylting-
arkennd að allir listsalar snéru
við honum bakinu og vinahóp-
urinn minnkaði stórlega, einn
af kunningjunum spáði meira
að segja að Picasso ætti ekki
annað eftir en hengja sig bak
við myndina. Margir hefðu ef-
laust gefizt upp og snúið við
eftir þvílíkar undirtektir, en
Picasso hélt ótrauður áfram á
þeirri braut er hann hafði upp-
götvað, og smám saman tók
þessi mikla, furðulega mynd að
hafa áhrif á vini hans í mál-
arastétt. Kúbisminn var í upp-
siglingu.
Hér er ekki rúm til að út-
skýra kúbismann, sem þeir
sköpuðu í náinni samvinnu
Picasso og vinur hans, franski
málarinn mikli Georges Braq-
ue, en með þessari stefnu urðu
tímamót í sögu myndlistarinn-
ar, nýr skilningur vaknaði á
meðferð rúmsins í málara- og
höggmyndalist, hin gamla fjar-
víddarkenning sem tröllreið allri
myndlistarsköpun var þurrkuð
út, en í hennar stað kom mátt-
ug spenna í samleik formanna
á myndfletinum.
Þó ekki lægi annað eftir
Picasso en kúbistísku málverk-
in og teikningarnar, væri það
nægilegt til að skipa honum
öruggan sess meðal snillinga
listasögunnar, en hann lét ekki
Sofandi kona .. Málverk.
þar við sitja, til þess er hann
of ástríðufullur leitandi. Upp úr
fyrri heimsstyrjöldinni málar
hann og teiknar í klassískum
rt
Nautaat. Blekteikning frá 1957.
stíl, jafnframt því sem hann
skapar sum af sínum stórbrotn-
ustu kúbistísku verkum, en
nokkrum árum síðar gerir hann
fjölda tröllslegra mynda þar
sem líkarnsbyggingu manna er
misþyrmt í því augnamiði að
magna línubyggingu myndar-
innar og skapa heildaráhrif sem
engin leið var að ná með hefð-
bundnum aðferðum. Árangur
þessara tilrauna blasir við í
stórverkinu Guernica, en það
var. málað fyrir spænsku sýn-
ingardeildina á heimssýning-
unni í París 1937 og lýsir skelf-
ingum loftárása sem fasistar
gerðu á friðsamt spánskt þorp
sama ár. Hér er ögrun nú-
tímastyrjaldar lýst með þeirri
tækni og stílbrögðum sem nú-
tímalistin ræður yfir, og Pic-
asso hefur lagt svo drjúgan
skerf ti.1, jafn fjarskyJdum
gömlu listinni .og nútímahern-.
aður er styrjöldum fortíðarinn-
ar. Guernica er ef til vill fræg-
asta listaverk samtimans, og án
efa meðal áhrifamestu sogulegu
málverka sem um getur. Þetta
málverk verður öllum ógleyrh-
anlegt sem séð hafa, en því
miður gefa Ijósmyndir aðeins
hálfa hugmynd um mátt þess.
Meðan síðari heimsstyrjöldin
stóð yfir dvaldist Picasso lengst
af í vinnustofu sinni í París,
hann gat í rauninni ekki verið
öruggur um líf sitt, hann hafði
beitt sér gegn íasistum í Spán-
arstríðinu með öllum tiltækileg-
um meðulum, og nú sat hann í
landi sem var. hertekið af vin-
um Francos, þýzku nazistun-
u.m. Sem betur fór gerðist þó
ekki annað en það, að bannað
var að sýna myndir hans opin-
berlega, o.g afturhaldsseggir
meðal franskra málara og list-
d.ómara notuðu tækifærið til að
ráðast á list hans í blöðum og
tímaritum. Svar Picassos við
erfiðleikum og árásum hefur
ætíð verið vinna, svo var einn-
ig í þetta sinn. Stríðsárin voru
fr.iósöm, og þó ef til vill kenni
nokkurs dapurleika í verkum
hans frá þessum tíma, málaði
hann sumar áhrifamestu kyrra-
lífsmyndir sínar á þeim árum.
Þá vann hann einnig að st.órum
höggmyndum, en einnig á því
sviði hefi’.r Picasso verið at-
hafnasamur.
Eftir að stríðinu lauk hefur
h.ann unað sér bezt í Suður-
Frakklandi og þar er hann bú-
settur nú, hin síðari ár starfar
hann mikið að leirkerasmíði
jafnframt málaralistinni, á hon-
um sjást lítil ellimörk. og hvert
húsið af öðru fyllist listaverk-
um. ■*-
Picasso leggur lítinn trúnað á
þá kenn.ingu að listamenn eigi
helzt að snúa baki við daglegu
lífi, °g láta sem þjóðfélagsmálý
séu þeim óviðkomandi. Það
hefur komið af sjálfu sér að
hann hefn.r alla tíð átt marga
vini meðal róttækra manna, og
skömmu eftir stríðið gekk hann
í franska kommúnistaflokkinn
og hefur verið í honum síðan.
Picasso að starfi í vinnustofu sinni í Vallauris í Suður-Frakklandi, þar sem afmæli
hans er haldið hátíðlegt í dag. Teikninguna af nautinu gerði Picasso fyrir tæpum áratug.
Lístkeramik frá Gliti hlýtur
lof á sýningu í Washington
Síðhærð kona. Steinprent.
List tuttugustu aldarinnar er
í sífelldri sköpún, og að þeirri
sköpun hafa staðið og standa
enn margir stórkostlegir lista-
menn, en meðal hinna mestu
og án efa sá frægasti er P.ablo
Picasso.
Þorvaldur Skúlason.
Nýlega er lokið í Washington
, alþjóðlegri sýningu í listkeramik
j og tók eitt íslenzkt fyrirtæki,
' Glit h.f., þátt í sýningunni að til-
lilutan vörusýningarnefndar.
Höfðu þau listamennirnr Ragnar
Kjartansson og Steinunn Mar-
tei.nsdóttir unnið munina, er
scndir voru á sýninguna.
Sýning þessi var haldin á veg-
um félagsskapar um listkeramik,
■ The Kilri Club af Washington,
og er hin áttunda í röðinni. Eru
sýningar þessar einhverjar viður-
kenndustu sýningar, sem haldn-
ar eru í þessari listgrein, og taka
ávallt þátt í þeim margir heims-
þekktir listamenn. Er þetta í
fyrsta skipti, sem íslenzkir aðilar
taka þátt í þessum sýningum og
í fyrsta sinn, er íslenzkir kera-
mikmunir fá samanburð við það
bezta, sem til er í heiminum á
þessu sviði.
19 þjóðir tóku þátt í sýning-
unni í ár. Voru flestir sýnend-
anna frá Bandaríkjunum og
Kanada, eða um 300, en t.d. frá
Finnlandi og Danmörku sýndu
heimsfrægir listamenn á þessu
sviði verk sín á sýningunni. ís-
lenzku gripirnir á sýningunni
hlutu mikið lof og í blaðadómum
um sýningum er mest rætt um ís-
lenzku listamennina og verk
þeirra af öllum erlendu sýn-
endunum. T.d. segir svo í The
Washington Post:
„Af öðrum löndum, sem tóku
þátt í sýningunni, sendu ísland,
írland, Svíþjóð og Japan frá-
bærlega góða gripi. ísland sendir
eingöngu stóra vasa, diska og
skálar eftir listamennina Ragn-
ar Kjartansson og Steinunni
Marteinsdóttur. Munir þessir eru
einfaldir í formi, skreyttir ab-
straktmunstrí í dempuðum litum,
allt sérlega smekklegt“.
Islenzku gripirnir, er voru á
þessari sýningu munu fara á
sölusýningu í New York eftir
áramótin. Einnig mun Glit senda
muni á sölusýningu í London
eftir áramótin og sömuleiðis hef-
ur því verið boðin þátttaka í
sölusýningu í Japan á næsta vori.
Þetta er fjórða sýningin erlendis,
sem Glit tekur þátt í á þessu ári,
og hefur fyrirtækið selt nokkuð
af gripum til útlanda, bæði á
sýningu'm og eftir pöntunum.
Opið til kl. 4
síðdegis
1 dag — laugardag — verð-
ur skrifstofa Happdrættisins
að Þórsgötu 1 opin frá kl.
10.00 til 16.00 og á morguri —
sunnudag — frá kl. 14.00 til
19.00.
Síminn er 22396.
— ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 28. oHtóber 1961
Laugardágur 28. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN —
X7Í