Þjóðviljinn - 29.10.1961, Page 1

Þjóðviljinn - 29.10.1961, Page 1
1 Sunnudagur 29. október 1961 — 26. árgangur — 248. tölublað Afmœilshófi ÞJÓLÍ7ILJANS verður frestað vegna anna á síðasta söludegi 1. áfanga happdrættisins. — Auglýst síðar hvenær hófið verður haldið. — NEFNDIN. liii . Svartar hrauntungur Öskjugossins teygja sig yfir snævi þakiö landið. Myndin sýnir endann á hrauninu á annan tug kílómetra frá eldstöövunum. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Hraun hœtt að leng]ast en breíSist út nœr eldstöSvunum - Eldvarp allf aS 60 m hátt hleSsf upp sunnan við glgana Um miðjan dag í gær var ekki annað að sjá en eldgosið í Öskju héldi áíram aí svipuðum kraíti og áður, sagði Tryggvi Helgason ílugmaður á Akureyri í viðtali við Þjóðviljann í gær. Blaðið hafði tal af Tryggva um nón, og þá var hann búinn að fljúga tvær ferð'r yfir gos- stöðvarnar, aðra í gærmorgun en hina um hádegið. 300 til 400 metra gosstrókur Það var ósköp svipað um- horfs þarna og á föstudaginn, sagði Tryggvi. Austasti gígurinn spýtir enn hraunleðjunni 300 til strókum. Vera má að eitthvað hafi dregið úr gosunum í hin- um gígunum. Fjórir þeyta hraunleðjunni upp í loftið en í þeim fimmta kraumar aðeins. Hraunið virtist mér l'tið sem ekki hafa færzt fram og ferðin á því mjög hæg þar sem hreyf- 'ngu var að sjá. Hinsvegar breiðir það æ meira úr sér næst gigunum. Glóandi hraunelfur Dr. Sigurður Þórarinsson var auðvitað með skotthúfuna frægu á höfði þegar hann lagði af stað í fyrradag í rannsóknarleiðangur til gosstöðvanna í Öskju. Myndin er tekin í flugvélinni á leið tíl Akureyrar. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). fellt næst gosopinu. Erfitt var að sjá úr lofti hvort hraunið er farið að hlaðast verulega upp. Hinsvegar hefur myndazt eld- varp á hraunsléttunni sunnan við gígana. Þar er komnn hryggur sem ég gizka á að sé ekki lægri en 30 metrar og get- Ur verið allt að 60 metra hár, sagði Tryggvi. Vikur á Öskjuvatni Aska og vikur frá gosinu hef- ur borizt í suðurátt. Ekkert hraun hefur runnið suður í ðskjuvatn, en mikill v.kur er á vatninu eins og svartir sótjakar fram með öllum löndum. Ekki var að sjá neina ösku í gosmekkinum i gær, sem var álíka hár og í fyrradag, en þá mældist mér hann 12.000 fet eða 4000 metra hár. Gufustrókur- inn stóð næstum beint í loft upp, því vindur var hægur af suð- vestri. Mikil mannaferð Allmikil mannaferð var við gosstöðvarnar. Hópur manna stóð á brúninni við öskjuvatn vestan við Víti, og þar hafði verið sleg- ið upp tjaldi. Þarna voru átta til tíu menn. Niðri við hraunið var margt manna. Voru þar átta bílar og hafði beim verið ekið suður fyr- ir hraunið og upp með því að sunnanverðu. Tveir bílar voru við allra fremsta hrauntangann og bar voru menn fast við hraun- brúnina, að því er virtist að mæl- ingum, sagði Tryggvi. Eftir hádegi var flugveður ó- fært fyrir norðan sökum dimm- viðris, misturs og skýjafars. Tölu- vert er um að Akureyringar aki til gosstöðvanna og virðist færi gott fyrir bíla með drif á cllum hjólum. Hér syðra var töluvert mistur í lofti framan af degi í gær. Grunaði veðurfræðinga að þar væri komin aska frá öskjugosinu, en ekki var það endanlega stað- fest þegar blaðið átti tal við Veðurstofuna. Drukkinn meður stal bíl og ók á mann og bíla Skömmu eftir hádegi í gær tók drukkinn maður bíl trausta- taki hjá Hraðfrystistöðinni og ók honum fram með höfn nni. Maðurinn ók utan í nokkra bíla og vörulyftú og síðan utan í mann sem var við vinnu við höfnina og meiddist sá eitthvað og var farið með hann á slysa- varðstofuna. Lögreglan hafði hendur í hári drukkna mannsins er hann var búinn að yf.’rgefa b'linn. Tók maðurinn til fótann,a en lögregl- an náði honum í tadka tíð. Skemmdir af völdum mannsins urðu talsverðar. Færeyjar og Efua- hagsbrndaltgið ÞÓRSHÖFN 28/10 — Lögþing Færeyinga hefur verið kvatt saman til sérstaks fundar næst- komandi fimmtudag til þess að ræða um það hvort Færeyjar skuli gerast aðili að Efnahags- bandalagi Evrópu. Sóslalistar Fundir í öllum dcildum á mánudagskvöld. FRA AFMÆLISHAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS: 2 dagar eftir Allir þeir, sem hafa miða frá happdrættinu þurfa að at- huga að eftir 31. október n.k. verða allir gulir miðar ógildir. Þess vegna þurfa seljendur miðanna að skila andvirði þeirra fyrir þann tíma til happdrættisins, ásamt óseld- um gulum miðum. Aðrir hlut- ar blokkanna gilda fyrir síð- ari útdrætti og eiga hlutað- eigendur að halda þeim mið- um áfram. Útsölumenn og aðrir utan Reykjavíkur þurfa í síðasta lagi á miðvikudagsmorgyninn hinn 1. nóvember n.k., að póstleggja til happdrættisins alla óselda gula miða og láta uppgjör fylgja með þeim, á- samt andvirði hins selda. 1 dag verður skrif stof a happdrættisins að Þórsgötu 1 opin frá kl. 14.00 til 19.00. Á morgun — mánudag frá kl. 10.00 til kl. 22.00. Nú verður hver og einn að ljúka því, sem hann á ólokið í sölu fyrir fyrsta útdrátt. Munið eftir gulu miðunum. Komið og gerið skil. Afmælishappdrætti Þjóðvilj- ans, Þórsgötu 1, sími 22396, Box 310.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.