Þjóðviljinn - 29.10.1961, Síða 4
S 7Í\ Jj Ifíl S nn fitsfióri: Sveinn Kristinsson
Víg Guðmundar Lárussonar
E>að á ekki af íslenzkum skák-
mönnum að ganga með guð-
mundana. Ef maður með því
nafni tekur að stunda skák
hérlendis, þá er það segin saga,
að hann er rokinn upp í meist-
araflokk og knýr gjarnan dyra
í landsliði við fyrsta tækifæri.
Við getum byrjað á Guð-
mundi Guðmundssynj eldra,
sem vakti mikla ath.vgli fyrir
skákbæfileika sína erlendis á
árunum eftir 1930, en dó ung-
ur. Þá kemur Guðmundur
Arnlaugsson fram á sjónarsvið-
ið nokkru fyrir stríð og stend-
ur brátt framarlega í hópi
skákmanna í Danmörku, en þar
stundað.' hann nám. Litlu síðar
kemur Guðmundur S. Guð-
mund'son fram á siónarsviðið
sem fulimótaður meistari og
átti hann síðan eftir að vinna
marga sigra og stóra. Þá kem-
ur Guðmundur Ágústsson, hug-
myndaríkur meistari og frum-
legur, þótt hann muni varla
hafa náð öryggi hinna tveggja
síðasttöidu. Guðmundur Ólafs-
son er af lægri gráðu. og er
mér skákíerill hans minna
kunnur.
Ekki slotaði Guðmundahryðj-
unni ennbá. Eftir stríðið kemur
Guðmundur Pálmason fram á
sjónarsviðið með þeim fimbul-
krafti, að eftir tveggja ára
taflmennsku var hann af mörg-
um talinn annar stei-kasti skák-
maður landsins. Um l'kt leyti
kemur fram enn einn Guð-
mundur Guðmundsson og ryð-
ur se'r braut upp í meistara-
flokk. Tefldi hann og teflir
einkum á vegum ,.Taflfélags al_
þýðu“. Á Akureyri tekur Guð-
mundur Eiðsson, frændi Guð-
mundar Guðmundssonar hins
elzta, að slá um sig i skákinni,
og Hafnfirðingar áttu einnig
sinn Guðmund, Guðmund Þor-
láksson.
Næsti Guðmundur. sem ég
man eftir er svo Guðmundur
Ársælsson, sem enn hefur ekki
náð reisn hinna eldri Guð-
munda, en er þó góður meist-
araflokksmaður. Árið 1957
kemur nýr Guðmundur fram á
sjónarsviðið, Guðmundur Ar-
onsson. Hann gerir sér lítið
r-r mátar Inga R. Jó-
hannsson á skákþingi Reykja-
vikur 1957 í sögufrægri skák.
Lítið hef ég heyrt um Guð-
mund Aronsson upp á síðkastið
og mun hann horfinn frá skák
i bili. Og þá er ég kominn að
nýjasta Guðmundinum, þeim
sem einkum kemur við sögu í
þættinum í dag, en það er
Guðmundur Lárusson. En áður
en ég skil við Guðmundaupp-
talninguna, þá vil ég taka það
fram, að ég tel vafasamt, að
hún sé tsemandi, og bið ég þá
Guðmunda sem kunna að hafa
orðið útundan að virða mér
gleymskuna til betri vegar.
Guðmundur Lárusson er syst-
ursonur Guðmundar S. Guð-
mundssonar skákmeistara og á
þvi ekki langt að sækja skák-
hæfileikana. Ekki er þó hægt
að segja, að skákstííl þeirra
frænda sé líkur. Guðmundur S.
teflir þungan og heldur inn-
hverfan ,,positions“-stíl. Á ein-
hverju stigi flestra skáka sinna
teflir hann varnartafl og fer
sjaldan út í einhliða sókn
nema andstæðingurinn hafi
veikt sig og myndað ,,opið
færi“. Varnartaflmennska Guð-
mundar S. er m.iög sérkennileg
og mun hún að einhverju
leyti vera runnin frá Eggert
heitnum Gilfer. Hann þjappar
liði sínu saman og myndar öfl-
ugt ígulvirki, en sá er helzti
gallinn ?., að varnarlandrýmið
er oft svo lítið að menn hans
ná á stundum naumlega högg-
rými. Ósveigjanleiki kerfisins
gerir bað líka að verkum, að
ef glufa mjmdast á annað borð
í vörnina þá hrynur gjarnan
allt í rúst. En hinsvegar er það
hvergi nærri heiglum hent að
rjúfa skarð i varnarmúrinn,
því hann er gerður af mikilli
kunnáttu.
Guðmundur Lárusson er eins
og áður var sagt algjör and-
staða nafna síns og frænda
hvað skákstíl áhrærir. Guð-
mundur Lárusson leggur eink-
um stund á leifturhernað, er
mjög hugmyndaríkur sóknar-
maður, sem leitast við að ná
sem fyrst frumkvæðinu og
horfir hvorki í mannfórnir né
annan t'lkcstnað til að halda
því. Hann nýtur sín miður i
vörn. enda hefur hugmynda-
auðgi hans þá úr færri mögu-
leikum að moða, þar sem þeir
takmarkast og ákvarðast af að-
gerðum þess er frumkvæðinu
heldur.
Tv'mæ’alaust má telja Guð-
mund Lárusson í hópi efnileg-
ustu skákrnanna, sem fram
h-fa komið hérlendis síðustu
árin.
Sem kunnugt er náði Guð-
mundur eííir' atv kum ágætum
árangri á heimsmeistaramóti
unglinga sem fram fór í Haag
í hau-t. Hann náði að komast
i úrs’it í öflugri undankeppni
og þótt hann næði ekki hátt í
úrs'itunum (10. í röðnni af
12), þá verður frammistaða
hans í heild að teljast mjög
góð þegar tekið er tillit til
hinnar öflugu samkeppni. Við
skoðum nú viðureign Guð-
mundar við Parma, s.'gurvegar-
ann á ofannefndu móti og
heimsmeistara unglinga.
Skýringarnar eru lauslega
þýddar úr ..Schach — Echo“.
Hvítt: Parma
Svart: Guðmundur Lárusson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5, 2. Rf3 d6, 3. d4
cxd4, 4. Rxd4. Rf6, 5. Rc3 a6,
1 dag er sérstakur baráttu-
dagur þeirra samtaka í okkar
landi, sem nefna sig Landssam-
bandið gegn áfengisbölinu.
Mér þykir ástæða til þess að
vekja athygli á þessum sam-
tökum1 og því málefni, sem þau
berjast fyrir.
Meðal þeirra félagasamtaka,
sem standa að Landssamband-
inu gegn áfengisbölinu, eru t.d.
þes-si: Alþýðusamband Islands
Iþróttasamband Islands og
Kvenfélagasamband Islands.
Ég hygg, að enginn ágrein-
ingur sé um nauðsyn þess að
berjast gegn áfengisböli. AÍlir
viðurkenna þörf þess að draga
úr því tjóni sem orðið er, eða
minnka erfiðleika þeirra, sem í
vandanum standa.
En um hitt eru menn ekki
eins sammála, hvernig bezt sé
að koma í veg fyrir áfengis-
bölið.
Ég dreg enga dul á það, að
ég er í hópi þeirra manna, sem
helzt hefði viljað grípa fyrir
rætur meinsins með því að
banna algjörlega alla sölu á-
fengis í landinu, eða að hafa
sem mestar hömlur á sölu þess.
Mér er hins vegar ljóst, að
slík ráð bera ekki fullan árang-
ur, á meðan mikill hluti þeirra
manna í þjóðfélaginu, sem sett-
ir eru til þess að framfylgja
lögum og til þess að halda í
heiðri lög, eru slíkum laga-
ákvæðum mótsnúnir. Fullur
árangur laga fæst heldur aldrei
á rneðan almenningsálitið í
landinu ekki hefur skilið og
ekki vill virða lögin,
Réttur skilningur almennings
í landinu á því vandamáli, sem
við er að eiga, er einmitt eitt
grundvallaratriði þess, að vel
geti tekizt um árangur. Því
miður verður að játa, að í sum-
um efnum, hefur beinlínis sótt
til hins verra í áfengismálum
þjóðarinnar síðustu árin.
Sala áfengis hefur verið leyfð
á fleiri stöðum og við fleiri
tækifæri en áður. Og það sem
þó er verst, áróður í blöðum og
jafnvel í útvarpi hefur í aukn-
um mæli verið gegn eðlilegum
og heilbrigðum ráðstöfunum í
áfengismálum.
6. Bg5 e6, 7. f4 Be7. 8. Df3 h6,
9. Bh4 g5, 10. fxg5 Rf - d7, 11.
Rxe6 fxe6, 12. Dh5t Kf8, 13.
Bb5. (Við minnumst skákþings-
ins í Gautaborg 1955, þar sem
argentínsku skákmeistararnir
Panno, Najdorf og Pilnik tefldu
þetta afbrigði (á svart) í fyrsta
skipti gegn Rússunum Geller,
Keres og Spassky. Eftir það
var þetta varnarkerfi naumlegá
notað. fyrr en Fischer kom með
endurbót gegn Gligoric í Port-
oroz 1958, og það er sú end-
urbót, sem Guðmundur beit'r
nú).
13. — — Hh7, 14. 0—Ot.
(Þetta er ekki sterkasta fram-
haldið. í Portoroz lék Gligor-
ic 14. Dg6 Hf7. 15. Dxh6t
Kg8, 16. Dg6t Hg7. 17. Dxe6t).
14. ----Kg8. (Skákin Safu-
at — Lombardy Múnchen 1958
tefldst svo: 15. Dg6t Kh8, 16.
Hf7 Hxf7, 17. Dxf7 Re5, 18.
Dh5 De8 og svartur vann að
lokum.)
15. g6 Hg7, 16. Dxh6. (Við
16. Hf7 væri 16. — — Bg5
sterkt svar.)
Lúðvík Jósepsson
Ég tel því eitt af brýnustu
verkefnum þeirra, sem vinna
vilja gegn áfengisbölinu, vera
einarðlega sókn til þess að
vinna almenningsálitið til
rétts skilnings á vandamálinu.
Það verður að takast, að fá
blöðin í landinu og útvarpið til
þess að hætta þeim ljóta leik,
að vegsama á beinan og óbein-
an hátt áfengisneyzlu og af-
saka áfengisafbrot.
Þessi voldugu áróöurstæki
verða þvert á móti að taka
heinan þátt í því að berjast
gegn áfengisbölinu í öllum þess
myndum og skapa réttan skiln-
ing á því, hvað það er, sem
raunverulega leiðir til þessa
mikla vandamáls.
Áfengisbölið kostar okkar litlu
þjóð hundruð milljóna á ári
hverju og auk þess tjón, sem
aldrei verður metið í peningum.
Þúsundir r*innusiunda'-for-
görðum, truflanir verða í rekstri,
slys verða á götum, bátar far-
ast, og annað af slíku tagi ger-
ist, vegna áfengisneyzlunnar.
Það er að sjálfsögðu gott verk
og nauðsynlegt að reyna að
bæta úr vanda þeirra, sem fyr-
ir óláninu hafa orðið, en hitt
skipt.r þó höfuðmáli að finna
ráð sem geti komið í veg fyrir
orsakir meinsins.
Landssambandið gegn áfeng-
isbölinu vinnur fyrir góðan mál-
stað.
Það á skilið stuðning allra
góðra manna.
SIGURJÓN JÓNSSON, höfundur bókarinnar SANDUR
OG SÆR, er þegar kunnur fyrir sögur og þætti,
sem birzt hafa í blöðum og tímaritum. Ritsmíðar
hans eiga greiða leið til lesandans. Þær skilja eftir
yl og lifshljóm.
SANDUR OG SÆR er fyrsta bókin frá hendi Sig-
urjóns. Efni hennar er margslungið. Þar eru smá-
sögur, þróttmiklar, unnar af vandvirkni og þekk-
ingu á sviðum þess lífs, sem höfundur fjallar um.
SANDUR OG SÆR er óður um náttúru landsins
og fólkið, sem það byggir — lífið sem á tilvist sína,
þar sem sandur og sær mætast.
SIGURJÓN JÓNSSON
frá Þorgeirsstöðum
Sandur og sær hefur að geýma 25 sögur
og þætti. Bókin er 180 blaösíður í vönd-
uðu bandi.
Upphöf sagna hefur Höskuldur Björnsson
Iistmálari skreytt.
KoT.y^R í bókaverzlanir
Verð kr. 135 — (+ sölusk.).
BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI
16. — — Bxh4. (Þetta er
Framhald á 10. síðu
Lúðvík Jósepsson:
Gegn áfengisböli
fa) •— ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 29. október 1960