Þjóðviljinn - 29.10.1961, Page 6

Þjóðviljinn - 29.10.1961, Page 6
IÐVILIINN Útgefandí: Samelnlngarflokkur alþýðu — ^ Sósíallstaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóra;: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússoi;. itstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Stjórnarflokkar í varnaraðstöðu l uðfundið var á framkomu stjórnarliðsins á Alþingi á föstudaginn, að því þótti mikil þörf að tala um eitthvað annað en innanlandsmálin, eftir þá háðulegu útreið sem stjórnarflokkamir höfðu fengið á þeim, vett- vangi í tveggja kvölda umraeðunum um vantraustið. En þeir áttu líka í vök að verjast í heils dags um- ræðum á Alþingi á föstudaginn. Enda þótt Eysteinn Jónsson reyndi að klessa sér fast að stjórnarflokkun- um þann dag, kom berlega í ljós, að það sem vakti fyrir stuðnirigsmönnum tillögunn'ar um mótmæli við kjarnorkuspreingingum Rússa var fyrst og fremst að reka gegr m Alþingi með afbrigðum og óþinglegum aðferðum áróðurstillögu, pantaða af húsbændum þeirra í Atlanzhafsbandalaginu. Ijetta kom skýrast fPam í því að stuðningsmenn til- * lögunnar beinlínis höfnuðu að Alþingi allt stœði að og sambylckti hin altækustu mótmæli íslenzku þjóð- arinnar c m öllum kjarnorkusprengingum, hvaða ríki sem fram.izvcp.mir þær. Stuðningsmenn tillögunnar komu svo algerlega upp um sig og alvöruleysi sitt í þessu mikla máli, að þeir beinlínis felldu að mótmæla öðrum k'arnorkusprengingum en rússneskum! Sú af- staða er allt önnur en afstaða Alþýðubandalagsins sem var sikýrt og óvefengjanlega yfirlýst, að væri hin sama og jafnan áður, að Alþýðubandalagið er andvígt öllum tilrauhum með kjarnorkusprengingar, hver sem þær framkvæmir. Það Var lagt til með þingsályktunartil- lögu Sósíalistáflokksins á Aliþingi 1953, en þá mátti . Sj álfstæðisflokkurinn ekki heyra það nefnt að ís- lendingar mótmæltu tilraunum með kjarnorkusprengj- ur; tillögunni var brevtt í það horf að skora á Samein- uðu þjóðirnar að beita sér fyrir almennri afvopnun, og samþykkt þannig einróma af Alþingi, eftir ýtarlega athugun og viðræður í utanríkismálanefnd þingsins. Nú fclldii hinsvegar stuðningsmenn mótmælatillög- unnar í Sj álfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum að vísa mætti tillögunni til utanríkismálanefndar, og kom í því sambandi fram logandi hræðsla hiá öðrum flutn- ingsmanni hennar við að það gæti orðið til þess að Alþingi allt kæmi sér saman um mótmælatillögu. Slík vinnubrögð sýna betur en flest annað að hér er staðið að málum af vítaverðri léttúð og ábyrgðarleysi, í þeirri von að takast megi að fá einhvern höggstað á stjórn- málaandstæðingum sínum. Ctjórnarflokkunum mun heldur ekki ta'kast að láta ^ menn gleymia áhrifunum frá vantraustsumræðun- um. Frá síðara kvöldinu munu eftirminnilegastar ræð- ur Einars Olgeirssonar og Eðvarðs Sigurðssonar, rök- fastar og eggjandi alþýðuna að rísa gegn eymdarstefnu ríkisstjórnarinnar og fyrirætlunum hennar um inn- limun íslands í Efnahagsbandalagið. Með því að minna á staðreyndir málsins sannaði formaður Verkamanna- félagsins'Dagsbrúnar, Eðvarð Sigurðsson, kjaraskerð- inguna og árásir ríkisstjórnarinnar á lífskjörin, og minnti á almenna samstöðu manna í verkalýðsfélög- únum um kjaramálin, þar sem fylgismenn allra stjórn- málaflokkö. hafa einum rómi samþykkt nauðsyn þess að verkalýðshreyfingin hefjist hasndia um kjarabætur. Og eggiun Einars Olgeirssonar til 'alþýðunnar, að rísa gegn þeim Kjaraskerðingum nú og hindra landráða- aform afturhaldsins um innlimun Islands í Efnahags- bandalagið var ekki síður áhrifamikil en áminning hans um það að „varanlegar kjarábœtur, sífelldar raunhœf- ar kauphivkkanir frá árí til árs, án verðbólgu og dýr- tíðar, fást aðeins með því að hinar vinnandi stéttir heila og handa, sjávar og sveita, sameinist á vettvangi stjórnmálanna í þeim samtökum álþýðunnar, er táki meirihlúta á Alþingi og rrvyndi með öllum frjálshuga íslendivr,vm og framsæknum íslenzkum atvinnurek- endum þá þjóðfylkingu íslendinga sem taki ríkisvald- ið úr höndum fulltrúa hins erlenda valds.“ I I I I I I 8 í I S t 1 I t t s I I I I I 8 t I I I 1 i I I t 1 i I t í I I R 8 I I I I 1 I I I I I I I I I I I I I I I I I I Fyrsti báturinn Löngu áður en menn voru til hafa dýrin sjálfsagt bjarg- að sér upp á greinar og trjá- boli á reki þegar þau voru í hættu vegna flóða eða skógar- elda, og þegar mennimir komu til sögunnar hafa þeir áre'ð- anlega gert það líka. En þar sem maðurinn er að því leyti betur útbúinn frá náttúrunnar hendi en dýrin að hann hefur hæfileika 1.1 að hugsa, gerðist það dag einn fyrir hundrað þúsund árum eða ennþá fyrr að mann: nokkrum datt í hug að nota trjábol til að komast yfir á eða lítið vatn. Þennan dag fann maðurinn upp bátinn. Hollenzkt skip frá því um 1600. Kannski hefur einhverjum öðrum manni á allt öðrum stað á jörðunni dottið það sama í hug á sama tíma þða löngu seinna og það eru þannig vafa- laust margir ,,uppf'nninga- menn“ sem fundu upp bátinn eða skipið. Annað fó^k sem sá þessa hugrökku menn „sigla“ langaði til að leggja í þessa glæfraferð líka og smám sam- an fór hver að skara fram úr öðrum að áræði og hug- kvæmni. SeglskipiS Vitað er um ýmsar gerðir báta frá elztu tímum. Á Níl- arfljót'nu var siglt á papyrus- fleytum sem gerðar voru úr samanbundnum blöðum. Ann- ars staðar voru trjágreinar bundnar saman. Svo var farið að festa saman litla trjáboli eða bambusgreinar og sums staðar voru notuð strengd dýraskinn. : Seinna fóru menn að hola innan trjáboli og strengja skinn yfir smá trégrindur og það var upphaf báta með röng- um. ÖHuro þessum bátum var komið áfram með flötum spýt- um á líkan hátt og nú er ró- ið með árum og menn korriúst að þvi að hægt var að breyta stefnu bátsins með ár í aftur- stafni hans. Að öllurn líkindum hefur einhver sfaðið úpp í bátnum sínum og þá tekið eftir að bát- urinn fór hraðar þegar vindur- inn blés í bakið á honum. Kannski hefur hann líka reynt að breiða út klæð: sín til að ná í meiri vind og þá var seglið fundið upp. Fyrst var seglið ekki annað en útspennt skinn á stöng, seinna mörg skinn saumuð saman og fest á mastur, og þá var komið skip sem hægt var að s'gla í byr. Það var ekki langt bil á milli þessarar uppfinningar og hinnar, að hægt var að nota hliðarvindinn líka með að snúa seglinu á ská. Tímabil seglsk'psins var haf- ið. sigruS Þetta höfum við allt fengið að vita 'af gömlum myndum, hellaristum, myndum á vösum og krúsum og á veggjum í gröfum og annars staðar og þar að auki eru sumir þessara frumstæðu báta í notkun enn í dag — bátar sem ýiga upp- runa sinn að rekja aftur til grárrar forneskju. Sumir voru duglegri en aðr- :r að búa til báta og þeir lögðu grunninn að bátasmíðinni sem iðngrein. Og því stærri og betri sem skipin urðu, því djarfari og duglegri urðu sjó- mennimir og þegar komnar voru upp stétt.'r skipasmiða og sjómanna leið ekki á löngu þar til hermenn og kaupmenn tóku skipin í sína þjónustu. Her- menn fóru í herferðir, rændu og rupluðu og kaupmenn fóru í langferðir til að skipta vör- um og verzla. Síðar sigldu landkönnuðir yf- g) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 29. október 1960 , .; /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.