Þjóðviljinn - 31.10.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.10.1961, Blaðsíða 7
' ' ; ' FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld RÁNYRKJA SEM VERÐUR AÐ STÖDVA Frá því var sagt nýlega í blööum, að togarinn Víkingur frá Akranesi hefði fengið þorskanet í vörpu sína þegar hann var að toga á Eldeyjar- banka. Að sögn höfðu þessi net fisk að geyma á öllum stigum, allt frá hreinum beinagrindum og upp í nýveiddan fisk. Á undanförnum árum hafa þorskanetaveiðar verið stundað- ar víðsvegar hér við land, og þó mest hér við suðvestur- ströndina, af svo algjöru fyrir- hyggjuleysi, að slíkt nálgast brjálsemi, enda mun vera hér um eindaemi að ræða meðal sið- menntaðra fiskveiðiþjóða. Á þessu tímabili, sem hófst með tilkomu nælonnetanna, hafa netatrossur verið skildar eftir víðsvegar á miðunum og engar ráðstáfanir gerðar til að slæða þær upp. Menn héldu því lengi vel fram, sumir hverjir, að þetta gæti ekki valdið skaða, því net- in mundu fara í flækjuhnúta fljótlega og leggjast á botninn. Reynslan hefur hinsvegar allt*- aðra sögu að segja. Það er ekki í fyrsta skipti að togarar hafa fengið þorskanet í vörpur sínar, sem gefið hafa hina sömu mynd og hjá togaranum Vík- ingi, heldur er þessi óglæsilega saga frá fiskimiðunum okkar að endurtaka sig æ ofan í æ. Hér verður að stemma á að ósi, áður en það er orðið allt um seinan. Það má ekki ^rag- ast lengur að settar séu strang- ar reglur um notkun þorska- neta, og þeim reglum fram- fylgt. • Hvað ber að gera? Það sem þarf að gera er ein- faldlega þettá: Alþingi setji lög um notkun þorskaneta, þar sem ákveðinn er sá tími þegar nota má þessi veiðarfæri á miðunum. Við skulum segja að þessi veiðitími byrjaði 1. marz ár hvert og stæði til loka vetrarvertíðar 11. maí. Á öðrum tíma árs væri öllum óheimillt að veiða með þorska- netum innan landhelginrmr. Ég sting hér upp á þessum tíma, vegna þess að hann er sá sami og hér var orðin hefð að nota til þorskanetaveiða á meðan hamp- og baðmullarnet voru eingöngu notuð við þessar veið- ar. Þá er það líka nauðsyn að sett verði reglugerð sem ákveði möskvastærð þorskaneta og há- marks netafjölda sem hvert veiðiskip má hafa liggjandi í sió hverju sinni. Höfuðástæðan fyrir tapi netatrossanna sem liggja árið um kring á miðun- um og drepa fisk sem síðan úldnar og rotnar í stórum std, epgum til gagns en allri þjóð- inni til skaða, er sú að margir bátar hsfa svo margar trossur í siö að ekki er nokkur leið að drága þær allar daglega. Þettn véldur ekki aðeins skaða á þeim fiski sem veiðist, heldur er betta jafnframt höfuðorsök- in fyrir því hve margar neta- trossur tapast, með þeim af- leiðingum sem að framan er lýst. Og bað er jafn víst sem or- sök veldur afleiðingum, að verði ekkert af því framkvæmt sem ég bendi á til að stemma stigu við skaðanum, þá mun það hefna sín grimmilega á okkur sem lifum í þessu landi og þurfum að hafa framfæri af fiskveiðum. öll gæði þax'f að umgangast með nokkuriá hóf- semd, ef þeirra á að njóta til langframa, það er okkur hollt að hugleiða í þessu sambandi. • Friðum hluta af hrygningasvæðinu Ég hef bent á það nokkrum sinnum í blaðagi'einum á síð- ustu árum, hve mikil nauðsyn það er að friða einhvern hluta af aðalhrygningarsvæði þorksins meðan á hi'ygningu stendur hér við suðurströndina. En árin hafa liðið og ekkert hefur ver- ið gert í þessum efnum. Það er engu líkara en að sér- fi'æðingar okkar á þessu sviði séu blindir gagnvai't þeiri'i hættu. sem við erum vitandi vits að leiða yfir okkur, með því að í dag verður jai'ðsunginn frá Hafnai’f jai'ðarkii'kju Ingvar Gunnarsson, kennari. Hann var fæddur 4. nóv. 1886 að Skjaldarkoti á Vatnsleysu- strönd og lézt að heimili sínu Hverfisgötu 37 í Hafnarfirði hinn 23. okt. sl. Ingvar var sonur Gunnars Gíslasonar, bónda í Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd Ingvarssonar og konu hans Ingibjai'gar Fx'ið- riksdóttur, bónda að Hóli í Stokkseyrai'hreppi Guðmunds- sonar. Þegar Ingvar var kominn til nokkui’s þroska, eða ' um tví- tugsaldur, réðist hann til náms í Flensborgarskóla og lauk prófi þaðan árið 1908. Eftir það gekk hann í kennai’askólann og út- skrifaðist úr honum 1911. Hið næsta ár var hann kenn- ari í Víðidal í Húnavatnssýslu, en réðist þá til kennslu í heima- sveit sinni, Vatnsleysuströnd og var þar kennai’i til 1915. Eftir það stundaði. hann verzlunar- störf um skeið. Hann var hreppsnefndarmað- ur Vatnsleysustrandarhrepps 1914—1920, en á því ái'i fluttist hann til Hafnárfjarðar og vai’ð k.ennai'i við barnaskóla bæjar» ins. Því em.bætti gegndi hann óslitið til ársins 1957, að hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. í stjorn Skógræktarfélags ís- lands var hann 1940—1946 og í varastjórn síðan. 1 stjórn Skóg- ræktai-félags Hafnai'fjai’ðar frá stofnun þess 1946 til dauðadags og formaður félagsins um ái'a- bil. Þá var hann í stjórn Bún- aðarfélags Hafnarfjarðar frá 1943, lengst af formaður félags- ins. I Garði’áði Hellisgerðis í 31 p.r (1925—1956) Umsjónai'- maður og garðyi’kjustjóri Hell- isgerðis frá 1924 þar til nú fyr- ir nokkrum mánuðum að hann sagði af séi’. Ingvar Gunnarsson kvæntist hafast ekkert að þorskstofni okkar til varðveizlu á meðan enn er tími til. Stóraukin rán- yrkja sem framkvæmd hefur verið með taumlausum þoi'ska- netaveiðum nú um margra ára skeið er nú að mínu áliti byrj- uð að segja til sín, svo lengi má það ekki dragast úr þessu að i'áðstafanir verði gerðar til bjargar, ef við eigum ekki að hljóta af skaða í stað vai’an- legs gróða, sem hverjum góðum búmanni á að vera skylt að við- halda, og búa þannig sífellt í haginn fyrir fi'amtíðina, jafn- hliða því sem við erum að sinna hinum daglegu þörfum okkar. Með tilkomu bergmálsdýptar- mælisins og fisksjái'innar hefu.r þörfin fyrir friðun á hrygning- arsvæðunum aukizt ár frá ári. Áður en þessi tæki komu til sögunnar voru til stór botn- svæði innan aðal hrygningar- svæða hér við suðvestur- eftirlifandi konu sinni, Margréti Bjarnadóttur frá Móakoti á Vatnsleysuströnd 25. sept. 1920. Böi'n þeirra eru fjögur: tvær dætur og tveir synir. Sama árið og Ingvar fluttist til Hafnarfjai’ðar var af nokkr- um áhugamönnum stofnað Mál- fundafélagið Magni. Næsta ái’, 1921, gekk Ingvar í félagið og var félagi í 40 ár, eða lengur en nokkur annar til þessa, að einum undanteknum. Hann var starfsmaður félags- ins óslitið í 37 ár. Störf Ingvai's Gunnarssonar hér í Hafnarfirði voru nálega alla tíð tvíþætt: kennslustöi’f og ræktunarstörf, og veit ég ekki, hvort honum var kærara, mér er nær að halda að ekki megi þar á milli sjá, enda störfin hliðstæð. Ég var samstarfsmaður hans í kennarastétt í 20 ár. Gleymi ég ekki, þegar Bjarni Bjarnason skólastjóri okkar var að segja mér, þá ungum nýliða, frá þeim mönnum, sem stöi'fuðu við skól- ann, með hvei'ri hrifningu hann þá lýsti Ingvari sem kennara. Þeir eru margir Hafnfirðing- arnir, sem hann á sínum langa stai'fsdegi hefur komið til nokk- urs þroska, og tvímælalaust hef- ur hann þar leyst af hendi á- gætt ævistarf, sem bæjarfélagið má þakka honum. þó mun það vart orka tvímælis, að auka- starf hans, starfið í Hellisgei’ði, starfið fyrir Magna, muni halda minningu hans lengst uppi. Málfundafélagið Magni og í'aunar Hafnfirðingar allir hafa lengi verið hreyknir af Hellis- gerði, og er það vel, en þess skulum við þá jafnfi’amt minn- ast, að lngvar Gu.nnarsson hefur verið þar hin leiðandi hönd allt frá því, að hann gróðursetti þar fyrstu trén og svo að segja til þessa dags. Honum var einstak- lega annt um garðinn og sárt um, ef eitthvað var þar illa ströndina, þar sem þorskstofn- inn naut raunverulegrar frið- unar meðan á hrygningu stóð. I gjánum sem liggja í ótal hlykkj- um eftir hraunbotninum naut þorskstoíninn þessai'ar friðun- ar. Nú á síðustu árum hafa þcrskanetabátarnir þrætt þess- ar gjár og lagt í þær neta- trossur sínar með hjálp hinna fulikomnu tækja. Það er því hvei’gi til lengur neinn griða- staður fyrir þorskstofninn á hi’ygningai'svæðunum. Nú er það vit mannanna sem nytja þorskstofninn sem verður að koma til og veita fi-iðunina, öðru vísi verður hún ekki að veruleika. Og í þessu sambandi er okkur hollt að minnast þess, að góð fiskimið víðsvegar um heim hafa verið eyðilögð, sök- um rányi'kju og græðgi, af því að vitið fékk ekki að ráða, meðan tími var til, að bjarga miðunum. Það voru þörf lög, sem sett voru um togveiðar á sínum tíma. En í dag er það ekki minna áðkallandi að sett verði lög um þorskanetaveiðar hér við land. Hvort Alþingi ber gæfu til að stíga þetta spor nú, áður en vetrarvertíð hefst, það mun tíminn leiða í ljós. meðfarið. í blaðagrein um Hellisgerði 20 ára er meðal annars komizt að orði á þessa leið: „Hefur hann (þ.e. Ingvar) alla tíð ann- azt garðinn á vegum félagsins, og hefur elja hans og farsæld mestu stýrt um það, hvað Hell- isgerði nú er. Ekki hefur það þó verið fyrir það, að Ingvar væri „lærður" maður um trjárækt og blómrækt. Hann var fæddur og uppalinn í byggð, sem er gróð- urminni og hrjóstugri en flestar aðrar sveitir þessa hrjóstuga lands, og hafði aldrei numið þau fræði, er að slíku lutu. En ef til vill hefur hann tekið það sárt, hve Vatnsleysuströndin var harðbýl, og þess vegna verið sérstakt yndi að rækta þennan reit. En mestu hefur þó hitt ráð- ið, að hann var maður, sem heldur tryggð við hugsjónir sín- ar lengur en stundarbil og gæddur er þeirri kostgæfni, er slíkt starf sem umönnun skrúð- garðs krefst. Með starfi sínu og siálfsnámi hefur hann tileinkað sér eigi minni þekkineu en aðrir hlióta við langa og erfiða skóla- göngu. öll trén í Hellisgarði eru í bókstaflegum skilningi fóstruð af Ingvari. Hann hefur frá upp- hafi fylgzt með vexti þeirra og viðgangi. Sum hafa komið í hans umsjá sem ofurlitlar plönt- ur, sem um fram allt þurfti vel að hlúa að, en til annarra hefur hann sáð með eigin hendi.“ Á þessum tímamótum Hellis- gerðis luku öll dagblöð landsins miklu lofsorði á garðinn og garðvörðinn, sem maklegt var. Þetta sama ár var Ingvar Gunnars-son sæmdur Fálkaorð- unni fyrir ræktunarstarfsemi í Hellisgerði. En þegar þetta gerðist var þó starfsdagur hans í Hellisgerði rétt rúmlega hálfnaður. Málfundarfélagið Magni flytur hinum látna félaga innilegar þakkir fvrir langt og árangurs- ríkt starf, Eftirlifandi konu hans og börnum vottum við samúð. Hafnarfirði, 31/10 1961. Jóh. Þorsteinsson. form. Magna. MINNING Ingvar Gunnarsson kennari Fæddur 4. nóv. 1886 — Dáinn 23. okt. 1961 Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — , Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Ævintýrið urn Þjóðviljann k ð liðnum aldarfjórðungi er það ævintýri líkast að rekja í huga sér æviferil Þjóðviljans. Svo fast hefur oft sorf- ið að, iað þar virtist engu mega við bæta, en hvað eftir ann- að rís blaðið og flokkur þess úr þrengingum og ofsóknum til stórra sigra málstaðar síns, málstaðar íslenzkrar alþýðu. TVvað er það þá, sem hefur gert þetta fært, að dagblað fá- tækasta fólksins á íslandi skuli ekki e.'nungis hafa lif- að í aldarfjórðung, heldur líka stækkað og eflzt og orðið sá áhrifavaldur í íslenzku þjóðlífi sem raun ber vitni? Margt kemur til, og margs þarf við til þess að alþýðublað geti lifað og dafnað. Til þess þarf fjármuni, fjárframlög fátækra mianna ár eftir ár, áratug eftir áratug; þeir voru fáir fyrst en fjölgaði ört svo hin mörgu og smáu framlög urðu stórar upphæðir þegar saman kom. Og blaðið þeirra eflist og út- breiðsla þess eykst, svo þar kemur ,að milljónatekjur fást frá kaupendum þess og auglýsendum. En í hvert sinn, þegar það mark hefur nálgast að blaðið fari að ,,bera sig“, er tekin ný og djörf ákvörðun um stærra blað, um betri prentsmiðju, um öflugra baráttutæki fyrir alþýðu lands.'ns. Þannig er nú komið að einu stærsta átakinu í sögu Þjóðviljans: Ákvörð- un hefur verið tekin um öflun nýrrar prentvélar, sem er ætlað að gerbreyta möguleikum blaðsins á hraðri og vandaðri prentun. Þeirrj vél, er kemur í stað gömlu press- unnar sem Þjóðviljinn hefur notað í sextán ár. er ætlað ásamt nýrri fyrirsagnaletursvél og setjaravél og breyt- ingum á húsnæði blaðsins, að skapa skilyrði fyrir næsta áfangann: stækkun Þjóðviljans um þr.ðjung og útgáfu mun vandaðra blaðs að öllum frágangi. Jafnframt verður eins og við fyrri stækkanir lögð áherzla á að bæta efni blaðsins, gera það fjölbreyttara að almennu efni án þess iað slak- að verði á nauðsynlegum skrifum um verkalýðsmál og stjómmálin. Enda þótt svo vel takist til með kaupin á vél- unum að góður greiðslufrestur fáist og skilmálar, er aug- ljóst, að til þessara framkvæmda þarf mikið fé, og því hefur verið lagt í viðameira happdrætti á þessu ári en nokkru s;nni fyrr og jafnframt farið í almenna söfnun hlutafjár í prentsmiðjuna og leitað á annan hátt eftir stuðningi íslenzks alþýðufólks, sem -aldrei hefur brugðizt Þjóðviljanum, þegar þörfin var mest. Oamt er það svo, að fjármunir einir væru algerlega van- ^ megnugir þess að láta blað e.’ns og Þjóðviljann lifa og lifa þannig að það sé vaxið hlutverki sínu sem dagblað sókndjarfrar alþýðu íslands. Til þess þarf vígreifa sósíal- istíska alþýðuhreyfingu, til þess þarf marxistískan verka- lýðsflokk. Til þess þarf menn, kynslóð eftir kynslóð, sem leggja fram ævj sína og starf og vinna gllt sem þeir mega göfugasta málstað mannkynsins. Ekki í þeim anda að Þeir séu með því iað færa dýrar fórnir, heldur með fögnuði vegna þess að þeim hlotnast það góða hlutskipti að verja starfs- kröftum ævi sinnar til að vinn.a slíkum málstað. ÞjóðvJj- inn hefði aldrei orðið til, og hann hefði ekki lifað í aldar- fjórðung nema hann hefði not:ð við slíkra manna; bjart- sýni þeirra og dirfska, stórhugur þeirra og sá skilningur að getan býr í grennd við n-auðsyn, hefur löngum reynzt blaðinu lyft'stöng. En líka þrautseigja þeirra og trú- mennska, ódrepandi seigla og þrek þegar fastast hefúr blás- ið á móti, — og fleytt hefur ýfir örðu.gustu kafLariá “í sevi blaðsins. Og beir me-nn eru þegar orðnir margir, menn- irnir sem hlúð hafa að Þjóðv.'ljanum í aldarfjórðung, varið hann í ofsóknum innlends afturhalds og erlends hervalds, lyft honum sem fána alþýðunnar í hörðustu átökum vinnu- stéttanna á íslandi. Og þeim hefur fjölgað með árunum, nýir menn og óþreyttir koma í stað hinna sem ekki endist lengur þrek og heilsa og líf. Og fylking'n, sem hefur Þjóð- vilj-ann að fána sínum og vopni, íslenzk alþýða, stanzar ekki við nein tímamót i sókn sinni til framtíðarinnar, sókn og vörn fyrir íslenzk landsréttindi og sjálfstæði, í sókninni miklu til alþýðuvalda á íslandi. — s. © í afmælisblaði Þjóð- viljans sem, kemur út í dag er birt Starfsmanna- tal Þjóðviljans á 25 ára afmælinu og allmargar myndir. — Hér koma nokkrar myndir í. við- bót af starfsfólki blaðs- ins á þessum tímamót- um. Gréta Tómasdóttir, símastúlka thn Oialsdottir, þvottakona Elías Mar, rithöfundur porarinn vigiusson aöstoðarmaöur 1 prentsmiðju og Víðir Þorgrímsson prcntari. Sigurjón Jóhannsson, blaðam. Birgir Eydal, prentari Vilborg Harðardóttir, blaðam. Lúthcr Jónsson, setjari Jónas Ifarlsson, prentnemi Hrafn Sæmundsson, setjari Ragnar Ágústsson, afgreiðslumaður £) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 31. október 1961 Þriðjudagúr 31. október 1961 ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.