Þjóðviljinn - 31.10.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.10.1961, Blaðsíða 9
Gunnlaugur skorar fyrir IR. Aörir frá vinstri Árni, Hans og Valur Tryggvason. Handknattleiksmóíið: Á sunnudagskvöldið hélt Handknattleiksmeistanamót R- víkur áfram og var fyrst leikið í 3. fl. k. Aa. Þróttur:KR. Þrótt- ur sigraði með 3:2 (1:1). KR-ingar voru frískari fram- Handknattleiksmeistaramót Reykjavikur hélt áfram nú um helgina og á laugardagskvöldið urðu úrslit þessi: 3.fl. k.b. Ármann:Valur 8:5 2. fl. kv. B Víkingur:KR 3:1 2. fl. kv. B Fram:Ármann 2:2 2. fl. kv. A Ármann:Fram 7:5 2. fl. kv. A KR:Valur 3:1 2. fl. kv. A Vík.:Þróttur 14:2 2. fl. k. Aa Þróttur:Árm. 7:5 anaf, léku hratt og höfðu já- kvætt auga fyrir línuspili, en markmaður Þróttar varði oft vel. Þróttarar voru aftur á móti seinni í gang og unnu fyrst og fremst á lélegri vörn KR-inga. Þó léku þeir allvel saman og áttu hörkuskot að marki KR, sem flest fóru framhjá eða í stöng, en sá galli er á liðinu að línuspil virðist óþekkt. Vflungur — Þróttur 16:9 (8:4) Þetta var fyrsti leikurinn af þremur í M.fl. karla. Víkingar tóku forustuna í leiknum og var sigur þeirra í alla staði verð- skuldaður. Víkingur vann sig upp í fyrstu deild á íslands- mótinu sem leið og hafa þeir ekki verið betri um margra ára bil en nú. Þó er ekki á ferð- inni neitt „topp lið“, a.m.k. ekki strax, en hitt er víst, að sum fyrstu deildar liðin verða að taka á cllu sínu, ef þau ætla að sigra Víking. Mörkin settu fyrir Víking Jóhann G.4, Pétur B.4, Rösmundur 4, Steinar 3 og Sig- urður Ö. 1. Fyrir Þrótt, Guðmundur A.3, Axel A.3, Gunnar G.2 og Þórð- ur Á.l. ÍR — Armann 12:11 (6:6) Leikurinn var mjög jafn og var lengst af ekki hægt að sjá, hvort íæri með sigur af hólmi. Ekki gat hann þó talizt skemmtilegur né spennandi, þar sem dauðaþögn ríkti í hús- inu meðan leikurinn fór fram og hvatningarorð heyrðust ekki, ekki einu sinni stuna. Ósagt skal það látið hér, hvort sigr- að hefði, ef áhorfendur hefðu gert sitt til að gera leikinn spennandi. ÍR-ingar skoruðu fyrst, en það var Gunnar með skot af línu 1:0. Árni og Hörður bættu betur fyrír Ármann, en á 6. mín. jaínar Hermann fyrir IR 2:2. Hörður og Árni fara aft- ur af stað og lagfæra á töfl- unni með tveimu.r langskotum í 2:4. Hermann setur 3. mark iR-inga á 9. mín. Hörður fyrir Ármann og Matthías fyrir ÍR setja eitt mark hvor 4:5. Stefán setti sjötta mark Ármanns með línuskoti. Gunnlaugur setti 5. mark ÍR og Valur jafnaði leikinn á 12. mín 6:6. í síðari hálfleik var leikurinn mjög jafn, og sýna þessar tölur það bezt. 7:6, 7:7, 7:8, 8:8, 9:8, 9:9, 10:10, 11:10, 11:1.1, 12:11. Mörk iR-inga settu Gunn- laugur H.4, Hermann 3, Matt- hías 2, Gunnar, Valur og eitt mark hver. Fyrir Ármann, Hörður 4, Árni 4, Stefán 2, Sigurður Þ. 1. KR — Valur 15:6 (6:3) Þetta var síðasti leikur kvöldsins og höfðu KR-ingar yfirburði allan leikinn. Eftir rúmar 12 mín var staðan 6:1 fyrir KR, en rétt fyrir leikhlé- ið bættu Valsmenn tveimur mörkum við og var þá staðan 6:3. Þegar 10 mín voru liðnar af síðari hálfleik voru KR-ingar búnir að setja 6 mörk en Vals- menn 1 og var því staðan 12:4, en leiknum lauk með 15 mörk- um gegn 6. Mörkin fyrir KR settu þeir Reynir 6, Karl 4, Pétur 2, Þórir, Sigurður og Bergur 1 mark hver. Mörk Vals settu þeir Bergur 3, Sigmundur, Halldór og Helgi 1 mark hver. H„ 2 gegn 1 í Istanbul í fqrkeppni HM í knatt- spyrnu léku Tyrkir og Norð- menn á sunnudag í Istambul og sigruðu Tyrkir 2:1. Norska liðið átti góðan leik en frétta- ritari NTB kvartar mjög yf,'r Deilderkeppnin Úrslit:'n í ensku deildakeppn- inni á laugardag urðu sem hér segir: dómaranum, vellinum og á- horfendum, sem voru 26 þús- und innan girðingar og 15—20 þús. utan girðingar. Tyrkir eiga að spila við Rússa eftir tvær v'kur á sama stað. Ef Tyrkir sigra verða þeir að keppa aftur við Rússa í einhverju öðru landi. Norð- menn eru efins í að Rússum takist að sigra Tyrki í Istam- bul vegna þess hvað völlurinn er slæmur. I. DEILD: Aston Villa — Birmingham 1:3; Blaekbum Leichester 2:1; Blackpool Ipswich 1:1; Cardiff — Arsenál 1:1; Chelsea — Ev- erton 1:4; Manchester U. — Bolton 0:3; West Ham — Shef- field Wed 2:3, Wolfes — Man- chester City 4:1; Nott.'ngham F — W Bromwich 4:4; Sheffield U. — Fulham 2:2; Tottenham — Burnley 4:2. í 2. deild vann Stoke (lið Matthews) Huddersfield 3:0. Tékkar unnu fra og Búlgarar unnu Finna Á sunnudag vann Tékkó- slóvakía írland 7:1 í forkeppnL HM. Staðan í hálfleik var 4:0. Leikurinn fór fram í Prag. í Soffíu sigraði Búlgaría Finn- land 3:1. Húsbúnaður býður þjónustu tvðggja húsgagnaarkitekta Húsbúnaður er sölusamtök 30 meistara í húsgagnaiðn ritstjóri: Frímann Helgason Þriðjudagur 31. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (G

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.