Þjóðviljinn - 11.11.1961, Síða 6

Þjóðviljinn - 11.11.1961, Síða 6
IÓÐVIU1NN Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstjóraf: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundssoi^ — Fréttarltstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.í. „Stórsigur” Þ ,ví virðast engin takmörk sett hvílíkar firrur Morg- unblaðið leyfir sér í málflutningi, svart skal vera hvítt og hvítt svart eftir geðþótta ritstjóranna. Þannig klifar blaðið nú á því dag eftir dag að íslendingar hafi unnið stórsigur í landhelgismálinu með smánar- samningunum við Breta. Stórsigurinn í landhelgismál- inu höfðu íslendingar unnið áður, þegar Alþýðubanda- lagið fékk því ráðið að landhelgin var stækkuð í 12 míl- ur. Sú stórfellda umbreyting hafði þeg'ar hlotið al- þjóðlega viðurkenningu; meira að segja Bretar voru guggnaðir á ofbeldi sínu vegn-a þess að þeir höfðu að- eins fjárhagstjón og skömm af hernaðaraðgerðunum. En þegar íslendingar höfðu tryggt sér fullan sigur, gerðust þau ótrúlegu tíðindi að íslenzku stjórnar- flokkarnir afsöluðu sigrinum og gáfu Bretum ag síð- ar öðrum þjóðum heimild til að veiða innan landhelgi um þriggja ára skeið. Þessi smánarlega uppgjöf var rökstudd með því að Bretar hyggðu á nýtt ofbeldj, enjþví trúði enginn maður og sízt þeir sem boðskap- inn fluttu; hin raunverulega ástæða v;ar sú að valda- menn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hafa tamið sér að beygja af 1 hvert skipti sem vestrænir vinir þeirra yggla sig. ly'íst voru það alvarleg tiðindi að erlendum ránsflot- ’ um var hleypt inn í landhelgi Íslendinga, en þó voru það smámunir einir hjá öðrum þætti smánar- samninganna. Stækkun landhelginnar í 12 mílur var aðeins hugsuð sem áfangi; íslendingar hafa ævinlega talið sig hafa rétt yfir landgrunninu öllu og hafinu yfir því. Hverri áslenzkri ríkisstjórn bar að hafa það lokatakmark ævinlega fyrir augum og forðast umfram allt að skerða rétt Íslendinga, jafnvel þótt vitað væri að hann kynni að verða torsóttur. En stjórnarflokk- arnir afhentu Bretum þennan frumburðarrétt þjóð- arinnar; þeir lofuðu því að landhelgin skyldi aldrei stækkuð framar án samráðs við Breta og gáfu er- lendum dómstóli úrskurðarvald um innanrÍKÍsmál ís- lendinga. Þessi atburður var svo alvarlegur að hann verður ekki nefndur annað en landráð, ef það orð h að hafa einhverja merkingu í íslenzkri tungu, endí. lýstu brezk stjórnarvöld þessu ákvæði sem stórsigri sínum. C’n landhelgismálið er annað og meira en fortíð, fram- undan blasa við nýjar hættur sem eru svo stór- felldar að það sem verst hefur gerzt áður bliknar vici samanburð. Stjórnarflokkarnir hafa tekið upp harð- vítugan áróður fyrir því að íslendingar gerist aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Það yrði ein afleiðing slíkrar aðildar að íslendingar héfðu ekki framar neina landhelgi gagnvart öðrum ríkjum bandalagsins. Er- lendir veiðiflotar hefðu þá sama rétt til veiða innan íslenzkrar landhelgi og landsmenn sjálfir, og raun- ar hefðu útlendingar einnig rétt til þess að leggja afla sinn á land hér og láta fullvinna hann í erlend- um fiskiðjuverum sem starfrækt væru hér á landi, Þá þyrftu Íslendingar ekki framar að hugsa um land- grunn eða 12 mílur eða tímabundnar uncianþágur, þá hefðu þeir svipt sjálfa sig endanlega öllum sjálfstæð- um rétti. Og þá fyrst kynnu margir að hugsa til smánarsamninganna við Breta sem stórsigurs í sam- anburði við þau ósköp sem aðild að Efnahagsbanda- laginu leiddi yfir þjóðina. — m. J) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 11. nóvember 1961 Verðfallsbábilja Gylfa afsak- ar hvorki strand viðreisnar- ínnar né gengislœkkunína Strandaði „viðreisnin“ vegna gífirlégs verðfalls útflutningsvara árið 1960? Gerði það verðfall ge igislækkim nauðsynlega i ágúst 1961? Lúðvík Jósepsson svarar h tr í þmgræðakafla blekkinga- vaðli viðskiptamálaráðherra um það mál. Við skulum þá athuga annan skýringaþáttinn hjá ráðherran- um (G.Þ.G.), en það er verð- fallið á afurðunum 1960, en þá átti að hafa orðið slíkt verð- fall á ýmsum útflutningsafurð- um okkar, að þjóðarbúið hafi orðið fyrir stórfelldum skakka- föllum. En þetta verðfall, sem ráð- herrann vildi nota sem skýringu á því, hvað gerðist á árinu 1960, varð ekki á árinu 1960, heldur er það margsannað mál og ligg- ur fyrir í opinberum skýrslum, að verðlækkunin á síldarmjöli og fiskimjöli og á lýsi varð á miðju árinu 1959. (Lúðvík las hér tvær tilvitn- anir í greinargerð „viðreisnar- frumvarpsins" í febr. 1960, sem sýndu að reiknað var með verðfallinu þá þegar). ★ Það er því ekkert um það að villast, að verðlækkunin, sem alltaf er verið að tala um sem skýringu á því, að viðreisnin fór út um þúfur, var komin inn í ákvörðunina um gengis- skráninguna í febrúarmánuði 1960. Á því leikur enginn vafi. \ ★ En það var nú helzt að skilja hér á ræðu viðskiptamálaráð- herra, að yfirleitt hefði verið um verðlækkun að ræða á ár- inu 1960 á útfluttum afurðum. A.m.k. tók hann ekki tillit til þess, að neinar aðrar verð- breytingar hefðu orðið á því ári. heldur en verðlækkunin á mjöli og lýsi, sem hafði þó orðið á árinu 1959 en ekki 1960, hélt að vísu áfram fram á ár- íð 1960. En ibað voru ýmsar aðrar verðbreytingar á útflutt- um siávarafurðum á árinu 1960, og yfirleitt allar til verðhækk- unar. En ráðherra sá ekki neitt af beim verðbreytingum og þurfti ekki að reikna með þeim. Hann var nefnilega að reikna út einhverskonar talnalega sönnun fvrir bví. að viðreisnin hans hafði farið út um þúfur og þá burfti vitanlega að taka alit á aðra Miðina. Ég hef hér fyrir mér skýrslu frá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, sem flytur út svo að segia allan saltfisk landsmanna. 1 skýrslunni fyrir árið 1960 og um framleiðslu ársins 1960 segir í þessari skýrslu m.a. þetta orðrétt um verðlag á útfluttum salt- fiski á árinu 1960: ..Hækkun sú. er náðist á sölu- verði saltfisksins, nam um 4% á hinum erlendu mörkuðum". Það er þannig gefið upp af þeim, sem hafa yfirstjórn salt- fisksölunnar með höndum, að, það hafi orðið á árinu 1960 4% verðhækkun á útfluttum salt- fiski á því ári. Á árinu 1960 varð einnig um verulega hækkun að ræða á útflutnings- verði á hraðfrystum fiski. Og á ísvörðum fiski varð þó verð- hækkunin langmest, því ein á- stæðan til þess að togararnir tþku upp á því að sigla mikiu meira með aflann óunninn eða ísvarinn á erlendan markað á því ári, var einmitt sú, að þar var um mjög mikla verðhækk- un að ræða frá því, sem áður hafði verið. En viðskiptamála- ráðherra þarf auðvitað ekki að taka það inn í sitt dæmi, að það hafi orðið 4% verðhækkun á öllum útfluttum saltfiski landsmanna á árinu 1960; heldur ekki það, að það hafi orðið mjög veruleg verðhækkun á útflutningsverði á ísvörðum fiski; heldur ekki það, að á ár- inu 1960 varð mjög veruleg hækkun á flestum mörkuðum á útfluttum, frosnum fiski, og hið sama átti sér stað seinni hluta ársins 1960 á útflutningsverði á skreið. Nei, því fer alveg fjarri að hægt sé að afsaka strand við- reisnarinnar með aflaleysi á ár- inu 1960 eða verðfalli á útflutn- ingsafurðum. Það er rétt, að það varð verðfall á árinu 1959 á útflutningsverði á mjöli og lýsi og þetta verðfall hélt á- fram fram eftir ári 1960. En árið 1960 út af fyrir sig kom ekk verr út í þessum efnum en svo, að vegna þess að síld- arafurðirnar höfðu lækkað svona í verði árið 1959, voru þær yfirleitt ekki fluttar út seinni hluta ársins 1959, heldur komu þær fram í óvenjumiklum birgðum í árslok 1959 og þær voru síðan fluttar út á árinu 1960 og komu sem algert við- bótarframlag í gjaldeyriskass- ann á árinu 1960. Og það var ein ástæðan til bess að.á árinu 1960 fluttum við út meiri af- urðir heldur en við öfluðum á því ári! ★ En viðskiptamálaráðh. dugði það ekki að hafa reiknað við- reisnina algerlega í strand af öllum þessum ytri óhöppum, aflaleysi og verðfalli árið 1960. Hann hélt áfram að reikna <þessi undur yfir okkur einnig fram eftir árinu 1961, fram í áeústmánuð 1961, og hann kom hér með tölur, sem áttu að sanna mönnum það, að enn væri verðlag, meðaltalsverðlag á útfluttum þorsk- og karfaafurð- um, sem hann nefndi sérstak- lega 1,8% l®gri á árinu 1961 heldur en þau hefðu verið í árslok 1959. Þetta lætur heldur einkenni- lega í eyrum þeirra sem hafa haft með það að gera að selja þessar afurðir eða standa í samningum um það að selja þær. Það liggur nú fyrir, að í árslok 1960 var útflutnings- verðið á skreið, lágmarksvérð- ið, sem er skráð, en ekki er leyfi.legt að selja undir því verði, að það var hækkað um 9% frá því, sem það hafði ver- ið áður. Saltfisksölurnar, sem áttu sér -stað á fyrri hluta árs- ins 1961, hafa verið þannig, að minnsta hækkun frá árinu á undan er 6% en allt upp í 17% hækikun á söluverðinu á salt- fiskinum. Og meðaltalshækkun- in. sém almennt er talið, að hafi orðið á útfluttum, frosn- um fiski er 10%. 'ér Það er gaman að minnast á* bnð í bessu sambandi, að það fórp fram samningar við einn okkar stærsta kaupanda af siávarafurðum einmitt _ vorið 1961. Það var vlð fulltrúa frá Sovét.ríkiunum. Þú settu íslenzk- ir framlelðendur upp bá kröfu, að útflutningsverð á karfaflök- um byrfti að hækka úr Í28 sterlmesnundum á tonnið, sem bað hafði verið um alllangan tíma, upp í 172 sterlingspund tonn, — úr 128 uoo í 172, til þess að þetta samsvaraði því verðlagi. sem nú væfi orðið á ö^rum mörknðum. Svö kemur viðsklntamálaráðherra og segir, að bað hafi orðjð verðfall á þes-sum vörum frá því sem áð- ur v»r. Oni.nherlega var það svo tilkynnt. að samningar tók- ust um það. að verðið á þeim fiski, sem seldur var til Sovét- ríkianna, hækkaði úr 128 pund- um á tonn upo í 140 pund á t., bæði á þnrski og karfa eða rétt um 10%. Verðið á fiski, sem seldu.r hefur verið bæði til Tékkóslóvakíu, Austur- Þýzkalands og fleiri landa, en þar höfum við haft hæst verð áður, það hækkaði líka úr 148 pundum upo í 156 pund. Og það hefur verið gefið upp af þeim aðilum, sem hafa haft með söluna á frosnum fiski að gera til Bandarííkjanna, að þar hafi orðið mjög veruleg hækkun á verðinu seinni hluta ársins 1960 og á árinu 1961. Enda sknt bví ekki neitað, að þessir aðilar beir hafa vissu- lega hækkað verðið til frysti- Eramha’d á 10 ?íðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.