Þjóðviljinn - 12.11.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.11.1961, Blaðsíða 4
Þeir sem dvalizt hafa um J tíma erler.dis hafa varla kom- ^ izt hjá því að kynnast list- l dansinum — ballettinum — 4 að einhverju leyti, kannski í bara sem einu atriði af mörg- / um á næturklúbbi eða öðrum / skemmtistað með fáum eða J einum dansara, kannski mik- : (r : : ' i’.fenglcgum sýningum óperu- húsanna þar sem tugir og jafrvel hundruð dansara koma fram í sama leiknum, skapa eina heild og túlka eina sögu ásamt tónlistinni. Flestir hafa hrifizt og margir sennilega hugsað: ja, ef maður hefði nú svona heima á Fróni... SKÓL Og nú höfum við það. Ballettinn er mjög ung en vaxandí listgrein á íslandi. Hér mun fyrst hafa verið far- ið að kenna ballett að ráði fyrir um fimmtán árum en hann á sivaxandi vinsældum að fagna og fleiri og fleiri leggja stund á hann. Hér er risin upp stétt listdansara og nú eru staríandi í Reykjavík einir fjórir ballettskólar. Ný- lega fórum við í heimsókn í einn þeirra, Ballettskóiann, sem stofnaður var í haust og er til húsa á efstu hæð Stein- dórsprents í Tjarnargötu. Magann inn, rassinn inn... — Önnur pósisjón, magann inn, rassinn inn, beinar í baki, stelpur .. . aðeins mánaðartíma. Við höf- um komið í lok tímans og annar fiokkur, átta til elléfu ára stélpur, er tilbúinn fyrir næsta tíma. Áður en þær byrja fáum við að taka hóp- mynd af báðum flokkunum með kennaranum. — Þetta er líka byrjenda- flokkur. Segir Lilja. Það er byrjað á að kenna pósisjónirn- ar sem eru fimm og ýmis spor út frá þeim. Þetta ger- ir rriaður allt sitt líf. Það eru alltaf sömu sporin, hvað lengi sem maður er í ballett. Æfingarnar þyngjast smám saman, en hvað sem gert er, er alltaf byrjað og endað á einhverri af þessum fimm pósisjónum. Stelpurnar raða sér upp við — Hvað eru margar í hverjum flokki, Lilja? — Við höfum ekki nema 15—18 í flokki. í unglinga- flokkunum eru bara tólf, þær þurfa meira pláss. — Finnst þér þeim fara fram? — Já, satt að segja má sjá mun í hverjum tíma, bæði hvað þær liðkast og eins ekki síður hvað beim fer fram í að fylgjast með bæði undir- leiknum og því sem ég segi. Líka fyrir fullorðna Náest höfum við tal af Katrínu Guðjónsdóttur sem er líka danskennari og spyrj- um hana um starfsemi skói- \ ans. — Hann tók til starfa' í haust. Við erum fimm sem stofnuðum og ‘starfrækjum hann, höfum allar verið við Þjóðleikhúsið og dansað þar- Hinar eru Kristín Kristins- dóttir, Lilja Hallgrímsdóttir, Winny Schubert og Irmy Toft. Allar erum við giftar konur og eigum börn. — Hvað um aðsókn? — Aðsóknin að skólanum hefur verið mjög mikil og alltaf eru að bætast við nem- endur. Auk ballettkennslu fyrir börn og unglinga erum við með frúatíma þar sem við kennum léttan ballett og plastik. Það er mjög mikill áhugi á þessu og áreiðanlega skortur á slíkri kennslu fyr- ir fullorðna. Þessar æfingar eru ætlaðar til að mýkja skrokkinn og styrkja alla vöðva. Það er æft bæði við stöngina og úti á gólfi alveg eins og alltaf í ballett og við leggjum áherzlu á að hafa ekki of margar í tíma, svo við getum leiðbeint hverri og einni fullkomlega. Allt eru þetta byrjendur. — Hvað segirðu um stelp- urnar. Ekki verða þetta allt ballerínur í framtíðinni. — Nei, auðvitað ekki, enda kannski ekki til þess ætlazt. En ballettinn hefur þroskandi áhrif, þær læra að meta góða tónlist, læra að vinna saman og svo fá þær náttúrlega mýkri hreyfingar í alla staði. Þó ekki sé annað en það, er mikið unnið. — Á hvaða aldri telur þú að sé mátulegt að byrja? ... — Ja, börn eru nú svo mismunandi að broska, en ég h’eld að bezti tíminn til að byrja sé yfirleitt 6—8 ára. — Þurfa þau að kunna eitt- hvað áður en þau koma í skólann? — Nei, þau þurfa ekkert að kunna, en þau þurfa að geta tekið eftir og hafa áhuga. Við ætlum að reyná að hafa nem- endasýningu í vor, það heldur áhuganum vakandi ef stefnt er að einhverju slíku og börn- in eiga von á að fá að koma einhvers staðar fram. — Ég hef tekið eftir, að það eru eintómar stelpur í skólanum. Hvernig stendur á því að þar eru engir strák- ar? — Það er nú meinið, það vantar stráka til að læra ballett hér. Það eru aðeins örfáir strákar í Þjóðleikhús- skólanum sem er þó stærsti ballettskólinn. En ballettinn er svo ung list hér á landi að það er eins og fólk hafi ekki áttað sig á henni og haldi að hún sé aðallega fyrir kven- fólk. Stelpur hafa yfirleitt á- huga á dansi, bæði ballett og öðrum, en það þarf að vekja áhuga hjá drengjunum líka, eins og er finnst þeim víst að þetta sé svo „stelpulegt“. I vh Pósisjónirnar 4—8 ára flokkur úti á gólfi. Við erum komin í tíma hjá yngsta flokki, fiögurra til átta ára stelpukrílum og kennar- inn, Lilja Hallgrímsdóttir, er að láta þær gera æfingar við píarióundirleik. ^ifind Mé, ;vé3 á?i ’rrifeð hnen, sv'óna fa? be"in‘ár-'l,f'b|ki, betur út með hnén, já ... Þær vanda sig eins og þær. geta, en sumar eru samt dá- lítið feimnar við gesti. sér- staklega ljósmyndara. Lilja segir okkur að þær séu nærri allar algerir byrjendur og við getum ekki annað en dáðst að því hve mikið þær géta eftir stöngina og fara að gera ýmSar æf-ingar, sem við kunn- um ekki að nefna, eftir fyrir- skipunum Lilju. Já, það er effitt að verða listdansari. Víð’ fáum að vita að þessar stangaræfingar verði líka dvoi xdútöari að stunda allt nfio flluu halda sér „í formi“. Svo fara þær út á gólf og við fáum að sjá hopp, handa- hreyfingar og ýmis spor og allan tímann ér leikið undir á píanót; Lilja stjórnar og áminnir þær Öðru hverju að vera beinar í baki, niður með axlirnar, upp með hökuna o. ••-frv. ........ Á efri myndinni er allur hópurinn saman úti á gólfi, bæði yngri og eldri fiokkurinn, en á þeirri neðri eru eldri stelpurnar að gCra gra nd plié við stöngina. ;4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. nóvember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.