Þjóðviljinn - 12.11.1961, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.11.1961, Síða 6
plðÐVIUINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýSu -1 Sósiallstaflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Magnús Toríi Ólaísson. Sit'urSur Guðmundsson. - Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Leppmennska og lcgleysur ITndirlægjuháttur núverandi ríkisstjórnar við erlént vald hefur komið fram í mörgu og mun íslend- ingum þar minnisstæðust svikin í landhelgismálinu, þar sem sigri íslendinga í miklu hagsmuna- og sjálf- stæðismáli var snúið í uppgjöf fyrir erlendu ofbeldis- ríki, eins og rækilega hefur verið minnt á hér í blað- inu undanfarna daga. Áróðurinn fyrir innlimun Is- lands í Efnahagsbandalag Evrópu sannar, hve langt Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hyggjast ganga í því að misnota knappan og illa fenginn þing- meirihluta til hinna mestu óhæfuverka gagnvart ís- lenzku þjóðinni og sjálfstæði hennar. ¥\æmi um undirlægjuhátt ríkisstjórnarinnar og ein- 47 stæða misnotkun embættismanna á valdi sínu er leyfið sem Bandaríkjaher hefur verið gefið til þess að stórauka sjónvarpsrekstur og útvarpsrekstur sinn úr Keflavíkurherstöðinni og gera hernum fært að ná til sem flestra íslendinga með áróðurstækjum sínum. Að- almálgagn Framsóknarflokksins, Tíminn, segir um þetta mál í leiðara í gær að slíkt leyfi til áróðursút- varps erlends hers mundi hvergi í heiminum leyft nema um leppríki herveldisins væri að ræða. í>að fer því ekki milli mála að þessi ákvörðun, sem utanríkis- ráðherra Alþýðuflokksins segist hafa tekið í samráði við póst- og símamálastjóra, sem aftur hefði talað við útvarpsstjóra um málið, er gert í andstöðu við mik- inn meirihluta þjóðarinnar og fordœmt sem undir- lægjuháttur er hvergi gœti átt sér stað nema þar sem ríkisstjórn hefur leppafstöðu gagnvart erlendu ríki. \ llur útvarpsrekstur og sjónvarpsrekstur á Keflavík- urflugvelli er brot á'íslenzkum lögum um útvarps- rekstur, eins og Einar Olgeirsson lágði áherzlu á í mótmælum sínum á Alþingi. Engum kemur til hugar að telja hermannaútvarpið á Kéflavíkurflugvelli menn- ingartæki, heldur mun það eihróma talið eitt af meiri- háttar afsiðunaröflum íslenzkrar æsku í dag. Og þó gengið hafi og gangi á ýmsu með þá lagaskyldu ís- lenzka ríkisútvarpsins að gæta hlutleysis í málflutn- ingi, þá kemur engum í hug að hermannaútvarpinu á Keflavíkurflugvelli sé sétlað að vera hlutlaust útvarp og á það sama við um sjónvarpið. Þetta útvarp úr her- stöðinni í Keflavík er að sjálfsögðu beinlínis áróðurs- tœki ríkisstjórnar og herstjórnar Bandaríkjanna. Og stækkun þá, sem nú hefur verið ákveðin með þeim furðulega hætti og ólöglega sem lýst var á Alþingi í fyrradag, er ekki einu sinni reynt að afsaka með því að þar sé um „þarfir“ Bandaríkjahersins á íslandi að ræða, heldur gengur ósvífnin svo langt að stækkunin er rökstudd með því, að eftir hana geti hermannasjón- varpið náð til fleiri íslendinga en hingað til! Ijáttur útvarpsstjóra og póst- og símamálastjóra er sérstakt atriði sem þarf skýringa og upplýsingar : við. Svo virtist eftir upplýsingúnum sem fram komu á Alþingi, að þessir embættismenn hafí ásamt ráðherr- anum framið þau herfilegu embættisafglöp að gera þessar löglausu ráðstafanir varðandi hermannaútvarp- ið svo að segja eða alveg á sitt eindæmi. Það kerjaur fram að útvarpsstjóra hefur ekki þótt ástæða til að bera slíkt stórmál undir hina, þingkjörnu stjórn ríkis- útvarpsins, útvarpsráð. Því skal ekjcþ trúað, að út- varpsráð hefði látið lögleysurnar og léppmennskuna ihafa framgang í þessu máli, nema það eigi eftir að ikomá í ljós. Ilitt "er staðreynd, að álits þess var ekki leitað áður en ákvörðunin um lögleysurnar var tekin. gðliíegt er, að mál þetta verði allt tekið upp að nýju, og það er áreiðanlega krafa mikils meirihluta þjóð- arinnar að bundinn verði endi á hið löglausa áróðurs- útvai’p og sjónvarp Bandaríkjahersins á Keflavíkurflug- velli, og þeir embættismenn látnir svara til saka er svo gálauslega fara með vald sitt sem hér hefur gerzt. AUSTFIRÐINGUR RIFJAR UPP LIÐNA TlÐ Verzlanirnar áttu bátana, iiskinn Það fór mjög saman a5 mig bar að garði og hann kom heitur og breyttur af nætur- vakt úr vélasvækjunni í síld- arverksmiðjunni. Hagskýrslur og blaðafregnir uppfræða okk- ur nokkuð reglulega um pen- ingagildi þess sem landað er af síld og flutt út í skiptum fyrir benzín, olíur, hveiti, kaffi, fatn- að o.s.frv. Það er jafnvel stundum reynt að segja okkur ofurlítið um göngur síldarinn- ar; að ekki sé talað um mála- fjöldann í þróm verksmiðjunn- ar þarna við voginn þar sem hjól snúast látlaust dag og nótt. En í hita áhugans fyrir peningaupphæðum, hektólítr- um og tunnufjölda gleymum við oftast fólkinu sem gerir það mögulegt að hjólin snúast, tunnuhlaðarnir hækka og talna- dálkarnir stækka. Er það kannski svo að fólkið við véla- hjólin og síldarkassana sé ó- merkilegra en peningainnstæð- ur, málafjöldi, vélagnýr og tímgunarreisur síldarinnar? Hvað um fólkið sjálft, hvernig er líf þess, hver er saga þess? Vitanlega eru sögurnar jafn- margar og fólkið; hver einn á sína sögu. Eigum við að „taka eina stikkprufu“ (eins og við segjum hér í Reykjavík, höf- uðborg íslenzkrar tungu) og spjalla við manninn sem situr hér á móti okkur fáklæddur en heitur, enda nýkominn úr verk- smiðjusvækjunni? Það verður þó ekki hálfsögð saga; ævi manns verður aldrei fullsögð í blaðagrein. — Ekki munt þú vera „inn- fæddur“ hér á Raufarhöfn, Einar? — Nei, ég Búðakaupstað — Hvenær, ertu kominn? —• Það gerðist 11. apríl 1907. Móðir min var Anna Stefáns- er fæddur við á Fáskráðsfirði. og af hverjum dóttir og faðir Jóhapnes Magn- ússon sjómaður. :— Uppvaxinn á Fáskrúðs- firði? —, Já. ég var þar hjá for- eldrum mínum. Á sumrin var ég á Hafranesi við Reyðarfjörð og sat bar yfir kvíám tvö sum- ur... Já, það voru dásamleg- ir dagar. Sérstaklega var til- komumikið þegar maður var kominn með féð upp í dalinn og fjöllin og klifraði upp um alla tinda og sá hvernig þok- an lá eins og haf yfir lág- lendinu og upp í miðjar hlíðar en glaðasólskin þar fyrir ofan. Það var mjög merkilegt heim- ili á Hafranesi þá. — Hvað byrjaðirðu gamall að vinna fyrir þér? — Ég hef víst verið á 11. og 12. ári þegar ég sat hjá. en 15 ára byrjaði ég að róa á mótorbátum heima á Fáskrúðs- firði. Það voru 8—10 tonna bátar þá. Róðrar voru hafnir í fyrrihluta febrúar, farið suð- Ur í Lónsbugt og suður undir Hornafjörð. Við vorum allt að •30 tíma í íóðri þegar allt gekk vej... Já, oft varð að leita af- dreps á Berufirði, Djúpavogi eða komizt var í Papey, en ég man ekki eftir neinu sérstöku vondu veðri sem ég lenti í, en oft var dimmt og ærið vont að taka fjörðinn, og margur var barningurinn vondur. Það gerðist dálitið smá- skemmtilegt atvik í sambandi við það þegar ég byrjaði að róa. Pabbi hafði byggt stein- hús, fengið lán hjá Öruum og Wulf og skuldaði þar enn, en dó svo úr hjartabilun þegar ég var 15 ára. Mamma yfirtók húsið. Á þeim tíma var at- vinnulíf Fáskrúðsfjarðar þann- ig að verzlanirnar áttu bátana. Verzlanir þar voru þá Öruum og Wulf, Túliníus og Marteinn Þorsteinsson & Co.., og áttu a’lar verzlanir báta og gerðu þá út. Fólkið vann hjá þeim og átti að heita staðbundið, á- nauðugt hjá þeim kaupmanni sem það skipti við. Heimilis- feður fengu ekki peninga fyr- ir vinnu sína heldur úttekt hjá verzluninni.. . Menn voru upp á hlut, 1/14 af afla bát- anna. og stundum höfðu menn auk þess einn streng sem kall- að var. Mamma skuldaði hjá Öruum og Wulf — og auðvitað fór ég á bát hjá þeim en hafði fram- færi mitt hjá mömmu. Það tal- aðist svo til að ég mátti hafa streng (60 faðma langan, 65 króka). Aflann af honum átti ég sjálfur. Við vorum þrír systkinungar á bátnum. Brátt hafði ég orð á því við félaga mína að við tækjum stubba- fisk okkar, söltuðum hann sjálfir og verkuðum hann þeg- ar stórstraumur væri. — á Austfjörðum var ekki hægt að róa nema í smástraum, — því J þannig fengjum við meira fyr- ir hann. Til þess urðum við að fá salt hjá verzluninni. Ég fór því og talaði við verzlunar- stjórann. Jú, við gátum fengið salt. Við höfum fengið nokkuð mörg skippund af fiski þegar komið var fram í júlí. Þá kvað ein verzlunin uppúr með saltfiskverð sitt, og okkur kom saman um að líklega væri bezt að selja fiskinn upp úr salti. Við vildum náttúrlega gefa okkar kaupmanni færi á að fá fiskinn, fórum og spurðum hvað hann ætlaði að gefa'fyr- ir fisk úr salti, hvort það-yrði jafnhátt og hjá hinum. Hann kvaðst ‘ekki vita það, en hann væri ekki vanur að gefa minna. Ég segi honum að ég aetli að vigta minn fisk og selja uppúr salti. ítreka spurn- inguna hvað hann ætli að gefa fyrir slíkan fisk. Hann svarar Einar Jóhannesson enn fálega að hann viti það ekki — en félagar mínir ætli að leggia sinn fisk inn hjá sér. Ég segist ætla að selja fiskinn og fá hann borgaðan strax. Hann svarar að ég taki fiskinn ekki, mamma eigi að ráða hon- um. Ég' fæ því skektu óg bróð- ur minn til að hjálpa mér að flytja fiskinn til annars kaup- manns. Eftir hádegi förum við og hittum verkstjórann og spyrjum hvort hann vilji opna fyrir okkur fiskhúsið, sem var Iokað. Hann segist ekki gera það því kaupmaðurinn hafi bannað sér það, ég hafi enga heimild til að taka fiskinn úr húsinu. Ég bar mig mannalega eins og strákum er títt, sagði mér fyndist það helvíti hart — eða hvort þeir .ætluðu að stela fiskinum! Svo sé ég hvar lyklarnir hanga á púlti á af- greiðsluborðinu. Ég var léttúr á mér þá, stekk upp á borðið. gríp lyklana, svo förum við, opnum fiskhúsið og tökum fisk- inn. Svo fer ég til verkstjóraris og lýsi sök á hendur mér, seg- ist hafa tekið lyklana án þess hann fengi að því gert — óg þegar tekið fiskinn úr húsinu. Við hömumst við að tína Séð yfir Raufarhöfn. Löndunarbryggjur, bátafans, tunnustafla r og í baksýn húsin í síldarþorpinu mikla á Melrakkaslcttu, fiskinn upp í skektuna. Þegar við erum að láta síðustu fisk- ana um borð, sjáum við til verkstjórans uppi á bryggj- unni. Það var ekkert blíðutil- lit sem hann sendi ökkur þeg- ar við ýttum frá um leið og hann kom fram á bryggjuna. Við rérum svo yfir til Tanga- verzlunarinnar svokölluðu, það var Túliníusarverzlunin. Við lögðum fiskinn inn, og fór ég svo með innleggsnótuna upp í skrifstofu. Jón Davíðsson verzl- unarstjóri, sem jafnframt var hreppstjóri, var þar fyrir. Hann borgaði mér fiskinn taf- arlaust. En begar hann var að enda við það hringdi síminn, þar var útgerðarmaður minn að tala og fyrirbýður Jóni að borga mér fiskinn því hanni eigi allan rétt á honum! Jón svarar að þetta sé of seint, hann hafi þegar borgað fiskinn! Við það sat. En betta er lítið dæmi um vald verzlananna í þá daga. Þær áttú vörUrnar, bátana, fiskinn, oft húsin og — fólkið raunverulega líka! Verzlunin borgaði nauðsvnlegustu út- giöld fyrir fólkið svo. það skrimtí, en það fékk aldrei peninga sjálft heldur vörur og milliskrift, og var séð um að það átti aldrei inni í verzlun- inni um áramót heldur skuld- aði og væri háð verzluninni svo hún gæti haldið áfram að ráða yfir því. Lausamenn voru þeir einu sem fengu peninea. Og vildi einhver fá brennivín var sjálfsaet að láta það eins og hver vildi hafa. — Varstu svo lengi hjá þessu verzlunarvaldi? — Þarna var ég nokkrar ver- t’ðir, líklega tvö til þrjú ár. Eftir það fór ég á vertíð til Vestmannaevja . . . ég var allt- af á sjó, aldrei landmaður, Þegar ég kom fyrst til Eyja sem- vertíðarmaður, voru bát- arnir enn litlir. fiskinum var hent í skjöktbát og síðan úr Framhald á 10. siðu. Eftir aö þetta allt var skeð í austurveginum þarna, stóra bomban og meira með, mengað helvízkum kjarna, upp í Snobbhill meö angrátt geð arkaöi ég til Bjarna, harmandi birta hug minn réð húsföður landsins barna. Meðan lifi ég minnast kann mínar hve raunir bætti foringinn í þeim fríða rann, frí af svindli og slætti, sá yndismaður ört fyrir sann anda minn hryggan kætti, orðræðu klára inna vann eftir röklegum hætti: „Flest hefur Krúsi fólslega gert, furtur sá er mér gáta, hann hefur Stalín sjálfan svert, svívirt úr öllum máta. Aldrei skal gera opinbert axarskaft pótintáta, og margt gerði Stalín mikilsvert, mun ég það glaður játa. Víst er skítt að sá vinur kær, — sjá Vísi og Morgunblaðið — útreið slíka hjá föntum fær, fyrr má nú vera baðið, hann átti ei skuld, það vitum vær, var þó troöinn í svaðið. Mínu hugprúða hjarta nær hafa þeir fáir staðið. Eins fór Krúsi með illa vél atómbombum að skjóta, syndug mannkindin hreppir hel, hvergi finnst örugg gjóta, póllinn kominn í mask og mél, mér verður á að blóta, yfir oss dynur eitrað él, úldnir golþorskar fljóta. Nú er hér tæpast sól að sjá, sígur að kolsvört gríma, öðruvísi mér áður brá, uppi var fögur skíma þegar Kanar með blíðri brá brenndu á Hírósíma. Enginn maður sig meiddi þá, man ég þá dýröartíma. Aðdáun vakti aöferö sú íhalds hjá frómum lýöum, eins er Nató af ást og trú aldeilis fráhverft stríðum; framganga læt ég fögur hjú í friðarins klæðum síðum, stend og sannlega nærri n,ú Nóbelsverðlaunum fríðum. Stokkhólmsávarpið ástargjörn aðhylltist sál mín ríka, sannleiksmegin í sókn og vörn, sumir þeim dyggðum flíka, ekki voru það eintóm börn, sem undirskrift frömdu slíka: man ég að séra Sigurbjörn setti þar nafn sitt líka. Allmargt fór kannski á annan veg en upphaflega ég spáði, — Eysteins-kind er í taumi treg, tæpast með réttu ráði. Víst skal þó hefjast vegsamleg viðreisn á þessu láði. — Dreymir mig bert þann draum dollarafræjum sáði. að ég Læt ég nú blað mitt lon og don lyfta vanþroska sálum, alfær stendur á Óðinskvon Eykon í heimsins málum, sá hefur ljúflega landsins son leitt að sannleikans skálum, íhaldsréttlætis alskír von á örlagavegi hálum. Allt í frá bernsku boðorð slétt blessaður trú ég eigi: ástunda gott og gera rétt svo guðsríki eflast megi, — hefur og löngum lygafrétt ■lagt út á beztu vegi. Mikið hátt hefur markið sett maðurinn elskulegi. Því munu á eilífu íhaldstré ávextir fagrir skína, víða, fyrir utan víl og spé, viðinn brumhnappar krýna: Herlegt mannblóm er Hannes Pé, hann þarf nú ekki að brýna, sá lætur aldrei fyrir fé fala lífsskoðun sína. Hrist af þér, bróðir, hugarins slen, haf þig til vegs og dáða. Enn er hjá Krúsa skömmin skén, skal nú krep^t að þeim snáða: Jökul.minn og Johannessen ég mun til vika ráða, — sé ég nú í þeim gengna igjen Grím og Matthías báða.-----” Þannig hjalaði þykkur mann því nær í einum spretti, huggun fög-ur hér finnast vann, furða var þó mér létti, brákaðan reyr með sælum sann svo til fulls við hann rétti, að íhaldskrafturinn í mér brann eins og rafmagn í ketti. Jón Keflvíkingur. — ÞJÓÐVILJINN r- Sunnudagur 12. nóvember 1961 Sunnudagur 12. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — ['Jj

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.