Þjóðviljinn - 12.11.1961, Page 9

Þjóðviljinn - 12.11.1961, Page 9
Íþróttahátíð Mennta- skólans í Reykjavík Um fjögur hundruð félagsmenn í IMR Laugvetningar urðu að lúta í lægra haldi fyrir MR Á fimmtudagskvöld fór fram íþróttahátið Menntaskólans í Reykjavík. sem nú er að verða fastur liður í starfsemi íþrótta- félagg skólans, og var til henn- ar vandað. Hafði félagið boðið fulltrúum frá Menntaskólanum á Akureyri og eins frá Laugar- vatni, og komu lið þaðan bæði í handknattleik og körfuknatt- leik. Er þetta í fyrsta sinn sem lið frá öllum menntaskólunum koma saman til keppni, og hef- ur Menntaskólinn hér sýnt mik- inn dugnað og framtak að koma þessu í kring. Einar Magnússon, einn af kennurum skólans, setti mótið með eins stuttri ræðu og hægt var, þar sem, hann bauð kepp- endur frá Laugarvatni vel- komna og bað áhorfendur að taka undir þegar vel væri leik- ið. Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Menntaskólans í Reykja- vík og Menntaskólans á Laug- .arvatni, í körfuknattleik. Keppendur Laugarvatns voru: Hilmar Ingólfsson, Ingvi Þorkelsson, Sigfús Elíasson, Sigurður Símonarson, Jóhanh \ Andersen, Hörður Bergsteins- son og Vésteinn Eiríksson. Keppendur Menntaskólans í Reykjavík: Þorsteinn Hallgr'mson, Ein- ar Bollason, Einar Hermanns- son, Guttormur Ólafsson, Kristj- án Ragnarsson, Agnar Þor- steinsson, Sigurður Ingólfsson og Sveinn Snæland. Þegar liðin komu inn á völl- inn mátti sjá að í liði M.R. voru leikmenn úr landsliði ís- lands í körfuknattleik, bæði úr landsliði fyrsta aldursflokks og eins úr' unglinga-landsliðinu, svo að þeir voru sigurstrang- legri þegar áður en byrjað var. Það kom líka fljótlega í ljós að Laugarvatnsmenn máttu sín ekki mikils í bessari viðureign. M.R. skoraði 5 stig áður en M.L. komst á blað. M.R. heldur áfram og þeir ná 11:2, en M.L. bætir 2 stigum við; 11:4. Enn fær M.R. 10 stig án þess að M.L. bæti við. Hálfleiknum lauk með 25:6. Síðari hálfleikur var svo- lítið jafnari eða 19:12, en leikn- um lauk með 44:18. Laugvetn- ingarnir voru ekki eips leikn- ir við körfuna, hvorki að kasta í hana né að koma sér inn undir hana, enda var vörn M. R. sterk. Vafalaust hefur M.L. mun minni keppnisreýnslu en leikmenn M.R. og miðað við það var frammistaða þeirra furðu góð. Gerðu Laugvetning- ar ýmislegt laglega. Lið Menntaskóians í Reykjavík lék oft mjög vel og örugglega, og sýndi oft mikið öryggi í köst- um, og þá sérstaklega Þor- steinn Hallgrímsson, enda er hann snjallasti körfuknattleiks- maður landsins í augnablik- inu. MR vann Verzlunar- skólann í hand- knattleik 20:14 Næsta atriði var keppni í handknattleik á milli M.R. og nemenda frá Verzlunarskólan- um. Lið M.R. var knálegt á að líta og mátti sjá þar meðal kappanna landsliðsmann og menn úr meistaraflokkum fé- laganna. í Reykjavík. Þeir voru og meiri vexti en mótherjarn- ir. sem voru ekki eins pasturs- miklir á að sjá. Það kom líka í Ijós áð leik- menn M.R. náðu þegar í upp- hafi betri tökum á leiknum og höfðu skorað 3 mörk þegar Verzlunarskóiamenn skoruðu fyrst. Mátti sjá á töflunni 7:2. Eh Verzlunarskólamenn voru ekki á því að gefast upp, og börðust við ofureflið og gerðu menntskælingum skráveifur hvað eftir annað og i hálfleik stóðu leikar 11:7 fyrir M.R. sem var minna en búizt var við í byrjun. Og Verzlunarskóla- Framhald á 11. síðu. 1 einu hléinu milli leikjanna á fimmtudagskvöldið náði fréttamaður íþróttasíðunnar rétt sem snöggvast í formartn Iþróttafélags Menntaskólans, hinn áhugasama og duglega Einar Bollason og bað hann að segja svolítið frá félags- starfseminni, þó að hann hefði í mörgu að snúast og mörgu að sinna bæði innan vallar og utan. Hann sagði m.a. Það er okkur mikil ánægja að hér skuli hittast í fyrsta sinn íþróttaflokkar frá öllum þrem menntaskólum landsins, en við höfum boðið þeim að taka þátt í móti þessu. Erum við að vona að það verði á- framhald á þessum samskipt.um í framtíðinni, og þá til skiptis á stöðunum. Hvað yarðar nýmæli í starf- semi íþróttafélags skólans má nefna að við höfum efnt til æfinga fyrir stúlkur en það hefur ekki verið gei't til þessa og virðist mikil áhugi fyrir því í skólanum. Þá höfum við efnt til innanhússmóts í knatt- spyrnu og voru 16 bekkir þátt- takendur í því móti, sem fór fram í íþróttahúsi Vals. Nú svo æfum við handknattleik og körfuknattleik og höfum verið mjög sigursælir í skólamótum undanfarið. Auk þessarar íþróttastarf- semi gengst félagið fyrir spila- kvöldum allan vetúrinn og svo hefur það eina árshátíð. I fé- laginu eru um 400 félagar, og er orðið mjög mikið starf að sjá um að allt gangi. Og satt að segja er alltaf eitthvað að ger- ast, og alltaf eitthvað sem þarf að undirbúa. Sem dæmi um hvað þetta er mikið verk hefur stjórn félagsins fengið frí í skólanum í nokkra daga til að undirbúa mót þetta og mót- tökurnar. Allir þessir gestir okkar búa hjá skólafólki meðan það dvel- ur hér, og skapast skemmtileg kynning á milli með þessu samstarfi. Þess má einnig geta að á föstudag förum við með þá austui- í Skólasel og dveljum þar nátílangt, og er þar undir- búin kvöldvaka, og vonum við að það verði hin bezta skemmt- un. Lengra varð þetta ekki. Hann varð að fara að undirbúa sig undir hinn örlagaþrungna leik við kennarana. Hvort um hug- boð hefur verið að ræða eða ekki þá var Einar löðusveitt- ur þegar hann gekk niður tröppurnar! Hið harðsnúna lið lærimeistaranna sisraði skólameistarana með 9:8 Keppendur úr kennarahópi: * Valdimar Ornólfsson, íþrótta- kennari, Eiríkur Haraldsson, íþróttakennari. Finnbogi Guð- mundsson doktor, Þorleifur Einarsson doktor.. Björn Sigur- björnsson efnafræðingur, Aðal- steinn Guðjohnsen verkfræð- ingur, Rúnar Bjarnason verk- fræðingur og Sverrir Scheving jarðfræðingur. Skólasveinar: (Stjórn. vara- menn og endursk. íþróttafélags- ins, og einn að láni) Einar Bollason, Hrannar Haraldsson, Þórður Ásgeirsson, Kristján Stefánsson, Guðjón Magnússon, Sigurður Þorsteinsson. Gutt- ormur Ólafsson og Guðmundur Matthíasson. Það var greinilegt að hinir mörgu áhorfendur biðu eftir þessum „stórleik" fneð mikilli eftirvæntingu. Skólasveinar voru greinilega hvergi smeykir og litu með velþóknun hver á annan og var það fríður hópui’ með nöfnum landsliðsmanns og manna úr meistaraflokkum R- víkurliðanna. Sem sagt harð- snúinn flokku.r ungra manna. Kennarar, sem margir báru og doktorsnafnbót, létu ekki mikið yfir sér. Vafalaust hafa þeir þó í hljóði huga hugsað til yngri ára í leik þessum, þar sem margir þeirra komu við sögu. Þeir hafa sjálfsagt hugsað sér að halda áfram, einnig þetta kvöld, að þjarma svolítið að skólasveinum. Hófst síðan þessi skemmti- lega viðureign. Var hraði mik- ill í leiknum og létu kennarar þegar í upphafi engan bilbug á sér finna. Gripu þeir knöttinn þétt og öruggt og áttu til að tvíhenda honu.m í gólfið, þétt og ákveðið, svona til þess að vita hvort hann kæmi elcki aft- ur. Þessar aðfarir vöktu kátínu á áhorfendapöllum og virtist skapa öryggi í leik kennara. Ekki hafði leikur staðið lengi þegar skólasveinar fengu að kenna á því hvar Davíð keypti ölið, því að ekki leið á löngu þar til Þorleifur skoraði með þrumuskoíi, og litlu síðar er dæmt vítakast á skólasveina, en Rúnar hafði ekki reiknað alveg rétt út og geigaði skotið þann- ig að markmaður varði. Var sótt og varið af miklum ákafa og að lokum tókst Hrann- ari að jafna, en það stóð ekki lengi því að Þorleifur gefur kennurum enn forustuna, og þannig stóðu leikar í hálfleik, sem var sagður styttri hálfleik- urinn! Eftir leikhlé hélt sókn kenn- ara áfram og lá á skólasvein- um. Finnbogi beitti þá brögð- um með vinstri hendi og sveifl- um sem þeir kunnu ekki ráð við; skoraði fljótlega 3:1. Komst nú ákafi í kennara og héldu þeir uppi sókn sem ákafastri og eitt ■ sinn er lá á skólasveinum, hefur Þorleifur sig hátt á loft með knöttinn í hönd og sendir óverjandi í mark skólasveina 4:1. Þykir skólasveinum nú ekki vel horfa og á stund neyðarinn- ar er gefin út dagskipan: Mað- ur á mann! Upphefst nú mikill atgangur, og var sem gólfið væri eitt ólguhaf. Þannig dreifðir var sem kennarar mættu sín miður og tókst skóla- sveinum nú að skora 2 rnörk 4:3. En skólasveinar gerast nú allharðir í horn að taka og fer svo að dómarinn verður að dæma á þá vítakast, sem Þorleifur er ekki í vandræðum með, að notfæra sér. Enn sækja skólasveinar á og þar kemur að þeim tekst að jafna, og komast yfir -6:5, en með hár- nákvæmum útreikningi verk- íræðingsins Aðalsteins er jafn- að 6:6. En þetta ætlar ekki að duga. Sigurður Þorsteinsson skorar fyrir skólasveina 7:6. Geysast kennarar nú um sem harðast og í gömlum góðum ÍR-stíl tekst Rúnari Bjárna- syni að jafna 7:7. Þetta hyet- ur Eirík „hinn rauða“, ef svo mætti segja til afreka að hætti Þorleifs litlu áður, og tekur hann undir sig stökk mikið, svo að hann má sjá yfir margfald- an mannhringinn, og sendir þaðan knöttinn í markið hjá skólasveinum. Stutt er örðið til leiksloka, og allar líkur til a3 kennarar sigri í þessuni hildar- leik. Þykir formanni íþrótta- félags skólans, Einari Bollasýni,- sem sinn heiður mundi rriinni ef svo færi og vinnur að .hart, og gengur bersérksgang um völlinn, og talið víst að ef skjöldur hefði verið á brjósti til varnar hefði hann bitið í rendur hans sem íastast. Þar kom að hann fékk færi og jafn- aði með föstu skoti. Skólasúeín- ar líta nú títt til tímavarðar, en klukkan hefur sinn vægðar- lausa seina-gang. Hinsvegar eru kennarar ekki á þeim buKum að gefast upp fyrr en tíniinn bannar að halda áfram, og svo fer að Rúnari tekst að skora sigurmarkið 9:8. Eins og fyrr segir var ‘sótt og varið á báða bóga og mátti oft sjá að þótt skólasveinar kæmust í gegn um vörn kenn- ara, þá renndi Valdimar örn- ólfsson sér ýmist á svigi eða bruni fyrir knöttinn og dygði það ekki tók hann stökk af öllum gerðum. Sem sagt skemmtilegur leik- ur með undra góðum tilþrif- urn í handknattleik kryddaður með léttum „humör" og þá var hinum góða tilgangi náð. Dómarinn Daníel Benjamíns- son sem dæmdi alla lefkina, gerði einnig sitt til þéss að fá þetta fram, og gerði það á þann hátt að hvorki leikur ná leikmenn biðu tjón af á neinn hátt. ritstjóri: Frímonn Helgason Sunnudagur 12. nóvember 1961 — ÞJÖÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.