Þjóðviljinn - 12.11.1961, Page 10

Þjóðviljinn - 12.11.1961, Page 10
13 æi m ÍIW JJ rítstjórí: Sveirm Kristinsson Bförn og Kóri Þótt enn séu þrjár umferðir ■eftir á Haustmóti Taflfélags iReykjavíkur, benda aiiar líkur til að stríðsguðinn hafi þegar ■útvaiið sigurvegarann. Það -virðist sem sé fátt geta hindr- að það, að núverandi meistari félagsins, Björn Þorsteinsson, fari með sigur af hólmi enn í þetta sinn. Hann hefur hiotið 6 vinninga út úr 6 fyrstu um- ferðunum og hefur einn og hálfan vinning fram yfir næsta mann. Keppinautar hans mega því sannarlega spretta úr spori ef þeir ætla að ná hinum gunn- reifa unga meistara, hvað þá fara fram úr honum. Má segja að slíkt gengi kraftaverki næst. Hættulegasti andstæðingur Björns á þessu móti, var vafa- laust Kári Sólmundarson, og mátti telja allvafasamt í byrj- un, hvor þeirra faeri með sig- ur af hólmi, En Kári varð fyrir því áfalli að tapa i fyrstu umferð og gat því ekki tekizt á við Björn um forustuna í fyrstu umferðunum, þar sem Björn lagði hvern og einn and- stæðing sinn. eins og áðan var getið. Það var ekki fyrr en i 6. umferð sem þeir mættust Björn og Kári, og má væntan- lega líta á þá skák sem úr- slitaskák mótsins. Kári, sem leggur litla stund á byrjananám, vaidi heldur ó- venjulega og vafalaust miður heppilega byrjun. sennilega til að leiða andstæðing sinn sem fyrst af troðnum slóðum, en Björn er sem kunnugt er hinn mesti fræðasjór á allt sem byrjunum viðkemur. Kára lán- aðist allvel að leiða andstæð- ing sinn inn á lítt troðnar slóðir. en raunin varð bara sú. að hinn yngri meistari reyndist mun ratvísari þeim eldri. eftir að kennileiti voru horfin sjón- um. Kári tefldi byrjunina hik- andi og þunglamalega, en Björn undirbjó hinsvegar fljót- lega sókn með hnitmiðuðum að- gerðum. í 16. leik hóf hann svo Ieiftursókn á kóngsstöðu andstæðingsins með snjallri riddarafórn. í kjölfar hennar ruddist svo allur liðsafli hans fram til allsherjarárásar, og Austfirðingur rifjar upp J Framhald af 7. síðu honum upp á bryggju eða í -fjöruna. — Logaði ekki allt í verk- föllum í Vestmannaeyjum í gamla daga? >— Ég man eftir einu verk- falli. Það var komið kolaskip til Gísla J. Johnsen. Verka- mannafélagið Drífandi gerði kröfur um kauphækkun, en Johnsen neitaði. Samningar tókust ekki. Verkfall hófst og verkfallsvaktir voru settar. Svo aetluðu þeir að aka bíl gegnum þyrpingu verkfallsmanna með harsmíðaliði sem verkstjórinn stjómaði, hann var vígbúinn með gildum kaðli til að berja á verkfallsmönnum. En bíllinn var bara tekinn og settur út fyrir veginn og kaðalbúna hetjan afvopnuð. Það tók víst ekki nema fáa sólarhringa þar til deilan var leyst með sigri verkamanna. Já, það var mikill þróttur •og skemmtileg stemning í Vest- mannaeyjum á þeim árum. Jón Hafnsson og ísleifur Högnason voru forustumenn Eyjabúa þá. — Varstu lengi sjómaður í Eyjum? — Ég var margar vertíðir í Vestmannaeyjum þó ég ætti heima á Fáskrúðsfirði. — Og hingað komstu? — Hingað til Raufarhafnar kom ég fyrst 1931 sem sjómað- ■ur til Hólmsteins Helgasonar. Kjörin . .. Þá hafði maður 150 kr. í kaup á mánuði, frítt fæði, hús og þjónustu. Báturinn hét Fönix, var 6 tonn og gerður út héðan. Hólmsteinn var sjálfur formaður á honum og ég var hjá honum í fæði og þjónustu, og hann er einn bezti húsbóndi sem ég hef haft, og þau bæði hjónin. Sumarið sem ég var hjá hon- um kynntist ég Helgu konu minni. Svo var ég eitt ár á vertíð í Vestmannaeyjum en kom hingað aftur 1935 og var það sumar formaður á Fönix. Sama ár byggðum við þetta hús og hö.fum átt heima hér síðan. — Við hvað hefurðu svo ver- íð í 26 ár? — Mest hef ég verið hjá síldarverksmiðjunni, en hef annars stundað ýmsa vinnu; hafði skóverkstæði í nokkur ár. Seinni árin hef ég haft trillu og róið á vorin og haustin þeg- ar ekki hefur verið vinna hjá verksmiðjunni. — Hvernig var umhorfs hér fyrir 30 árum? — Þegar ég kom til Raufar- hafnar munu hafa verið hér 10—15 hús úr steini og timbri, svo og kirkja. Ennfremur 2—3 Norðmannahús og síldarverk- smiðja. Þá voru hér einnig nokkur hús úr torfi og grjóti með bæjarburstum, — a.m.k. 4 talsins. — Hvernig var verzlunin? — Verzlanir voru hjá Sveini Einarssyni í Gömlu búðinni og útibú frá Kaupfélagi Norður- Þingeyinga á Kópaskeri. Ætti að kaupa eitthvað umfram brýnustu lífsnauðsynjar og takmarkaðan vinnufatnað urðu menn að gera það meðan þeir unnu í verksmiðjunni hjá Norð- mönnum. — Hvaða atvinnu gátu menn haft hér þá? — Atvinna var ekki önnur en við verksmiðjuna á vorin og sumrin. Þetta breyttist fil batnaðar þegar ríkið keypti verksmiðjuna, þá varð vinna við hana stöðugri og fleiri aukastörf. \ seinni tíð hefur verið allsæmileg vinna á sumr- in, en eftir að verksmiðjan hættir á haustin er hér ekki önnur vinna en við síldaraf- urðir og útskipun fram á haustið. Áður fyrr höfðu flest- ih hér belju og nokkrar kindur eða geitur og heyjuðu fyrir þeim. >— Atvinna á vetrum nú? — Hún er engin. Hér er því staðbundið atvinnuleysi hjá daglaunamönnum frá því í des- ember a.m.k. og fram í apríl. Nokkrir hafa atvinnu við sjó- sókn, eftir að kemur fram í marz. Hér skulum við gera hlé. £ dag og halda áfram síðar, því enn er margt ósagt að austan. J.B. brátt var svo' komið fyrir lið- sveitum Kára. að þær voru ýmist fallnar eða sundraðar og náðu engu nothæfu sam- spili. Skákinni var raunveru- lega lokið eftir rúmlega tutt- ugu leiki. þótt Kárj verðist lengi ennþá; að bvi er virtist fremur af bardagaþrá en von um björgun. Vegna þess, hve skák þessi er ákaflega mikilvæg, hvað úr- slit Haustmótsins . snertir, þá leikur sjálfsaét mö’rgurh for- vitni á að sjá hana, ög fer hún hér á eftir: Hvítt: Bjiirn Þorsteinsson Svart: Kári Sólmundarson Skandinavisk byrjun 1. e4 d5. (Hið skandinaviska varnarkerfi er sjaldgæft og naumast hepþilegt fyrir svart- an. Flestar aðrar varnir gegn kóngspeði munu vera betri). 2. exd5 Ðxd5. (Hér er líkg, stundum leikið 2. — — Rf6. Freysteinn Þorbergsson beitir þeim leik off og mun manna fróðastur um hann hérlendis). <3. Re3 (Hvítur ,.vinnUr leik“ og verður nú óhjákvæmilega á undan í liðsskipaninni.) 3. -----Dd8. (3. — — Da5 mun hér vera öllu algengari leikur.) 4. Bc4 Rf6, 5. d4 Rc6, 6. Be3 e6, 7. Rf3 a6, 8. De2 Re7. (Þessi leið, sem svartur velur, er of þunglamaleg og tímafrek. 8. — — Be7 og síðan hrókun væri eðlilegra.) 9. Bg5 Rf-d5, 10. 0—0 Rxc3, / 11. bxc3 c8. (Opnar fyrir (irottningunni til að létta lepp- uninni af riddaranum. Allt er þetta ákaflega seinvirkt og á meðan undirbýr Björn sóknar- aðgerðir.) 12. Re5 Dc7, 13. Bf4 Dd8. (Enn tapast leikur.) 14. Bg3 Rg6, 15. f4 Be7. (Hér var víst óhjákvæmilegt fvrir Kára að drepa riddarann á e5, bótt það opni Birni f-l.'nuna til sóknar. Nú hefur Biörn leifturárás. sem molar stöðu andstæðingsins í fáum leikjum.) Hvítt: Bjiirn Þorsteinsson ABCDEFGH í IIA 8f #11 I I i W„, Mi W\ t i® i ifÉ! i lÉP & ^ Hp '//Á w m mm .... i m m i é■AI#P éM W*"' 1 11 Svart: Kári Sólmundarson 16. Rxf7! (Riddarafórnin er heldur einföld. en í hinu eru meiri verðleikar fólgnir að hafa byggt upp þá sóknarstöðu. er gerir hana mögulega.) 16.-------Kxf7, 17. f5 Rf8, 18. Dh5t Kg8. 19. fxeG RgG. (Kári hefur ekki átt nema um einn leik að velja hverju sinni síðustu leikina.) 20. Hf7. (Björn hótar nú 21. Be5, og við þeirri hótun er engin fullnægiandi vörn til, þvi ef biskupinn á e7 hrærir sig. þá kemur e7 með drottn- ingarvinningi.) 20. — — b5, (örvæntingar- leikur,-) 21. Be5 bxc4, 22. Hxg71' Kf8, 23. Df5t Bf6, 24. BxfG Bxe6, 25 Dxe6. (Biörn átti hér skjóta vinnings'eið með 25. Dc5t oa hefði Kári þá sjálf- sagt gefizt upp þeear í stað. Það gæti hann nú reyndár gert hvort eð er.) 25. — — Dd5 (..Neyðir“ hvítan í drottningakaup.) 26. Dxd5 exd5, 27. Hxg6 hxgG, 28. Bxh8. (Hv'tur á nú mann og tvö peð yfir. Svartur verst enn um hríð. en lokin þarfnast ekki skýrinea.) 28.-------Hb8, 29. Re5 Hb2, 30. BdGt Kf7, 31. Bb4 Ke6, 32. a4 Hxc2, 33. Helt Kf5, 34. a5 Kf4, 35. Hflt Ke4, 36. h4 Hb2. 37. g4 He2, 3°. Hf2 Helt. 39. Kg2 Kd3. 40. h5 gxh5. 41. gxh5 He6. 42. Kg3 Ke3, 43. Hf5 gefið. Örlagarík skák. Baðker 170 x 75 Verð með öllum fittings aðeins kr. 2954.00. Mars Trading Company, Klapparstíg 20. — Sími 17373. HLUTAVELTA HLUTAVELTA Hin árlega hlutavelta KVENNADEILDAR SLYSAVARNARFÉLAGSINS í REYKJAVÍK, verður í Listamannaskálanum og hefst kl. 2 í dag, sunnudaginn 12. nóvember. Þar verða á boðstólum meðal annars: Matvara, fatnaður, húsgögn, búsáhöld, olía í heil- um tunnum. Kol, kjötskrokkar, skipsferðir, værðavoðir. | , FREISTIÐ GÆFUNNAR UM LEIÐ OG ÞÉR STYRKIÐ GOTT MÁLEFNI. S t j ó r n i n H. Benediktsson hf. Iiefur flutt skrifstofur sínar að Suðurlandsbrant 4 Sími 38300 Q0) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. nóvember 1961

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.