Þjóðviljinn - 24.11.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.11.1961, Blaðsíða 3
Öflug samtök íriðarsinna eru eina von mannkynsíns Á fundi. er Akurevrardeild Menningar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna hélt nýlega, var eftirfarandi ályktun sam- þykkt einum rómi: ■ ..Fundur Akureyrardeildar MFÍK, haídinn 1. nóv. 1961, itrekar fyrri ályktanir félags- ihs og mótmæli gegn fram- leiðslu og notkun kjarnorku- vopna. Fundurinn harmar það, að' stórveldin í austri og vestri skuli enn á ný hafa tekið upp tilraunir með hessi skelfilegu eyðingarvopn. Það er skoðun fundarins, að friður verði aldrei tryggð- ur með vopnavaldi. heldur þvi aðeins. að öll vopn verði lögð ti! hliðar, ahri vopnafram- leiðslu hætt og birgðir vopna eyðilagðar. Fundurinn lítur svo á, að það eitt sé ekki nægilegt, að stórveidin semii um að hætta tilraunum með k.iarnorkuvopn eða gefi hátíðleg loforð um að beita þeim ekki. Slíkir samn- ingar eða loforð eru lítils liiiiðnr bændafundar Síðasta, skáldsaga er komin út á íslenzku Komin er út í íslenzkri þýð- ingu síðasta skáldsagan sem franski rithöfundurinn Aibert Camus sendi frá sér áður en hann beið bana í bílslysi í fyrra. Sagan heitir FaFið og kom út sama árið og. Camus hlaut-bók- menntaverðlaun Nóbels. Þýðandi er Loftur Guðmundsson rithöf- undur en Bókaforlag Odds virði meðan vopnaframleiðsl an sjálf er ekki stöðvuð. Fundurinn telur Slgera af-1 ( vopnun og öflug samtök frið- arsinna um allan heim einu von mannkynsins' um varan- legan frið og hamingjusama sambúð einstaklinga og þjóða, og skorar á sérhvern einstak- ling. valdasmáan sem voldug- an, að s'.eppa engu tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálar framtíð mann- kynsins til heilla og eflingar friðarsamtaka“. Björnssohar á Akurevri gefur bókina út. Camus fjallaði um djúpstæð- Ustu vandamál samtímans í skáldsögum sem öfluðu honum heimsfrægðar á fvrstu árunum eftir heimsstyrjöldina. Fallið er saga manns sem eitt sinn var kunnur og dáður máifærslumað- ur í Paris, en snýr baki við því 'lífi og lendir í fangabúðum í Þýzkalandi. Þegar hann segir söguna dvelur hann i Amsterdam inngnum úrhrak mannfélagsins. Eftirfarandi tillögur voru ein- róma samþykktar á mjög fjöl- mennum bændafundi á Hólma- vaði í Aðaldal 11. nóv. sl., en fundarboðandi var Búnaðarsam- band Suðurþingeyinga: 1. ,,Almennur bændafundur hald- inn að Hólmavaði, laugard. 11. nóv. 1961 að tilhlutan Búnaðar- sambands Suðurþingeyinga, lýsir yfir því að géfnu tilefni. að hann telur ekki hægt að una lengur við það skipulag óbreytt. sem nú ríkir í verðlagsmálum iandbún- aðarins þar sem ekki hafa verið teknar til greina þær niðurstöð- ur um kostnað við framleiðsluna, er fram voru lagðar af fulltrúum Shéttarsambands bænda á sl. hausti, sem bygðar voru á rann- sóknum, er gerðar voru til þess SkáSdrit og œvisögukaflar Tagore í íslenzkri þýðingu Aldarafmælis Rabindranath Tagore, indverska skáldsins og menntafrömuðarins, var minnzt víða um heim á þessu ári. Nú er komin út bók með nokkrum verkum hans i íslenzkri þýðingu og nefnist Ská'.d ástarinnar. Séra Sveinn Víkingur hefur Albert Camus 5 tii 8 stiga frost í nótt I nótt var spáft hér sunnan- lands 5—8 stiga frosti og all- hvassri norðanátt og snjókomu til fjalla. 1. gærkvöid var 5— 8 stiga frost norðanlands, víða hvassviðri og stórhríð, en 3— 6 stiga frost hér sunnanlands. Kl. 20 var S stiga frost í Reykjavík og 7 vindstig. Sjálfsævisaga og Ijóð eftir Pssternak Bókaútgáfan Helgafell hefur gefið út „Tilraun til sjálfsævi- sögu“ eftir Boris Pasternak. Geir Kristjánsson hefur þýtt bókina úr ensku. Segir höfundur þar frá ævi sinni allt iþar til hann láuk skáldsögunni „Zovagó læknir". Sjálfsævisagan er 94 síður í þess- ari útgáfu og henni fylgja all- margar myndir af Pasternak á ýmsum aldursskeiðum, ættmenn- um hans og ýmsum listamönn- um sem hann hafði mest sam- band við. iÞá eru í iþessari útgáfu Helga- fells ijóð eftir Pasternak, og hef- ur Geir Kristjáns-son þýtt þau úr rússnesku. ■ Þýðandi skrifar stuttan eftir- mála,' en álls ér bókin 136 síður, prentuð í Víkingsprenti. íím af Haag 23/11 — Menn hafa nú gefið upp allá von um að finna á lífi Michael Rockefeller, 23 ára gamlan son Nelsons Rockefellers ríkisstjóra í New York. Michael týndist í könnunarleiðangri á Nýju-Gíneu fyrir skömmu. Leit- inni að honum er hætt, segir í fréttum sem borizt hafa til Haag í Hollandi. Nelson Rockefeller kom í dag með ílugvél til Nýju-Gíneu til þess að taka þátt /í leitinni að syni sínum og mun hann ætla að fá bandarísk herskip og flug- vélar til að halda leitinni áfram. þýtt efni bókarinnar og að auki ritar hann æviágrip Tagore. Birt- ir eru kaflar úr endurminning- um skáldsins, einkum frá æsku hans og uppvaxtarárum. Af skáldritum Tagore eru í bókinni ljóðasafn og leikrit. Nefnist ljóðasafnið Vörður blómanna en leikritið heitir Fórnin. Loks hef- ur séra Sveinn Þýtt tvo fyrir- lestra sem Tagore fiutti á efri árum. Bókin er prýdd myndum frá Indlandi og birt eru sýnishorn af rithönd Tagore. Skáld ástar- innar er 312 blaðsíður. Útgefandi er bókaútgáfan Fróði en Prent- smiðja Jóns Helgasonar prentaði. Tvímennings- keppni lokið Tvímenningskeppni meistara- flokks Bridgefélags Reykjavikur lauk fyrir stuttu og, sigruðu Egg- ert Benónýsson og Þórir Sigurðs- son. Þessir 16 skipa meistara- flokk: 1. Eggert — Þórir 2611 2. Guðjohnsen — Jóhann 2541 3. Símon — Þorgeir 2518 4. Árni — Benedikt 2447 5. Jón — Sigurður 2393 6. Júlíus — Vilhjáimur 2393 7. Einar >— Gunnar 2378 8. Guðrún — Steinsen 2372 9. Jón — Jakob 2355 10. Ásmundur — Hjalti 2348 11. Hilmar — Rafn 2325 12. Ásbjörn — Vilhjálmur 2316 13. Kristinn — Lárus 2301 14. Jóhann — Stefán 2292 15. Ásta — Rósa 2292 16. Jóhann — Sigurður 2275 í Sveitakeppni B.K. eru þess- ar efstar; 1. Sveit Júlíönu Isebarn 595 2. Eggrúnar Arnórsdóttur 588 3. Laufeyjar Þorgeirsdóttur 569 að ákveða réttmætan verðlags- grundvöll. Skorar fundurinn á Stéttar- samband bænda, að hefjast handa nú þegar um undirbúning að nauðsynlegum brevtingum á lögum um framleiðsluráð land- búnaðarins — eða nýrri. löggjöf — er komi í veg fvrir. að hlut- ur bænda verði fyrir borð bor- inn framvegis. eins og átti sér stað með úrskurði ,,yfirnefndar“ á sl. hausti“. 2. „Almennur bændafundur hald- inn að Hólmavaði 11. nóv. 1961 mótmælir framkomnu frum- varpi á Alþingi um að leggja Áburðarsölu ríkisins niður og fela Áburðarverksmiðjunni h.f. allan innflutning og verzlun með tilbúinn áburð. Telur fundurinn, pð.Áburðar- sala ríkisins njóti óskoraðs, trausts íslenzkra bænda fyrir góða þjónustu og hagkvæman rekstur, það sé því mjög viðsjár- vert að fela öðrum aðila þessa þýðingarmiklu starfsemi, sem ekkj hefur enn aflað sér trausts bænda. Fyrir bví skorar fundurinn á Alþingi, það er nú situr. að fella framkomið frumvarp, eða >að" minnsta kosti fresta afgreiðslu. þess, unz Áburðarverksmiðjan h.f. í Gufunesi hefur verið þjóð- nýtt. eða unnið sér meira álits meðal bænda“. 3. Almennur bændafundur hald- inn að Hólmavaði 11. nóv. 1961, skorar á Albingi að tryggja það, að vextir af lánum vegna breyt- inaa á lausaskuldum bænda í föst lán, njóti sörhu vaxtakjara og gilda um hliðstæð lán hjá sjávarútveginum og að Seðla- bankinn sé skyldur að kaupa skuldabréfin með nafnverði. ÆFR-féiagar Greiðið félagsgjöldin skilvís- lega í skrifstofunni Tjarnar- götu 20. Norðarleiðabif- reiS fór út af Áætlunarbifreið Norðurleiða, er fór frá Reykjavík í gærmorg- un komst klakklaust norður í Miðfjörð, en þar bilaði hún og rann út af veginum, en enga farþega sakaði. Farþegarnir gistu í nótt að Laugabakka í Miðfirði og halda þeir áfram norður í dag. Bifreiðin frá Akureyri fór það- an kl. 4 síðdegis í gær og var óvíst, hve langt hún færi í gær- kvöld. Kekkonen í Novosibrisk MOSKVU 23/11 — Kekkonen Finnlandsforseti kom í dag til. Novosibrisk, en bar byrjar hann fundí sina með Krústjoff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, á: morgun. Héraðsstjórinn og borgarstjór- inn í Novosibrisk, voru meðal þeirra sem tóku á móti Kekkonen. Flugvöllurinn var prýddur finnskum og sovézkum fánum og sovézk börn færðu forsetanum blóm. Krústjoff kom í morgun til Barnaul í Altai í suðvesturhluta Síberíu um 160 km frá Novosi- brisk. Vind- haninn Einkennilegur er sá mál- flutnin^ur Tímans að ásaka Sósíalistaflokkinn fyrir það að hann hafi unnið með Sjálfstæðisflokknum. Enginn , íslenzkúr stjórnmálaflokkur hefur verið jafn lengi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokkurinn, og er þess skemmst að minnast að nú eftir stríð hafa þeir set- ið saman í stjórn um tíu ára skeið. Ber ef til vill að skilja ásakanirnar á Sósíal- istaflokkinn sem dulbúna við- ■urkenningu á eigin ávirðing- um? Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei „afneitað“ samvinnu sinnj við Sjalfstæðisflokkinn,- eins og Tíminn orðar það í gær. Það hefur ævinlega ver- ið stefna Sósíalistaflokksins að láta málefni skera úr um samvinnu sína við aðra flókka. Sósíalistaflokkurinn hefur unnið með Sjálfstæðis- flokknum vegna þess að þann- ig tókst að hrinda fram stór- málum eins og t.d. nýsköpun atvinnuveganna, almanna- tryggingunum og réttlátari kjördæmaskipun, en Fram- sóknarflokkurinn var andvíg- úr þeim málum öllum. En það eru mái af allt öðru tagi sem hafa einkennt samvinnu Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- ar, gerðardómslög, árásir á lífskjörin, hernám íslands, Það hefur semsé alltaf verið einkenni á forustu Framsóknarflokksins að hún hefur ekki hugsað um mál- efni heldur völd, og hún hef- ur verið reiðubúin til hinna fjarskyldustu verka aðeins gegn því að hafa tök á ráð- herrastólum. Þegar vindurinn hefur blásið til hægri taefur forusta Framsóknarflokksins fokið með honum og öfugt þegar áttin hefur brey.tzt. Þessi vinnubrögð eru svo full- komin að aðalleiðtogar flokks- ins hafa skipt með sér verk- um; annar er hafður á oddin- um þegar unnið er til hægri, hinn þegar unnið er til vinstri. Og af sömu ástæðu hefur Tíminn enga skoðun þegar veðurátt er ótrygg, heldur stangast stefnumiðin milli dálka í blaðinu og jafn- vel milli linanna í sömu grein. Forusta Framsóknarflokksins er þannig eins og vindhani, og þótt slík verkfæri geti ver- ið þarfleg og skemmtileg vita íslenzkir bændur fullvel að þau sýna aðeins loftstraum- ana en ekki í hvaða átt menn eiga að ganga til þess að sipna skyldustörfum. sínum. — Austri. Föstudagur 24. nóvember 1961 — ÞJÖÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.