Þjóðviljinn - 24.11.1961, Blaðsíða 6
plÓÐVILJINN
Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — , Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar:
Magriús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
Magnússon. — Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
'Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00.
PrentsmiðJa Þjóðviljans h.f.
Einstætt rit
ÍY/Iargir lesendur Þjóðviljans eru gamlir og nýir vin-
ir tímaritsins Réttar. Þó vantar mikið á, að allir
eða flestir baupendur Þjóðviljans séu líka áskrifendur
þessa gagnmerka tímarits, og þessi orð eru skrifuð til
að minna lesendur blaðsins á, að það er ekki einungis
skynsamleg ráðstöfun hvers sósíalista á Islandi að
kynna sér það sem Réttur hefur að flytja, heldur er
þar að jafnaði að finna greinar inplendar og erlendar,
sem flestir hugsandi menn hefðu eitthvað til að sækja.
jVfeðal íslenzkra tímarita á tuttugustu öld er Réttur
um margt einstæður. Ekkert sambærilegt póli-
tískt tímarit er til, enda þótt margar tilraunir hafi verið
gerðar, einkum af Sjálfstæðisflokknum, til þess að
koma tímariti á fót er túlkaði stefnu íslenzka aftur-
haldsins og flytti „fræðlegar“ greinar til stuðnings aft-
urhaldspólitík. Þau tímarit hafa þotið upp, og sum
komið út í nokkur ár, ien öll veslazt upp af málefna-
fátækt og algjöru áhugaleysi íslenzks fólks á tilveru
þeirra. Réttur hefur hins vegar komið út allt frá 1916,
fyrstu tíu árin sem málgagn frjálslyndra þingeyskra
bænda og menntamanna, en frá 1926 með sósíalistíska
stefnu, undir handleiðslu Einars Olgeirssonar. Grein-,
ar Einars í Rétti eru orðnar margai1 og um f jölbreyti-
leg efni, og mega heita rauður þráður árganga rits-
ins og gefa því mest gildi, enda er þar að finna greinar
og greinaflokka, sem margar hverjar eiga orðið sæti
í stjórnmálasögu aldarinnar sem veigámikil . atriði í
þjóðmáladeilum íslendinga. Gildi margra þessara
greina Einars til mótunar á stefnu og Viðhorfum hinn-
ar róttæku verkalýðshreyfingar á íslandi mun seint
ofmetið, í þeim greinum og fleiri í Rétti hefur mikið
áunnizt að aðhæfa sósíalistíska lífsskoðun íslenzkum
þjóðfélagsveruleika, skilgreina og skýra viðfangsefni
líðandi stundar sósíalistískum skilningi. Einmitt þess
vegna hefur Réttur nú um áratugi verið ungum sósíal-
istum á íslandi fræðslulind og hvatning að láta sér
ekki nægja neitt utanaðlært, heldur heldur verði að
beita þjóðfélagsfræðum sósíalismans sem leiðarvísi
skapandi starfs og sjálfstæðrar hugsunar.
ITtkoma Réttar hefur oft verið örðugleikum háð og
fjárhagurinn þröngur eins-og verið hefur með öll
; málgögn verkalýðshreyfingarinnar. En þó segja megi
að bláþræðir hafi orðið á útgáfunni, hefur þar aftur
verið haldið af stað. Nú er hafin ný sókn með efldri
útgáfu Réttar, og hafa nokkrir yngrí máfintamanna sósí-
alista skipað sér um tímaritið til liðs við ritsíjórana
Einar Olgeirsson og Ásgeir Blöndal 'Magnússon. Þess
sér þegar merki á ritinu í meiri fjölbreytni í efnis-
vali og meðferð. Tvö hefti eru komin af þessum ár-
gangi, og annað nýkomið með rríerkum greinum eftir
Einar og Björn Jónsson um verkfollin í sumar, og grein-
um eftir Hjalta Kristgeirsson pg Árna H. Bergmann.
Mætti telja líklegt t.d. áð grein Árna, „Skáldsögur og
verkamenn" veki athýgli og umræður um skáldsagna-
gerð hér á landi eins og henni ér riú komið. — í fáum
orðum sagt: Tímaritið RéUur flytur í hverju hefti efni,
sem ætla mætti að hver einasti lesandi Þjóðviljans
teldi sig miklu skipta og mætti ekki án vera. Væri
, ekki þess vert að sannreyna þá staðhæfingu? — s '
• •:•: •:•:•:■ ••■. :•. :•.•:■ ••■:•:•:•■ :•:•:• •:•: :••••■:•:•:■:• .•:•••: ••• ••••:•>:•:•::•:•.•.>:•:•:
ni
■
Islenzkí sjónvarp
-ekki soralegt
hermannagaman
| WM 'WM
Kröfur
gerSar
Vorið 1951 bárust íslenzkum
stjórnarvöldum óskir frá banda-
ríska setuliðinu á Suðurnesjum
um sérstaka útvarpsstarfsemi á
vegum þess. Ekki var orðið við
þessum óskum þegar í stað,
enda 'óneitanlega steinn í götu,
•þar sem íslenzk lög voru, en í
þeim segir ótvírætt, að ríkis-
stjórnin hafi- ein rétt til að
reka útvarp á íslandi. Skal hún
starfrækja útvarpsstöð í R-
vík og reisa endurvarpsstöðvar
annars staðar á landinu, en
um orkuaukningu stöðvarinnar
í Reykjavík og byggingu nýrra
endurvarpsstöðva skal fara eft-
ir ákvörðunum Alþingis hverju
sinni.
Það vafðist eitthvað fyrir rík-
i-sstjórninni að verða við til-
mælum setuliðsins og veita því
formlega heimild til sjálfstæðr-
ar útvarpsstarfsemi á Suður-
nesjum. Setuliðið beið i nokkra
mánuði, en í nóvember 1951
mun þolinmæði þess hafa brost-
ið, því að þá hóf það eigin út-
varpsrekstur í algeru heimild-
arleysi, að því er bezt verður
séð.
Ekki hefur rikisstjórnin verið
alls kostar ánægð með þessi
málalok. í febrúar 1952 snýr
menntamálaráðherra sér bréf-
lega til útvarpsstjóra og felur
honum að láta hernum í té
formlegt „leyfi“ til útvarps-
starfsemi. Ekki sýnist útvarps-
stjóri hafa haft hraðan á um
þessa framkvæmd, enda tiltækið
af ýmsum álitið ólöglegt. Seint
í marz fær útvarpsstjóri annað
Hér er birt greinargerðin sem fylgir þings-
ályktunartillögu Alfreðs Gíslasonar, Einars
Oigeirssonar, Finnboga R. Valdimarssonar og
Lúðvíks Jósepssonar um að Alþingi feli rík-
lisstjórninni að afturkalia þegar í stað leyfi
bréf frá sama ráðherra. Enn
líður rúmur mánuður, og það
er ekki fyrr en 1. maí 1952, að
útvarpsstjóri gefur út leyfibréf.
Mun það plagg síðan hafa
hangið innrammað í húsakynn-
um hersins á Keflavíkurflug.-
velli.
til sjónvarpsstarfsemi bandaríska hersins á
Islandi. Jafnframt verði lialdið áfram at-
hugunum þeim, sem Ríkisútvarpið hefur með
höndum um möguleika á rekstri íslenzks
sjónvarps. $
SkilyrÖi
sniSgengin
Með bréfi þessu veitti Ríkisr
útvarpið setuliðinu leyfi til að
starfrækja eigin útvarpsstöð
(„to operate their own broad-
casting station") með vissum
tilgreindum skilyrðum. Ef þau
skilyrði eru ekki uppfyllt að
dómi Ríkisútvarpsins, má aftur-
kalla leyfið fyrirvaralaust, ella
með eins mánaðar fyrirvara. 1
dagskrá þessa útvarps skal ein-
göngu fjalla um efni, er snertir
setuliðið sjálft. Engan pólitísk-
an áróður má hafa þaý í
frammi, og skal fyllsta hlut-
leysis gætt í öllum greinum.
Auglýsingar og tilkynningar
eru bannaðar í þessu útvarpi
aðrar en þær, sem varða hern-
aðaraðgerðir og öryggi setuliðs-
ins.
Höfuðskilyrðið fyrir leyfis-
veitingunni er þó það, að hið
erlenda útvarþ komi á engan
hátt inn á áhugasvið og verk-
svið Ríkisútvarpsins, — að það
með öðrum orðum höfði ekki.
til íslenzkra hlustenda. Þessu
skilyrði hefur síður en svo
verið fullnægt,1 og skiptir það
þó meginmáli. Raunin hefur
orðið sú, að hlustun íslehdinga
á þetta erlenda herútvarp hef-
ur aukizt stöðugt, án þess að
íslenzk stjórnarvöld skipti sér
ögn af. Þar sem Ríkisútvarpið
reynir að vanda dagskrá sína
og miða tónlistarval sitt við
menningarlegt gildi, miðar ame-
ríska stöðin sína dagskrá við
frumstæðustu dægrastyttingu
eina, svo sem hún kemst á
lægsta stig. Það má því segja,
að upphafleg viðleitni löggjaf-
arvaldsins til þess, að tryggja
menningarlegt hlutverk út-
varpsmiðlunar í landiriu hafi
beðið alvarlegt afhroð í þessu
efni..
Lög .um sjónvarp eru engin
til hér á landi. Þegar íslenzk
sjónvarpsstarfsemi hefst, verð-
ur hún án efa í nánum
tengslum við útvarpið, enda
margt sameiginlegt með þessum
greinum. Það mun talið sjálf-
sagt, að sjónyarpið verði deild
í .Ríkisútvarpinu, og á þess veg-
um hafa þegar farið fram
nokkrar athuganir á möguleik-
um sjónvarps hér. Því virðist
réttmætt að líta svo á, að sjón-
varpsstarfsemi hér á landi lúti
stjórn Ríkisútvarpsins og
menntamálaráðherra.
Nýjar kröfur
' Árið 1955 gerðist það á sviði
herstöðvamálsins, að 'Utanríkis-
ráðherra með póst- ,og síma-
málastj.óra sem millilið veitir
bandaríska setuliðinu leyfi til
sjónvarpsrekstrar á Keflavíkur-
flugvelli; 1 iþað sinn virðist al-
■veg hafa verið gengið fram hjá
Ríkisútvarpinu, að minnsta
kosti kom málið aldrei fyrir út-
varpsráð. Nú eru það nýir að-
ilar íslenzkir, sem taka • það
upp -á sitt eindæmi að uppfylla
óskir hins erlenda hers. Út-
varpsleyfið ■ 1952 gaf útvarps-
stjóri að boði menntamálaráð-
herra, en sjónvarpsleyfið 1955
var veitt af póst- og símamála-
stjóra að undirlagi utanríkis-
ráðherra. Mætti af þessu ætla,
að útvarp og sjónvai-p væri af
hérlendum stjórnarvöldum tal-
ið hvort Öðru með öllu óskylt
og að annað heyrði eðlilega
undir menntamálaráðherra, en
hitt undir utanríkisráðherra.
Og nýjar
vanefndir
Þegar bandaríska sjónvarps-
stöðin á Keflavíkurflugvelli kom
fyrst til álita, munu henni hafa
verið sett samsvarandi skilyrði
og útvarpinu áður, þ.e. að send-
ingar hennar næðu ekki inn á
svið íslenzkrar viðtöku. Styrk-
leiki hennar var takmarkaður
og sendistefnu þannig hagað, að
ekki næði til Reykjavíkur eða
byggðarlaganna við innanverð-
an Faxaflóa. Töldu margir, að
■meðan svo væri um búið, gilti^,
í ráuninni ekki annað um sjón-
varpið en t.d. kvikmyndahús
eða aðrar skemmtistofnanir
innan flugvallarins sjálfs.
Brátt kom þó í ljós, að á á-
kveðnúm stöðum í Reykjavík
og nágrenni mátti sjá sjón-
vafpssendingarnar, og þegar
sölunefnd setuliðseigna fór að
selja sjónvarpstæki; — og raun-
ar algerlega ólöglega, án
skráningar og án milligöngu
Viðtækjaverzlunar ríkisins, —
tók sjónvarpsnotendum. sérstak-
• lega í Reykjavík, að fjölga ört.
Samkvæmt talningu, sem Ríkis-
útvarpið lét gera í einu hverfi
bæjarins árið 1959, mun ekki
ofætlað, að sjónvarpstæki séu
nú á annað þúsund í Reykja-
vík einni.
Enda þótt viðtökuskilyrði
sjónvarpssendinganna væru
mjög slæm og drægju ekki til
sín almenna athygli, var hér
allt að einu kominn fram ann-
ar þáttur, sem braut algerlega
í bága við anda útvarpslaganna
og þau skilyrði, sem starfsemi
þessari vofu upphaflega sett.
Hér var með öðrum orðum
komin inn á íslenzkt menning-
arsvæði sú starfsemi, sem af
öllum er játað að sé áhrifa-
mesta miðlunartæki . jarðar,
jafnt til góðra sem mann-
skemmandi áhirfa, og enn án
þess, að íslenzk stjórnarvöld
létu málið í einu eða neinu til
sín taka. Það virðist illa sam-
rýmast, að annars vegar reyni
íslenzk stjórnarvöld að miða að
menningarlegu uppeldi þjóð-
arinnar með skólum og útvarpi,
en láti hins vegar viðgangast
hömlulaust erlenda starfsemi,
sem rniðar nánast í öfuga átt.
Ber þess og að gæta, að þeim
mun áhrifameira er sjónvarn
en útvarp, að erlent tungumál
setur þvi litlar eða engar skorð-
ur.
Þótt mál þetta hefði staðið
við sama og verið hefur síðan
1955, væri ærin ástæða til þess,
að Alþingi íslendinga vaknaði
. af værðinni, og .léti það alvar-
lega til sín taka. En setuliðið
lætur ekki standa við sama.
heldur færir sig stöðugt úpp á
skaftið. Á sl. vot’i komu fram
óskir þess um stórfellda orku-
aukningu sjónvarpsstöðvarinnar,
og sem fyrr létu íslenzk stjórn-
arvöld undan síga. Hefur ut-
anríkisráðherra staðfest það á
þingfundi nýlega, að póst- og
símamálastjóri og útvarps-
stjóri hefðu verið á einu máli
um, að veita bæri leyfi til þess-
arar orkuaukningar, og að ut-
anríkisráðuneytið hefði ekkert
haft við það að athuga.
Enn er
heimtaS
Þegar nú ameríska sjónvarps-
stöðin - hér fimmfaldar . orku
sína, eins og húti hefur feng-
ið leyfi til og heldur auk þess
sínu striki í ótakmar kaðri
sendistefnu, þá blasír úið í allri
sinni nekt eitthvert viðsjálasta
vandamál, sera að íslenzkri
menningu hefur steðjað um
langa hríð. Þegar er svo komið,
að opinber veitingahús í Rvík
hafa sjónvarpsskerma á veggj-
um sínum, og má sjá í hendi,
hvert stefnir með aukningu
sjónvarpsorkunnar. Veitingahús
kvöldsölustaðir, svonefndar
sjoppur, munu keppast um að
draga æskufólk til sín með því
að hafa sjónvarpstæki uppi, og
ibörn og unglingar á þúsundum
heimila munu alast upp við þá
andlegu fæðu, sem amerískar
sjónvarpsstjórnir viðurkenna
jafnvel sjálfar að sé und.r öllu
lágmarki að menningargildi,
með um 80% af glæfra- og
glæpamyndum af soralegasta
tagi. Ef þessu færi fram, köst-
uðu íslendingar frá sér allri
menningarlegri ábyrgð og stað-
festu þjóðernislega uppgjöf sína.
AflelSingar
undan-
haldsins
Það er þannig langur vegur
frá, að hér sé aðeins um tækni-
legt atriði að ræða, svo sem
mál þetta hefur verið túlkað á
þingi. Málið snýst einfaldlega
um það, hvort miða eigi menn-
ingarlíf íslenzku þjóðarinnar
við frumstæðustu dægrástytt-
ingu útlendra hermanna í leið-
inlegri bækistöð. Vilja flutn-
ingsmenn þessarar tillögu ekki
trúa því, fyrr en á er tekið,
að Alþingi kasti frá sér í
blindni því fjöreggi, sem menn-
ing og tunga þjóðarinnar er, en
það gerist, ef ekkert er um það
hirt að veita viðnám -hinni þrá-
látu ásókn ómenningarinnar frá
herstöðinni á Keflavíkurflug-
velli.
T imi til
viSnáms
íslendingar mega ekki una
því lengur að hafa í landi sínu
sjónvarpsstöð, sem eys yfir þá
soranum einum úr andlegu lífi
stórþjóðar. Slíka sendistöð ber
að áfmá, éh ekki að magria,
eins og nú hefur verið leyft.
Það er kominn tími til, að
þjóðin veiti viðnám og taki að
heimta á ný þau menningar-
virki, sem hún á undangengn-
um árum hefur verið að missa
í hendur setuliðsins á Keflavík-
urvelli. Eitt slíkt virki og það
mikilvægt má endurheimta með
afturköllun sjónvarpsleyfisins,
eins og ráð ;er fyrir gert í þess-
ari tillögu.
íslenzkf
sjónvarp
Eins og kúnnugt er, hefur
Ríkisútvarpið lítillega látið at-
huga möguleika á því að koma
á fót íslenzkri sjónvarpsstarf-
semi, og þykir flutningsmönn-
um þessarar tillögu eðlilegt, að
þeirri athugun sé haldið áfram,
enda þótt skoðanir manna á
sjónvarpi yfirleitt séu mjög
skiptar og þá ekki síður, hvort
tímabært sé að stofna til þess
hcr á landi nú. Menn kunna
að deila um, hvort íslendingar
geti staðið undir kostnaði af
eigin sjónvarpi. en hitt ætti að
vera ágreiningslaust, að betra
sé að vera sjónvarpslaus en
lúta að erlendu hp'-mannasjón-
varpi.
Tilhoð
öskast í Chevrolet Station bifreið, árgerð 1955.
Bifreiðin er til sýnis frá kl. 9 til 5 að Hagamel 4.
VÉLASJÓÖUR RÍIvISINS.
... •••; - . ij ■ .s •'
Símar 19204 og 22763. i
HALLDOR HALLDÓRSSON arkitekt:
Lán tll íbúðabygglngá
i Noregi og á
HÚSNÆÐIS-
FJÁRMÁL
1 þriðja hluta grein-
ar Halldórs Halldórsson-
ar arkitekts er rætt um
lánveitingar til íbúða-
bygginga á íslandi og í
Noregi. Þar kemur í ljós
að opininber lán til
nýrra íbúða eru um íjór-
falt hærri en hér á
landi, og lánskjör svo
miklu vægari að fyrsta
ársgreiðsla af láni í
Noregi sem nemur 300.
000 íslenzkum krónum
er nokkru lægri en
fyrsta ársgreiðsla af
100.000 króna láni hér-
lendis.
HúsnœSis-
kostnaSur
Fjármagn er tæki tækjanna,
eða aflvakinn, sem knýr tækni-
vél nútímans. Almenn velmegun
eða verulegar kjarabætur eru
óhugsandi án þess að fjármagn-
ið gegni iþjónustuhlutverki í
þágu alþjóðar.
Eins og áhrif fjármagns eru
ákvarðandi um byggingarkostn-
að eru þau þó margfalt meiri á
húsnæðisgjöldin. Samanburður
á meðferð húsnæðisfjármála á
íslandi og í Noregi mundi
skýra þetta vel. Hámarkslán
frá Húsnæðismálastjórn ríkis-
ins er 100.000,00 kr. Lánsupp-
hæðin er oft innan við 20°/0
byggingarkostnaður, Hlutur
fjármálanna í byggingarkostn-
aðinum nær oft drjúgum stærri
f járhæð en hámarkslánið.
Fyrsta ársgreiðsla af hámarks-
láni er um 11.000,00 kr., og er
það meira fé en vísitölufjöl-
skyldunni er ætlað til húsnæð-
iskostnaðar.
1 Noregi er byggingu íbúðar*
húsa hlíft við skattheimtu rík-
isins. T.d. með því að vera
undanþegin annars algengum
10°/0 söluskatti. Lánsupphæð
- norska Húsbankans nemur allt
að 77% byggingarkostnaðar, en
í byggingarkostnaði þar erú
innifalin lóðakaup og gatna-
gjöld. Um eða yfir 20% láns-
fjárins er vaxtalaust og með
mjög vægum afborgunum, sem
ekki hefjast fyrr en 10 árum
eftir lántöku. Hinn hluti lán-
anna er með 3% vöxtum. Af-
borganatíminn er 75 ár fyrir
timburhús og 100 ár fyrir
steinhús. Fyrsta ársgreiðsla
nemur urn 3%% af heildarláni.
Norðmenn greiöa þannig held-
ur minna af láni, sem í íslenzk-
um krónum næmi 300.000.00 en
Islendingar af sínu 100.000,00
kr. hámarksláni. Svo mikla á-
herzlu leggja Norðmenn á
fullnaðartryggingu fram-
kvæmdafjár áður en verk
hefst, að þeim er hjálpað,
sem ekki eiga allt tilskilið eig-
ið framlag með viðbótarláni
hjá heimasparisjóði eða banka.
Viðkomandi sveitar- eða bæjar-
sjóðúr ábyrgist þau lán. Þessi
viðbótarlán eru með venjuleg-
um ibankavöxtum og afborgast
á 10 árum. Húsbankinn veitir
því aðeins lánsloforð, að fyrir
liggi skynsamleg teikning með
áætluðum byggingarko-stnaði og
helzt byggingartilboði. Enginn
má hefja framkvæmdir fyrr en
Húsbankinn hefur samþykkt
■lántökuumsókn. Sá. ^sem ekki
gætir þess, fyrirgérir lántöku-
rétti sínum.'-í þessu er einnig
falið aðhald þess opinbera. að
ekki sé byggt meira en þörf
krefur.
Skyldu-
sparnaSur
Skyldusparnaður ungmenna
er hið eina í húsnæðisfjármál-
um, sem talizt gæti að við ís-
lendingar hefðum fram yfir
Norðmenn. Þeir munu nú hafa
hug á að koma á skyldusparn-
aði í einhverri mynd.
Það hefur þegar sýnt sig, að'
skyldusparnaðurinn getur orðið
mikilvæg hjálp til heimilisstofn-
unar. Eftir aðeins fjögra ára
þátttöku er sparifé allmargra
milli 15 og 20 þúsund kr. Eftir
10 ára sparnað gætu menn átt
50—60 þúsund kr. innistæðu óg
hjónaefni samanlagt 80—100
þúsund kr. sparifé til afnota.
við myndun heimilis.
En það hafa nú þegar komið
fram annmarkar á þessari ann-
ars ágætu löggjöf. 1 fyrsta lagí
er þátttaka í skyldusparnaðinum
ekki nógu almenn. Markmið
laganna er þó undirbúningur
heimilisstofnunar. Þeir, sem
••' •7
skólaveginn ganga, eru sannar-
lega eigi síður í þörf fyrir
sparifjáreign, þegar að stofnun
heimilis kemur. Undanþágu
ætti aðeins að veita vegna
iheilsuleysis og þeim, er larig-
skólanám stunda, og kæmi þar
til mála .að verðlauna heiðarlega
stundað nám með skyldusparn-,,,
aðastyrkjum til einstaklinga,,
Skyldusparnaðarféð ætti aá‘
tengja fastar en er við heimil-
ismyndun, t.d. að það væri efcki:
frjálst til annara afnota fjtrpv
en eftir þrítugsaldur. .
! öðru lagi, innheimta skyldu-
spamaðarins hefur reynzt of
kostnaðarsöm. . .
í þriðja lagi verður skyldu-.
spamaðarféð gagnsh'tið til af-.
nota fyrir lánveitingár Byggíþg-
arsjóðs ríkisins. Samkvæmt riýj-
ustu upplýsingum mun inrilágt
og útborgað skyldusparnaðarfé
standast á að tveim árum liðn-
um eða í síðasta lagi við árs-
lok 1963.
tim
iUim
iiam.
IÍ
fi
g) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 24. nóvember 1961
Föstudagur 24. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN —