Þjóðviljinn - 24.11.1961, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.11.1961, Blaðsíða 11
L Budd Schulberg: TT Jll oo (The harder fhey fall) Hann las það yfir eins og hann væri einhver Hemingway á verði um bókmenntaheiður sinn. Hann hélt blýantinum á lofti yfir hverju einasta orði, hristi höfuðið öðru hverju og las setningu upp aftur. „Heyrðu mig,“ nöldraði hann. ,,Hérna stendur ,,Gleymið ekki Goiíat,“ það er hálfkjánalegt. Það vita kannski ekki allir hver Golíat er.“ „Þeir sem lesa Journal og vita ekki hver Goliat er,“ sagði ég, „þeir eiga ekki betrg skilið en lesa Journal“. ,,Ef þú ætlar að verða al- mennilegur rithöfundur,“ stað- hæfði Gus, „þá verðurðu að skrifa þannig að allir geti skil- ið þig.“ „ Já, en þegar Toro er borinn saman við Golíat, þá hljóta all- ir að vita hver hann er“. „Fjandinn hafi það, þarf að rífast um alla hluti,“ sagði Gus gramur. „Nafnið mitt á að standa undir þessu, ^svo að ég ætti að mega ráða hvernig það er.‘‘ Hann tók handritið og fór að leiðrétta það. Hann strikaði ým- islegt út. „Gerðu svo vel“, sagði hann loks. „Nú er það betra.“ Ég leit á handritið og sagði ekki neitt. Það sem hann hafði skrifað var: Gleymið ekki hvern- ig Davíð sigraði Golíat. Svo las hann hitt yfir. gerði smásmugu- legar breytingar og rétti mér það síðan aftur án þess ,að líta á mig. ,,Hana,“ sagði hann. „Allt verður maður sko að gera sjálfur.“ Ég steinþagði. En ég gat ekki skilið hvers vegna hann var svona taugaveiklaður út af keppni, sem hafði verið fyrir- fram skipulögð fyrir hann. Hann reis á fætur, neri gagn- aug'un aftur og gekk að dyrun- um. „Hvernig gengur miðasal- an?“ „Mike Jacobs þarf ekki einu sinni að kvarta. Allt er uppselt nema nokkur sæti á 3.30 og þau fljúga út í kvöld. Það verða húndrað og fimmtíu- þúsund“. „Ef það væru ekki bölvaðir skattarnir, þá hefði maður eitt- hvað fyrir snúð sinnsagði Gus. ,,Ég vildi það væri ég sem borgaði þá skatta,“ sagði ég. „Jæja, Gus, við sjáumst aftur Taktu það rólega.“ „Nú vona ég að ekkert komi fyrir,‘‘ sagði Gus. „Nú verður þú að sjá um að þessi stóri drjóli boxi almennilega, svo að keppnin líti heiðarlega út. Það væri þokkalegt ef dómnefndin kæmist að öllu saman og gerði kassann upptækan.“ „Vertu alveg rólegur,“ sagði ég. „Það kemur ekkert fyrir. Peningarnir þínir eru alveg tryggir. Þú þarft engar áhyggj- ur að hafa“. Þegar dyrnar lokuðust á eft- ir mér, heyrði ég aftur hávaða í börnum Lennerts í eldhúsinu. ..Geturðu ekki þaggað niður í þessum krÖkkum for helvíti.“ hrópaði Gus. „Hvað á ég oft að segja þér að ég er með höfuð- verk.“ útvarpið Faftir liðir eiris og venjulega. 13.25 Við vinnuna: Tónleikar. 17.40 FrambUrða.rkenns’a í esperantó og spænsku. 18.00 Þá riðu hettjur um hérUð: Guðmundur M. Þorláksson talar öðru sinni um Gretti Ásmundarson. 18.30 Þingfréttir. — Tónieikar. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Ein- arsson ca.nd. mag.). 20.05 Efst á baugi. 20.35 Frægir söngvarar; V: Fjo- dor Sjaljapin svngur. 21.00 Uppiestur: Helgi Trvggva- son kennari les kvæði eftir Bólu-Hjá’mar. 21.10 Tónleikar: Strengjiakvartett í D-dúr od. 20 nr. 4 eftir Haydn (Erber-kvartettinn leikur). 2i.3t)'t:*u-jH*t>ssh.ú4r)'iy*“ fliiiuojcrilBrt: Gyðian og uxinn. 22.10 HugleiðingHT ínfi béraðs- í: Ijóðaföfn (Björn Daníelsson fkóíástjóri). 22.30 Á siðkvöldi: Détt-klassísitl! tónlist: á) Frántisek Raucfi Veikur á pianó þætti úr Skáldlegum stemnin'rum op. 85 eftir Dvorák og Pólonesu nr. 2 í E-dúr 'eftir Liszt. b) Einsöngvarar. kór og hljóm- sveit San Orlo ónerulnnar i Napoli flvtja atriði úr ó- perunni I.inda di Cham- ounix eftir Donizettí; TuUio Serafin stjórnar. c) Sinfón- íuhljómsveit be’giska út- varpsins ieikur ba.Uettsvít- una, Sylviu eftir Delibes; Franz André stjórnar. 23.15 Dágskrárlok. Toro hafði ekið til New York með Pepe og Fernando. Hann vildi ekkert með okkur hafa. Fernando fór með hann upp í íbúðina á Waldorf og við sáum hann ekki fyrr en hann var viktaður síðdegis. „Hvernig gengur það?“ sagði ég. Toro leit í aðra átt. Hann vildi ekki tala við neinn okkar. „Gleymdu þessu nú ekki: Góð- an hádegisverð um þrjúleytið," sagði Doxi, „en ekkert feitmeti, enga sósu og enga sæta ábætis- rétti.“ En Toro vildi ekki viðurkenna Doxa heldur. Fernando klapp- aði kumpánlesn á bakið á Toro þesar hann sté niður af vog- -Við hans,“ sagði Fernanáo sanníær- aridi. , Gus steig udd á vogina. Um .mittið ,*Wir ðban,Q meðie gamalt hándklæðé-i- sein á vari þrykkt með máðum stöfum Hotel Manx. ,,Já, Gus, eftir þessa keppni ættirðu áð hafa efni á að kaupa þér handklæði sjálfur,“ sagði Vince, þegar Gus steig aftur nið- ur. Næstum allir viðstaddir hlógu. e.n Gus var ekki í skapi {il að spauga, sízt í dag. „Ég læt að minnsta kosti við það sitja að hnupla handklæð- um,“ sagði hann. Það var ekki beinlinis athugasemdin sjálf, heldur hvernig hún var sögð, sem hafði áhrif á allt andrúms- loftið. . Toro stóð og beið þess að Gus stigi riiður af voginni. Þéssi stund er mjög mikilvæg i öllum boxkeppnum. Blaðamennirnir hafa nárnar gætur á andlitum keppinaútanna■- til að athuga hvort annarhvor láti i Ijós kvíða, og þeir skima eftir yfirlæti eða einhv.erri tilbúinni geðshrær- ingu í taugastríði hnefaleikar- anna tveggja, eða þeir gera sér vonir um að koma auga á fjand- skap. sem er alltaf góður frétta- matur, eða bros og góðar óskir sem ganga alltaf í tilfinninga- sjúka áhorfendur. En milli Toros. og Gus gerðist alls ekki neitt. Gus steig bara niður af voginni og gekk leiðar sinnar, kærulaus eins og maður á leið í daglega vinnu sína. Það var engin ókurteisi af honum að skipta sér ekki af Toro. En þegar Gus fór, stóð Toro kyrr og horfði á eftir honum. Blaða- mennirnir sem vissu að sjálf- sögðu ekki hvað dunið hafði yf- ir Toro síðustu fjörutíu og átta tímana, hafa trúlega lesið hat- ur úr augnaráði Torös, en sem einstaklingur skipti Gus engu máli fyrir Toro. Gus var aðeins nærtækasta markið fyrir hann að skeyta skapi sínu .á, reiði Tor- os gagnvart framandi heimi sem hafði gabbað hann og haft hann að leiksoppi. Klukkqtíma áður en köþpn- in skyldi byrja, var^, áucSfúridið hve eftirvæntingin fór‘' vaxandi í anddyrinu að Madison Garden. Síðustu áhorfendur í miðaleit, miðaokrarar með haukfrán augu, fólk sem var að veðja á síðustu stundu. átta gegn fimm á Toro. fimm gegn tíu á Lennert. Um níuleytið kom Toro frá Waldorf ásamt Pepe og Fern- ando. Dannj vildi helzt fleygja þeim út, hann varð alltaf tauga- óstyrkur þegar óviðkomandi menn voru í búningsherberginu, en Toro krafðist þess að þeir fengju að vera. „Þeir eru vinir mínir,“ sagði hann. „Ef þeir fara, þá fer ég líka.“ Danni hafði aldrei tekið mik- ið mark á því sem Toro sagði. en í þetta sinn talaði Toro þann- ig að andmæli komu ekki til greina. Nú var Toro í stríðs- ham. Áður hafði Toro verið vanur að bíða þolinmóður og ljúfur eins og verðlaunakýr eftir því að komasþ inn í hringinn. En í þetta skipti spurði hann hvað eftir annað, hvort tíminn væri ekki að vprða kominn. Og þeg- ar Doxi .aagði honum Voks að hita sig udp með dálitlu skugga- boxi, hjó Toro eftir hinum ímyndaða andstæðingi með ofsa sem enginn okkar hafði séð hjá honum fyrr. Lennert fór fyrst inn í hring- inn. Meðan hann stóð í harpix- kassanum og bar á skósólana, svaraði hann hyllingu áhangenda sinna með stirðlegu. gleðisnauðu brosi. í sterku ljósinu var and- lit hans nábleikt. Hvítur silkisloppur Toros með argentínska fánanum á bakinu fékk ge.vsilegt klapp. Hann klof- ahí ekki y'fir efsta kaðalinn eins og ég'' hafði kennt honum við •: fyrri keppnir. og þessi gleymska gerði mér óróít. Það .voruosmávægileg en þó ótvíræð andnrtæli gegn þessum skrípaleik sem við höfðum sett á svið fyr- ir hann. Mér var ekki alveg ljóst Seinasta kvikmynd Laterna Film í Danmörku „Hvíti hesturinn" og eru aðalhlutvcrkin lcikin af 13 ára dreng, Stig W. Ilansen og hvítum reiðhcsti sem varð að fá iánaðan í spánska reiðskólanum í Vínarborg þar sent enginn hæfur hcstur í hlutverkið fyrirfannst í Danmörku. 1 myndinni bera þeir nöfnin Óli og Sputnik. ■' 'æm Fallhlífastökk er ekki aðeins tíðkað í hernaðii, heldur cr það Vin- sæl íþrótt víða um lönd og stunduð jafnt af konum sem körlum. Iþróttin krcfst dirfsku og þróttar, cn þeir sem iðka hana segja að ekkcrt sé eins skcmmtilcgt og fallhlifastökk. Mcðfram landslag Linkiang-fljótinu í og töfrafagurt. Listamenn ... Suður-Kína hvað gæti gerzt, en ég lagði við hlustirnar með tortryggni eins og', leikritshöfundur, sem heyrir allt í einu að leikararnir mæla fram sfetningar, sem standa ekki í handritinu. Kynnirinn, þlarrý Ealeugh. *. „. •..«>, . .... kynnti hinn venjulega hóp áf ‘‘Undarar þarna akjósanlegar fyrirmyndir. Þessi ljosmynd cr tckin er víða ævintýralegt sækjast eftir að finna þar fjcirmyndir fyrir kés(kttrð*,ögiivatijslitamyndir. Einnig finna ljós- ínyndarar þarna ákjósanlegar fyrirmyndir. Þessi ljósmynd er tekin frægu fólkl sem þama var til ý'* 11 r KvanKyen-helJunum pg sjá|t Kvelin-fjöIl út urn hellismunnaim Föstúdagur 24.' nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — Jj'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.