Þjóðviljinn - 28.11.1961, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.11.1961, Blaðsíða 2
'iliiltl 1 <la? er þriðjudajíurinn 28. nóvember. Gunlher. Tungl í há- suðri ki. 5,05. Ardegisháflæði kl. 0.12. Síðdegisháflæði kl. 21.39. Næturvartda vikuna 26. nóv til 2,- des. er í Vesturbæjara.póteki, simi 22290. flugið Fluerfélag Islands, h.f.: MillUandaflug: Hrímfaxi er vænt- anlegur til Reykjavíkur kl. 16.10 í diag frá Kaupmannahöfn og Glasgow. Skýfaxi fer til Glasgow og Kaupma.nnahafnar kl. 8.30 í fypramálið. Innan.landsfiug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Sauðárkróks og Vest- mann!3,cyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavík- ur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f. 1 dag er Snorri Sturluson vænt- anlegur frá N.Y. kl. 8.00. Fer til Oslo, Gautaborgar, Kaupma.nna- hafnar og Hamborgar kl. 9.30. sklpin r Slcipadeild S.Í.S. Hvassafell er í Reykjavík. Arn- arfe’l fór í gær frá Grimsby til Hamborgar, Esbjerg og Gauta- borgar. Jökuilfell er í Rendsburg. Dísarfell er á Hornafirði. Litlafell iosar á Austfjarðahöfnum. Helga- fell er í Leningrad, fer þaðan tií Stcttin. H’mrafell fór 19. þ.m. frá Aruba áieiðis til Hafnarfjarðar. Jöklar h-f. Langjöku’l er á leið til Reykja- 'VÍkur. Vatnajökull fer í dag frá Amsterdam áleiðis til Reykjav k- Ilafskip Laxá les.tar . ,á„j .Noi'ðurlandshöfn-. um. v Ríkisskip' Hekla er í Reykjavík. Esja fer frá Reykjavík í kvö’d austur um iand til Akureyrar. Herjólfur er í Reykiavík. Þyrill er væntanleg- ur til Reykja.víkur síðdegis í dag frá Norðuriandshöfnum. Skjald- breið er á Húna.flóahöfnum. Herðubreið fer frá Vestmannaeyj- um kl. 21,00 í kvöld til Reykja- vikur. Eimskip Brúarfoss fór frá Ðublin 18. þ.m. tii New York. Dettifoss kom til Reykjav'kur 25. þ.m. frá New York. Fje.llfoss fór frá Akureyri 5 gær til Raufarhafnar, Sigiu- fjarðar. Hja’teyrar og Seyðis- fia.röar og þaðan til Danmerkur. Goðiafoss fór frá Dalvík í gær tii Siglufi^rðar, Hólmavíkur, ísa- fjarðar, Súgandafjarðar, Flateyr- ar, Stykkishólms og Faxaflóa- hafna. Gullfoss fór frá Hafnar- firði 24. þ.m. tii Cuxha.ven, Ham- borgar og Kaunmannahafnar. Lagarfoss fór frá Ábo 23. þ.m. til Ykspihla'ia.. Mantvluoto, Ventspils ,og Gdvnia. Reykjafoss fer frá Síglufirði á morgun til Seýðis- fiarðar og Eskifiarðar og baðan til Kia.unmannahafnar, Lvsekil og GaiVaborgar. Selfoss fór frá Hamborg 24. þ.m.; væntanlegur, til Reykjr.v'kur á vtri höfnina um kl. 8 árdegis. Tröllafoss kom til Revkjavíkur 24. þ.m. frá Háfnar- firði. Tungufoss fer frá Hull í aag til Antwerpen, Rotterda.m og Reykjavíkur. Vetrarhiúlpin Skrifstofan er í Thorva’dsen- stræti 6, í húsakvnnum Rauða krossins. Opið kl. 10—12 og 1—5. Sími 10785. Styrkið og styðjið Vetrarh jálpina. DAOSKRÁ efri deildar Aibingis þriðjudaginn 28. nóv. 1961 kl. 1.30 miðdegis: Innflutningur á hvalveiðiskipum. 2. umr. Neðri deild kl. 1.30 m.d.: Skráning skipa og aukatekiur ríkissjóðs. frh. 2. umr. (Atkvgr.) Panísarsamb. um varnd eignarétt- inda á sviði iðnaðar, 1. umr. Ráðstafanir vegna ákvörðunar um nvtt „gengi. 1. umr. Bráðabireðabrevting og framleng- ing nokkurra laga, 2. umr. afmœli Þorleifur Guðmundsson, skrifstofustjóri Áburðarverksmiðj- unnar, Grenimel 4, er fimmtugur í dag. IUWMI ,Vestræn samvinna’ á dagskrá hátíðahalda studenta 1. des. „Læstar dyr“ Leikflokkurinn Gríma hefur nú sýnt „Læstar dyr“ eftir Sartre nokkrum sinnum og fengið góða ðóma leikgagnrýnenda. I dómi Ásgeirs Hjartarsonar í Þjóðviljanum sagði m.a. um ieik- inn: „„Læstar dyr“ bera glöggt vitni um dramatíska snilii höf- undarins, nærri óbrigðula rökfimi og mannþekkingu og list- ræna bragðvísi“. Og um leikendur: ....... svo ríkur cr áhugi þeirra, skilningur og einlægni að þau koma boðskap skáldsins til skila. ...“ — „Frumraun Grímu cr lokið með fullum heiðri. ...“ — Leikurinn verður sýndur í næstsíðasta sinn í kvöld kl. 8.30 í Tjarnarbíó, aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 4 í dag. Þorsteinn Ö. Stephcnsen mun flytja formála með aðstoö leik- enda en þeir’eru Haraldur Björnsson, Helga Löve, Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason og sjást þau Erlingur, Helga og Kristbjörg á myndinni hér að ofan. Fyrsta sýningln í barnaskálanum . j Um þessar mundir sýnir Guðmundur Þorsteinsson ' rnyndir sínar í Mokkakaffi. Aðallega eru það vat.nsiiia- ■ myndir sem Guðmundur sýn- ir þarna. þ.á.m. sex frum- myndir að jólakortum sem prentuð verða og gefin út nú um mánaðamótin, en Guð- mundur gaf einnig út jóla- kort í fyrra sem áttu miklum vinsældum að fagna. Myndirnar í Mokkakaffi eru flestar málaðar á þessu SJOTUGUR er í dag Sveinbiörn Friðfíhns- son, forstjóri. frá Borgum í Vopnafirði. Hann býr nú að Langholtsvegi 108 hér í bæ. ári, gömul mótív héðan úr bænum og frá Stokkseyri. Guðmundur Þorsteinsson er Reykvíkingur. fæddur og upp- alinn í Vesturbænum. Hann er húsamálari að atvinnu en lærði tejkningu hjá Birni Björnssyni, fyrst í Iðnskólan- um og síðar í einkatímum. Áðspurður um fyrstu sýningu sína kvaðst Guðmundur eig- inlega fyrst hafa sýnt í barna- skólanum, þegar hann var i 3. bekk. Hann teiknaði þá fuglamyndir sem látnar voru hanga í skólastofunni vetur- inn út. — Annars hélt ég fyrstu sýninguna í Málaranum 1942 og allt seldist upp, segir Guð- mundur. — Það hefur alltaf selzt upp hjá mér þegar ég hef haft sölusýningar og mér hefur aldrei haldizt neitt á myndunum mínum. Þessar myndir í þjóðlegum stíl eru líka mjög vinsælar meðal út- lendinga, sendiráðin hér hafa keypt mikið af mér og þær eru komnar út um allan heim. Þess má geta, að Guðmund- ur hefur tvisvar sýnt í Winni- peg. íslendingar þar hafa yf- irleitt engin salarkynni en að- alsamkomustaðirnir eru kjall- arar kirknanna og þar hengdi Guðmundur myndirnar sínar upp. Eins og skýrt var frá í síð- asta blaði, verður Bjarni Benediktsson forsætisráðherra aðalræðumaður við hátíða- höld háskólastiidenta 1. des- ember n.k. og‘ tálár um „vest- ræna samvinnu“, sem íhalds- stúdentar í háskólanum sam- þykktu fyrir nokkru að gera að baráttumáli fuilveldisdags- ins. Einnig mun Stúdentablað- sem kemur út á föstudaginn, að veru’eg-u Ieyti fjalla um þetta efni. Samkoman í liátíðasal há- skólans hefst kl. 2 síðdegis, og verðuy útvarpað frá henni. Ilörður Einarsson stud. jur.. formaður hátíðanefndar stúd- enta, setur samkomuna með, stuttn ávarpi, en að því loknu flytur forsætisráðherra ræðu sína. Þá flytur Hákon Guð- mundsson liæstaréttarritari evir-di um kjör og stöðu hins háskólamenntaðá manns. og fcrmaður SHÍ, Hörður Sigúr- gestsson stud. oecon., flytur ávarp. Á milíi atriða leikur svo strengjaíríó, sem íi»eru Jón Sen;. Ei^n$'VilfússoS j|| Jórann Vi.ðiif. $ '•' Fyrr um daginn, eða 10,30. verður guðsþjónusta í kapellu háskó’.ans. sem einnig verður útvarpað. Þar prédikar Bolli Gústavsson stud. theol.. en síra Garðar Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Stúdenta- kórinn -syngur við guðsþjón- ustuna, en stjórnandi hans er Þorkell Sigurbjörnsson. Um kvöldið halda stúdentar svo fuliveldisfagnað sinn, sem að þessu sinni verður að Hótel Borg. Hefst fagraður- inn með borðhaldi kl. 19. Fer þar fram fjölbreytt dagskrá, en veizlustjóri verður Jón E. Ragnarsson stud. jur. For- maður SHÍ setur fagnaðinn, og ræðu kvöldsins flytur dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur. Þá verður sýndur skemmtiþáttur, og að lokum leikur hljómsveit Björns R. Einarssonah fyrir dansi til kl. 2 um nóttina. Auk vatnslitamy-ndanna verða einnig til sýnis og sölu í Mokkakaffi eftirprentanir af jólakortum Suðmundar frá í fyrra í fullri stærð. Sýning- in verður opin til 8. des- ember. ÆFR-félagar ', Greiðið félagsgjöldin skilvís- lega í skrifstofunni Tjarnar- götu 20. FÉLAGAR! N.k. fimmtudagskvöld efna Fylkingadeildirnar í Reykjav. og Kópavosi til fullveldisfagn- aðar í Silfurtunglinu. Fagnaðurinn hefst kl. 9 og eru félagar hvattir til að mæta stundvíslega og taka með sér gesti. ÆFR — ÆFK latjiii Ann Greenwood krafðist þess að vera látin laus úr haldi, því ekki væri hægt að halda henni lengur á eng- um forsendum. Þessu var ekki hægt að mótmæla og að- stoöarmaður Ross varð meira að segja að aka henni til borgarinnar. Á meðan ræddi Ross við sjóhersráðuneytið hvernig hann gæti komizt í námunda við „Braunfisch“, án þess að vekja eftirtekt. „Mér virðist kafbátur hentug- asta farartækið", sagði maðurinn sem Ross ræddi við. 2) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 28. nóvember l&ðl • ' ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.