Þjóðviljinn - 28.11.1961, Blaðsíða 10
VANDAMÁL SÍLDARÚTVEGSINS
MeirkaSir og nýting afla
Síldveiðarnar hér við Faxa-
flóa hafa nú staðið um nokk-
urt skeið og sagt er að heild-
arveiðin sé hátt á annað
hundrað þúsund tunnur þegar
þetta er skriiað. Þá er líka
sagt að næstum sé búið að
salta þær 64 þúsund tunnúr
sem seldar haía verið með
fyririramsamningum til Sov-
étríkjanna, Póllands og Aust-
ur-Þýzkalands. Hinsvegar
mun mikið vanta á, að kom-
ið sé í þær 20 þúsund tunn-
ur af súrsíld sem seldar hafa
verið til Vestur-Þýzkalands,
enda mun . þurfa í það magn
aí' flökum ekki _minna en
50—60 þúsund tunnur af upp-
mældri síid, en tiltölulega fá-
ar söltunarstöðvar geta tek-
ið þátt í þeirri verkun, sökum
vöntunar á síldarflökunarvél-
um og svo annarar nauð-
synlegrar aðstöðu sem þarf
við þá-verkun.
Þann 17. þ.m. á stærsta
veiði- og söltunardegi þess-
arar haustvertíðar fékk ég
gott tækifæri til þess að at-
huga gæði síldarinnar sem á
land barst. Það má segja að
þessi síld hafi verið ærið
misjöfn að gæðum og stærð,
end.a var ekki nema nokkur
hluti hennar hæíur sem hrá-
efni í saltsíid, stærðin var
allt frá smásíld og upp í full-
væna síld, og margir stærðar-
flokkar þar á milli. Þá var
fitumagn síldarinnar ærið
misjafnt, og talsvert mikið
um magra síld innanum. Það
má segja að þessi síld hafi
hentað-betuc yfirleitt. til súr-
síldarverkunar og máski fleiri
sér.verkunar, heldur en sölt-
unar, vegna þess hve mikið
magn var ekki söltunarhæft.
Þegar maður sér svona
milrið af smásíld og hálf-
vaxinni síld innanum það
magn sem á land berst, þá
hlýtu.r sú spurning óhjá-
kvæmilega að leita á hvort
hér sé ekki um rányrkju að
ræða. En þeirri spurningu
geta líklega fáir svarað, og
« ekki á valdi annarra en fiski-
fræðinga sem þá yrðu sér-
Staklega að rannsaka þetta
spurningunni. En þegar mað-
áður en þeir gætu svarað
ur sér svona misjafna síld að
gæðum og stærð koma upp
úr snurpuskipunum, þá sakn-
ar máður hinnar jöfnu og
góðu reknetasíldar, sem veidd
var hér í Faxailóa a’.lt frarn
á síðastliðið ár, en sem eng-
inn nú sinnir, eftir að sú
veiði varð lítil í fyrrahaust.
• Nýtingu síldarinn-
ar er ábciavant
Það er talað um mikla erf-
iðleika í sambandi við sölu
á saltsí.td og svo var líka á
sumarsíldveiöu.num norðan
lands og austan nú í ár eins
og menn muna, þegar stöðva
varð söltun í ágústbyrjun.
Það er ekki nokkur vafi á
því, að síldarsala til Austur-
Evrópulanda sem verið hafa
aðalkaupendur faxasíldarinn-
ar hlýtur að reynast mjög
erfið svo lengi sem n'kis-
stjórnin rekur þá verzlunar-
stefnu að kau.pa sem aiira
minnst þaðan af vörum, en
beína innkaupum í þess stað
til landa, sem hlutfalislega
geta minna af okkur keypt og
nota heidur til þess lánsfé.
Það er alveg skakkt að tala
um erfiðleika í afurðasölu
sem eitthvert náttúrulögmál,
sem ekki verði umflúið. Sann-
leikurinn er sá, að afurðasal-
an er oftast greið eða erfið
allt eftir því hvaöa verzlun-
arstefna er rekin hverju
sinni. Ég er t.d., ekki í nokkr-
um vafa u.m, að ef rekin
hefði verið önnur og.. okkur
hentugri verzlunarstefna
gagnvart ' Austur-Evrópulönd-
um s.l. tvö ár, þá væri greið-
ari saltsíldarsala þangað nú.
En þegar við tö.ldum hér
ein.ungis um sölu á saltsíld,
en nefnum sjaldan aðrar
verkunaraðferðir í sambandi
við markaði og ‘ márkaðsleit,
þá sýnir fátt betur að við
höfum þegar dagað uppi við
nýtingu á síldinni. Sem síld-
arverkendur stöndum við
lítið framar en við stóðum
stuttu. eftir s.l. aldamót. Þrátt
fyrir margvíslegar sérverkun-
araðferðir annarra þjóða á s.l.
árum, sem hafa farið hrað-
vaxandi með hverju ári, þá
höfum við enga slíka verkun
getað tileinkað okkur, nema
súrsíldarverkunina sem hér
var tekin upp á s.l. ári, og
verður aukin í ár.
Þessi undarlega kyrrstaða
og úrræðaleysi í sambandi
við hagkvæma nýtingu á síld-
inni til manneldis er hreint
d.æmalaus, þegar vitað er
hvað aðrar þjóðir í kringum
okkur eru að hafast að í þess-
um efnum. Norðmenn hafa
t.d. nú á þessu ári komið með
á markað ekki minna en tvær
algjörlega nýjar verkunarað-
ferðir, aðra á saltsíld og
hina á kryddsíld. Að 'baki
báðum þessum verkunarað-
feröum eru margra ára til-
raunir, sem kostað hafa mikið
fé, sem greitt hefur verið af
ei.nstaklingum sem þarna hafa
hagsmuna að gæta.
• Hver á að hafa
íorgönguna?
Það er ekki hægt að búast
við að aðrar þjóðir komi til
okkar cg rétti okkur hinar
nýju verkunaraðferðir sínar
á silfurdiski. Þessar nýungar
haía í sumum tilfellum kost-
að þær milljónir reiknað í
hinni íslenzku krónu.
En íslenzkir síidarverkendur
eru svo vanir því að fá upp-
skriftirnar tilbúnar upp í
hendur, að þeir eiga líklega
bágt með að hugsa sér það
ööruvísi. Hér hafa aldrei ver-
ið gerðar neinar tilraunir með
nýjar verkunaraðferðir. á síld,
síðan Magnús Andrésson
stórkaupmaður hafði slíka
tilraunastöð í Hrísey fyrir
1930, áður en hann opnaði
Mið-Evrópumarkað fyrir létt-
verkaða •Norðurlandssíid. Aðr-
ir sildarverkendur fóru svo
þarna í slóð hans. Nú gerast
hinsvegar svo hraðfara breyt-
ingar, svo að segja árlega, á
hagnýtingu síldar til mann-
eldis, að ógjörlegt er fyrir
svo mikla síldveiðiþjóð sem
okkur íslendinga að vera þar
aðeins áhorfendur.
Formaður síldarsamlagsins
norska sagði í ræðu á síð-
asta aðalfundi þeirra samtaka,
að hinar mörgu sérverkunar-
aðferðir sem komið hefðu
fram á síðustu árum hefðu
opnað nýja möguleika í síld-
Síltl sett á land í Reykjavíkurhöfn.
veiðiiðnaði og síldarsölu,
enda skiluðu þær aðferðir
betri arði heldur en gamla
sölíunaraðferðin. Það er því
orðið tímabært að spyrja:
Hver á að hafa forgöngu í
þessu efni hér á Islandi, er
það einhver opinber aðiii, eða
treysta síldarverkendur sér til
að hafa þarna um forgöngu?
• Hvað má í síídar-
sölu og' hvað ekki?
Þegar síldarútvegsnefnd var
sett á laggirnar með lögum
frá Alþingi á sínum 'tíma,
voru síldarsölu.málin hér í
miklu.m ólestri. Segja má líka,
að þessi nefnd haíi gert mik-
ið gagn á. þessu sviði. á liðn-
u.m árum. En nú er svo kom-
ið. þrátt fyrir þetta, að gera
verður á þessú bragarbót, svo
síldarnýting til m.anneldis og
síldarsala með nýjum verk-
u.nafaðíerðum komist hér
ekki í algera sjálfheldu.
Það er ekki nema um
tvennt að ræða. önnur aðferð-
in er sú, að Síldárútvegsnefnd
eða einhver annar opinber
eða hálfopinber aðili táki að
sér nýtingu og tilraunir á síld
með nýjum verkunaraðferð-
um. og Síldarútvegsnefnd
annist þá alla síldausölu eins
og verið hefur. Hinn kostur-
inn er að síldarverkend.um
séu gefnar frjáisar hendu.r til
að taka upp nýjar verkunar-
aðferðir og afia markaöa fyr-
ir slíkár síidarafurðir.
Væri síðari leiðin farin, þá
verður það að vera skýrt
markað í lögum, hvað má í
þessum eínum og hvað er
ekki leyfilegt. Eins og nú
standa sakir er þróunin í
nýtingu síldar til manneldis
svo or, að ekki er forsvaran-
legt íyrir mikla síldveióiþjóð
sém okkur Islendinga • að
standa álengdar sem áhorf-.
endur og hafast ekki að, á
meoan keppinautar okkar - á.
þessu sviði, vinna nótt með
degi að framgangi þessara
mála.
• Hráefmsverð
síldarimiar
• Nú haía verið gei'öir .samn-
ingar u.m hráefnisverð Suður-
landssíld.arinnar, kr. 1.70 íyrir
kílóið til frystingar og kr. 1.60
kg í salt, og er þá miöað v.ið
þá síld sem nýtt er í báðum
tilfellum. Samningsverð á síld
til súrsíldarverkunar er hins-
vegar krr 1.20 og er þá miðað
v.iö uppmælda síld úr bát.
Þegar tekið er. tiil.it til þess,
að í súrsíld er notpð sild með
fitumagni 6—-15"'o og úr hinni
uppmældu síld er nokkur úr-
gangur sckum smæðar í ílest-
úm tilfellum, þá gæti ég trú-
að að hagkvæmasta hráefn-
isverðið fyrir sjómenn og út-
vegsmenn fengist fyrir þá síld,
sem fer til súrsíldarverkunar.
Haitdknallieikur á sunnudag
Framhald af 9. síðu.
Fram, en Heins skorar síðasta
markið fýrir leikhlé, og 6:4
stóðu leikar í hálfleik. Reynir
kemur tölunni upp í 7:4 en
þeir Hilmár og Ágúst minnka
bilið 7:6, en ekki tekst að jafna
eða taka forusluna, það var
eins og Fram ætti í vandræð-
um með að brjótast í gegnum
vörn KR, og ef það tókst eða
opnaðist svo að skotfæri gat
talizt, skutu þeir of hátt, en
þar er Guðjón sérlega sterkur
í yörn sinni og varði oft mjög
glæsilega.
Þeir Sigurður og Reynir auka
töluna u.ppí 9:6, en þeir Hilm-
ar og Ingólfur jáfna svolítið
sakirnar: 9:8. Reynir skorar 10.
márk KR úr vítakasti, og rétt
fyrir Ieikslok er mikil sókn á
mark KR, og er markmaður
Fram kominn langt fram á
gölfið til þess að aðstoða fé-
laga sína en þá fær Guðjón
markmaður KR knöttinn í sín-
ar hendu.r, og er ekki lengi að
átta sig og sendir knöttinn yfir
höfuð „kolIega“ síns þar sem
hann stendur úti á gólfi, sem
ekkert fær .að gert nema veifa
hönd.unum til himins og horfa
á eftir knettinum í mannlaust
markið. Þannig endaði leikur-
inn 11:8, og að öllum líkind-
am hafa þar farið fram úrslit
í mótinu. Þó geta tákn og stór-
merki gerzt, en líkurnar eru
ekki miklar.
Leikurinn var frá upphafi
skemmtiíegur og fjörugur, bæðí'
úti á gólíinu og ekki síður á
áhorf endapöl lum.
Beztir í liði KR voru Guð-
jón, Reynir og Karl sem aldr-
ei þessu vant skoraðí ekki
mark, en hann batt liðið oft
vel saman, ög með hreyíanleik
sínum var hann víða nálægur.
Heins átti líka allgóðan leik.
Herbert nýliðinn lefar góðu. I
liði Fram vár Hilmár bezti
maðurinh eg Hilmár er sá' sem
aldrei bregzt í nekkrum leik.
Ágúst átti líka sæmilegan leik,
en í heild lékú Framarar und-
ir því sem þeir eiga bezt.
Dómari var Valur Benedikts-
son og slapp vel frá þessum
hraöa leik.
Víkingur átti ekki í
neinum vanda með
ÍR, vann 8:5
Yfirleitt munu fæstir hafa
■gert ráð fyrir svo miklum
mun á leik þeirra Víkings og
ÍR sem raun varð. I hálfleik
höfðu Víkingar 5:1.
iR-ingar léku oft laglega
saman og var leikur þeirra
hraður, en það er eins og þeir
hafi misst þann eiginieika að
cgna vörn mótherjanna, og
koma inn í hana, það kom
naumast ■ fyrir í leiknum.
Leikur Víkinganna var mun
virkari, þar sem þeim tókst
betur með leik sínum • fyrir
framan vörnina að opna og
nota tækifærin. Það eru liðhar*
11 mín af- fyrri hálfleik þegar
ÍR tekst að skora fyrsta mark-
ið..
Rétt eftir leikhlé er leikstað-
an 6:1, en rétt á eftir fá ÍR-
ingar tvö vítaköst og skorar
Gunnlaugui' úr báðum. Þegar
hér var komið fór ÍR heldur
að ganga betur, enda höfðij
þeir settu mann til höfuðs Pétri
Bjarna sem stjórnaði liði sinu
vel. . Víkingar v.oru ekki við
þessu búnir og fór svo að IR
skoraði. síðustu mörkin, og
sóknarieikur Víkings var eftir
þetta meira í molum.
Þó var það ekki svo að sig-
ur þeirra væri í neinni hættu
. í ekki lengri leik.
Það er eins og manni finnist
sem ÍR fái ekki það útúrt leik
sínum seni efni standa tfl, ef
litið er á liðið og þá ekki sízt
þá Gunnlau.g, Hermann. Mat,t-
hias sem alit eru úrvalsmenn,
og Þorgeir er .iíka mikil stytta
fyrir liðið. Yngri mennirnir eru
að vísu ekki af sama flokki, en
þeir eru búnir að leika svo
lengi saman að liðið ætti að
fara að ná betur saman.
I liði Víkingsl var það Pétur
sem átti er . tií vill mestan
heiðurinn af sigrinum. Rós-
mundur átti líka góðan leik,
annars er liðið jafnt og. undra.
samstillt, og notast • vel ' af
kunnáttu sinni.
Þeir sem skoruðu fyrir Vík-
ing voru: Pétur 3 Jóhann og
Rcsmundu.r 2 hvor, Sigurður
Hauksson 1
Fyrir IR skoruðu Matthías
og Gunnlauguý 2 hvor og
Gu.nnar 1.
Dómari var Valur Benedikts-
son og dæmdi vel.
3. fl. karla KR — .
Ármann 7:3
Það . leit- út fyrir að KR-ing-
unum ætlaði að bregðast boga-
listin við Ármann miðað við
kvöldið áður við Val. Ármann
byrjaði með þv/í að skora 3:9
en þessir ungu efniiegu KR-
, ingar tóku þá til sinna ráða' pg
stöðvuðu Ármann og tóku
sjálfir að skora, og gerðu 7
í röð og lauk leiknum með .7:3.
Verður gaman að fylgjast með
þessu KR-Iiði í framtíðinni.
-■■■■ i, Frimann. • >
Qgy _ ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudágur 28. nóvember 1961