Þjóðviljinn - 28.11.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1961, Blaðsíða 4
Hermann Jónasson frá Þíngeyr- um er einn hinna merkustu ís- lendinga, sem gæddir hafa verid dulrænum gáfum og bækur hans „Draumar" og „Dulrúnir", sem lengi hafa verið ófáanlegar, jafn- framt meðal hins allra merkasta, sem skrifað hefur verið af Is- Iendingum um dulræn mál. í bók þessari segir Hermann frá dulrænni reynslu sinni og draum- um, sem margir urðu landsfræg- ir á sinni tíð. Ýtarlegir kaflar fylgja bókinni um allar helztu kcnningar sem uppi eru um uppruna og eðli drauma, kenningar tilraunasál- fræðinnar, Freuds, Jung, guð- spckinnar og dr. Helga Pjeturs. Verð innb. kr. 215.00. 1 fvrsta sinn kemur nú út á íslenzku bók, sem gerir í stuttu máli grein fyrir því helzta í hin- um umfangsmiklu og margbrotnu fræðikenningum guðspekinnar um þróun Iífsins og gerð manns og heims. Ilér er yfirleitt ekki u.m vísindalega sannaðar kenn- ingar að ræða, heldur mcrkileg- ar tilgátur sannreyndar af mörg- um heimspekingum, dulvitring- úm cg trúarlciðtogum, sem veita svör, þar sem annars er cngin að fá, og sýna á sannfærandi hátt fram á tilgang og háleit stefnu- mið, þar sem menn eygja annars aðeins tilgangsleysi eða tilviljun. Verð innb. kr. 135.00. HLIElSE JÁLF. < HðneÉél fyrir byrjendur í Ijásmyndun komin út „Ljósmyndabókin” eítir Hjálmar R. Bárð- arson með 265 myndum Regnklæði. j VOPNI selur öll regnklæSi I á gamla verðinu fyrst um sinn. ! Gúmmífatagerðin VOPNI, ( Aðalstræti 16. Setberg hefur gefið út fyrstu íslenzku handbókina um ljós- myndun. Hjálmar R. Bárðarson hefur þýtt og staðfært bókina, en fjöldi mynda er efninu til skýringar. Ljósmyndabókin er fyrst og fremst rituð fyrir byrjendur og þá, sem lítið hafa fengizt við Ijósmyndun. Bókin fjallar um ljósmyndun almennt og hún krefst einskis útbúnaðar nema þess sem hver áhugaljósmynd- ari getur aflað sér. í bókinni er sýnt á einfaldan hátt, i texta og myndum, hvað átt er við með orðunum; brennivídd, Ijósstyrk- ieiki, ljósop, ljósmælir, hliðar- sjónskekkja, samband milli ljós- ops og lýsingartíma. Hér er ekki aðeins sagt frá því, hvernig taka skuii góðar og skýrar ijósmyndir, heldur og rætt um notkun leifturljósa, framköllun, kópieringu, stækkun og margt fleira. Fyrri hluti bókarinnar sýnir í myndum, hvernig ljósmýndavél- in er gerð og hverju hlutverki annar utbunaður gegnir, hvern- ig er framkallað, kópíerað og stækkað. Síðari hlutinn segir frá því, hvernig finna á verkefni til að Ijósmynda, hvemig finna má kosti þess og galla.' Þessi bók skýrir frá þeim einstöku atrið- um, sem hvert um sig þarf að leysa vel til að árangurinn verði góð mynd. Hér er sagt frá ljósi og skuggum, sólbliki á sjó, hlut á hreyfingu, ljósgeislum yfir and- liti. í bókinni eru 265 myndir. Stíideníafélag Reykjavíkur heldur fullveldisfagnað í LlDÓ 30. nóv. n.k. og hefst hann með borðhaldi kl. 19 síðdegis. DAGSKRÁ: Ræða: Torfi Hjartarson, tollstjóri. Gamanmál: Árni Tryggvason annast flutning og stjórnar þætti eftir Guðmund Sigurðsson. Páll Isólfsson stjórnar almennum söng. DANS. Aðgöngumiðasala verður í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar í dag, þriðjudag kl. 4—6. Borð tekin frá á sama stað. Tcmnlœkntngastofcm er opin aftur á MIKLUBRAUT 48. Sami sími. Sami viðtalstími. JÓN SIGTRYGGSSON. Jónas Árnason hefur ritað j minningar gamais siómanns } i Jónas Árnason hefur skrifað megt urh sió og sjómennsku j'n'g'ri hofúndá,' en flest er það um hans eisin rcynslu á fiski- skipum. Nú er. komin út frásögn sem hann héfur skráð eftir öldr- j uðurn sjómanni í Hafnarfirði, i Jóngeiri D. Eyrbekk. Bók þeirra Jónasar og ■ Jón- geirs heitir Tekið í blökkina og Setberg gefur hana út. Jóngeir er ekki alinn upp í sjávarplássi, heldur er hann Skagfirðingur, og segir fyrst í bókinni frá upp- vexti hans þar. Síðan kemur írásögnin af sjómennsku hans, bæði á vélbátum og togurum, en Jóngeir er einn af gömlu tog- arakörlunum. Hann skýrir frá kjörum sjómanna. tvísýnum sjó- ferðum og skipsfélögum. Koma Jónas Arnason þar ýmsir sérkennilegir menií við sögu. Þing B.S.R.B. Framhald af 12. síðu fulUrúar Starfsmannafélags Reykjavíkurbæjar lögðu. fram yf- irlýsingu um að þeir tækju .ekki þátt í afgreiöslu málsins, og jafnframt fylgdi hótun um að félag þeirra segði sig úr banda- laginu, en slíkar hótanir virðast vera orðnar fastur liður í mál- flutningi þeirra á bandalags- þingum, svo að þær eru nú farn- ar að verða máttlausari, enda fór svo, að þeir hurfu frá þess- ari afstöðu sinni og létu undan samstilltum vilja allra annarra fulltrúa um að afgreiða þetta mikilvæga mál einróma og á- greiningslau.st. Til þess að þeir mættu betur una, var bætt við sérákvæði um að starfsmanna- félög bæjarstofnanna gætu verið undanþegin þessum réttindum, ef þau kysu að vera án samnings- réttar. Þingið lýsti yfir stuðningi við meginstefni’. frumvarpsins um samningsrétt og verður það kynnt í c’lum bandalagsfélög- unum og þeim gefinn kostur á að skila ábendingum og athuga- semdum . til sambandsstjórnar- innar fyrir 10. janúar n.k. en isíðann fól þingið stjórninni að koma tillögunum á framfæri við ríkisstjórnina og Alþingi. Jafn- framt var kosin nefnd til að endurskoða lög BSRB með til- liti til þeirra riýju viðhorfa, sem skapast mundu við samnings- rétt samtakanna. • Orðsending frá Kvenfélagi sósíalista Við viljum minna félags- konur °g aðra velunnara fé- lagsins á að bazarinn verður laugardaginn 2. des. kl. 3 e.h. Gjörið svo vel og komið því sem þið ætlið að gefa á baz- arinn til nefndarinnar eða j eftir kl. 8 á föstudagskvöld í Tjarnargötu 20 (bakdyrameg- in). — Bazarnefndin. ® Kvikmyndir um akstur og umferð Nokkrar stuttar umferðar- kvikmyndir verða sýndar í dag kl. 5 í Tjarnarkaffi. Það er Félag íslenzkra bifreiða- eigenda sem stendur fyrir myndasýningunni og 'mynd- irnar eru danskar, sænskar og bandarískar. Myndir þessar eru mjög athyglisverðar og tímabærar bæði fyrir öku- menn og aðra vegfarendur, m.a. eru leiðbeiningar um hvernig bezt sé að aka í hálku og einnig er sérstök mynd um gangandi vegfar- endur. Öilum er heimill að- gangur að kvikmyndasýning- unni. Sjómenniniir Framhald af 12. síðu sjómennsku að ævistarfi sínu og eru þaulkunnugir málefnum og kjörum sjómanna.. Listi stjórnarinnar í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur er eins skipaður og í -fyrra að því und- anskildu að Óli Bardal, eigandí seglasaumastofunnar Ægis, kem- ur í staðinn fyrir Kristján Guð- mundsson háseta á Gullfossi. Stjórnarlistinn virðist birta stefnuskrá sína í Alþýðublaðinu í fyrradag. Fjallar hún öll urra Stalín og Krústjoff, og er þa5 ærin vísbending um áhuga þeirra manna á kjörum og réttindum íslenzkra siómanna. Hefði sjó- mönnum þó þ«5tt nærtækam að sjómannafélagsstjórnin hefði gert einhverja grein fyrir þeim stór- málum sem hún hefur vanrækt, svo sem togarasamningunum, kjarassmningum bátasjómanna sem sigla með ísfisk, lífeyris- sjóði fiskimanna o.s.frv. Og varla er þess að vænta að þeir menn sjáist oft í vesturhöfninni eða hafi mikið eftirlif með togurun- um sem að eigin sögn eru stadd- ir austur á Volgubökkum og ætla að vera þar. Féll niður í bát S.l. sunnudagsmorgun vildi það sl.ys á Faxagarði, að bif- reið bakkaði á mann með þeim afleiðingum að hann féll út af garðinum og niður í Guðmund Þórðarson, er þar lá. Var þetta allhátt fall og hlaut maðurinn nokkur meiðsli. Var hann fluttur í slysavarðstofuna. 30 KRÓNUR MIOINN ) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. nóvember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.