Þjóðviljinn - 28.11.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.11.1961, Blaðsíða 6
 IðÐVILJINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýSu - Sósfalistaflokkurinn. - Ritstlðrar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sígurður Guðmundsson. — Fréttaritstlórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjórl: Guðgeír Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 18. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00, Prentsmiðja Þjóðvlljans h.f. Hjartfólgnar illspár TPalin er í illspá hverri ósk um hrakför sýnu verri“, segir Stephan G. Stephansson, og sú ályktun hefur sannazt á Morgunblaðinu undanfarna daga og vikur. Blaðið 'hefur skrif'að ókjörin öll um vandamál Finna (og reynt að halda því fram að það væri að sama skapi gagntekið af finnskri ættjarðarást sem hin íslenzka væri þrotin); það hefur sagt berum orðum að Sovétríkin krefðust herstöðva í Finnlandi, að þau ætl- uðu að innlima Finnland í Varsjárbandalagið og jafn- vel gera Finnland að ..kommúnistísku leppríki“. Hafa ritstjórarnir skrifað sig upp í stjórnlausan æsing dag eftir diag, og í.óðagotinu hefur sú staðreynd birzt æ skýrar, að illspárnar voru einnig ástríðufullar óskir og vonir Morgunblaðsmanna. Þeir gátu ekki dulið þá eft- irvæntingu sína að Sovétríkin sýndu Finnum óbilgirni, svo að 'hægt yrði að nota það til árása á íslenzka sós- íalista! Og þeir voru að lokum orðnir svo helteknir af óskhyggju sinni og sannfærðir um að hún myndi ræt- ast að þeir öskruðu með stærsta fyrirs'agnaletri sínu yf- ir þvera forsíðu á laugardaginn var að það væri „níð- ingsbragð kommúnistia á örlagastundu Finna“ að Þjóð- viljinn skyldi segja frá þeirri staðreynd að Vestur- þjóðverjar hafa leitað fyrir sér um heræfingastöðvar hér á landi. Þiannig átti það að vera Þjóðviljinn sem kallaði yfir Finna þær herstöðvar, sem Morgunblaðið var áfjáðast í og taldi alveg vísar; Þjóðviljinn skipaði fyrir og Krústjoff hlýddi! Öllu lengra varð naumast komizt, og það var ömurlegt iað sjá hvernig Morgun- blaðið breyttist í lúbarinn rakka með rófuna milli afturfótanna, þegar í ljós kom sama daginn og tryll- ingsfyrirsögnin birtist, að viðræður Finna og Sovét- ríkjanna höfðu borið hinn bezta árangur. Samia dag- inn og góðviljað fólk um öll Norðurlönd fagnaði, var Morgunblaðið hnípið; það Var eins og lífsblóm þess hefði verið rifið upp með rótum þegar hinar hjart- fólgnu illspár rættust ekki. (Hins vegar láðist blaðinu að sjálfsögðu að halda því fmm að það hefði verið Þjóðviljanum og íslenzkum kommúnistum að þakka hversu góð málalok urðu í viðræðum Kekkónens og Krústjoffs; meinfýsin fylgir ekki slóðum rökvís- innar.) Tlliðstæð viðbrögð hafa um langt skeið einkennt öll skrif Morgunblaðsins um utanríkismál; það hefur fagnað öllum ótíðindum sem það hefur ímyndað sér að hægt væri að nota til æsinga hér á landi og árása á Sósíalistaflokkinn, Þjóðviljann og verklýðshreyfing- una. ‘Morgunblaðið lýsti meira að segja gleði sinni yf- ir kjarnorkusprengingum Rússa vegna þess að þær hefðu haft þær „góðu“ afleiðingiar að gera forustu- menn Framsóknarflokksins hernámssinna á nýjan leik. Þannig er hver erlendur atburður aðeins metinn eftir því hvort hægt sé að nota hann sem tilefni æsinga hér heima, til þess að beina athygli fólksins frá smánar- legum lífskjorum og lífshættulegri utanríkisstefnu. Allar fréttir um frið og sagttir og menningarlega fram- komu í alþjóðasamskiptum valda Morgunblaðsmönnum sárri vanlíðan; framkoma þeirra er eins og viðbrögð eiturlyfjaneytandans sem er miður sín ief hann fær ekki ákveðinn skammt dag hvern. Tjjóðviljinn hefur margsinnis bent á það að Morgun- * blaðið sé einsdæmi; Sjálfstæðisflokksmönnum sem kunnugir eru t.d. íhaldsblöðum á Norðurlöndum hlýtur að renna til rifja hversu mismunuirinn í málflutningi er alger. Og þrátt fyrir allt skal því ekki trúað að viti bornir menn í þeim flokki láti sér lynda það öllu lengur að málgagn þeirra sé dag hvern einskonar sjúk- dómsannáll sem sýni vaxandi andlegar meinsemdir ■'ritstjóranna.—• m. t *>& • * - - 3 Jafnskjótt og forusta Al- þýðuflokksins brást Ól- , k ^ íhaldið að láta til skar- ar skríða gegn honum og hinum rússneska fóstursyni hans. í þess- um kafla greinar sinnar skýrir Arnór Hannibals- son frá árásarundirbún- ingnum. Skipt er um lögreglu- stjóra í Reykjavík og manni sem hlotið hafði sjólíðsforingjamenntun hjá Dönum falið alræð- isvald í bænum. Hann býður út hinum trygg- ustu íhaldsmönnum og vopnar þá gegn sam- borgurum sínum. Við- búnaður er ha'fður til að f f Árásarsveitin kemur að húsi Ólafs Friðrikssonar, Suðurgötu 14, uppúr hádegi 23. nóvember 1921. Fyrstir fara 80 hvítliðar vopnaðir taka a moti særðum byssum og bareflum. Tæknin við töku augnabliksmynda var frekar frumstæð í þá daga hjá því sem nú er orðið, svo þröng komu- mönnum ocr dauðum Úr manna til hægri á myndinni sést óglöggt. Ráðizt var inní húsið um norðurdyrnar. Til vinstri eru dyr út úr svonefndri sólstofu en tröppurnar frá þeim eru farnar. Þar var komið út með rússneska drenginn Nathan Friedman 18. nóvember, þegar hann var hrif- væntanlegum bardaga í inn úr greipum lögreglunnar á síðustu stundu. 1 baksýn eru gömlu húsin á Landakotstúni, Garðastræti var ekki til þegar þetta gerðist. Góðtemplarahúsinu. AÐFÖRIN AÐ ÓLAFI FRIÐRIKSSYNI Í NÓVEMBER 1921 - 40 ÁRA AFMÆLI íhald Reykjavíkur vopnast gegn samborgurum sínum Það var ljóst, að íhaldið hik- aði við að láta til skarar skríða. Það var ekki öruggt um sigur, þótt það efldi vopnaða sveit igegn Ólafi. Gerðir þess ultu því á því, hversu öflugs stuðnings > Ólafur naut. íhaldið hlaut að hafa gert sér grein fyrir því, að ' „svangir menn spyrja ekki að lögum“ (orð „Gamals sjómanns" í Alþýðublaðinu 20. okt. 1921). Það valt því á afstöðu Alþýðu- flokksins, hvort íhaldið lét und- an síga bardagalaust, eða hvort það reyndi að yfirbuga Ólaf með valdi. Alþýðuflokksstjórnin valdi sér hið aumkunarverða hlutskiptið, gerði sjónarmið and- stæðingsins að sínu og sveik Ólaf, seldi hann í hendur óvin- unum. Og afsakanirnar voru í anda hugleysingjans: Með því að svíkja verða vandræði „í miklu smærri stýl“, með því að svíkja verða endalokin góð fyrir alla, þ. e. með því að svíkja gat íhaldið rekið rúss- neska drenginn úr landi og fangelsað Ólaf, enda bjuggu Al- þýðuflokksbroddarnir sig undir að sætta sig við það, með því að víkja honum frá Alþýðu- iblaðinu. Aðra meiningu getur sú setning ekki haft, að endalokin verði þannig bezt fyrir alla. Aumingjaskapur Alþýðuflokks- broddanna kom hvað berast í ljós, þegar þeir svo reyna að hylma yfir hugleysi sitt og svík við Ólaf með því að þykj- ast vera á móti því, að „níðst verði á nokkrum mönnum vegna iþessa máls“. (!!) Þeir gátu þó tæplega ætlað, að hægt yrðl að leysa málið friðsamlega, nema með því að standa fast að baki Ólafs með kröfu um að hernaðarundirbún- ingi yrði hætt, og semja þá kannski á þeim grundvelli, sem heiðarlegur andstæðingur. Þeir ihlutu að hafa vitað um hemað- arundirbúning íhaldsins ■— vopnúð sveit hvítliða var æfð og undirbúin af kappi — allt gert til þess að hafa nægan við- búnað til þess að ráðast gegn andstæðingunum við fyrsta veikleikamerki, sem sæist í þeirra röðum, — og brjóta þá niður með vopnum og ofbeldi. Morgunblaðið hlakkaði og yf- ir þessarri yfirlýsingu, og þann 24. nóv. hafði það „ekki annað en gott eitt að. segja um þessar gerðir (Alþýðu-)f lokksstj órnar- innar“. Svik Alþýðuflokksforystunnar við Ólaf voru gullið tækifaéri, sem íhaldið hafði beðið eftir (en líklega ekki búizt við) og greip tveim höndum. Þegar dag- inn fyrir sambandsstjórnarfund- inn hafði „fhv. Premierlojten- ant i den danske Marine“ Jó- hann P. Jónsson, þáverandi skipstjóri á „Þór“, verið skip- aður „lögreglustjóri, í Reykja- vík“, en hinum raunveruléga lögreglustjóra, Jóni Hérmanns- syni, vikið frá, og átti hann „að annast tollinnheimtumál embættisins" til áramóta (Vísir, 24. nóv.). Var sú skipun all und- arleg, því að samkvæmt stjórn- arskrá konungsríkisins íslands hafði konungur einn vald til að skipa menn í embætti og vikja mönnum úr þeim. Þessi fyrrverandi sjóliðsfor- ingi í danska hernum gerðist nú hæstráðandi í Reykjavík í tvo daga. Þá uppgötvaðist allt í einu, að lögreglustjóri gat lög- um samkvæmt aðeins verið einn íi Reykjavík, og eftir það kall- aði Jóhann P. Jónsson sið að- eins „aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík“. Verkefni hans var fyrst í stað að vopna og æfa í rnanndrápum lögreglu og varð- menn bæjarins og auk þeirra 5, sveitir hvítliða, 200 manns. AUs „gáfu sig fram“ 400 manns til þessarra starfa. Var því fyrst haldið fram af íhaldsins hálfu, að hér væri um „sjálfboðaliða" að ræða, en síðar kom í Ijós, að Kl I«j Sýnishék Kristmanns framkvæmt hafði verið herút- boð allra hvítliða í bænum. Um það vitnar auglýsing, sem Jó- hann P. Jónsson neyddist til að birta í blöðum bæjaring þann 26. nóv.: „Vegna misskilnings, sem komið hefur fram í bæn- umyút af orðinu „sjálfboðalið“ lýsi ég hérmeð yfir, að vara- lögreglulið það, sem hefir að- stoðað mig við handtöku Ólafs Friðrikssonar o. fl. neitaði að taka til starfa nema eftir sér- stakri kvaðningu til hvers ein- staks manns, og hefir enginn varalögreglumaður starfað sem slíkur fyrr en hann hefir feng- ið kvaðningarbréf. Reykjavík, 25. — 11. — ’21. Aðstoðarlögreglustjórinn í . Reykjavík Jóhann P. Jónsson.“ Þeir „sjálfboðaliðar“, sem kvaddir höfðu verið í skyndingu til herþjónustu til varnar hug- sjónum íhaldsins, voru aðallega úr Skotfélagi Reykjavíkur, fé- laginu „Stefni" og ennfremur. aðrir íhaldsmenn bæjarms. Þeir lögðu þegar í stað undir sig Iðnaðarmannahúsið (Iðnó) og var herforingjaráðið þar til húsa. Einnig lögðu þeir undir, sig geymslur skotfæraverzlunar Jóh. Ólafssonar & Co. og höfðu þar vopna- og skotfæraforðabúr. Allan þriðjudag 22. nóvember fór fram ákafur undirbúningur undir orrustuna við alþýðu Reykjavíkur. Þegar í stað tók hinn fyrr- verandi danski sjóliðsforingi sér alræðisvald í hendur: Bannaði fundahöld, . kom á símskeyta- skoðun og símtalahlustun, skipu- lagði njósnir um menn hvar- vetna í bænum. Allt þetta var gert í krafti tilskipunar sjóliðs- Fxambald á 11. síðu. ! Kristmann Guðmundsson: VÖLUSKRÍN; sögur, ljóð o.fl. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1961. Bók þessi er gefin út af Al- menna bókafélaginu í tilefni af sextugsafmæli höfundarins. í bókinni eru 18 sögur, ræða, rit- gerð og nokkur Ijóð. í formála segir að bókin sé gefin út sem „sýnisbók“, en ekki sé um að ræða úrval .úr verkum Krist- manns. Höfundur hefur sjálf- ur valið efni til bókarinnar. Þótt höfundar séu áð jafnaði ekki dómbærari á verk sín en hver annar, hlýtur það þó að mega teljast nokkur trygging þess, að hér sé saman komið það af verkum höfundar, er hann telur helzt eiga eríndi við okkur, að frátöldum hinum lengri sögum hans. í formála segir að vísu að höfundur hafi valið sögurnar „með það í huga að þær sýndu sem flestar hliðar á smásagna- gerðarlist hans, án þess þó að þær þættu endilega þær beztu þeirra“. Sé þetta rétt, sem varla verður efað, tekur maður einna fyrst eftir því við lestur bókarinnar hve „smásagnagerð- arlist“ Kristmanns hefur fáar hliðar. Sögurnar eru flestar mjög líkar. Þær eru rómantísk- ar með ljóðrænum blæ. Málfar- ið off hátíðlegt, uppskrúfað og fremur einhæft. Inní þær er víða hrúgaÖ dómadags firnum af hástigs ’ lýsingarorðum, er virðast ekki þjóna neinum skynsamlegum tilgangi en slíta frásögnina oft í sundur svo les- arinn veit varla sitt rjúkandi ráð. Hann er allt í einu kom- inn inní einhvern annarlegan þokuhjúp, innan um dularfull- ar verur frá öðrum heimi. Ein saga ber þó af öðrum. í bókinni, en það er sagan „Svona er lífið“. Hún segir frá gömlum sveitarlim, sem ætlar að gríoa til þess óyndisúrræðis að hengja sig. því hann hefur misst allt það, sem nokkurs virði er i lífinu. Jafnvel brenni- vínstár er ófóanleat. Það verð- ur karli til lífs að sjálfur kaup- maðurinn, sem orðinn er gjald- þrota, kemur á móti honum ríðandi, með nóg af brénnivíni, og þegar bað er fengið er engin ástæða lengur til angurs og mæðu, hvað þá að svipta sig lífinu. og hann heldur aftur heim á leið hinn ánægðasti með axlafulla brennivínsflösku, gjöf kaupmannsins. Eg las þessa sögu fyrir allmörgum ár- um í Lestrarbók Sigurðar Nor- dals og líkaði hún vel. Það álit hefur ekki brevtzt við endur- lestur hennar nú. Sagan er vel skrifuð og skemmtileg. Það er yfir henni viss raunveruleiki, sem virðist næsta sjaldgæfur í smásögum Kristmanns. Önnur bezta sagan í bókinni heitir „Samvizka hafsins“. Þetta er allgóð saga og ber nokkur sömu einkenni og hin fyrr- nefnda, en þessar tvær sögur eru hinar elztu í bókinni, og er það útaf fyrir sig nokkurt athugunarefni. Ljóðunum í bókinni er skipt í tvo kafla. Annar hefur að geyma æskuljóð, Hinn ný eða nýleg ljóð. Heldur er þetta máttlítill skáldskapur, og þó sýnu léttara yfir eldri Ijóðun- um, t.d. er ,,Þula‘‘ snoturt ljóð og áferðarfallegt. Yfir hinum nýrri ljóðum er einhver remb- ingslegur mæðusvipur, sem ger- ir þau heldur ófýsilegt lesefni. „Litla kaffi“, nefnist reyfari, sem höfundur hefur af ein- Barnabók á heimsmarkað Ásgerður Búadóttir: Rauði hatturinn og krummi. Helgafell 1961. Bók Ásgerðar Búadóttur er ætluð allra yngstu börnunum, þeim sem hafa ekki enn lært þá kúnst að lesa, en eru þó manna þakklátust fyrir góða sögu og kunna vel að meta lit- skrúðugar myndir. Sagan er ekki sögð í mörg- um orðum, en hún er hnitmið- uð og sérega vel sniðin við hæfi barna á aldrinum 2—3 ára. Hugmyndin að sögunni er hnyttin og kunnáttulega fram- sett af skilningi á kímni og á- hugaefnum barna á þessu ald- ursskeiði. Allt útlit bókarinnar er ný- tízkulegt og framúrskarandi Kristmarin Guðmundsson hverjum ástæðum viljað hafa með í bókinni. „Viðleitni" heit- ir hugguleg ræða flutt í Guð- spekifélaginu, og aftast er svo ritgerðin „Að eiga og missa“, sem mun vera samin á striðs- árunum síðari. Þetta er býsna góð ritgerð, hófsöm og öfga- laus. Bókin er snoturlega útgefin, og mér næst að halda að í henni komi nokkuð glöggt fram helztu höfundareinkenni Krist- manns. Myndi ég ráðleggja þeim, sem vilja kynna sér rit- mennsku hans, að byrja á að lesa þessa bók. Ekki get ég lokið þessu rabbi án þess að minnast frekar á formálann, sem er skrifaður af Gunnari G. Schram. Mér finnst það hefði verið sjálfsögð hátt- vísi af útgefanda að fá til þess starfs einhvern ritfæran mann, sem hefði a.m.k. lesið bækur Kristmanns og getað sagt okk- ur eitthvað um ritstörf hans. Jón frá Pálmholti. í Smálöndum eyiileggst i eldsvoða í gærmorgun klukkan 20 mín- útur fýrir 9 var slökkviliðið kvatt inn í Smálönd að húsinu Eggjavegi 3. Er á staðinn kom stóð eldur út um alla glugga og fékk. slökkviliðið ekki við neitt ráðið, enda vatnslaust í hverfinu og varð að sækja allt vatn niður að rafstöð. Stafaði vatnsleysið af því, að rafmagnslaust var í hýérfinu, en vatni þangað er dælt með rafrnagnsdaelu. Húsið er talið eyðilagt af völdum eldsins og eins brann allt innbú, sem var óvátryggt. Hef- ur eigandinn, Friðsteinn Helga- son, er bjó þarna með 7 manna fjölskyldu, orðið fyrir mjög miklu tjóni. Húsið var einnar hæðar timb- urhús, múrhúðað að utan. Ekki er vitað um eldsupptök fyrir víst, en álitið er að kviknað háfi í út frá olíukynditæki. smekklegt. Klippmyndirnar eru einfaldar að formi, lifandi og fallegar. Þær eru í fimm litum. rauði hatturinn og svarti krummi gefa þeim glaðlegan svip, en bláa p^ysan og grænu buxurnar hans Tuma bregða yfir þær fáguðum fínleika, sem stundum minnir á hin fögru veggteppi Ásgerðar. Textinn er prentaður á fimm tungumálum: íslenzku, ensku, -þýzku, dönsku og frönsku. Hvert mál hefur sinn lit af þeim fimm litum, sem mynd- irnar eru í, og tekst Ásgerði þannig að skapa myndræna heild úr opnunni. Annars vegar er síðan með litprentuðum text- anum, sem líkist röndóttu klæði, ■ hins vegar síðan með klippmyndinni. Því miður hefur læðst „villa inn í íslenzka textann á ‘Oin- um stað. Þar stendur: „Tumi varð fjarska, fjarska glaður að eignast svona fallegar fjaðrir og flýtti sér að festa þeim í hattinn sinn.“ Þetta virðist mér þágufallssýki. Annan galla fann ég ekki í þessari fallegu bók. \c Vilborg Dagbjartsdóttir 1 jfj) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 28. nóvember 1961 Þriðjudagur 28. nóvember 1961 — ÞJÓÐVJLJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.