Þjóðviljinn - 29.11.1961, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 29.11.1961, Qupperneq 5
ii lokaðt mál KAUPMANNAHÖFN — Um síÖt ustu helgi opnaöi danski málar- inn Wilhelm Freddic sýningu á málverkum í Kaupmannahöfn. Sýningin var þó aðeins opin í fácinar mínútur því aö lögreglan koin á vettvang og fjarlægði listaverkin og lckaði sýningunni. Freddie sem er súrrealisti hélt árið 1937 sýningu á málverkum sínum í Kaupmannahöfn. Lög- reglan fjarlægði þá myndirnar og lagði hald á þær. Ástæðan var sú að dómsmálaráðuneytið úrsku.rðaði að þær væru klám. Síðan hafa þessar myndir verið geymdar í safni dönsku rann- sóknarlögreglunnar. Hefur Freddie hvað eftir annað ikrafizt að fá myndirnar aftur og leitað réttar síns fyrir dómstól- unum, en kröfu hans jafnan ver- ið vísað frá. Tók hann sig til fyrir skömmu og málaði myndirnar aftur og iþað voru þær sem hann hafði nú efnt til sýningar á. Boðs- gestir fengu að skoða myndifnar i friði,,, en .skömmu ádur en sýn- ingin skyldi opnuð fyrir almenn- ing var hringt úr dómsmálaráðu- neytinu til sýningarsalsins og sagt að sýningunni myndi lokað með valdi, ef myndirnar væru ekki teknar niður. Þegar því var ekki hlýtt, komu lögreglumenn á vettvang, en Freddie lýsti yfir, að- hann myndi mála myndirnar enn einu sinni. Svo kann að fara að mál þetta komi enn einu sinni fyrir dóm- stölana. Hinn kunni danski mál- ari, Asger Jorn, sem búsettur er í París, hefur nefnilega keypt eina myndina af Freddie og gefið hana listasafninu í Silkiborg. sem héfur þegið gjöfina. Kann safnið nú að gera kröfu til að fá myndina úr vörzlu lögregl- unnar. ; Freddie á annars einnig von á því að verða k'vaddur fyrir rétt. Hann var árið 1937 dæmd- ur í tíu d.aga varðhald fyrir að hafa. ,-brotið gegn almennu yel- sæmi.' f'‘ '• ýf ’ ■ ’4 Viðtal við Kennedy í Isvestia Novosibrisk, hin nýja höfuðborg Síberíu Frá miðbiki Novosibrisk, til vinstri ráðhúsið, til hægri æskulýðsleikhúsið og á rriilli þeirra sést á hvolfþak hins mikla sönglcikahúss. Novosibrisk, þar sem þeir Kekkonen forseti og Krústjoff forsætisráðherra ræddust við í isíðustu viku; er hirr nýja höfuð- borg hins mikla framtíðarlands, Síberíu. Þetta er ekkert smá- þorp. heldur nýtízku stórborg sem hefur 900.000 íbúa. Borgin Framhald af 12. síðu. í dag er í því fólgin að bæði USA og Sovétríkin eiga kjarna- vopn, sem geta orsakað gjör- eyðilegg'ingu, sagði Kennedy. Bandaríkin og Sovétríkin eru þau lönd, sem yrðu fyrir mestu tjóni ef til styrjaldar kæmi. Ef við kæmum fram af raunsæi álít ég að við gætum komizt að samkomulagi, er tryggja myndi hagsmuni beggja landanna og gæfi þeim tækifæri til að ein- beita sér betur að því að toæta lífsafkomu fólksins og leysa ýmis önnur vandamál. Erigin ríki munu heldur græða eins mikið á friði eins og Sov- étríkin og Bandaríkin, mælti Kennedy. Kennedy færðist undan því að svara hvort Bandaríkin væru reiðubúin tl að gera friðarsamn- ing við Sovétríkin. Vildi hann tfyrst gera ýmsar smærri ráð- stafanir og samninga, t.d. um frið í Mið-Evrópu, hlutlausa stjörn í Laos o.s.frv. Kennedy kvað Bandaríkja- menn ekki mundu fara með her- lið sitt burt frá Evrópu, enda þótt Sovétmenn færu heim með - ílLJJjLI ►: Enn v-þýzka hernum BONN 28/11 — Vesturþýzka stjórnin tilkynnti í dag nýjar ráðstafanir sem gerðar verða til að fjölga í vesturþýzka hernum á næsta ári. Verða þá komnir 375.000 manns í herinn. M.a. verður 26.500 hermönnum, sem áttu í rauninni að verða leystir úr herþjónustu við áramót, hald- ið í hernum þremur mánuðum lengur. það herlið sem þeir eiga enn í sumum Evrópuríkjum. Kennedy ásakaði Sovétríkin fyrir að vilja að kommúnismi kæmist á í öðrum löndum. Viðtalið við Kennedy hefst á forsíðu Isvestia og nær yfir hálfa aðra síðu. Kennedy ánægður Pierre Sailinger, blaðafulltrúi Kennedys, lét í ljós ánægju ýf- ir því að viðtalið við Kennedy hefði verið birt í heild og ekkert dregið undan. Kennedy sagði er hann frétti um það sem birt var í Isvestia að hann væri glaður yfir því að fá tækifæri til að leggja fram skoðanir sínar fyr- ir sovézku þjóðina á þennan hátt. Birting viðtalsins er stórt skref í áttina til betri skilnings milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanria, Ég vona að þetta muni stuðla að aukinni samvinnu landa okkar á öllum sviðum, sagði Kennédy. •Ltmmm .Húsm Vesturveldin andvíg því að banna kjarnavopn í Afríku NEW YORK 24/11 — Fulltrúi Bandaríkjanna, Arthur Dean, lagðist í umræðum á allsherjar- þingi SÞ í dag gegn tillögu um að öll kjarnavopn verði bönnuð í Afríku, en tillaga þessi er bor- in fram af Afríkuríkjum. 1 tillögunni er einnig gert ráð fyrir algeru banni við notkun kjarnavopna. Dean sagði að simavæm VARSJÁ — Hér hefur verið komið upp um mesta símavænd- ishneyksli sem um getur í Pól- landi. Fimmtán starfsmenn í einu stærsta gistihúsi borgarinnar hafa verið handteknir. Pólsk blöð skýra frá því að í hinu sextán hæða háa Hótel Varsjá hafi um tuttugu síma- vændiskonur haft fasta búsetu í langan tíma og hafi þær greitt starfsmönnum hótelsins Stórfé fyrir að vísa til þeirra viðskipta- mönnum. Stúlkurnar hafa haft geysileg- ar tekjur af iðju sinni. Blaðið Kurier Polski segir þannig að sumar þeirra hafi getað greitt starfsmönnum hótelsins um 200. 000 krónur á ári fyrir „greið- vikni“ þeirra. Þær hafa yfirleitt tekið um 4.000 krónur af hverj- um viðskiptamanni sínum. Ein stúlknanna hefur skýrt lögregl- unni frá því að hún hafi eitt sinn fengið greiddar 25.000 krón- ur fyrir blíðu sína. Bandaríkin væru andvíg þessari tillögu og hefðu gild rök til þess en tók þó ekki fram, hver þau rök væru. Dean sagði að Sovétríkin myndu vafalaust túlka þessa af- stöðu Bandaríkjanna á þann veg að þau vildu heyja kjarnorku- stríð, en allir fulltrúar á þinginu vissu að slík túlkun væri alger- lega út í hött. Dean sagði að með tillögunni væri farið alger- lega rangt í þetta mál. I henni væri notkun kjarnavopna kölluð glæpur, en hins vegar ekkert tekið fram um það hvernig tryggja mætti að Sovétríkjunum yrði haldið í skefjum. Ríki sem vildu tryggja öryggi sitt gætu ekki reitt sig á slíkar yfirlýsing- ar eins og fælust í tillögunni; þau yrðu að eiga kjarnavopn. KAÍRÓ 28/11 — Fyrrverandi sendiherra Egyptalands í Frakk- landi, Adli Andraos, hefur verið handtekinn, sakaður um hlutdeild í samsærinu um að myrða Nass- ér forseta. Fjórir Frakkar voru handteknir í Kaíró í síðustu viku, og háfa þeir verið ákærðir fyrir að vera höfuðpaurar samsærisins. er ein yngstá stórborg' í heim- inum. Það eru ekki nenia 70 ár síðan lítilí hópur leiðanaurs- manna sló þarna upp tjöldum sínum, við fljótið Ob, og var þá ákveðið ,að byggja járnbrautar- brú yfir fljótið á þessum stað. Þar reis upp lítið þorp, en það var elcki fyrr en iðnvæðingin hófst í Sovetríkjunum með fyrstu fimm ára áætlununum að eitthvað fór að gerast í Novo- sibrisk. Fjöldi verksmiðia var reistur í bænum, sem fór ört vaxandi. En mesti vaxtarkipp- urinn hófst fyrir áratug, þegar bygging mikils orkuvers var haf- in skammt frá Novosibrisk. Þá varð borgin ein af miðstöðvum sovézka þungaiðnaðarins. Nú er verið að byggja heila borg fyrir vísindamenn í útjaðri Novosibr- isk. Verður þar miðstöð visinda- rannsókna í Síberíu. Smíði hinn- ar miklu háskólabyggingar er um það bil lokið, en þarna rísa einnig 12 rannsóknarstofnanir, fjöldi íbúðarhúsa, heimavistar- húsa fyrir stúdenta o.s.frv. Ákærð í 3. sinn fyrir tólf morð BORDEAUX — í þriðja sinn síð- an árið 1949 hefur hin 65 ára gamla ekkja Marie Besnard £ franska þorpinu Louden verið á- kærð fyrir að hafa drepið tólf skyldmenni sín á arseniki. ÖIL þessi skyldmenni hennar, þar með talinn eiginmaður hennar, dóu á voveiflegan hátt. Þegar grunur féll á frú Besnard voru lík þeirra grafin upp og reynd- ist þá vera mikið magn af arsen- iki í þeim. Þótti þá víst að frú Besnard hefði drepið fólkið á eitri. Verjanda hennar tókst þó að sanna að í kirkjugarðinum þar sem líkiri voru grafin sé mikið arsenik í jörðu og hefur niðurstaða ekki fengizt í máli hennar, vegna þess að sérfræð- ingar hafa verið ósammála um j hvaðan arsenikið sé komið í lík- in. LlDÓ föstudaginn 1. des. — Hefst mcð borðhaldi kl. 19. FORSETI FLUGMÁLAFÉLAGSINS SETUR HÁTÍÐINA. ÁVARP: Flugmálaráðherra. — Afhending gullmerkis. SKEMMTIÞÁTTUR: Flugtak og lending Loftur Guðmundsson. NÝR SKEMMTIÞÁTTUR: Baldur og Gimmi. Á MIÐNÆTTI: Óvenjulegt skemmtiatriði. DANS TIL KL. 2. Hljómsveit Svavars Gests. < in fM Flugmáláhátíðin 1961 SVAVAR GESTS stjórnar auk iþess samkvæmisleikjum og spurningaþáttum. Aðgöngumiðar fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu flugmála- stjóra, Reykjavíkurflugvelli, Flugfélag Islands (Guðrún Kristins- dóttir), Loftléiðir (Islaug Aðalsteinsdóttir), Skrifstofu flugvallar- stjóra, Keflavíkurflugvelli, Tómstundatoúðinni, Austurstræti. FLUGMÁLAFÉLAG ISLANDS Miðvikudagur 29. nóvember 1961 — ÞJOÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.