Þjóðviljinn - 05.12.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.12.1961, Blaðsíða 7
þlÓÐVlLJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. — RitstJórarj Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — PréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Bími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans b.f. Fráleit skilyrði fjYminn minnist í gær á floksstjórnarfund Sósíalista- flokksins og kveðst vera s^rhneykslaður yfir því að fundurinn skyldi ekki gera ályktun „um viðhorf flokks- ins til hinna seinustu atburða sem hafa gerzt austur í Sovétríkjunum“. Hingað til hefur Tíminn legið sósíal- istum á hálsi fyrir að hugsa of mikið um Sovétríkin; nú er allt í einu ekki nóg að gert! Staðreyndin er þó sú að Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei gert nokkra ályktun um innanlandsmál Sovétríkjanna eða nokkurs annars erlends ríkis í víðri veröld. Þegar íslenzkir sósíalistar koma saman til þings fjalla þeir um íslenzk vandamál og alþióðamál að því leyti sem þau haf'a áhrif á aðstöðu íslands og þróunina í heiminum. Þannig er sjálfsagt að íslenzkur flokkur starfi. En ætlar Fram- sóknarflokkurinn ef til vill að fara að taka upp.ann- an hátt; verður næsta flokksþing hans kannski látið fjalla ium innanlandsmál Vesturþýzkalands til þess að búa í haginn fyrir starfsemi flokksins eftir að búið er að innlima ísland í Efnahagsbandalag Evrópu með að- stoð Framsóknar? rpíminn hefur að undanförnu sagt margsinnis að ís- A lenzkir sósíalistar séu ekki samstarfshæfir um ís- lenzk innanlandsmál vegna þess að þeir hafi aðrar skoðanir á Sovétríkjunum en forustumenn Framsókn- ar! Má af því marka hvor flokkurinn það er sem er „háður Rússum“ í afstöðu sinni til íslenzkra vanda- mála. Hinsvegar eru íslenzkir sósíalistar hreyknir af því að hafa haft og hafa aðrar skoðanir á þessum efn- um en Framsóknarleiðtogarnir. Hversu mjög sem mönn- um kann að hafa missýnzt um alvarlegustu stóratburði er sú staðreynd engu að síður ljós, að sigur sósíalism- ans er hinn mikli atburður okkar aldar. Yfirburðir •hins sósíalistíska efnahagskerfis hafa ekki aðeins lyft Sovétríkjunum úr niðurlægingu til förustu á rúmum fjórum áratugum; ekki aðeins hefur þriðjungur mann- kynsins nú tekið upp hjá sér sósíalistíska búskapar- hætti, heldur er hrun nýlendustefnunnar og hin öfl- uga þjóðfrelsishreyfing í Asíu, Afríku og rómönsku Ameríku verk sósíalismans. Meira að segja ráðamenn auðvaldsríkjanna hafa nauðugir viljugir orðið að læra af sósíalismanum, þótt skammt hrökkvi enn, Þessi aldahvörf í sögunni hafa íslenzkir sósíalistar skilið rétt og skilgreint rétt en leiðtogar Framsóknar hafa eins og aðrir borgaralegir stjórnmálamenn á íslandi barið höfðinu við steininn og þirt eina firruna annarri verri ár eftir ár og áratug eftir áratug. Hvér sem dóm- ur sögunnar kann að verða um einstaka stóratburði hefur reynslan þegar staðfest heildarmat íslenzkra sósíalista á -alþjóðamáliurp og mun halda áfram að gera það. JDn við Íslendingar erum staddir á fslandi og okkar verkefni er að ráða fram úr okkar eigin vandamál- pm. Sósíalistaflokkuri-nn hefur aldréi sett þau skilyrði fýrir samstarfi við aðra aðila urh þjóðþrifamál á íslandi, að samstarfsmennirnir skiptú um skoðun á alþjóða- málum eða vandamálum aniiarra ríkja! Eigi að setja þau skilyrði fyrir vinstra samstarfi, eins og Tíminn virðist kref jast, að allir séu! sama sinnis um atburði sem hafa gerzt og gerast á bökkum Volgu, er vitandi vits verið að koma í veg fyrir slíkt samstarf. Ekkert er eðlilegra og sjálfsagðara en að vinstrimenn á ís- landi greini á um margt innan lands og utan, en sá ágreiningur á ekki að þurfa að korna í veg fyrir náið og víðtækt og fordómalaust samstarf, ef vilji er fyrir hendi. En þegar viljann skortir, eins og hjá leiðtogum Framsóknar, eru hin fjarlægustu ágreiningsmál hent á lofti og notuð til þess að reyna að sundra mönnum og dylia óheillagöngu leiðtoganna niður á við til hægri. rrt. AÐFÖRIN AÐ ÓLAFI FRIÐRIKSSYNI I NÓVEMBER 1921 - 40 ÁRA AFMÆLI \ • • Hver var endanleg afstaða for- ystumanna Alþýðuflokksins til málsins? Alþýðu.blaðið segir 26. nóv.: „Vegna afstöðu hans (Al- þýðuflokksins) ' í málinu var hægt að framkvæma brottnám rússneska drengsins". Þann 24. nóv. segir Alþýðublaðið: „Allir skynsamir og friðsamir menn höfðu búizt við því, að aðför sú að Ölafi er vænst var að gerð yrði, myndi verða gerð með gætni og án þess að raska friði manna og ^búa lífi þeirra og limum í hættu. Það' var vitanlegt .... að Alþýðuflokk- urinn hafði lýst yfir hlutleysi sínu. Hver maður með fullu viti gat þá taiað um uppreisn?“. Þann 26. nóv. segir blaðið: „Að vandkvæði hafa ekki hlotis*- meiri af þessu máli en orðir eru, er eingöngú að þakka fram komu Alþýðuflokksins". Það var þá reisn Alþýðu flokksbrodd.anna! Við, iþessi:' skynsömu og friðsömu mem höfðum vænzt, að íhalds- of hvítliðið gerði svo vel að hand taka hann Ólai með gætni! Vií'' vorum búnir að framselja hant'1 í hendu.r ykkur! Við erum sak- lausir af að hafa stutt upp reisnarmanninn! Hvað’ viljið þið betri þjónustu við ykkur? I augum forystumanna Al~ þýðuflokksins var hlýðni við skipanir andstæðra yfirvaldr slíkt höfuðatriði, að þeim hvar" alveg sýnum siónarmið stétta baráttunnar: Alþýðan krafðis’’ réttlætis í . þessu rriáli, krafðis'’ verndar gegn ofbeídi, yfirgang' og morðtilraunum yfirstéttar innar. En Alþýðuí'lokksforystai féllst á sjónarmið andstæðings ins og beiddist. þess eins. að- á ætlanir hans yrðu framkvæmd ar „friðsamlega". Hér lýkur írásögn Arnórs Hanni- balssonar aí aðíörinni að ÓlaÍKFrið- aðir, Morgunblaðinu til mikils ang- urs. En íhaldið gat huggað sig við rikssyni og rússneskum fóstursyni að bví heppnaðist að knýja forustu hans. Ólafur cg aðrir þeir sem hand- Alþýðuflokksins út á glötunarbraut teknir voru ásamt honum voru náð- undansláttar og hálfvelgju. Ólafur Friðriksson ávarpar reykvískan verkalýð á 1. maí-sam- komu á Lækjartorgi fyrir nokkrum árum. Þá var þessi mynd tekin ! af honum. Morgunblaðið var heldur ekk’ seint á sér að núa Alþýðu- flokknum því um nasir, að hanr hefði svikið „mikilsmegand' flokksbróður sinn“. Og A1 þýðublaöið >var í standand' vandræðum með að finna nokk- urt viðhlítandi andsvar vic þeirri ásökun. En. Morgunblaðið gekk lengra Það benti á það, að sambands- stjórnarályktunin hafi ekki ver- ið birt fyrr en eftir hádegi á miðviku.dag, þegar allt var um garð gengið Morgunblaðið lagði þetta út á þann veg, að meö þessu hafi Alþýðuflokksbrodd- arnir viljað hafa káþuna á báð- um öxlum, viljað hafa þesss samþykkt tiltæka, ef manndráp hefðu orðið. Þetta getur ekkí verið rétt. Forystumenn Al- þýðuilokksins munu í einfeldni sinni hafa haldið. að þeir næðr samkomulagi á miðvikudag, o{ fylgdust ekki betur en svo mec gangi mála, að þá grunaði ekk/ að hernaðaraðgei’ðir hæfust þeg- ar á miðvikudag. En hinsveg ar færðu þeir sér þessa ályktur í nyt eftir á til þess að vísa frc ollum ásökunum um byltingar hug og óhlýðni við vilja stjórn- ; arvalda. - ">• v • Það er því ekki að ástæðu- lausu, áð' Morgunblaðið tekui að kli.fa á þ’ví, að Alþýðublaðic eigi að hætta að vera bolsévika- málgagn, að Alþýðuflokkurinr, eigi að hætta að vera bolsé- vikaflokku.r.’ Svo virðist sem Morgunblaðrð hafi allt í einu gert sér |jóst að ékki voru all- ir Alþýðuflokksbroddar jafn vondir bolsévikar og Ólafur Friðriksson.Að handtöku Ól- afs lokinni var Alþýð.ubiaðið vissulega í nokkurri klípu. Annars vegar varð þaðað halda uppi’ vörnum fyrir ályktun sam- band.sstjórnar, en hins vegar fyrir Ólafi Friðrikssyni. Þess vegna gat þar að líta bæði greinar, sem Morgunblaðinu lík- uðu allvel og svo skorinorðar eldheitar greinar, sem höfðu slæm áhrif á geðheilsu Morgun- blaðsins. Þessar síðarnefndu greinar sagði Morgunblaðið að væru ósannindabull, „svo að slíkt virðist skrifað fyrir negra og hottintotta en ekki menn í upplýstu og siðmenntuðu þjóð- íélagi“. Al.ia þessa tilburði Morgun- blaðsins má draga saman í eina setningu, sem stóð í Morgun- blaðinu 8. desember: „Alþýðu- flokkurinn verður að kveða að um það hvort hann er bylting- arflokkur eða jafnáðarmanna- flokkur“. Þess var heldur ekki ýkja langt að bíða, að Alþýðuflokks- forystan gerði það upp við sig, hvort hún ætlaði að halda á- fram að gera sér „hottintotta“ — vinnandi alþýðufólk — að vinum, eða hina „upplýstu og siðmenntuðu“ borgara. Árin næstu á undan hafði átt sér stað víða um lönd skipt- ing sósíaldemókrataflokkanna í tvennt. Annars vegar voru þeir, sem vörðu „hottintottana" — málstað alþýðunnar og rétt hennar til þess að vinna að stofnun þjóðfélags með sameign á framleiðslutækjum, hins veg- ar voru þeir, sem vingaðust við hina „upplýstu og siðmenntuðu" borgara og töldu, að með vin- jjkap, ,yið þá mætti ná'fullpægj- andi réttarbótum alþýðu til handa — án þess að breyta um samféíagsform. Hinir fyrr- nefndu sameinuðust í alþjóða- sambandi kommúnista — Kpm- intern, hinir síðarnefndu í Amsterdamsambandinu. Nú hafði Ólafur Friðriksson farið á 4. þing Komintern í Moskvu sem fulltrúi Jafnaðar- mannafélags Reykjavíkur vorið 1922. Þar lýsti hann fylgi fé- lags síns við Komintern og. stefnuskrá þess. Þetta varð til þess, að Alþýðuflokksforystan varð að gera það upp við sig, hvoru megin hryggjar hún vildi liggja. Hún komst brátt að þeirri niðurstöðu, að með 'þessu væri áliti Alþýðuflokks- ins í augum erlendra sósíal- demókrataflokka stefnt í hættu. Samt var málið látið kyrrt liggja.um sinn. Þann '3. júlí 1922 bírti Al- þýðu.blaðið. eftirfarandi klausu • í dálkinurri „Um daginn og veg- inn“: „Náðun. Símað var til stjórnarráðsins á föstudaginn (30. júní) frá Khöfn: „Ólafur Friðriksson og samdæmdir fé- lagar hans hafa verið náðaðir. Fyrir Ólaf er náðunin því skil- yrði bundin, að hann næstu 5 ár veröi ekki sekur um refsiv^rt athæfi. Náðun hinna er engu skilyrði bundin“. Með þessum úrskurði kon- ungs var staðfestur alger sigur Ólafs Friðrikssonar í deilumál- inu um rússneska drenginn. Landsstjórnin heyktist á því að sakfella Ólaf — öðruvísi en til málamynda — og brjóta þann- ig gegn réttlætistilfinningu al- menningu í landinu. Hún þorði ekki að fylgja eftir þeim mála- myndasigri, sem hún vann 23. nóvember. Að sjálfsögðu vöktu þessi úr- slit enn éitt haturskast Morg- unblaðsins í garð Ólafs. Það lýsti' því yfir, að með þessu væri lögbrjótum „gefið rækilega undir fótinn", steinninn væri tekinn úr fyrir flóði glæpa og afbrota í landinu, „lögin úr gildi“. Þannig lauk einvígi Ólafs Friðrikssonar við íslenzkt aft- urhald. Ólafur var um þessar mund- ir, harðari í horn að taka í stjórnmálabaráttunni en nokkru sinni fyrr. Hann ferðaðist um allt landið, stofnaði verkalýðs- félög og alþýðuflokksfélög og boðaði jafnaðarstefnu. Þann 18. september 1922 flutti Ólafur fyrirlestur í Jafnaðarmannafé- lagi : Reykjaí*íkur;: í<sém .- hét: „Hversvegna ég varð kommún- isti en ekki socialdemokrat“. Enda þótt Ólafur væri tví- mælalaust vinsælastur af for- ystumönnum Alþýðufiokksins, þá mun félögum hans í foryst- unni ekki hafa verið farið að lítast á blikuna. Niðurstaðan af umræðu.m þeirra á milli um af- stöðuna til Ólafs varð því sú, að honum skyldi endanlega sparkað. Fram að þessum tíma höfðu þeir ekki séð sér fært að hreyfa við Ólafi vegna vin- sælda hans og þess mikla álits sem hann naut meðal allrar al- þýðu. En nú var látið til skar- ar skríöa, og því gat að líta eftirfarantíi klausu í Alþýðu- blaðinu þann 18. október 1922: „Ólafur Friðriksson lætur af ritstjórh Alþýðublaðsins með þessu blaði. Sagði stjórn Al- þýðuflokksins honum upp starf- inu í gær með 24 klukkustunda fyrirvara“. ■ Brottyikning Ólafs var uþp- .. ii ■ '■ ii ' "■ riWifi«~i ■rii4»ir'iTTiiii haf nýs tímabils í sögu Al- þýðuílokksins. Með því að fórna honum hafði Alþýðu- flokkurinn gengið út á þá braut, sem hann hefur gengið síðan — braut svika við mál- stað alþýðu landsins, braut stéttasamvinnu og undirlægju- háttar við afturhaldið, og sér nú ekki framar stað þeim gamla Alþýðuflokki, sem barð- ist með oddi og egg fyrir mál- stað verkalýðsins á þeim tím- um, þegar Ólafu.r Friðriksson var ritstjóri höfuðmálgagns hans. * En baráttan gegn íhaldinu heldur áfram. Og þá baráttu mun verkalýðurinn sjálfur leiða til lykta og lítt vænta fullting- is af hálfu þeirra ættlera, sem nú stjórna flokki Jóns Bald- vinssonar, og heldur ekki af hálfu þeirra, sem lýstu því yf- ir í „Tímanum” 26. nóv. 1921, að „framkoma Ólafs Friðriks- sonar (væri) óverjand.i“. Lausn verkalýðsins undan oki íhalds og kúgunar verður að vera hans eigið verk. Bardagi Ólafs Friðrikssonar og manna hans gegn íslenzku aftu.rhaldi og heimsku árið 1921 var einn áfangi á þeirri leið. Því má taka undir orð, sem stóðu í bréfi frá ungum manni til rit- stjóra Alþýðublaðsins og birt- i&t þar 18. febrúar 1922. Höf- undurinn hét Halldór frá Lax- nesi: „Því meira sem Ólafur Friðriksson og Hendrik Ottós- son eru hrjáðir fyrir málefni sitt, því helgara verður þeim það, og því helgara verður vin- urn þeirra það“. Sá málstaður er ósigrandi. Brigitte Bardot á í höggi við OAS París — Hin heimsfræga franska kvikmyndaleikkona Brigitte Bardot hefur nú orð- ið fyrir barðinu á fasistahreyf- ingunni OAS. Fékk hún bréf frá þessum leynisamtökum þar sem þess er krafizt að hún láti OAS í té 50000 nýfranka (um 450.000 ísl. kr.) ella verði hin „sérstaka deild” samtak- anna látin beita sínum aðferð- um gegn leikkonunnl. . Fasistasamtökin OAS stefna að því að koma í veg fyrir að franska stjórnin semji við Þjóðfresishreyfingu Serkja um frið í Alsír á grundvelli sjálfs- ákvörðunarréttar íbúanna. Til þess að koma áformum sínum fram fremja þessi samtök póli- tísk morð. og hverskonar hryðjuverk. Fé til þessarar iðju fá fasistarnir á þann hátt að kúga fé út úr fólki með því að hóta því öllu illu. Brigitte Bardot brást við hót- uninni með miklu hugrekki og býður ofbeldismönnunum byrg- in. Hún ritaði hinu víðkunna vinstrisinnaða tímariti L’Ex- press bréf og sendi því enn- fremur sjálft hótunarbréfið og var hvorttveggja birt í blaðinu í fyrri viku. Tveir lögregluþjónar standa ,á verði við útidyrnar hjá Brigittc eftir jað hún fékk hótunarbréfið. ■ i Enginn er í vafa um hvað hótun OAS um að beita „sér- stöku deildinni’1 þýðir. í ólög- legum útvarpssendingum í al- sírska útvarpinu hefur OAS játað á sig fjölda morða á þeim sem vilja semja um frið í Al- sír. Þá hefur Brigiíte höfðað mál á hina óþekktu bréfritara og ætlar að fá þá dæmda fyrir fjái'kúgun. 1 bréfi sínu til L’Express seg- ir B.B. meðal annars: „Ég vil ekki lifa í fasistaríki". En hún neitar algerlega að beygja sig fyrir fasistíEkum hótunum og er ákveðin í að berjast gegn nýfasismanum í Frakklandi. <S>- BRIGITTE BARDOT Margir hafa dálæti á yglæpa- sögum eftir Agatha Christie, og leikrit sem gerð hafa verið eftir sögum heiuiar hafa víða mætt miklum vinsældum. T.d. hefur glæpaleikrit hennar „Músagildran” nú verið sýnt T samfleytt 10 ár í leikhúsi í London. ■ * Reist hefur verið fiskiðjuver í Tíbet, og þykir sumum kyn- legt að slíkt fyrirtæki skuli þróast á „þaki heimsins“. En vötn og ár í Tíbet eru mjög rík af fiski, og fiskiðjuverið er talið npphaf á lífiegum fiskiðnaði í Iandinu. Það stendur við vatnið Jamdrok Tso. isem er stærsta vatn í Tí- bet. Það er rúmlega 200 km í þvermál og iiggur 4.400 m yfir sjávarmál. Meðaldýpi er 30 m en mest dýpi 50. Bezti fiskveiðitíminn á þessum slóð- um er á tímabilinu aprii-ágúst. Óhugnanlegur fjölskylduharm- leikur átti sér fjtað í Essen í 4 -Þýzkalandi fyrir skömmu. 57 ára gömul ekkja varpaði tveim ungum dótturbörnum sínum út um glugga niður á götu og kastaði sér s'ðan sömu leið, Fallið var 7 nietrar. Eldra barnið, sem var tæpra tveggja ára, beið bana skömmu síðar. Yngra barnið, sjö mán- aða, og konan lifðu af og eru nu illa haldin í sjúkrahúsi. Móðir bamanna framdi sjálfs- morð í septembermánuði s.l. Hún var ögift. Sænskur sjómaður húðstrýktur fyrir að umgangast negrastúlku STOKKHÓLMI 3/12 — Tveir ungir sjómenn frá Norðurlöndum hafa, verlð ákærðir fyrir að hafa brotið gegn kynþáttalöggjöf fas- istastjórnarinnar í Suður Afríku með því að eiga vingott við biökkustúlkur. Hér er um að ræða 17 ára gamlan Svía og 18 ára gamlan Norðmann. Mál þeirra hefur vakig mikla athygli í heimalönd- um beirra. Svíinn var dæmdur til húðstrýkingar af suðurafr- ískum dómstól, óg auk þess í nokkurra daga fangelsi. Um helgina fékk sænska utanríkis- ráðuneytið vitneskju um það frá Pretoria að húðstrýkingardómn- um hefði verið fullnægt þegar eftir að hann var kveðinn uppi hinn 29. nóvember. Var sjómað- urinn látinn afklæðast og lám- inn átta högg á bakið með staf. Norski sjómaðurinn og-blökkúc stúlktirnar tvær verða; öll :dæmd: í þessari viku segir í upplýs- ingum sem yfirvöldin í Stokk- hólmi hafa fengið. Blaðið Expressen í Stokkhólmi skrifar í forustugrein í dag að húðstrýkingardómurinn éinn' sé næg ástæða til að vekja viðbjóð og reiði um allan heim. En þó yerður fyrst og fremst áð fojr- dæma þá ómannúðlegu stefíiú að það sé refsivert að umgangast þeldökkt fólk. Eftir því sem yf- irvöld Suður-Afríku fremia fleir'i ódæðisverk í nafni kynþáttamis- réttisins, verða þeir stöðugt fleiri sem styðja bá tillögu að ríkinu verði vikið úr samtökum Sameinuðu þjóðanna og að Búa- ríkið verði beitt efnahagslegum refsiaðgerðum á alþjóðamæli- kvarða, segir blaðið. Búizt er við að sænsk yfirvöld mótmæli opinberlega dóminum yfir sænska sjómanninum og refsingunni, Sænska utariríkis- ráðunej’tið bað sænska ræðis- manninn um áð revna að koma í veg fyrir fullnæaingu dómsins, þegar eftir aðirétiir um .málið bárust til Stokkhólms. Það tókst hinsvegar ekki nema að Því leyti að fangelsisdómurinn var felldur niður. .___________________________-JL Iifði og Tara Sing, — indyerski Sikh'át léiðtoginn sem frægur varð fyrir skömmu er hann svelti sig j 4á daga, er á ný kominn í fréttirn- ar. Eins og kunnugt er háfiii hann hungurVerkfall sitt tií að herða á kröfu bjóðflokks Sikha um að fá að stofna sérstakt ríki í Punjab. Síðasta dag nóvember- mánaðar var Tara Sing dæmd- ur a£ trúardómstóíi tiT að bursta skó og þvo up'p í fírri'm dága I eldhúsi musterisiris : j Amritsar : Dómurinn er refsing f.vrir það að hinn helgi leiðtogi hélti ekki loforð sitt um að svelta sig. í hel, ef kröfumar næðu ekki ' fram að ganga. • :/ *<3E3i£ ,'8) ~ ÞJÓÐVILJINM — Þriðjudagur 5, desember 19BI Þriðjudagur 5. desember 1961 — ÞJÓBVILJINN • (7>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.