Þjóðviljinn - 05.12.1961, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.12.1961, Blaðsíða 11
t.... Budd Schulberg: ¥ il o o la (The harder they fall) sagði hann. ,,Svo fer ég heim“. Á öllum veitingahúsum á Broadway var ekki talað um annað en hnefaleikakeppnina og allir veðjuðu á Stein eða gegn honum. Um sex leytið hafði að minnsta kosti milijón haft eig- endaskipti. Klukkan sjö var kom- in mikil mannþröng umhverfis ieikvanginn. Miðaokrarar höfðu nóg að gera og reynt var að fá fóik til að veðja fram á síðustu stundu. Fyrir framan einn inn- ganginn rölti blindur maður fram og aftur pieð pjáturkrús og samlokuspjaid á öxlunum. ,,Kid Fargq“, stóð á þvi. ,,Fyrr- verandi þungavígtarboxari. Æ.fð með með Jack Demþsey“. Hinir útföriju ,ygðji$$ á ;Stein því að hann hafcji-ekkþ enn beð- ið ósigur, og eftir Dempsey hafði enginn sýnt annan eins högg- þunga og hann. En bað veðjuðu líka margir á Toro Molina. eink- um fólk sem varð fyrir áhrifum af stærð hans, auglýsingaherferð minni og dauða Gus Lennerts. Fyrstu tveir boxararnir voru Fastir liðir eins og venjulega. 13.QO Við vinnuna: Tónleikar. 18.00 Tónlistartimi barnanna. 18.30 Þingíréttir. — Tónleikar. 20.00 Kópsöngur: Karlakórinn „Adolphina" í Hamborg syngur. 20.15 Framha.lds’eikritið „Hulin augu“ eftir Philip Levene. 20.55 Tónleikar: Lítið næturljóð í G-dúr (K525) eftir Mozart (Hljómsv. Philharmonía í London leikur; Co.in Davis stjór.nar). 21.15 Ný ríki í Sulðurálfu; II.: Franska samvcldið (Eiríkur Sigurbergsson viðskiptafr.). 21.40 P anómúsik eftir Liszt: Mer- sjanoff leikur þrjár ótýður kennda.r við Paganini. 21.50 Formáli að fimmtudags- tónleikum Sinifómuhljómsv. Islands (Dr. Halígrimur Helgason). 22.10 Lög unga. fólksina.'. . .. 23.00 Dagskrárlok. þegar komnir inn í hringinn. Það voru vöðvamiklir miðlungs- boxarar af því taginu sem Mike frændi var vanur að bjóða uppá, þegar hann var öruggur um að aðalkeppnin var svo spennandi að hann burfti ekki að hressa upp á hana með dýrum undan- keppnum. Það var alveg uppselt upp í gallerí, bar sem fólk hafði borgað fimm dollara til þess að geta sagt að það hefði verið við- statt mikla .hnefaleikakeppni. En jafnvel fyrir ojan þessi sæti voru þúsundir forvitinna, -semi greitt *höfðu dollar fvrir -glugga- pláss á fjórðu hæð eða leyfi til að stafodá-uppi á : húsþaki-'Og horfþ já þaðdh'. ''' 4 • “ Iriisu sbti'n — 'eða liað sefrí Mike Irændi k'álláði' innstu ’sæti — voru þrjú hundruð raðir á breidd og þar mátti finna þver- skurð af peningafólki Bandaríkj- anna. að meðtöldum fylkisstjór- anum, borgarstjóranum, lög- reglustjóranum, Broadwaystjörn- um og Hollywoodstjörnum, full- trúum helztu svindlfyrirtækj- anna. lögmætra sem ólögmætra. Wallstreet-drengjum, stóriðju- höldum, toppkrötum, tryggingá- forstjórum, auglýsingamönnum. dómurum, þekktum lögfræðing- um. fjárhættuspilurum og rjóm- anum úr glæpaheiminum, stór- glæpamanninum sem aldrei er minnzt á í blöðunum. Enginn sem var maður með mönnum lét úr. greipum ganga þetta tæki- færi til að láta sjá sig'. Áhorfendur fögnuðu tveimur kjötmiklum vöðvadýrum sem þvældust gegnum fyrstu keppn- ina. „Slökkvið ljósin, þeir vilja vera einir,“ hrópaði þrumurödd úr miðsætunum. Slíkar athuga- semdir vöktu sífellt hrifningu. Einhver ætti að taka sig til og skrifa nýja texta handa hnefaleikaáhorfendum. Sömu gömlú brandararnir voru notaðir til að láta í ljós sömu gömlu fyrirlitning'una og vanþóknunina á keþpnum sem ekki sýiidu blóð, þjáningu og hrylling. ,,Má ég fá næsta dans?“ .. . „Haldið þið að þetta sé rússneskur ball- ett? . Eruð, þið. kannski mág- ar?“ . . . „Varið ykkur stelp- ur, að þið krypplið ekki svunt- urnar!“ En bessi andmæli voru ennþá hógvær og góðlátleg og múgurinn æsti sig upp með hægð. Þegar baulað var, lá eng- in sérstök illgirni á bak. Ofsa- fengnasti hónur bandarískra íþróttaunnenda var enn ekki kominn að suðumarki, hann hagaði sér ennþá eins og hann væri aðeins að horfa á. íþrótt- ir. Ég fór aftur inn í búnings- herbergið til að spjalla við Toro. Fernando og Georg hjálpuðu honum að undirbúa sig. Danni var líka viðstaddur. Hann stóð þarna og tautaði. Hann var að reyna að segja Toro eitthvað. En Fernando ýtti honum til hlið- ar. Með semingi fór Toro. úr fötunum, eins og honum væri það þvert um geð að breyta sér aftur í hnefaleikara. Hann sagði ekkert við mig. Hann sagði ekki neitt við neinn. ..Ég held hann sé hálfur.“ hvíslaði Doxi að mér. „Hann hefur verið að drekka í allan dag.“ „Ætli það sé ekki vegna Þess LiLÍÍL________________________;---- Kœrar þakkir til allra sem minntust mín á fimmtugsaftnœli mínu 28. nóvember, með stór- gjöfum, skeytum og heimsóknum. ÞORLEIFUR GUÐMUNDSSON Ei Z >hí8t: mu smni var. ■ r Nýbreytni hjá utanríkisráðu- neytinu Þjóðviljanum barst i gær svo- hljóðandi fréttatilkynning frá ut- anríkisráðuneytinu; f „ízvestía“, sem kom út sl. laugardagskvöld 25. þ. m. var svohljóðandi frétt frá TASS- fréttaritaranum í Reykjavík und- ir fyrirsögninni: „Þeir leita að hentugum skotæfingastöðvum“. ..Reykjavík, 25. nóvember (TASS). Dagblaðið Þjóðviljinn skýrir frá því, að vesturþýzk yf— irvöld hafi leitað hófanna um að fá á fslandi herstöðvar og svæði til heræfinga. Verið er að þreifa fyrir sér í málinu og blaðið tel- ur, að formleg beiðni verði ekki bori.n fram fyrr en Vestur-Þjóð- verjar séu nokkuð öruggir um iákvæð svöi'. í þessum tilgangi hafi Þjóðverjar upp á síðkastið kostað kapps um að hafa áhrif á menn í valdastöðum á íslandi. Þjóðviljinn bendir á, að V-Þjóð- ver.ium hafi ekki tékizt 'að koma sér nógu vel fyrír hernaðarlega í Véstur-Evvrópu, og þess vegna séu hermálasérfræðingar þeirra að leita eftir herstöðvum á ís- 'andi. bar sem strjálbýli p.g yíð- lent ónumið land veiti tækifæri til heræfinga með nýtízku vopn- um.“ Það mun nálgast að vera eins dæmi að utanríkisráðuneytið sendi út frélt sem erlend frétta- stofa flytur frá íslandi Að minnsta kosti er slíkt algert ný- mæli þegar ekki er um annað að ræða en endursögn á frétt í ís- lenzku blaði. . uijwíuí a og Segðu mér sögu Barnabókaútgáfan Máni sendir að. þessu sinni tvær bækur á jólamarkaðinn „EinU sinni var ...“ og „Segðu mér sögu". Báðar þessar bækur hafa inni að halda sögur og ævintýi-i, ■sem LÖftur Guðmundsson heíuT þýtt og endursagt úr ensku, og báðar eru þær þrýddar morgum myndum við barna hæfi. „Einu sinni var ...“ hefur inni að halda sjö ævintýr og sög- ur, en „Segðu mér sögu“, tólf talsins. Óþarft er að taka það fram að málið er vandað og írásögnin létt og skemmtileg og vel við barna hæfi, og er þess aðvænta að þær verði mörgu barni kærkomin jólagjöf. Stór verSlœkkun! HOLUNZKU GANGADREGLARNIR eru nýkomnir í mjög íallegum litum og mörgum breiddum. ★ . Þekktir um allt land íyrir sérstaklega góða endingu og íallega áíerð. M U N I :Ð ■ I STÓR V E RBLÆK K U N GEYSIR H.F. Teppa- og Dregladeildin. HöSum opnað vefna$ai:vöruverz!un að Nesvegi 39 Úrval aí alls konar veínaðarvöru Snyrtivöium — Leikíöngum o.fl. 1 Nesvegi 39 Sími ,15414* ' *• Þriðjudagur 5. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — QjJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.