Þjóðviljinn - 05.12.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.12.1961, Blaðsíða 9
Eins og frá hefur verið sagt í fréttum, fór Þórólfur Beck til Skotlands á sl. hausti með það fyrir augum að leika með skozka félaginu St.. Mi.rren -sem hér var á sl. sumri í boði Vals. Forustumenn félagsins fengu fljótt áhuga fyrir Þórólfi og buðu honum til sín. Mun Þór- ólíur hafa œtlað sér að kynn- ast aðstseðum öllum, og því lííi sem atvinnumaðurinn býr við. Um þessa ferð Þórólfs hafa orðið töluverð blaðaskrif. Hér í blaðinu hefur þó lítið verið að því vikið, og meir beðið ótekta hvað mundi upp koma í þessu máli' Þórólfs. Ef til vill; hefur þetta verið þögn kvíð- ans fyrir því, að svo kynni að fara, að við sem unnum góðri knattspyrnu og sem skemmt- um okkur konungíega, er góöir menn sýna listir sínar, verðurn að vera án Þórólfs í framtíð- inni, fáum ekki að njóta þess sem hann kann og hefur sýntl okkur á liðnum árum, þótt ung- ur sé. Nú um helgfna hefur það verið staðfest að þessi ótti var ekki ástæðulaus; Þórólfur hef- ur gert samning við St. Mirren um að gerast atvinnumaður i knattspyrnu, og er sagt að samningurinn sé til tveggja óra. Þetta hefur það í för með sér að við áhorfendur sjáum hann ekki í liði KR, í úrvals- liðum eða landsliðum naestu ár- in, við fáum efcki að njóta þess að horfa á bezta mann okkar sýna listir sínar. Knattspyrna okkar verður hér heima snauð- ari en áður. Fyrir okkur verð ur ekki eins gaman að horfa á. Þetta er hið eigingjarna við- horf okkar áhorfendanna til missis Þórólfs. ® Freistandi fyrir unga menn. , Hitt er svo annaö mál, sem ajlir hljóta að skilja líka, að það er freistandi fyrir ungan mann að taka góðu tilboði um atvinnumennsku í knattspyrnu. Það liggur ekki á lausu að fá með nafni sínu, undirs.krift samnings, ef til vill nokkur hundrað þúsund krónur, og au.k þess mun meira kaup en t.d. prentari fær (Þórólfur er prentari að iðn). Að vísu er atvinnumennska í knattspvrnu nokkur binding og sá hina sami verður að lifa o.g starfa, eins og ,.eigandinn“ óskar. Iívað sem annars má segja um atvinnumennsku yfirleitt í íþróttu.m, þá hlýtu.r það að verða knattspyrnumönnum nokkur örfun að ná sem lengst í íþrótt sinni því að með þeim samskiptum sem orðin eru milli landa, hafa allir þá mögu- leika að verða „séðir“ af mönnum sem hafa alls staðar augun opin fyrir góðum mönnum. Þessu_ hafa t.d. Svíar og Danir orðið fyrir, en þaðan hefur útflutn.ingur orðið mestur frá Norðurlöndunum. Þessi samningur sýnir líka að meðal íslenzkra æskumanna eru einstaklingar sem fyllilega eru sambærilegir við efnivið annarra landa, og þó má taka tillit til þess að þar ytra eru víðast möguleikarnir meiri til að ná langt hvað snertir kennslu og reynslu. 3 Með bclta í bandi. Þeir sem voru stöðugir gest- ir á íþróttaiællinum á Melun- um fyrir svo sem 12—14 ár- um minnast sennilega lítils Ijcshærðs snáða sem var þar öllum stundum, og sjaldan mun hann hafa verið þar nema knöttur væri með í förinni. Stundum bar hann þetta leik- fang sitt innilega undir hend- inni. Oft mátti einnig sjá hann með knö.ttinn bundinn f band- spotta, þar sem snáðinn hélt í annan endann og uffi leið og hann gekk blakaði hann við knettinum með fætinum, hægri og vinstri í hverju skrefi. Þetta var Þórólfur Beck. Þannig urðu. þeir „dús“, hann og knötturinn. Hver stund not- uð. hvert skref. Það var æfing og aftur æf- ing. TUfinningin fyrir látum knattarins var orðin samstilli tilfinningum Þórólfs, og það s’áum við raunar þegar þeir hittast vinirnir á vellinum. Þá er enau. líkara en að þeir séu samvaxnir. Þegar farið var að efna til knattbrauta KSf, var það ekk- ert óeðlilegt að það varð ein-’ mitt Þórölfur sem fyrstur náði að leysa þrautir þær sem veittu guUmerki sambandsins, þá í þriðia flokki. Síðan hefur Þór- ólfi stöðugt vaxið þroski og kunnátta. Annar atvinnumaðurinn frá Islandi. Þessi upprifjun um Þórólf SP.ÆNSKAR ný scnding ný uppskeza gæðaiiokkur með knöttinn í bandinu, fær mann til þess að renna hugan- um enn lengra aftur í tímann eða u.þ.b. 14 ár, er Þórólfur var að slíta 8—10 ára skónutn. Þá var hér annar ungur maður sem oftast hafði knött með sér hvert sem hann fór, og ef strákahópur sást á túnbletti i suðui-bænum, mátti ganga út frá því sem vísu að þá var hann þar. Þessi drengur var Albert Guðmundsson. Um sitt- hvað svipar þeim saman þess- um ungu drengjum. Fyrst og^ fremst um ástina á leiknum og knettinum. Þeir nota hvert tækifæri til þess að ná valdi yfir honum, geta tekið á móti honum hvernig sem hann kem- ur, geta sent hann frá sér hvert sem þeir vilja með fá- dæma nákvæmni. Þessari und- irstöðu ná þeir báðir tveir á unga aldri. Þegar þeir sem ungir menn fara að leika í lið- um fullorðinna, kemur það líka fram að þeir hafa einnig hugs- áð’ 'um það hvað knattspyrna í raun og veru er. Þeir skynja samleik þessara 11 manna, hreyfingar þeirra, staðsetning- ar, og það hjálpar þeim að nýta þennan skilning að þeir hafa leikni til þess að senda knöttinn með nákvæmni á rétt- an stað. __ Það er mjög erfitt að gera samanburð á því hvor hafi haft meiri leikni á þeim ár- um, þar munar ekki miklu, eða ekki svo að minnið greini það. Hinsvegar hafði Albert á vissan hátt betri undirbfming að því er snerti líkamsþjálfun, því að hann stundaði harða leikfimi á þessum árum og var mjög góður leikfimismaður. Það gaf honum undirstöðu sem hann bj.ó lengi að. Hinsvegar hefur maður það ■ á ^ilfinningunni, að Þórólfur hafi ekki eytt eins miklúm tíma í grunnþjálfun sína, að hann hafi ekki verulégá tekið á, hvað það snertir. Ástæðan er einfaldlega sú að hann þurfti svo miklu minna á sig að leggja vegna leikni sinnar. Hann hafði í fullu tré vicþ hina ef hann aðeins beitti leikni sinni og hinum næma skiln- ingi á sjálfri knattspyrnunni. í atvinnumennskunni er ekki síður krafizt þols en leikni, og er lögð mikil áherzla á þann þátt þjálfunarinnar, og mun Þórólfur hafa kynnzt því nokk- uð þennan tíma. sem liðinn er. Atvinnumennska og áhuga- mennska í knattspyrnu er sitt hvað. Atvinnumennskan er harðari og ef svo mætti segja ■vægðarlausari. og gerir kröfu til manna að þeir leggi sig fram sem bezt þeir mega; ef þeir standa sig ekki eru þeir „settir út“ og þá lækkar gengi þeirra. Þórólfur hefur þegar tvö undirstöðuatriði mjög á valdi sínu og það eru leiknin og skilnlngurinn á s.iálfum leiknum, og það er mikilvægt Síðar kemu.r svo í ljós. hvort honum falía þær kröfur sem gerðar eru til atvinnumannsins, hvort hann fellur inn í þann anda sem þar ríkir, sem er af allt öðrum toga en í áhuga- mannaliðum. Takist Þórólfi að falla inn t þetta umhverfi er ekki að efa að hann á eftir að vekja at- hygli á íslandi og íþróttum hér, og að hann verði góður „ambassador11 fyrir æsku Is- lands. Hér er Þórólfi árnað heilla með þennan áfanga á knatt- spyrnuferli sínum, um leið og til þess er hugsað með nokkr- um trega að við skulum ekki fá að sjá hann í leikjum með KR, eða í landsliði á næst- unni. Undir þetta hvorttveggja munu allir taka, sem góðri knattspyrnu unna af einlægni. Frímann. Úrslit kunn í 3 flokkum Lokaspretturinn er nú hafinn í Reykjavíkurmótinu í hand- knattleik en því lýkur um næstu helgi. Orslit eru nú þeg- ar kunn í þremur flokkum en það^er í 3. fl. k. B-lið. Þar sigr- að'i Ármann og einnig sigruðu þeir í 2. fl. kv. A-lið. Víkingur sigraði aftur á móti 2. fl. kv. B-lið. í 2. fl. k. B-lið verður að fara fram aukaleikur á milli Víkings og Fram þar sem bau urðu jöfn að stigum því marka- tala ræður aðeins í riðlum. ÍR sigraði M óvænt Á sunnudagskvöld fóru fram 3 leikir í meistaraflokki og urðu allir mjög jafnir og spenn- andi. Mest kom á óvart sigur ÍR yfir KR 11:10. Leikur Fram og Víkings var lengst af tví- sýnn, því að Fram tókst ekki að ná forystu fyrr en um miðj- an síðari hálfleik. Leiknum lauk með 14:11 fyrir Fram. Jafntefli varð á milli Vals og Þróttai’, og náðu Þróttarar bezta leik sínum í mótinu. Ur- slit urðu 11:11. Verður nánar sagt frá leikj- um þessum á morgun. Þriðjudagur 5. desember 1961 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.