Þjóðviljinn - 20.12.1961, Page 5
Smásagnahöfundur i fremstu röð
Xngimar Erl. Sigurðsson:
Hveitibrauðsdagar.
Bókaverzlun Sigfúsar
Eymunds-sonar, Reykja-
vík 1961.
Þetta er önnur bók höfund-
arins. Hin fyrri var ljóðabók
„Sunnanhólmar", sem kom út
hjá sama forlagi árið 1959. Ekki
vakti sú bók mikla athygli, en
þó mátti greina þar uppruna-
legan streng, sem virtist eiga
sér rætur í innhverfum per-
sónuleika. Þessa sama innhverfa
strengs gætir einnig í sögum
Ingimars. Að vísu misjafnlega
■mikið í einstökum sögum, en
allsstaðar nokkuð. í þessari bók
eru 12 sögur og hafa nokkrar
iþeirra birzt áður og jafn-
vel hlotið verðlaun.
Ingi.mar fjallar alloft um
börn í sögum sínum og finnst
mér hann ná þar einna beztum
árangri. Sérstaklega verður
sálarlíf draumljmdra og ein-
mana drengja honum notadrjúgt.
• Gítar
Til
jólagjafa
leikföngum
• Gítarar og gítar-ólar
® Ráfmagns-gítarar Hofner
1 Ráfmagns-bassar
® Harmonikkur, allar
stærðir. '
• Tromupetar •
• Fiðlur
° Og . margt Æleira.
Einkaumboð á íslandi fyrir
• Sclmer-Saxafóna og fl,
Einkaumboð fyrir
• Premier trommum
Hljóðfæraverzlwi
POUL BERNBURG h.f.
Vitastíg 10 — Sími 3-8-2-11
Sendum um allt land.
yrkisefni t. d. í einni béztu
sögu bókarinnar: Snjór. Einnig
í sögum einsog Regn, Rottuveið-
ar og Huldumaður, en líklega
eru þessar fjórar sögur einna
beztar í bókinni. Er all-erfitt
að gera upp á milli þeirra. Ein
saga sker sig úr vegna þess hve
hún er lélegri en hinar. Það er
sagan Böggla-Stína. Hún er
varla meira en hversdagsleg
svipmynd án bókmenntalegrar
upphafningar. Eina söguna,
Þrjár líkkistur, samdi höfundur
15 ára gamall, og er dálítið
merkilegt að hún skuli ekkert
gefa eftir hinum nýrri sögum
í bókinni.
Mér virðist Ingimar Erlendur
heiðarlegur rithöfundur. Sögur
hans eru persónulegar og vand-
lega unnar.
Yrkisefni hans eru að vísu
ekki mjög fjölbreytt, en hann
þekkir vel það. sem hann skrif-
ar um. Hygg ég að hann byggi
sögur sínar mjög á eigin
reynslu. Ingimar gerir ekki
þjóðfólagsmál að yrkisefni, í
venjulegum skilningi. Er einna
líkast því að persónur hans
lifi og hrærist í stöðnuðu þjóð-
félagi, sem ekki á sér neinna
breytinga von í náinni framtíð.
Hann leggur höfuðáherzlu á
sálarlíf persónanna, kannar þar
ýmsa afkima og snertir við-
kvæma bletti. Fer hann um
þetta allt nærfærnum og skiln-
ingsríkum höndum. Sumum
kann að virðast hann koma
stundum of nálægt því, sem
þeir vilja ekki hafa í hámæl-
um, og mun höfundur hafa átt
í útistöðum við útgefanda af
þeim ástæðum. Ekki fæ ég séð
hvað slíkum ýfingum hefur
getað valdið.
Hér á landi eru nú nokkrir
góðir smásagnahöfundar. Ekki
treysti ég mér til þess að skipa
þeim niður í röð, en vafalaust
má Ingimar Erlendur teljast
þar framarlega. Bókin er pTent-
uð í prentsmiðju Jóns Helga-
sonar og er frágangur allur
mjög góður. Atli Már gerði
mjög þokkalega kápu á bókina.
Jón frá Pálmholti.
Kœrkomnir
kunningjar
Álfaguli og Kóngsdótt-
irin fagra eftir Bjarna
M. Jónsson, 3. útgáfa.
Bókaútgáía Menningar-
sjóðs. j
Það er eins og að hitta aft-,
ur gamla og góða vini að fá
i hendur Kóngsdótturina fögru
og Álfagull eftir Bjarna M.
Jónsson, sem hrifu mig svo
mjög sem barn. Það er líka á-
nægjuiegt að lesa ævintýrin að
nýju og finna að þau hafa í
engu tapað gildi sínu á þeim
34 árum sem liðin eru frál
fyrstu útkomu þeirra. Þetta eru
ævintýri, skrifuð á fallegu og
eðlilegu máli, full af seiðmagni
og mannviti. Manni finnst næst-
um eins og þessar sögur hafi
alltaf verið til og muni alltaf
verða til, enda ættu þær það
skilið. Hafi Menningarsjóður
þakkir fyrir útgáfu þeirra.
Alfheiður Kjartansdóttir.
Ein Dísubókin enn
Kári Tryggvason kennari í
Hveragerði sendir frá sér tvær
barnabækur í haust, og tvær
komu í fyrra. Önnur bók
beggja áranna er um Dísu á
Grænalæk, og eru þær bækur
þá orðnar þrjár og sú fyrsta
komin í tveim útgáfum.
Það mætti segja mér, að
Dísubækumar hans Kára væru
með vinsællj barnabókunum,
og ber því ,að fagna. Málfar
bókanna er hreint og látlaust
og mjög við hæfi yngstu les-
enda landsins. Dísa er mjög
venjuleg telpa og hverju bami
elskuleg leiksystir. Eftir fvrstu
bók langar litla lesandann til
að hitta hana aftur og kynnast
henni nánar, og alltaf er hún
sama skemmtilega stúlkan, þótt
smámsaman togni úr henni.
Ævintýri eru við hæfi barna,
og mikið af bamabókmenntum
er í því formi. Einstaka ævin-
týri fléttar Kári inn í frásagnir
sínar. En það er ekki þeirra
sterkasta hlið. Hinn þátturinn
er sterkari, hve höfundur hefur
næma tilfinningu fyrir ævin-
týri hversdagsleikans í lífi
barnsins,- Þegar rnarnma verður
blíð að afstöðnum ávítum, þeg-
ar pabbi kemur heim með
móðurlaust lamb og litla stúlk-
an fær að halda á mjólkurpel-
anum ,meðan það tottar, og svo
ætlaf það að sjúga nefið á
henni. Og þótt Dísa sé sveita-
stúlka, þá er það ekki nauð-
synlegt, að bömin séu í sveit-
inni, til þess að dagur hver
verði ævintýri. Kári hefur líka
staðsett söguhetjur sínar í
Hveragerði, Vestmannaeyjum
og víðar, og hvergi er hörgull
á ævintýrum. Hið daglega líf
er hvervetna óslitið ævintýri.
þar sem bamssálin er annars
vegar.
ísafold gefur út bamabæk-
urnar hans Kára. Útgáfan er
öll hin vandaðasta, letur skýrt
og prentvillur útlægar. Bókin
er prýdd myndum eftir Odd
Björnsson, látlausum og lifandi.
Gunnar Benediktsson
Notum
aldrci
óundirlímd
plastáklæði
STÖÐUG Á STÍLFÓTUM
/
SÓLÓ-settið fegrar híbýli yðar, notið yður alla mögu-
leika eldhússins, fáið yður stílfallegt SÓLÓ-eldhússétt.
SÓLÓ-settin em smíðuð úr völdum stálrörum húðuðum ;
slitsterkri chromehúð. Borðplatan er úr hinu kunna
ARBORITE harðplasti en stólarnir fást ýmist með
Tealcbaki og bólstruðu sæti eða albólstruð með hinu
eftirsótta nýja „LYSTADUN“. — SÓLÓ-settin fást í |
ELECTROLUX-UMBOÐINU
Laugavegi 176 — Síml 36-200 | 1 '•”1
Odýr leikföng
Miklatorgi (við hliðina á lsborg).
\
, JÓLABÓK OKKAR
jaiawÉXiir. 1 -r Á ÍSLENDINGASLÓDUM f KAUPMANNAHÖFN eftir B]örn Th. Björnsson fœr einróma lof.
HEIMSKRINGLA.
Miðvikudagur 20. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (5