Þjóðviljinn - 22.12.1961, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.12.1961, Síða 3
 - s?i mmm <W\- ; :,V Ja, — hvað af öllu þessu ætti ég nú að kaupa, hugsar margur, þegar hann sér fyrir scr slíkt úrval góðgætis. — Myndina tók ljósm. Þjóðv. A. K. í kjötbúð Sláturfélags Suðurlands í gær. Nitján ára piltur biður bana af slysaskoti Háttur Morgunblaðsins Stundum þykist Morgun- blaðið vera á móti nýlendu- kúgun, en þegar á reynir verður annað uppi á teningn- um. Þannig hamast blaðið nú dag eftir dag gegn Nehru fyr- ir að stugga Portúgölum úr Indlandi eftir að hafa sýnt þeim mikið langlundargeð. Segir blaðið að það sé ósæmi- legt að Nehru og Indverjar skuli „grípa til vopna og bióðsúthellinga til þess að ná því takmarki. sem heilbrigð og eðlileg þróun er auðsjá- anlega að ná. .. Nýlendu- skipulagið er að líða undir lok. Sú þróun gerist svo að segja allsstaðar uieð friðsam- legum hætti, þar sem hlut eiga að máli vestrænar lýð- ræðisþjóðir og hinar gömlu nýlendur þeirra.“ Sá ^friðsamlegi háttur“ sem Morgunblaðið hefur slíkt dá- læti á er væntanlega styrj- öldin í Alsír, þar sem hinir frönsku bandamenn okkar hafa nú myrt sem næst eina milljón Serkja en hrakið tvær milljónir frá heimilum sín- um og komið þeim flestum fyrir í þrælabúðum. Heil- brigð þróun birtist í portú- gölsku nýlendunni Angóla, þar sem hundruð þúsunda innborinna manna hafa ver- ið--Ætráfelld í grimmdaræði sem á sér naumast nokkrar hliðstæður. Eðlileg þróun kemur fram í Kongó og er auðvitað persónugerð í einka- vini Morgunblaðsins, hinum siðvædda Tsjombe. Og lýð- ræðið á að sjálfsögðu heima- land í Kenýa. þar sem hungr- ið hefur nú tekið við því hlutverki sem brezkar her- sveitir gegndu áður. Það er ekki von að Morg- unblaðinu sé um málalokin. í Góa. Þar féllu aðeins nokkr- ir tugir manna. — Austri. í fyrramorgun fundu menn, sem voi'u að fara með mjólk frá hænum Rauðuskriðu í Þingeyj- arsýslu. 19 ára pilt frá Akureyri, Pétur Leósson, örendan við veg- inn inni í Skriðuhvcrfi. Hafi hann verið með riffil og hlaup- ið skot úr honum í höfuð piltsins. Mun hann hafa Iátizt samstundis. Samkvæmt upplýsingum sýslu- manftsins á Húsavík er ekki vit- að með hverjum hætti slys þetta hefur borið að höndurn. Pétur, sem átti heima á Akureyri eins og áður segir, hafði farið austur í Aðaldal í bifreið, sem hann hafði fengið til umráða. Var hann einn á ferð. Mun hann hafa ætlað að huga að rjúpum. en hann var kunnugur þarna fyrir austan, hafði dvalizt um skeið bæði í Klambraseli og að Rauðu- skriðu. Það er síðast vitað til ferða Péturs, að hann lagði seint á þriðjudagskvöldið af stað austan úr Aðaldal aftur heim til Akureyrar og er talið, að slysið hafi orðið þá skömmu síðar eða snemma um nóttina. Stóð bifreið hans á vegabrúninni og hafði Pét- ur ekki verið korninn nema ör- slutt írá henni. Skepti riffilsins var brotið, én það mun hafa ver- ið sprungið fyrir. SíÖesta afla- ? salafyrirjól í gær seldi togarinn Ágaist frá Hafnarfirði afla sinn í Grims- by, 171 lest fyrir 12344 sterlings- pund. Þetta er síðasta sala íslenzks togara í Bretlandi fyrir jó!, en alls hafa 13 togarar selt þar í landi í desembermánuði fyrir 122,194 pund. Tveir togarar munu selja þar milli ióla og nýárs. í desember hafa 18 ís’enzkir togarar selt afla sinn í Vestur- Þýzkalandi, samtals fy-tr 1.626» 300 mörk. Þar af fengust 613.800 mörk fyrir síld. Föstudagur 22. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — Eins og frá var sagt hér í blaöinu á dögunum, opnaöi Kjöt- vcrzlun Tómasar nýja kjörbúð á Grensásvcgi 48. Sem sjá má hér á myndinni, er búðin ákaflega smckklcg og þar fæst að sjálfsögðu allt í jólamatinn. ar kjötverzlanir í gær, til að heyra hljóðið í þessari verzl- unargrein. Fyrst kom ég í kjöt- og nýlenduvöruverzlun KRON á Skólavörðustíg 12. Þar hitti ég ungan og lipur- legan mann, örn Ingólfsson deiJdarstjóra. — Hér er mikið verzlað fyr- ir jólin, við höíum aldrei keypt eins mikið útúr aíurða- sölunni, einsog nú. Ég get sagt þér sem dærni, að sumir dag- ar nú, eru 50" (l hærri í sölu, en sambærilegir dagar í fyrra. — Langmest seljum við af hangikjötinu, en svínakjöt og nautakjöt eru að sækja mjög á það. Fólk kaupir rjúpur á hvaða verði sem er, bara ef þær fást, en einsog iþú veizt Konan hcr á myndinni, cr að kaupa sér eitthvað gott á jólaborðið í verzlun KRON á Skóla- vörðustíg 12. — Myndin var tekin í gær. (Lj ósm. Þjóðv. A. K.). eru þær ákaflega sjaldséðar nú. — Líka má minnast á sæl- gætið, salan í því hefur stór- aukizt og eins er með ný- lenduvörurnar, sérstaklega niðursoðna ávexti. Kjörbúð SlS í Austurstræti, er án efa ein stærsta verzlun landsins, einskonar magasín. Þar er hægt að kaupa hérum- bil allt sem hugurinn girnist og gæöavöru, eftir því sem Bjarni Grímsson verzlunai'T stjóri tjáði mér. Annars sagði hann að matvælaösin væri seinni á sér en í fyrra og byggi hann sig undir að taka á möti miklum mannfjölda í dag og á morgun. — Við seljum meira af í'uglakjöti nú en áður, sérstak- lega endur. Hænur seljast líka vel, en rjúpur sjást ekki eins og þú veizt. Hangikjötið er í sérflokki, sala á svína- og nautakjöti hefur verið svTpuð og í fyrra, en yfirleitt má segja að sala á matvörum hafi aukizt um 10" u- ★ Lárus Lýðsson verzlunar- stjóri í verzlun ; Síáturfélags Suðurlands Skólavörðustíg 22, tók mér með virktum, einsog hans var von og vísa, sýndi mér búðina og svaraði spurn- ingum mínum af mestu þolin- mæði: — Jólahangikjötið er efst á blaði, en svínakjötið er í hraðri íramsókn, sérstaklega hamborgarhryggir og beinlaus stykki framanaf hnakka. Hjá okkur er mikil eftirspurn ei't- ir gæsum. Rjúpur eru eftir- spurðar en sjaldséðar. — Mjög er orðið algengt að fólk vilji fá læri, bæði ný og hangin, úrbeinuð. Ég er búinn að vera í þessu í 30 ár og þegar ég byrjaði þekktist þetta ekki. Af þessu leiðir að sjálfsögðu aukna vinnu, en aðstaðan er orðin svo miklu betri, að það vegur upp á móti aukinni þjónustu og auknum viðskiptum. — Maður verður ósköp feg- inn, þegar þetta jólastúss er búið. G.O. Jólin eru hátíð heimilanna og íátt v'eldur meiru til góðs eða ills um jólahald, en vel heppnað jólaborð. Árið um kring éta íslend- ingar fylli sína, en á jólunum éta þeir almennt offylli sína. Eftir því sem ég komst næst í viðræðum við höndl- ara í þessari grein, er hangi- kjötið sígilt nú sem ávallt, en svínakjötið sækir á. Nokkuð hefur eftirspurn eftir fugla- kjöti aukizt og þá sérstaklega öndum og gæsum. Nú, og rjúpurnar eru auðvitað rifn- ar út jafnóðum og þær koma í búðirnar. ★ Ég lagði leið mína í nokkr-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.