Þjóðviljinn - 31.12.1961, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.12.1961, Blaðsíða 8
Framhald af 19. síðu. Sósíalistaflokknum ber því — eigi aðeins veena þess að hann er fylgjandi bræðralagi alþýðunnar í öllum löndum og sósíalismanum, heldur og sem framsæknum alþýðufiokki ís- ienzks sjálfstæðis, — að reyna að halda hug þjóðarinnar heið- um og varðveita útsýn hennar of heim allan, en vinna á móti þeirri formyrkvun hugarins, sem auðvaldið vinnur nú að af fítonskrafti með öllum sínum áróðurstækjum. Hitt er svo annað mál, hvernig þessi við- leitni kann að takast á hverj- um tima í einstökum atriðum. Þar ber vissulega að haida í heiðri reglu Ara fróða að hafa það heldur. er sannara reyn- ist. — Og ef MorgUnblaðið hefði gert það, þá hefði Árni Pálsson prófessor, ekki þurft að segja andvarpandi á striðs- árunum, er hetjuleg barátta Sovétþjóðanna braut niður árásarþrótt nazismans: ,,Mikið hefur verið logið að okkur um Sovétríkin“. ísland mun á komandi ári og árum þurfa á skilningi og vin- áttu að halda sem víðast. Og þá er bað i senn óviturlegt og ósæmilegt að reka frá sér þau ríki, sem reynzt hafa oss bezt á úrslitastund, eins og Sovét- ríkin gerðu bæði 1952 og í jandhelgisdeilunni 1958, — en það er afturhaldið nú að reyna að gera með þeim fjandskapar- 'áróðri, sem blöð þess reka. Til- gangur þeirra er að ísland standi eitt og einangrað á þvi augnabliki, sem auðhringar Vestur-Evrópu ætla að innlima það. Og það er einmitt það, sem ekki má takast. i Sáttasemjari og aðstoðarmenn hans telja atkvæði í Alþingishúsin lýðsfélaga og atvinnurekenda n um miðlunartillcguna í vinnudcilunum, en forustumenn vcrka- og fréttamenn fylgjast með. Árið 1962 verður vafalaust ár mikilla örlaga fyrir ísland og íslendinga. Árið 1262 var þjóðveldið svikið undir erlendan konung, og landið smámsaman gert að nýlendu, — af því bændaal- þýðuna skorti samtök, þrótt og árvekni, — og af því stór- höfðingjarnir, sem .rænt._höíðu jörðunum ai'- bæ'ndum," ó'tiuðust alþýðu íslands og ■ vildu þá heidur fá erlenda drottna yfir sig, en búa við íslenakt bænda- lýðræði og sjálfstæði. Þá Var ýfirstétt áðaís og stórjarðeigenda í uppsiglingu í Evrópu,, og voldug yl'irstétt Ves&rlSndl''iátti þá 'á næstu öldum eftir að brióta undir járnhæl sinn hverja frjálsu þjóðina á fætur annarri i Evr- ópu, Ameriku, Afriku og Asíu. ÞíA. ii.i' þétta aldagamla, ný- lencíú-' og ‘ kúgunarkerfi' yfir- stéttanna að hrynja í rústir um heim allan. Undirokaðar al- þýðustéttir hafa þegar byit af. sér yfirstéttum sínum í þriðj- ungi heims og tekið að byggja . upp sósíalistískt þióðfélag í Evrópu, í Asíu oa nú síðast í Ameríku — á Kúbu við bæjar- dyr bandaríska auðvaldsíns; Og í Sovétríkjunum setur alþýðan sér nú þegar það mark að út- rýma að fullu og öllu allri fá- tækt og koma á allsnægtaþjóð- félagi jafnaðar og sameignar á næstu 20 árum. Undirokaðar þjóðir í Asíu, Afríku og Suður- Ameríku hafa varpað af sér hlekkjum nýlendukúgaranna eða hrista klafann svo morkin mannfélagshöllin skelfur. Enn getur að vísu Atlanzháfsbanda- lagið og franskir og portúgalsk- ir herir þess myrt Serki og Angolamehn og aðrar þjóðir, ,€r frelsi þrá, hundruðum þús- •unda. saman, ■— en.-timi ný- . !endúkúgur.arinnar ér brátt á ’énda. Ef til vill glymur klukk- an bví kúgunarkerfi útfarar- stsfið á árin’ú 1962 víðast hvar um heim. Á ísland þá, þegar alþýða allra. kúgaðra uýlenrina er að beiinta fre'.si sitt úr klóm auð- hringanna, — á vir.nandi þjóð fslan.ds þá aPur að verða und- irokuð og arðrænd. ísland aft- ur erlendum auðhringram að fé- þúfu? Er það betta, sem á að ger- . ast árið 1962 með, inngöngu í Efoabagsbandalagið? Þeir auðhrihPár, sem sviptir verða arðránsaðstöðu í Kongó, Iiagsbrúnarmenn á fundi um samningamálin í vinnudcilunni siðastuðlð stunar. Kenya eða annarsstaðar. munu vissulega hafa áhuga fyrir að skapa sér nýlendur í Evrópu úr fyrri frjá’tum þjóðum. Auð- hringar Vestur-Þýzkalands hafa reynsluna frá valdaárum HitJ- ers í að arðræna lönd eins og Noreg, Danmörku og önnur slík. Og vesturþýzku auðhring- arnir, sem nú hafa forustuna í Efnahagsbandalaginu, fara ekki dult með áhuga sinn á íslandi og auðlindum þess. Erindrekar Atlanzhafs- og Efnahagsbandalagsins £ ís- landi heyja undirbúning sinn að innlimun íslands markvisst og miskunnarlaust. Fvrst skulu verklýðssam- tökin rægð, en þó jafnframt reynt að stinga þeim svefnþorn ótta og vonlevsis. — en siðan skal reynt að fjötra þau og brjóta þau á bak aftur, ef þau eira ekki arðráninft og launa- kúguninni aðgerðalaust. Verklýðssamtökin eru kmrn- inn í lýðræði og sjálfstæðl hverrar þjóðar. Og ef bað tæk- ist að brjóta þau á bak aftur, verður auðveldur eftirleikurinn að ráða niðurlögum lýðræðis og fuUveldis. — Sú var reynslan í Austurríki, er Dolfuss-fasist- arnir þar réðu niðurlögum verkalýðsins og lýðræðisins 1934. þá var innlimun landsins í. auðhringaríki Hitlers auðveld 1938. Úrslitin í baráttu alþýðunn- ar við auðvald og afturhald innanlands verða ætíð forspil- ið að úrslitunum j frelsisbar- áttu þjóðarinnar við erlent v.ald. ★ Örlög Islands á árinu 1962 velta á >->vi hve víðfeðma og hei’.huga einingu tekst að sikapa með þjóðinni. Sú samstaða, er einkenndi al- þýðusamtökln í upphafi júni- verkfallsins í sumar. er ’.fyrir- mynd um bá einingu, sem þarf til að sigra í hagsmunabáráttu jafnt verkalýðs sem starfs- .fólks. Hin* víðfeðma eining og at- 2Q) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 31. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.