Þjóðviljinn - 13.01.1962, Side 7

Þjóðviljinn - 13.01.1962, Side 7
þJÖÐVHrJINN Úteefandl: Bamelnlngarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurlnn. — Rltstiðran Magnús Kjartansson (áb.). Magnús Torfl Ólafsson, Sigurður Quðmundsson. - rréttaritstlórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — AuglýslnBastjórl: Guðgelr Magnússon. - Bltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skðlavðrðust. 19. Blml 17-500 (5 ilnur). Áskriftarverð kr. 50.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. Innliniunarmeim látast nú óráðnir íþess verður vart, að upplýsingar .þingmanna Alþýðu- bandalagsins og sósíalista utan þings um hætturn- iar iaf innlimun íslands í Efnahagsbandalagið, hafa þegar haft veruleg áhrif. Það sést nú sjaldnar en fyrir nokkrum mánuðum að innlimunarkarlar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins gangi svo blygðunarlaust til venks í áróðri sínum að telja innlimun íslands í Efnahagsbandalagið sjálfsagðan hlut; íslendingar eigi þess engan 'kost að vera utan við, og annað álíka gáfu- legt. Ofstækismenn stjórnarflokkanna, sem virðast hafa einsett sér, að innlimunin skuli framkvæmd hvað sem hagsmunum íslenzku þjóðarinnar líður, menn eins og Gunnar Thoroddsen, Birgir Kjanan og Gylfi Þ. Gísla- son, hafa nú hægara um sig. jþað er til marks um að mótstaðan gegn innlimuninni eflist dag frá degi, að Morgunblaðið telur sér nú nauðsynlegt að lóta eins og allt sé enn óráðið um þetta mál, einnig afstaða ríkisstjómarinnar. Blaðið segir í fyrradag: „Ekkert hefur verið ákveðið um það hvort ísland gangi í Efnahagsbandala-gið eða hvemig aðild þess yrði háttað. Ríkisstjórnin hefur hins vegar haft þann eðlilega og sjálfsagða hátt á að fylgjast sem bezt með öllu sem gerist meðal þjóða Evrópu í þess- um máium.“ Er ekki eins og menn þekki tóninn frá því verið var að véla ísland í Atlanzhafsbandalagið? Stöðugar afneitanir stjórn-arvaldanna um raunverulega afstöðu þeirra til málsins, allt fram á síðustu stund. Og þá er málið hespað gegnum Alþingi á fáum dögum á vísvitandi lognum forsend-um, eins og yfirlýsingunum að aldrei yrði farið fram á -herstöðvar á íslandi á frið- artímum, þó landið gerðist aðili að Atlanzhafsbanda- lagínu. Það vantar ekki nú talið um ,,fyrirvarana“, „aukaaðildina“, „sérstöðu íslands“. En slíkt blekking- artal sömu mannanna, sem uppvísir eru að hi-num vís- vitandi lognu fullyrðingum er sætta óttu þjóðina við inngöngu í hernaðarbandalagið verður vart tekið í alvöru í annað sinn, þegar íslenzk landsréttindi eru í stórhættu. jjví er einnig ástæða til að taka með f-ullri varúð og tor- try-ggni yfirlýsingum stjórnarblaðan-na eins og þeirri sem vitn-að var til. Þar er einungis slegið undan í orði kveðnu, vegn-a þess -að í landinu er að rísa sterk alda til varnar sjálfstæði lands og þjóðar, í þetta sinn gegn innlendum valdamönnum og hinum erlendu „vinum“ þeirra, sem eru að undirbúa ó hinn lævíslegasta hátt að farga sjálfstæði lands og þjóðar og gera ísland að valdalausum hreppi í voldugri rikjasamstevpu, varn- arlausu landi gegn ásókn erlends auðvalds. Það var annar tónn í ofstækismönnum stjórnarflokkanna þeg- ar þeir jhéldu að þessi svikráð við sjálfstæði þjóðarinn- ar myndu takast án þess að þjóðin fengi að vita hvað í vændum væri. Þá talaði Gunnar Thoroddsen hiklaust um að gera þyrfti tilteknar ráðstafanir hér heima, „ef við ætlum að gerast þátttakendur í Efnahagsbandalag- inu, -eins og margt benti nú til að óhjákvæmilegt yrði.“ (Tilvitn-un í Mbl. 1. sept. 1961). Ðlöð stjórnarflokk- -anna hafa rekið ábyrgðarlausan og blygðunarlausan áróður fyrir innlimun íslands í bandalagið án þess að leggja nokkra óherzlu á að (kynna þjóðinni hættum- ar og skuldbindingarnar sem aðildinni fylgja. Það er glöggt hvað Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn vilja í þessu máli. Gegn þeirxi lífshættu sjálfstæð- is íslands verða menn að taka höndum saman, hvar I flokki sem þeir annars standa. •— s. BORGARASTYRJOLD VOFIR YFIR fFRAKKLANDI Sprengingar á nýársnótt sæta venjulega ekki miklum tíð- indum, en hvellirnir sem kváðu við í villuhverfi á einni af hæðum Algeirsborgar áttu ekk- ert skylt við meinlausar púð- ursprengjur til að kveðja gamla árið. Þar var blóðug alvara á ferðum. Brynvarinn bíll stóð á götunni og úr hon- um dundu skot á veglegu íbúð- arhúsi. Fallbyssuskot og vél- byssusnark blönduðust saman. Sprengikúlur úr skriðdreka- byssu í árásarbílnum muldu veggi hússins, en úr gluggum þess var svarað með vélbyssu- skothríð. -Bardaginn hófst skömmu fyrir miðnætti, en nokkru eftir að klukkur Al- geirsborgar höfðu hringt inn nýja árið kom lögreglubíll á vettvang. Þá hafði fallbyssu- vagninn sig á brott, en undir morgun kom hann aftur og bætti við nokkrum skotum. Yfirvöldin í Algeirsborg vörð- ust allra frétta af bardag- anum á nýársnótt, blöð borgar- ‘innar birtu ekki orð um at- burðinn. Fréttaritarar blaða í Frakklandi komust að þeirri niðurstöðu að þama hefðu átzt við árásarsveit úr leyniher fasistahreyfingarinnar OAS og menn úr annarri leynihreyfingu sem risin er upp gegn henni. Húsið sem ráðizt var á er talið hafa verið aðsetur einhverra af forustumönnum þessarar nýju hreyfingar. Að minnsta kosti tveir menn féllu í bardaganum á nýársnótt en óvíst er hve margir særðust. Fréttamenn hafa eftir sérfræðingum sem könnuðu vígvöllinn, að skotið hefði verið ekki færri en sex sprengikúlum úr skriðdreka- byssu á húsið. Svona bvrjaði nýja árið í Alsír, og framhald- ið hefur verið eftir því. Fimm fyrstu daga ársins voru á ann- að hundrað manns vegnir og hátt á þriðia hundrað særðir, flestir á götum stærstu borg- anna. Ekki leikur vafi á að mikill meirihluti víganna er verk OA£. Leigumorðingjar samtakanna eru sendir til að ryðja úr vegi þeim mönnum, embættismönnum, herforingj- um og óbreyttum borgurum, sem fasistahreyfingin fellir sé'r hættulegasta. Einkum hefur O AS orðið vel ágengt að brytja niður foringja úr lögreglu og leyniþjónustu sem franska rík- isstjórnin hefur sett til að fylgj- ast með fasistasamtökunum og reyna að hafa upp á forsprökk- unum. Fyrir níu mánuðum, þegar uppreisn brauzt út í Alsir og býizt var við fallhlífa- sveitum yfir París á hverri stundu, hrópaði de Gaulle Frakklandsforseti í útvarp og sjónvarp: „Frakkar, hjálpið mér!“ Eindregin andstaða al- mennings í Frakklandi og þorra óbreyttra hermanna í Alsír varð til þess að fyrir- ætlanir hinna hægrisinnuðu at- vinnuhermanna fóru út um þúfur. En de Gaulle hefur tek- izt að halda þannig á málum að sá sigur varð til einskis. Herforingjarnir sem uppreisn- inni stjómuðu og dæmdir voru til dauða leika enn lausum hala, þenja út undurróðurskerfi sitt innan hersins, stjórna hrvðjuverkum bæði í Alsír og Frakklandi, rjúfa útvarpsdag- skrár þegar þeim sýnist til að koma áróðri sínum á fram- færi. Með hótunum um skemmdarverk og morð hafa fyrirtæki og einstaklingar ver- ið kúguð til að gjalda OAS skatt. Síðari hluta liðins árs sprungu að jafnaði plast- sprengjur tugum saman á hverjum degi í Alsír og París, stoð ókunnra verndara í her og lögreglu. Fyrirætlanir yfir- valda um aðgerðir gegn hermd- arverkasamtökunum berast til forustumanna þeirra eftir duld- um leiðum jafnharðan og frá þeim er gengið. Máttleysi stjómarvaldanna gagnvart hermdarverkamönnunum hefur að vonum vakið ugg í Frakk- landi. Ýms samtök vinstri manna efndu til hópgöngu í París 19. desember til að mót- mæla ógnaröldinni og krefjast skeleggra aðgerða gegn OAS. Ríkisstjórnin bannaði gönguna og skipaði lögreglunni að dreifa henni, enda þótt stéttarfélag lögreglumanna hefði lýst yfir samþykki við markmið göngu- manna. Kom til blóðugra átaka milli lögreglusveita og mann- fjöldans, og mæltist framkoma ríkisstjómarinnar afar illa fyr- ir. Svo er að sjá sem ráðherr- amir vilji forðast að brenna sig aftur á sama soðinu, því um síðustu helgi . var lögregl- 1 Frá götuóardöguni i Algeirsborg í tyif a, þegar hægri menn reynúu að hrifsa vöidin. OAS hefði sett þá til höfuðs Locussol, sem er ættaður frá Alsír. Morðárásir af þessu tagi hafa nú tekið við af plast- sprengingunum, sem slotaði að mestu skömmu fyrir áramót. Breytingin á baráttuaðferðum OAS þykir ekki vita á gott. Paul Hoffmann, fréttaritari New York Times í Algeirsborg, hefur eftir einum stuðnings- manni hægri aflanna; „Tíma- bili plastsprengjanna er lokið. Þær voru aðeins viðvörun. Nú er alvaran eftir“. í Algeirsborg er almenningur þess fullviss að uppreisn hægri manna sé yfirvofandi. Salan hershöfð- Hópganga vinstri manna í París til að mótmæla hryðjuverkum fasistanna í OAS og aðgerðaleysi ríkisstjórnar de Gaulle. „Frið í Alsír“ stendur á borðanum. í skrifstofum fyrirtækja og stofnana sem OAS er í nöp við eða við heimili manna sem dirfzt hafa að beita sér gegn fasistahreyfingunni. Það varð æ ljósara að ríki's- stjórn de Gaulle annað hvort vill ekki eða getur ekki beitt sér að neinu gagni gegn OAS. Embættismenn og hers- höfðingjar hollir yfirlýstri stefnu forsetans að semja frið við Serki í Alsír eru myrtir hver af öðrum. Þá sjaldan morðingjárnir nást tekst þeim flestum brátt að flýja með að- unni ekki beitt gegn hópgöngu kommúnista í París,. sem far- in var þrátt fyrir bann yfir- valdanna, •a - i •-ý ., • '.ft Tilefni þeirrar göngu var véþ byssuárás á skrifstofubyggi- ingu Kommúnistaflokks Frakk- lands í París. Særðisf einn maður í húsinu lífshættulega af kúlnahríðinni. Tveim dög- um fyrir árásina á aðalstöðvar kommúnistaflokksins var kommúnisti að nafni Alfred Locussol skotinn í borginni Al- encon í Normandí. Tilræðis- mennimir náðust og játuðu að ingi, foringi OAS sem franskur herréttur befur dæmt til dauða að honum fjarverandi, hefur birt ávarp sem um helgina var fest upp á húsveggi í borgum Alsír á næturþeli. Þar fyrir- skipar hann „hervæðingu allra Alsírbúa . . . til að bjarga Alsír í þágu föðurlandsins“. Fólk í Alsír skilur ávarpið svo að ný uppreisnartilraun sé á naesta leiti, Undanfama daga hafa búðirnar í borgunum verið full- ar af fólki sem hamstrar mat- væli til að vera við því versta búið. T eynilegar viðræður fulltrúa " de Gaulle og útlagastjómar Serkja í Aisír eru að komast á úrslitastig. Vitað er að veru- lega hefur gengið saman, og veldur þar mestu um að franski forsetinn hefur í raun og veru viðurkennt útlaga- stjórnina sem fulltrúa alsirsku þjóðarinnar. Það sem einkum veldur enn erfiðleikum eru kröfur frönsku samningamann- anna um sérréttindaaðstöðu til handa frönskum landnemum í Alsir. Komist de Gaulle og út- lagastjórnin að samkomulagi, er enginn vafi talinn á að OAS muni láta til skarar skríða. Frönsku yfirvöldin í Algeirs- borg skýrðu frá því um sið- ustu helgi. að beim hefði bor- izt vitneskja um að leynihrevf- ingin væri búin að stofna sér- staka áhlaupasveit, sem á að hafa það hlutverk að ná á sitt va!d hinum þýðingarmestu op- inberu -byggingum jafnskjótt og merki er gefið um uppreisn. Sveitina skipa liðhlaupar úr franska fallhlífaliðinu og út- lendingahersveitinni. OAS ræð- ur yfir mikium birgðum af vopnum, sprengiefni qg ein- kennisbúningum franska hers- ins. Foringjar leynihreyfingar- innar setja traust sitt á að svo mikill hluti foringjaliðs franska hersins sé á þeirra bandi að de Gaulle verði ekkj gagn að hern- um. Ekki er nóg með að uppreisn vofi yfir í Alsír, fleiri og fleiri óttast að til borgarastyrj- aldar komi í Frakklandi sjálfu. Drew Middleton, fréttaritari New York Times, telur í ára- mótagrein upp áhyggjuefni stjórnmálamanna og diplómata í Vestur-Evrópu og segir: „Hættan á borgarastyrjöld í Frakklandi er efst á blaði". Hann kveðst þejckja hátt sett- an franskan embættismann sem alltaf hefur við höndina frágengna ferðatösku til að vera reiðubúinn að flýja land fyrirvaralaust. Sprengjutilræð- in og morðin í Frakklandi sýna að OAS hefur þanið net sitt um allt landið. Á mánudaginn var þrotizt inn í vopnageymslu franska hersins í Versölum og stolið þaðan miklu af vopnum og skotíærum. í París var því slegið föstu að þar hefðu ver- ið að verki OAS-menn að afla Frarnhald á 10. síðu. Fanney Benedlktsdétfir - Kveðja 1 gær var til moldar borin í Fossvogskirkjugarði frú Fanney Breiðfjörð Benediktsdóttir, Hólsvegi IV, Reykjavík. Hún andaðist í Landakotsspítala 6. þ.m. eftir að hafa legið þar sár- þjáð frá því í ágúst í sumar. Fanney var fædd í Stykkis- hólmi 7. marz 1921. Tveggja ára missti hún föður sinn og var hún þá ein með móður sinni f rú Helgu Jónsdóttur þar til hún giftist aftur Guðmundi Sigurðs- syni. og fluttust þá mæðgurn- ar til hans á Suðurland og bjuggu fyrst í Þorlákshöfn og síðan í Hlíð í Grafningi. Systkini Fanneyjar eru: Bened.ikta alsystir og hálfsyst- kini: Björn, Sigrún, Vigdís og Ingi. Fanney var fríð kona svo að orð var á. gert, félagslynd, hugmyndarík og listræn. Allt sem hún lét frá sér fara, var unnið af hagleik bg nákvæmni. Hroðvirkni í verki eða hugsun þoldi hún ekki, allt var gert eins vel og hægt var. Skrök og blekk- ingar gat hún ekki liðið. Lund- in var stór en einíæg og sönn. Hún var því vinur vina sinna en gaf sig lítið að þeim er henni féllu ekki í geð. Söngur og músik voru beztu skemmti- atriði Fanneyjar, enda voru henni gefnir góðir hæfileikar til að taka þátt í þeirri list, góð rödd og næmt eyra. Fanney giftist eftirlifandi eisinmanni sínum, Halldóri Halldórssyni múrarameistara, 3. okt. 1941. Heimili ungu hjón- anna var fyrst á Framnesvegi 1 en síðar bvggðu þau húsið á Hólsvegi 17, sem hefur verið heimili þeirra siðan. Það var stórt átak að koma húsinu upp og mynda heimilið í því, salar- kynnin voru nú stærri og fleiri, þurfti þvi eðlilega margt að kaucB. En við myndu.n hins nvja heimilis kom glöggt fram hinn góði og listræni smekkur húsmóðurinnar í vali húsmuna og li.ta. Allt var fengið eins vandað og hægt var. sumt varð því að þíða. sem ekki var eins PfMtaUandi að fá strax. en hald- ið fast við að hafa allt vandað bg gott. Það voru einkunnar- orð húsmóðurinnar í verki og vali. Maður hennar lét hana ráða í þessu, sem fleiru. vissi að bað var óhætt. Þeir sem þekktu heimilið þeirra hjón- anna á beim dögum. er Fann- ev hafði heilsu til að starfa os siá um sitt heimili, munu á- reiðanleea ekki gleyma þeim hreina blæ og allri reglusemí, sem ríkti í hvívettna á heim- ili þeirra. Þau hiónin eignuðust þriú börn: Benedikt. sem nú er 17 óra og Dagfríði 15 ára. Syst- kinin eru þroskamikil og mann- vænleg. Þriðja barnið, sonur, fæddist 1955 en andaðist litlu á eftir fæðingu. Og eftir fæð- ingu barnsins náði móðirin aldr- ei heilsu. Það má segja, að eftir þetta hafi Fanney dvalið á sjúkrahúsum hér heima og erlendis, telst svo til að hún sé búin að liggja 14 sinnum á siúkrahúsum og ganga undir 8 aðgerðir og þær margar lífs- hættulegar. Þetta er óvenjulega þung reynsla. Já, svo þung, að við hliótum að beygja höfuð okkar í samúð og lotningu fyr- ir beim sem slík reynsla er lögð á herðar. Það undrar mig og alla. sem þekktu Fanneyju. hve vitiasterk hún var, að sigr- ast á þjáningum og sjúkdóm- um. Ég veit ekki hvað það hefði verið, sem hún hefði ekki viljað reyna ef það hefði gef- ið von um bata og framtíðar heilsu. En þess ber líka að minnast, að Halldór, maður hennar var hennar verndari og vökumaður. í gegnum öll þessi þjáningar ár var hann ávallt reiðubúinn að leggja sig og allt sitt fram til að leita henni hjálpar hjá læknum hér og erlendis. Tvær ferðir fór Halldór með konu sína til Kaupmannahafnar og þar gekk hún undir lífshættu- legan heilaskurð í von um að bati næðist. Eftir að hjónin komu heim úr þessari seinni ferð til Kaupmannahafnar dvaldi Fanney á heilsuhæli Náttúrulækningafél. í Hvera- gerði og vonir stóðu til að bat- inn væri í nánd. En fljótlega dró ský fyrir sólu og allar vonir brugðust um bata. Og enn var haldið á sjúkrahús og þaðan liggur leið- in bakvið bláa tjaldið. Margar ferðir inn í Landakotsspítalann hefur hann Halldór átt þessa rúmu fimm mánuði, sem k’onan hans hefur nú legið þar. Tvo síðustu mánuðina kom hann þapgað 4 sinnum á dag. Jóla- næturnar og síðu.stu nóttina, sem konan hans lifði var hann einn yfir henni. Og allt, sem Halldór gerði til að minna á jólin inni í sjúkrastofunni hjá henni, ber ósegjanlega sterkan vott um ást hans, hugkvæmni og hlýhug til hennar, sem þar lá og búast mátti við að hvert augnablikið yrði hið síðasta. Ég vil segja að þáttur Halldórs, í allri umhyggju og fórn, sé sérstæður og fagur. Ég var beðinn að minnast þess og þakka, að í þessi 6 ár, sem veikindin stóðu yfir, er það einn læknir, sem aldrei bregzt að koma, að sjúkrarúmi Fanneyjar til að lina hinar þyngstu þrautir og varðveita sjónina. sem honum tókst á undraverðan hátt, Þetta er Kristján Sveinsson, hinn þekkti læknir log mannvinur. Þau hiónin Fanney og Halldór sögðu mér. að þegar frú Ragn- heiður Hafstein las útvarpssög- una „Læknirinn Lúkas“, sem þau hlustuðu alltaf á, vék Kristján Sveinsson ekki úr huga beirra beggia. Þeim fannst hann vera söauhetian — hann var læknirinn Lúkas. Elskulegu systkini og eiain- maður. ég veit að missir ykkar er óseaianlega mikiil oe harm- urvnn bungur og sár. En eins og iörðin, móðir okkar allra. þarfnast daggarinnar við í gróðurstarfi sínu, þá þarf mannssálin að laugast í tárum, er stórar soreir sæk.ia okkur heim. Við þekkium öll. hve fiöllin okkar eru föaur oa hrein eftir hita-skúr. er burrkar hafa aengið. Eftir skúrina eru allir litir bjartir oa hreinir. Já. svona er það líka innra með okkur. Döaa augans hreinsar log svalar og léttir hunear sorair. Nú er ég ski’ifa bessi brð. kemur eitt erindi úr kvæðinu „Tárið“ eftir skáldið Kristján Jónsson mér í hug. Æ, hverf bú ei af auga mér þú ástarblíða tár. er sorair heims í burtu ber, bótt blæði hjarta sár. Ég veit að minninain um hana, sem bið öll hafið elskað. verðu.r tU þess. að hiálna vkk- ur til að siera alla erfiðieika, sem mæta ykkur á lífsleiðinni. Mu.nið ávallt hvatninaarorð mnður ykkar: eerið allt eins vel og bið getið. Þá berið bið svst- kinin ne faðir vkkar merki hennar fram fíl sieurg. -þq fe]j_ ur enginn blettur á fánann. Br. Claudia Johnson, íynda- komið ^ : seta USA arðið að mynda gátu, sém komið hefu.r af stað fjaðra foki um öll Banda ríkin. „Lady Bird' 5i’ þessi hefðarfrú gjarnan -kölluð í sínu heimalandi. —j Fyrir skömmu var hún að fagna eigin- konu ríkisstjórans í Tennessee og þá greip ljósmyndari var kom mynda- ' ' gátan í ljós. Fær- ' ustu sérfræðingar.; eru í algerri óvissuf um það á hvorum búknum höfuð varaforsetafrúar- innar á heima. Richard Widmark, Hollyvood- stjama hefur keypt meira en helming þess lands sem eydd- ist í skógareldunum við Holly- \vood á dögunum. Ætlar hann að láta byggja eldföst hús á svæðinu, leigja þau til íbúðar og’ græða meira fé. í'j') — ÞJÓDVILJINN — Laugardagur 13. janúar 1962 Laugardagur 13. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.