Þjóðviljinn - 21.01.1962, Síða 3
Hlynur Andrésson
myndin var tekin er hann
var 5 ára
Svava Ásgeirsdóttir
12 ára
Svo sera kunnugt er, var ny-
lega á vegum pólska sendiráös-
ins tiikynnt um úrslit í alþjóöa-
sýningu á teikningum barna-
skólanema scm pólska ríkisút-
varpið haföi forgöngu um.
í tiiefni af því að tvö börn
frá Hólmavík hlutu viöurkenn-
ingu á sýningunni, Hlynur
Andrésson 11 ára sem hlaut
gullverðlaun og Svava Ásgeirs-
dóttir 12 ára, er fékk viöurkenn-
ingu, þykir mér hlýða aö kynna
vík, sem slíks heiðurs uröu að-
njótandi.
Skólastjóri barna- og ung-
lingaskólans, Vígþór Jörunds-
son, sem verið hefur skólastjóri
hér um þriggja ára skeiö, er 29
ára gamall, fæddur og uppalinn
á Hellu í Steingrímsfirði. Víg-
þór er okkur Hólmvíkingum aö
góðu kunnur. Hann hefur með
starfi sínu við skólann náö
mjög góðum árangri og í sum-
hafa vorsýningar skólabarna
vakiö almenna athygli, m.a. fyr-
ir fjölbreytni og oft frumlega
vinnu barnanna.
Vígþór hefur góðu starfslíði
á að skipa. Við skólann vinna
fjórir fastir kennarar og tveir
stundakennarar.
• • •
Mitt í önnum dagsins náði ég
sambandi við Vígþór skólastjóra
og fer samtal okkar hér á eftir:
EITT AF ÞVI ALLRA
NAUÐSYNLEGASTA
Viðtal við VlGÞÖR JÖRUNDSSON skólastjóra á Hólmavik
Víg:þór H. Jörundsson
skólastjóri
■— Ég er hingað kominn til
að óska þér og skóla þínum
til hamingju með þann heið-
ur, s.em ykkur hefur hlotnazt
í sambandi við verðlaunaveit-
ingu pólsku sýningarinnar á
barnamyndlist.
— Þakka þér fyrir þær
óskir. En mér finnst ég ekki
eiga neitt lof skilið. Ég hef
■aðeins reynt í þessu efni að
leysa starf mitt af hendi sem
ég hafði, vit til og varla það,
og það er ekki þakkarvert.
En hins vegar var gaman að
þetta skyldi koma fyrir í svo
fámennum skóla.
— Kom þér það ekki á ó-
vart, að þinn skóli náði þeim
árangri sem raun ber vitni?
— Jú, svo sannarlega.
Skóli, sem telur rúmlega 80
nemendur, er varia samkeppn-
isfær við stóra skóla, sem
hafa a’lt að 10 sinnum fleiri
nemendum á að skipa, og
hafa að bióða fullkomnari
starfsskilyrði kennurum og
nemendum. Þess vegna eru
þessi úrslit sannarlega óvænt
gleðiefni svo litium skóla, og
tel ég þau tvímælalaust því
að þakka, hve nemendur hér
tóku bessu viðfangsefni með
miklum áhuga og leystu þau
verkefni, sem lögð voru fyr-
ir þá í þessu skyni, af stakri
vandvirkni og einlægni.
— Telur þú þau böm frá
Hólmavik, sem verðlaun hlutu
i þessari samkeppni, skara
fram úr öðrum nemendum í
skólanum í þessari grein?
— Nei, ekki sérstaklega. Ég
tel, að báðir þeir nemendur
héðan, er verðlaun hlutu, séu
fyrir ofan meðallag við teikni-
nám. Þó held ég, að margir
af nemendum skólans hefðu
eins getað hlotið slika við-
urkenningu, ef heppni þeirra
hefði verið jafn mikil. Þetta
segi ég ekki til þess að draga
úr heiðri þeirra, er verðlaun-
in hlutu, heldur vil ég með
því benda börnum þessa skóla
og annarra á, að það eru
ekki alltaf snillingarnir ein-
ir, sem bera hæstan hlut í
siíkri samkeppni. Fiestallir
hafa möguleika til að sigra,
ef þeir aðeins hafa næga til-
trú á sköpunarhæfni sinni og
dæma sig ekki fyrirfram úr
leik. Tilviljunin ræður og
miklu í myndsköpun barn-
anna, eins og hún gerir, að
mínum dómi. í allri myndlist.
— Undanfarin ár hef ég
sótt allar vorsýningar á vinnu
nemenda hér og veitt því at-
hygli, hve myndir barnanna
hafa verið fjölbreytilegar að
efni og formum. f því sam-
bandi langar mig til að
spyrja. hvort þú hafir meiri
áhuga á þessari námsgrein
en öðrum kennslugreinum í
skólanum. Ekki þar fyrir, Víg-
þór, að ég hef séð ýmsa mjög
vel gerða hluti úr tré og
málmi sem gerðir hafa ver-
ið í skólanum. Til gamans vil
ég segja þér, að bréfhnífur,
sem unninn var í skólanum
úr silfri og tekkviði, var gef-
inn til Bandaríkjanna og
vakti þar sérstaka eftirtekt.
— Það er gaman að heyra.
En hvað viðkemur spurningu
þinni, hvort ég hafi meiri á-
huga á teiknun en annarri
námsgrein, þá svara ég því
Framhald á 10. síðu.
Bakkabræður hlaða að merinni — Gullverölaunamynd Hlyns Andréssonar
ÉG VARÐ ÁKAFLEGA
„Sæll Hlynur, til hamingju
með gullið“.
„Sæll, þakka fyrir“.
„Hvernig varð bér við þeg-
ar þú fréttir' að þú hefðir
hlotið verðlaun í fjarlægu
landi fyrir vinnu þína í skól-
anum?“
„Ég varð ákaflega hissa“.
„Ertu ekki .dálítið montinn
af þessu?“
„Nei, en mér finnst það
voða gaman“.
, Heldurðu ekki að það
verði garnan þegar verðlaun-
in koma heim?“
„Jú ég hlakka til“.
HISSA“
„Hvað hét þessi mynd?“
„Veit ekki hvaða mynd
þetta er. Ég gerði mynd af
Hjálmari tudda j sýruker-
inu, kannski er þetta hún.
Svo gerði ég líka mynd af
Bakkabræðrtim“.
„Finnst þér gaman að
teikna?“
„Já, en þó finnst ttiér
smíðatímarnir skemmtilegri.“
„Er gaman í skólanum?“
„Já.“
„Ætlar þú að reyna að
vinna til fleiri verðlauna?"
„Ekki vonast ég eftir þvi.“
„Hvað ætlar þú að verða
þegar þú ert orðinn stór,
kannski málari?“
„Nei, ekki málari, veit þáð
ekki ennþá.“
„Viltu gefa mér mynd af
þér til að setja í blöðin?“
„Nei, helzt ekki. Svo. á ég
enga mynd af mér nema þeg-
ar ég var fimm ára, kannski
máttu fá hana.“
„Hvað ertu gamall núna?“
• „Ellefu ára, verð 12 ára 21.
marz.“
„Hlakkarðu til að lesa um
þig blöðunum?"
„Ne-hei.“
„Vertu blessaður, þakka
þér fyrir myndina og sam-
talið, vona að þú eigir eftir
að fá mörg verðlaun í fram-
tíðinni.“
Sunnudagur 21. janúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN —