Þjóðviljinn - 21.01.1962, Page 4

Þjóðviljinn - 21.01.1962, Page 4
Finnskir kjósendur votta hlutleysisstefnunni transt Enginn finnskur stjórnmála- maður hefur í manna minnum unnið annan eins persónulegan sigur og þann sem Uro Kekkonen forseti hlaut í nýafstöðnum forsetakosning- um. f forsetakosningunum 1956 fékk Kekkonen kosna 88 kjör- menn af 300, en nú skorti stuðningsmenn hans aðeins sex kjörmenn á hreinan meiri- hluta, fengu 145. Þrátt fyrir vonzkuveður kosningadagana var kjörsókn meiri en dæmi eru til í forsetakosningum. Persónu- legan sigur Kekkonens má einkum marka af atkvæðatöl- unum í borgunum, þar sem Bændaflokkurinn sem hann veitti forstöðu fyrir forsetatið sína hefur jafnan haft lítið fylgi. íj Helsinki fékk listi stuðningsmanna Kekkonens nú tuttugu sinnum fleiri atkvæði en 1956, og svipaða sögu er að segja írá öðrum borgum. Eng- inn vafi er á að þessi fylgis- aukning er fyrst og fremst at- kvæði greidd Kekkonen pers- ónulega en stafa ekki af því að hans gamli flokkur ha.fi allt í einu sópað til sín fylgi borg- arbúa. Utanríkismálin bar hæst í þessum kosningum. Kekk- onen er merkisberi þeirrar ut- anríkisstefnu sem kennd er við Paasikivi fyrirrennara hans og felst í því að Finnar gæti hlut- ieysis gagnvart stórveldaátök- um jafnframt því að kostað er kapps um að hafa vinsam- lega sambúð við Sovétríkin. 'Andstæðinga þessarar stefnu er einkum að finna í forustu hægri sósíaldemókrata og hins íhaldssama Sameiningarflokks. Þar vilja ýmsir áhrifamenn að Finnland taki upp stefnu vil- halla Vesturveldunum. f sum- iar sameinuðust þessi öfl um fqrsetaframboð íhaldsmannsins Olavi Honka. Hugðust þau hafa töluverða möguleika á að fella Kekkonen, ekki sízt vegna þess að Sukselainen, eftirmaður hans í formennsku Bænda- flokksins, hafði hrökklazt úr forsætisráðherraembættinu sök- um fjármálahneykslis. Honka hafði einmitt dæmt í því máli. Andstæðingar Kekkonens héldu því fram að hann yrði að telj- iast siðferðilega ábyrgur fyrir ávirðingum sinna gömlu flokks- bræðra, sem áttu sér stað með- an hann var enn flokksforingi. Hann lét þó ekki andstæðing- Eins og finnskum er Kckkoncn í þróttamaður og veiðimaður. Hér kastar hann fyrir við Lötasenofoss í finnska Lapplandi unum haldast uppi að hasla sér völl í kosningabaráttunni, held- ur deildi á afstöðu þeirra í ut- anríkismálum. Svona stóðu sakir síðastliðið haust, þegar sovétstjórnin sendi Finnlandi óvænt orð- sendingu um beiðni um hernað- arviðræður sökum vaxandi hernaðarítaka Vestur-Þjóðverja við Eystrasalt pg á Norður- löndum. Kekkonen fór til fund- ar við Krústjoff og fékk því til leiðar komið að sovétstjórn- in féll frá málaleitun sinni. Jafnframt deildi Kekkonen á stuðningsmenn Honka fyrir háskalega ævintýramennsku í utanríkismálum og sendi A- bandalagsríkjunum Danmörku og Noregi sneið fyrir þann bjarnargreiða sem þau gerðu Finnum með sívaxandi hernað- arsamvinnu við Vestur-Þýzka- land. Þegar þessar deilur stóðu sem hæst tók Honka aftur framboð sitt, og var þar með úr sögunni tilraun stuðnings- manna hans til að fella Kekk- onen. al hér á íslandi, sökuðu Sov- étríkin um að beita Finna þvingunum, kölluðu framkomu þeirra íhlutun í finnsk málefni og dróttuðu því jafnvel að Kekkonen að hann notaði sov- ézk bolabrögð sér til framdrátt- ar í baráttunni um forsetaemb- ættið. Finnum stendur málið næst og menn í öðrum löndum ættu að geta fallizt á að þeirra dómi verði að hlíta. Hann var kveðinn upp í forsetakosning- unum, og var á þá leið að Kekkonen og aðilar sem styðja hlutleysissteínu hans unnu sig- ur en þeir, sem hugðust styðja Honka til forsetatignar, töpuðu. Áður er skýrt frá aukinni kjör- mannatölu Kekkonens frá síð- ustu kosningum, en auk þeirra sem buðu sig fram á listum kosningabandalags Bænda- flokksins munu allmargir kjör- menn kosnir á öðrum listum greiða honum atkvæði, svo hann er viss um kosningu við fyrstu atkvæðagreiðslu á kjör- mannasamkundunni með að minnsta kosti 199 atkvæðum. Lýðræðisbandalag kommúnista og vinstrisósíaldemókrata vann einnig á í forsetakosning- unum. Atkvæðatala þess hækk- aði úr 354.575 við siðustu for- setakosningar í 441.119 nú og kjörmönnum fjölgaði úr 56 í 65. Lýðræðisbandalagið styður utanríkisstefnu Kekkonens í öll- um meginatriðum, og vitað var að kjörmenn þess myridu greiða honum atkvæði ef, úrslit for- setakosninganna yltu á þeim. Sósíaldemókrataflokkurinn sem mest beitti sér fyrir framboði Honka beið allra flokka mesti afhroð í forsetakosningunum. Atkvæðatala hans lækkaði úr 442.408 árið 1956 í 283,189 og kjörmönnum sósíaldemókrata fækkaði um helming, úr 72 í 36. Þetta er gífurlegt tap, enda þótt tillit sé tekið til þess að flokkurinn klofnaði árið 1958, því flokksbrotið sem þá klauf sig frá bauð fram eigin lista við forsetakosningarnar og fékk aðeins 3% atkvæða og einn kjörmann. Sameiningarflokkur- inn sneri við blaðinu þegar Honka dró sig í hlé og ákvað að láta kjörmenn sína styðja Kekkonen, en engu að síður tapaði flokkurinn verulega, at- kvæðatalan miðað við síðustu forsetakosningar lækkaði úr 372,972 í 283.312 og kjörmönn- um flokksins fækkaði úr 57 í 38. Þingkosningar fara fram í Finnlandi 3. og 4. febrúar. Forsetakosningarnar þykja benda til að í þeim vinni Bændaflokkurinn og Lýðræðis- bandalagið á en aðrir flokkar tapi. Skipting atkvæða verður þó vafalaust töluvert frábrugð- in því sem var í forsetakosn- ingunum. Til dæmis er talið víst að fjöldi kjósenda, sem nú greiddu atkvæði kosningabanda- lagi Bændaflokksins til að votta Kekkonen fylgi, hverfi aftur til flokka sinna í þingkosningun- um. M.T.Ó. M álgögn A-bandalagsins á Norðurlöndum, þar á með- Suðurnesjamenn Suðurnesjamenn BARNABIN veröur haldið 1 Samkomuhús Njarðvíkur í dag klukkan 4. Meöal vinninga armandsúr, svefnpoki, bakpoki, gítar, íeröaprímus, úti- sundlaug, bækur og leikföng í miklu úrvali. í hléi veröur kv ikmyndasýning. Aögangur ókeypis. — Spjaldið kostar 10 krónur. Lionsklúbbur Njarðvíkur STÓR SKÓÚTSALA stendur yfir þessa dagana. Margskonar ógallaður skófatnaður seld- ur á mjög hagstæðu verði, tfl dæmis: Snorrabraut 38 Karlmannaskór kr. 621,00 Nú kr. 350,00 Karlmannaskór kr. 594,00 iNú kr. 350,00 Karlmannaskór, 470,00 Nú kr. 295,00 Karlmannaskór, kr. 381,00 Nú kr. 250,00 Barnaskór kr. 215,00 Nú kr. 125,00 Kvenkuldaskór kr. 219,00 Nú kr. 165,00 Barnainniskór kr. 74,00 Nú kr. 45,00 Kvenskór kr. 497,35 Nú kr. 250,00 Énnfremur falleg- ir kven-nylon- sokkar áður kr. 69.50 nú kr. 35,00. Aðeins fóir dagar effir “ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. janúar 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.