Þjóðviljinn - 24.01.1962, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 24.01.1962, Qupperneq 5
Alþjóðlegt átak í geimkönnun og striði við s NEW YORK — Varaforseti Vísindaakademíu Sovétríkj- anna liefur lagt til að ríki í austri og vestri smíði í sameiningu kjarnakljúf sem yrði tíu til þrjátíu sinnum öflugri en nokkurt slíkt tæki, sem nú er til. Dr. Aleksander V. Topsíéff kom , fram með þessa uppástungu í! ræðu á fundi vísindamanna frá; ýmsum löndum í Stowe í banda- i rískra fylkinu Vermont í septem- j ber síðastl. haust. Fundinn sátu margir æðstu ráðunautar ríkis- stjórna Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna um vísindamál, en þeir komu þar ekki fram fyrir hönd stjóma sinna heldur settu fram HéEf velíi með harmkvœlum RÓM 20/1 — Ríkisstjóm ftalíu fékk samþykkta traustsyfirlýs- ingu með naumum meirihluta í ítalska þinginu í nótt. Áður höfðu farið fram hörkulegar um- ræður um svik, spillingu og mút- ur í sambandi við byggingu flugstöðvarinnar við Fiumicino skammt fyrir utan Róm, en það hneykslismál hefur mjög verið á döfinni undanfarið. Umræðurn- ar stóðu í 18 stundir. Að þeim loknum var vantrauststillaga frá kommúnistum felld með 285 at- kvæðum gegn 211, en 21 þing- maður greiddi ekki atkvæði. einkaskoðanir sínar. Fundurinn í Stowe var framhald ráðstefna þeirra sem kenndar voru í fyrstu við Pugwa-sh, landsetur banda- ríska milljónarans Cyrus Eaton, er beitti sér fyrir að vísindamenn frá austri og vestri ræddust við á þennan hátt. Alhliða samvinna Fundirnir í Stowe voru haldnir fyrir luktum dyrum, svo uppá- stungur dr. Topsíéffs birtust ekki almenningi fyrr en framsöguræða j hans fyrir hönd sovézku vísinda-1 manna kom á prent í The Bull-1 etin of the Atomic Scientists, málgagni bandarískra kjarnorku- vísindamanna, nú eftir áramótin. Tillagan urn samvinnu að smíði risakjarnakljúfs er hluti af yfir- gripsmikilli áætlun dr. Topsíéffs um samstarf sósíalistískra ríkja og auðvaldsríkja, sem miðar að þvi að beina kröftum þeirra að sameiginlegum markmiðum og leitast á þann hátt við að draga úr úlfúð og tortryggni. Krabbameinsrann- sóknir, kolsýrunám í ræðu hins sovézka vísinda- manns er stungið upp á alþjóð- legu samstarfi á ýmsum sviðum vísinda og tækni. Hann bendir á læknisfræðileg viðfangsefni, sem varða allar þjóðir, sem sé rann- sóknir á orsökum krabbameins og hjartasjúkdóma og leit að lækn- isráðum við þessum skæðustu ] sjúkdómum nútíma menningar- j þjóðfélaga. Einnig bendir Topsíéff : á leit að aðferð til að vinna kol- j sýru úr loftinu á efnafræðilegan ] hátt, virkjun vetnisorkunnar og smíði kjarnorkuhreyfla í geim- för. Tillagan um risakjarnakljúf hefur vakið mesta athygli, vegna þess að rétt áður en ráðstefnan var haldin í Stowe var rætt um smíði slíks tækis á fundi kjarn- eðlisfræðinga frá ýmsum löndum í New York. Sovétríkin áttu ekki fulltrúa á þeim fundi. Ný þekkingarsvið Á fundinum í New York kom- ust menn að þeirri niðurstöðu að mögulegt og æskilegt væri að smíða kjamakljúf sem komið gæti prótónum, en svo nefnast kjarnar vetnisfrumeinda, á hraða sem léði þeim 100 til 1000 millj- arða elektrónvolta orku. í kjarna- kljúf í Brookhaven í Bandaríkj- unum, þeim öflugasta sem nú er til, ná prótónur 33 milljarða el- ektrónvolta orku. Gizkað er á að risakjarnakljúf- ur eins og sá sem kjarneðlisfræð- inga dreymir um myndi kosta yfir þrjátíu milljarða króna. í hann myndu fara yfir 30.000 tonn af stáli, hann yrði um hálfur sjö- undi kílómetri í þvermál og smíðatíminn er áætlaður tíu ár. Við þetta rannsóknartæki þyrfti um 2000 manna starfslið. Ymsir eðlisfræðingar telja að risa- kjarnakljúfur myndi opna mönn- um ný og áður ókunn svið þekk- ingar á eðli og gerð efnisins. j legt að þau ríki, sem ráða yfir mestum auði og háþróuðustum : vísindum tækju sér fyrir hendur í sameiningu. ^Þar á meðal eru rannsóknir sem að því miða að auka frjó- semi og þar með afrakstur haf- j anna, rannsóknir á erfðalögmál- unum, aðferðir til að losna við : geislavirk úrgangsefni svo að sem Frjósemi hafsins j minnst hætta stafi af og rannsókn , , , . !á aflfræðilegum aðstæðum djúpt Dr. Topsieff drap a ýmis við- fangsefni auk þeirra sem áður í jarðskorpunni, þar sem málm- voru talin, sem hann taldi eðli- grýti verður til. AÞENU — Rétttrúnaðarkirkjan í Grikklandi hefur fyrirskipað rannsókn á hegðun nýkjörins yf- biskups síns, IakovoíTierkjbiskups. Rannsóknin var ákveðin á auka- fundi Hins helga synódus, æðstu stofnunar kirkjunnar, í síöustu I viku, fjórum dögum eftir yfir-1 biskupskjörið. Við uppþoti lá í Aþenu þegar kjör Iakovos var kunngert. Yms- ir þeirra sem safnazt höfðu sam- an hrópuðu: „Överðugur, óverð- ugur!“ þegar val erkibiskupsins var tilkynnt. Öflugur lögreglu- 'vörður var á staðnum og þeir sem létu óánægju sína í ljós voru umsvifalaust handteknir. Fjórum dögum eftir yfirbisk- upskjörið skýrði Cassimatis kirkjumálaráðherra frá því að sóknarprestur í Aþenu hefði kært Iakovos erkibjskup fyrir „athæfi sem ekki er hægt að nefna á nafn“. Ráðherrann kom kærunni á framfæri við Hinn helga syn- , ódus, sem fól biskupnum af Xanthe að framkvæma undirbún- ingsrannsókn. Biskupasamkunda grísku kirkj- unnar valdi Iakovos yfirbiskup með 33 atkvæðum en 57 biskupar sátu fundinn. Framboð hans olli miklum deilum, bæði í kirkju- blöðum og dagblöðum. Þegar kæran á hendur honum um sið- lausa hegðun varð opinber, kröfð- ust grísku blöðin að hann segð' af sér. „Erkibiskupinn hefur eng- an rétt til að setja kirkjuna á annan endann vegna persónulegs metnaðar," sagði frjálslynda blað- ið Eleftheria. Þrátt fyrir kæruna var Iakovos vígður yfirbiskup í dómkirkju Aþenu. Óttazt var að til óeirða myndi koma, og voru fleiri lög- regluþjónar en óbreyttir kirkju- gestir við vígsluna. Meira að segja stuðningsblöð grískU stjórn- arinnar skoruðu á yfirbiskupinn að segja af sér, og eitt þeirra spurði, hve lengi hann héldi sig geta gegnt embætti undir lög- regluvernd. MAX í I mjúkin í kLsldca! klísbhasb ekki í hibci! ýnuþol Miðvikudagur 24. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.