Þjóðviljinn - 31.01.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.01.1962, Blaðsíða 3
>roff¥ikning Kúbu effi ráiherraii PUNTA DEL ESTE 30/1 — Eftir fimm daga látlausar leynivið- ræður á fundi utanríkisráðherra Ameríkuríkjanna eru horfur á að Bandaríkjunum takist að koma saman meirihluta fyrir brottvís- un Kúbu úr bandalagi Ameríku- ríkja. Hins vegar er búið að leggja á hilluna upphaflegar fyr. írætlanir Bandaríkjastjórnar um að fá þar samþykkt allsherjar slit á stjórnmálasambandi og viöskiptabann á eyna. Ráðsteinunni átti í réttu lagi að ljúka á mánudag, en umræð- ur eru. ekki einu sinni hafnar. Hefu.r gengið á ýmsu í óformleg- um viðræðum fulltrúa, en í gær taldi Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fengin þau fjór- tán atkvæði sem þarf til sam- þykktar tillögu með því að Kúbu verði vikið úr bandalaginu. í>au ríki sem síðust fengust til að styðja brottvikninguna voru Haiti og Uruguay. öflugustu ríki Rómönsku Ame- ríku, svo sem Brasilía, Argen- tína og Mexikó, telja að ráð- stefnan í Punta del Este sé< ekki bær að gera bindandi sarViþykkl- ir heldur aðeins ráðgefnadi. Dorticos, forseti Kúbu. sagði að ráðstefnan hefði sýnt að banda- lag Ameríkuríkjanna væri í upp- lausn, og hún hefði því mis- heppnazt fyrir forgöngumennina hvaða málamyndasamþykkt sem gerð kynni að vera. 20-27 atkvœði gegn 11-16 í Hveragerði Björgvin Sigurðsson Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Bjarma á Stokkseyri var haldinn sl. sunnudag. Var fundurinn mjög íjölmennur og ríkti mikill áhugi á málefnum verkalýðs- hreyfingarinnar. Stjórn félagsins var öll endurkjörin en hana skipa: Björgvin Sigurðsson for- maður, Helgi Sigurðsson vara- formaður, Gísli Magnússon rit- ari, Frímann Sigurðsson gjald- keri og Guðmundur Ingjaldsson LR frumsýnir laikrii effiir Anouilfa í mzrz i næsta mánuði mun Leikfélag Reykjavíkur væntanlega hefja sýningar á gamanleiknum „Taugastrið tengdamömmu", en seint í marz verður leikritið „Vals nautabananna" eftir Jean Anou- iih frumsýnt í Iðnó. „Taugastríð tengdamömmu“ er framhald hins vinsæla leiks „Tannhvassrar tengdamömmu". Leikstjóri er Jón Sigurbjömsson, en aðalhlutverkið, tengdamömm- una, leikur Arndís Björnsdóttir, sem nú kemur í fyrsta skipti, síð- an Þjóðleikhúsið tók til starfa fyrir 12 árum fram á sviðinu í Iðnó. Jón óskar þýðir leikrit Anou- ilhs en 'leikstjóri verður Helgi Skúlason. Þorsteinn ö. Stephen- sen leikur aðaihlutverkið. Sclfosri, 30. jan. — Sunnudaginn 28. janúar var boðaö til stofn- íundar filmíuklúbbs á Selfossi að frumkvæði áhugamanna þar. Til- 'gangur klúbbsins er að skapa aöstöðu til útvegunar og sýningá á úrval’skvikmyndum, er tor- fengnar eru, í samvinnu við hliöstæðan félagsskap utanlands og innan. Fund þennan sóttu um 40 manns og voru þar samþykkt lög fyrir félagið að mestu sniðin eftir lögum Filmíu í Reykjavík og kom þar fram mikill áhugi fyrir þessu máli. Fyrsta sýningin verður næst- komandi miðvikudagskvöld í Sel- fossbíói og hefst hún kl. 23 og verður þá sýnd amerísk mynd The Sun Shines Bright, sem John Ford hefur gert, og verða félagsskírteini afhent sýningár- kvöidið frá klukkan 22 í Selfoss- bíói. í stjórn klúbbsins eru Hjalti Gestsson, Magnús Hall- freðsson, Árni Guðmundsson, Benedikt Bogason og Hörður Óskarsson. Siguröur Árnason. Nýlega fór fram stjórnarkjör í Verkalýðsfélagi Hveragerðis. Sig- urðúr Árnason var kjörinn for- maður, Sigmundur Guðmundsson varaformaður, Rögnvaldur Guð- mundsson ritari, Jón Guðmunds- son í Saurbæ gjaldkeri, Þorvald- ur Sæmundsson fjármálaritari og meðstjórnendur Magnús Hannes- son og Stefán Valdimarsson í Þorlákshöfn. Stillt var á móti þrem efstu mönnum, er hlutu 20—27 atkv. en hinir fengu 11—16 atkvæði. norræna ffiskimálastofnnn OSLÓ 29/1 — Fiskimálaráðherrar Norðurlanda ræddu á fundi sín- um hér um að koma á laggirnar norrænni stofnun til að fjalla um fiskveiðimál. Einnig ræddu ráð- herrai’nir vandamál Norðurlanda varðandi fisksölu vegna stofnun- ar Efnahagsbandalagsins. Loks var fjallað um sameiginlegar slysavarnir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Húsavík 29/1 — Tíð hefur verið stirð hér á Húsavík í janúarmán- | uði. Afli hefur hinsvegar verið sæmilegur þegar gefið hefur á sjó. Nú fyrir helgina var allt útlit fyrir að vegir væru að teppast hér í innsveitum, en færðin hef- ur skánað mikið, enda komin hláka. Frá æfingu í Iðnó á leikriti Priestley „Hvað er sannleikur?“. Lcik- stjórinn Indriði Waage gel'ur leiðbeiningar. Tveir af leikendum sjást einnig á myndinni: Sigríður Haga-lin og Helgi Skúlason. •iidriði Waage aítur á íjölum Iðnó gömlu ’r 12 ára íjarveru 4 stórir bátar og fleiri smærri róa frá Olafsvík Ólafsvík 29/1 — Fjórir bátar eru byrjaðir róðra héðan með línu. Bátarnir eru: Jón Jónsson sem verið hefur á línuveiðum síðan í haust og leggur upp afla sinn hjá Kirkjusandi, Jökull sem leggur upp hjá Hróa, Þórður Ólafsson leggur upp hjá Hrað- frystihúsi Ólafsvíkur og Jón á Stapa, sem er á útilegu og legg- ur upp aflann hjá Hróa. Brcytingar á frystihúsi Nokkrir smærri bátar leggja upp afla hjá hraðfrystihúsi Kirkjusands. Þar hefur að und- anförnu verið unnið að miklum breytingum, en frystihús þetta var áður rekið af Kaupfélagi Ólafsvíkur. Unnið er að smíði mikillar skemmu til fiskverkunar og er beitt nýrri verktækni við húsa- smíðina. Þetta verður allmikið hús eða um 800 fermetrar að grunnfleti og er gert ráð fyrir að í skemmu þessari verði tekið á móti öllum fiski sem til frystihússins berst og hann ílokkaður þar eftir vinnsluað- ferðum. Þá hefur frystivinnslusalnum verið breytt og hann stækkaður. Unnið við höfnina. I vetur hefur aHtnikið Verið unnið við hafnarframkvæmdir hér á Ólafsvík. Er vei’ið að „IÞ leikri Priest v ‘im Leikfélag Reykja- víkur f rumsýnir í Iðnó n.k. fimnú- ' "-“vökl. sannleikur?“ nefnist ið 1932 og vakti þá þegar athygli4 el ’ir brezka skáldið J. B. j enda enn talið eitt af beztu verk— um Priestleys. Inga Laxness þýddi leikritið á íslenzku, leikstjóri er Indriði Waage, leiktjöld gerði Steinþór Sigurðsson, en leikendur, 7 tals- ins, eru: Helga Bachmann, Sig- ríður Hagalín, Guðrún Ásmunds- dóttir. Guðrún Stephensen, Guð- mundur Pálsson. Birgir Brynjólfs- son og Helgi Skúlason. í Iðnó eftir 12 ára fjarveru „Hvað er sannleikur?“ er fyrsta leikritið, sem John B. Priestley samdi og hið síðasta af þrem dýpka höfnina inn með norður- ] svonefndu tímaleikritum, sem garðinum og fæst við þessar Leikfélag Reykjavíkur tekur til j Þjóðleikhúsið tók til starfa vorið aukið sýningar eftir þennan fræga höf-j 1950 réðst Indriði bangað og þar 1 und. Leikritið var fyrst sýnt ár-í hefur hann starfað síðan. Hin fyrri tímaleikrit Priestleys sem Leikfélag Reykjavikur hefur sýnt eru: ,.Ég hef komið hár áð-, ur“, sem sýnt var 1944, „Tíminn og við“, sýnt 1960. Gísli Halldórs- son stjórnaði sýningum á síðar- nefnda leikritinu, en Indriði Waage á því fyrrnefnda. Indriöi lék jafnframt aðalhlutverkið og þótti sýningin mjög minnisstæð. Svo skemmtilega vill til að á þessu ári eru liðin 40 ár síðan Indriði Waage hóf leikferil sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ind- riði var um áratugaskeið sem kunnugt er einn aðalkrafitur fé- lagsins og setti fleiri leikrit á svið í Iðnó en. nokkur annar. Þegar framkvæmdir töluvert legupláss fyrir bátana. Leiðin til nýrra sigra Á sunnudaginn birti Al- þýðublaðið forustugrein undir fyrirsögninni „Skiptum um í Dagsbrúrí', og á tveimur stöðum í blaðinu var lögð á- herzla á það að nú væri „til- valið tækifæri“ til að „fella stjórn kommúnista í Dags- brún“. Þessi skrif sýna að aðstandendur B-listáns hafa gert sér vonir um að fá 1100 til 1200 atkvæði í félaginu, þar sem minna atkvæðamagn nægði ekki til þess að fella kommúnistana, Vonbrigðin hljóta því að hafa verið mjög sár, þegar aðeins rúmur helm- ingur af vonaratkvæðunum kom upp úr kössunum. Stjórnarblöðin sleikja sár sín í gær og reyna að harka af sér. Er Alþýðublaðið þó 'þeim mun framlægra en Morgunblaðið sem það var steigurlátara á sunnudaginn var Þó segir það að það verð: -ð telja alvarlegt áfall f.vrij. kommúnista í Dagsbrúrí1 að ná kosningu með meira en tveimur þriðju atkvæða. Og Morgunbiaðið segir að það sé „mikill ósigur“ að fá næst- hæstu atkvæðatölu sem nokk- ur stjórn í Dagsbrún hefur fengið frá upphafi vega. Minnir Morgunblaðið á það í þessu sambandi hvílikar hrak- farir það hafi verið fyrir kommúnista að sigra einnig í Vörubílstjórafélaginu Þrótti.' Stjórnarblöðunum skal þól sagt það að kommúnistar eru mjög ánægðir með það að verða fyrir þvilíkum ósigrum og slíkum áföllum, og er þá vel ef allir eru glaðir. Morgunblaðið grípur einnig til prósentureiknings máli sínu til framdráttar. Segir það að 29 atkvæða aukning B-listans sé hvorki meira né minna en 4,4%. Prósentusigrar verða sem kunnugt er þeim mun stórfenglegri sem viðrpiðunin er minni, og því hafa stjórn-i arflokkarnir tækifæri til að vinna einstæða sigra á næst- unni. Láti þeir sér til dæmis , nægja að fá eitt atkvæði í 1 næstu Da-gsbrúnarkosningum en fari síðan upp í 100 at- | kvæði, nemur fylgisaukning þeirra hvorki meira né minna en 9.900%. — Austri. 3; Miðvikudagur-31r-janúar 1963 —ÞJÓÐVILJINN — (J’

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.