Þjóðviljinn - 31.01.1962, Page 4
Saul í
§f®ð raka
'A) 'h ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagut' 317 janúar 1962
Ilvaða vit cr í þvi fyrirkomulagi að hús sem endast margar kynslóðir séu greidd upp á tveim eða þrem áratugum?
STÖRT FÉL AGSLEGT ÁTAK AÐ
Þótt menn séu ýrnsu vanir
í málflutningi Morgunblaðs.
manna, munu margir hafa
hrokkið við nvina í Dagsbrún-
arkosningunum, þegar þeir lásu
í Morgunblaðinu rökleysurnar
og hatrið til verka-
manna, sem óð þar uppi á
liverjum degi. En nvargir munu
líka hafa veitt því athygli, að
það er eitthvað umkomulaust
og máttvana við skrif þeirra
manna, sem nú stjórna pennum
við þetta gamla íhaldsblað.
Lengst ævi sinnar hafði Morg-
uicblaðið átt a.m.k. einn mann
í starfi, sem reyndi að styðja
rökum það sem hann skrifaði,
enda þótt það væri biksvartur
afturhaldsáróður. Nú er þessi
viðleitni rokin íit í veður og
vind. Nú er baulið og níðið og
ósannindin látið nægja.
Gleggsta dæmi þessa eru óp-
in að forustumönnum Alþýðu-
sambandsins og Dagsbrúnar
um að þeir hafi svikið stefnu
sína í kjaramálunum.
Fyrir rikisstjórniniti liggja
tillögur Alþýðusambandsins um
leiðir til þess að auka kaup-
mátt launa og bæta kjör verka-
manna með samningum við rík-
isvaldið. Landsstjórnin hefur
engu svarað þessum tillögum,
em samt látið það í veðri vaka
að litlar líkur séu á því að hún
geti komið til móts við verka-
lýðssamtökin eftir þessum frið-
samlegu samningaleiðum.
ÞEGAR MÁLUM ER SVO
KOMIÐ, BAULAR MORGUN-
Framhald á 10. síðu.
lausn
er ein
Stór lán til langs tíma með lágum vöxtum er leiðin sem verður að fara
Onœði af
Þegar rætt er um varanlegar
kjarabætur launþegum til
handa, kemur mönnum það
• jafnan í hug, að eitt sé það
mál, sem snertir afkomu al-
mennings og kaupmátt laun-
anna meira en flest annað. Það
er að ráðizt verði í stórt fé-
lagslegt átak í húsnæðismálum
almennings. Öllu vinnandi fólki
er nú orðið ljóst. að þróun
þeirra mála á undanförnum
áratugum hefur verið öfugþró-
un, sem leitt hefur svo langt
til óþurftar launþegum að hún ^
bókstaflega sligar þúsundir
manna. En þar á þó æskan
mest í húfi, ef ekki verður þeg-
ar snúið við. Ef nokkurt mál,
sem úrlausnar bíður nú er sér-
, staklega hennar, þá er það hús-
næðisvandamálið.
Með skynsamlegu félagslegu
átaki í húsnæðismálum þjóðar-
innar á að vera hægt að auka
kaupmátt launa alls þorra
yinnandi fólks um 25% frá því
sem nú er. Það eru staðreynd-
ir, sem tala skýru máli, að á
Norðurlöndum og víðar í ná-
grannalöndunum er hlutur hús-
næðisins af útborguðum laun-
um manna frá 12—18%. í
Reykjavík og víða um landið
er hann 35—40% og stundum
hærri.
Það er hínsvegar augljóst
mál, að þessi vandi verður
ekki leystur með því að ætla
einni kynslóg að standa undir
öllum kostnaðinum við bygg-
ingarnar, hann verður að dreif-
ast á a.m.k. þrjár kynslóðir.
Þá verður líka gróðasjónarmið-
ið, sem ráðið hefur öllu í þess-
um málum, að hverfa, en hagur
og þörf fólksins að koma í
þess stað. Stór lán til langs
tíma með lágum vöxtum, er
leiðin sem verður að fara.
Þetta átak verður auðvitað
ekki gert af fulltrúum peninga-
mannanna í landinu, því það
er andstætt hagsmunum þeirra.
Þeir hafa ausið upp geigvæn-
legum gróða á neyð fólks í
þessum efnum, sökum þess að
flokkar þeirra bjuggu þeim í
haginn með aðstöðu til rang-
lætis og féflettingar.
Hér þarf hið vinnandi fólk
EKKI LÖGBINDING KAUPS - HELDUR
MANNRÉTTINDI AD LÖGUM
Morgunblaðið er nú tekið að
hrópa hástöfum um uppgjöf
forusíumanna verkalýðshreyf-
ingarinnar vegna frumvarpsins,
sem þeir báru fram um 8
stunda vinnudag með óskertum
heildartekjum eins og þær eru
nú. Því er haldið fram, að þetta
jafngildi því, að verkalýðs-
hreyfingin hafi þar með ákveð-
ið að afsala í hendur ríkis-
valdsins öllum ákvörðunarrétti
tim kaup og kjör verkalýðsins
i framtíðinni.
Fiestir munu sjá í gegnum
þær blekkingar, sem hér eru á
borð bornar. Það er með öllu
rangt, að hér séu nýjar leiðir
farnar, sem sté.fni að því að
:afsala nokkrum þeim rétti, sem
verkalýðshreyfingin hefur til á-
kvörðunar kaups og kjara.
Þvert á móti er hér, eins og
oft áður um það að ræða, að
réttip'di, sem verkalýðshreyf-
ingin hefur aflað sér með ára-
tuga baráttu verði staðfest með
lögum, sem lágmarksréttindi, á
sama hátt, sem staðfest hef-
ur verið í lögum réttur laun-
þega til lágmarks orlofs, lág-
marks hvíldartíma við ákveðin
störf, uppsagnarfrestsi o.s.frv.
Allt voru þetta réttindi, sem
verkalýðshreyfingin var búin að
vinna inn í samninga sína, en
fékk síðan staðfest í landslög-
um fyrir alla launþega í land-
inu. Engum heilvita manni mun
koma til hugar að halda því
fram, að með því hfi hún af-
salað sér nokkrum rétti til þess
að berjast fyrir auknu orlo.fi,
nýjum vökulögum o.s.frv. Hún
iafsalar sér því ekki heldur
réttindum sínum til þess að
berjast fyrir styttri vinnutíma
og hærra kaupi en samþykkt
yrði í lögum sem lágmarks-
mannréttindi í þessum efnum.
Slík lög yrðu nánast mannrétt-
indayfirlýsing með lagagildi,
þar sem hverjum launþega
þjóðfélagsins er tryggður um-
saminn 8 stunda vinnudagur;
fyrir lífvænlega kaupgreiðslu.
-- St.
að fylkja liði um skynsamlega
lausn og vinna henni sigur án
þess að láta önnur sjónarmið
en hagsmuni sína og sinna ráða
um val sitt á fulltrúum til á-
kvarðana og framkvæmda.
Sameiginlega þurfa launþeg-
arnir að stíga stærsta hugs-
anlega sporið, sem stigið verð-
ur nú til frambúðar til þess að
auka kaupmátt launanna og
búa þannig um að ekki verði
unnt að ná þeirri kjarabót til
baka. St.
Bréf frá hafnarverkamanni um
Eftirfarandi bréf barst blað-
inu í gær frá hafnarverka-
manni;
,,Það skeður orðið nokkuð
oft, að verkamenn, sem koma
á verkamannaskýlið verða fyr-
ir ónæði og leiðindum af póli-
tísku þrasi veitingamannsins á
Skýlinúf Okkur er þess vegna
nokkur forvitni á að vita um
það til hvers hann sé ráðinn
á skýlið, með hvaða kjörum og
hvaða embættissvið hann á að
hafa. Sjálfur heldur hann því
fram að hann sé þarna sjálf-
stæður veitingahússrekandi,
sem ekki hafi aðrar skyldur
við verkamenn en venjulegur
hótelstjóri. Við verkamenn
höldum því hins vegar fram
að hann sé til þess ráðinn af
borgarstjórn, ;að veita verka-
mönnum sem ódýrasta og full-
komnasta þjónustu, þar sem
hann hafi styrk frá bæjarfélag-
inu til reksturs á verkamanna-
skýlinu með frítt húsnæði —
og fríum vinnukrafti að nokkru
leyti.
Þá teljum við verkamenn það
alveg fráleitt að manni í þess-
ari stöðu líðist þeð að nota að-
stöðu sína til pólitísks áróðurs
fyrir flokk atvinnurekenda,
hvenær sem hann getur hönd-
um undir komið. Og nú í Dags-
brúnarkosningunum var Har-
aldur veitingamaður svo vig-
reifur að hann var kominn með
Björn frá Mannskaðahóli upp á
vegg í verkamannaskýlinu í
þeim tilgangi að vekja aðdáun
verkamanna á bílætinu.
Nú er Haraldur veitingamað-
ur enn tekinn að færa út verk-
svið sitt með útborgun á kaupi
verkamanna fyrir áburðarverk-
smiðjuna o.fl. En verkamenn eru
bara ekkert hrifnir af því, að
þurfa að sækia laun sín í
hendur þessa pólitíska þrugl-
ara.
Það, sem við vildum fá að
vita er. hvent er verksvið þessa
manns og hvort hann hefur
bréf upn á bað að vera bífaln-
ingsmaður íhaldsins í verka-
mannaskýlinu, og auk þess væri
fróðlegt að fá því svarað a£
viðkomandi ráðamönnum, hvort
það er slíkur maður, sem á
að ráða húsum í nýja verka-
mannaskýlinu við höfnina, þeg-
ar það verður opnað fyrir bæj-
arst j ómarkosningarnar ?
Haficarverkamaður.