Þjóðviljinn - 31.01.1962, Síða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1962, Síða 5
vinna Iraks og Sýrlendinga Damaskus 29/1 — íraksstjórn hefur gefið Sýrlandsstjórn um- boð sitt til að leita fyrir um sættir milli hennar og Arabarikj- anna í deilunni um Kuwait. Sýr- lenzki forsætisráðherrann, Maar- ouf Dawalibi sagði á blaða- mannafundi í dag, að írak hafi fallið frá hótunum sínum um að senda herlið inní Kuwait og knýja þannig fram lausn á deilunni. Nýlega áttu sér stað samninga- viðræður milli íranska utanríkis- ráðherrans og sýrlenzku stjórn- arinnar um stjórnmálalega hern- aðarlega og efnahagslega sam- Vinnu milli þessara tveggja ianda. Viðræðurnar snerust um eftirfarandi atriði: 1. Löndin skulu vinna saman að því, að bæta sambúðina milli arabísku þjóðanna og að jafna allar innbyrðisdeilur þeirra á friðsaman hátt. 2. Friðarins vegna, munu þau standa við hlutleysi sitt í utan- ríkismálum. 3. Þjóðirnar heita því, að berj- ast gegn heimsvaldastefnunni, styðja kröfur Palestínu-Araba og sjálfstæðisbaráttu Serkja í Alsír. 4. Innan skamms fari fram við- ræður milli landanna, um hern- aðarsamvinnu til tryggingar eigin öryggi og frelsun hins arabíska heimshluta. 5. Þessar tvær þjóðir láta í ljósi þá ósk, að öll Arabaríki taki þátt í þessari samvinnu. 6. Leyst verði vandamál, sem upp komu í fyrri viðræðum milli stjórnanna 3. nóvember 1961, sérstaklega með tilliti til verzlun- ar, fjármagnstilflutninga og vega- bréfsáritana. Sýrlenzki forsætisráðherrann sagði að lokum á þessum blaða- mannafundi sínum, að hvorugt ríkjanna óskaði eftir bandalagi við Jórdaníu. Krabbomein eykst stórum í Danmörku Danska Krabbameinssamband- ið hefur síðan 1942 skráð dauðs- föll af völdum bólgusjúkdóma og tíðleika þeirra. Nýjustu rann- sóknir hafa leitt í ljós, að krabba- meinstilfellum hefur fjölgað um 19% hjá karlmönnum og um 12% hjá kvenfólki á árunum 1953—1957. Miðað er við svipað itímabil næst á undan. Langmest var aukningin á lungnakrabba, en hann hafði tvö- faldazt. Krabbameinið ræðst í vaxandi mæli á aldrað fólk og nú eru 60% af dauðsföllum 65 ára gam- als fólks og eldra, af hans völd- um. Alls voru 22,8% samanlagðrá dauðsfalla í Danmörku, af völd- um krabba. uninni, í stórblaðinu New York Times. Það var undirritað af 820 prófessorum við alla æðri skóla í New York ríki. Síðan bættust 100 kennarar við Princeton há- skólann í hópinn, en ails hafa nú yfir 3000 bandarískir prófess- orar gerzt aðilar að mótmælun- um. Almenningur í Bandaríkjunum, virðist ekki ginnkeyptur fyrir þessum fyrirætlunum, því nýaf- staðin Gallup-könnun hefur leitt í Ijós, að 98% hinna aðspurðu höfðu ekki gert sér byrgi og 93% ætluðu sér alls ekki að gera neitt í þá áttina. <9SnAKMViNNUSTOfA OO VWTiQUASAUI Laufásvcgi 41 a — Sími 1-36-73 LANDBÚNAÐARBIFREIÐIN GAZ atómbyrgi handa ráðherrum. Vesturþýzka blaðið Quick biMi fyrir Kíkisstjórn Adenauers í Vestur-Þýzkalandi er nú að láta smíða skömmu mynd af fyrirbrigðinu (neðri myndin). Blaðið var gert upptækt óðara cr stjórnarvöldin komust á snoðir um að farið var að dreifa því. Efri myndin sýnir annað byrgi þýzkra ,ráðamanna. Það er byrgi Hitlert og ráðlierra hans. Þegar Rauði hcrinn tók Berlín vorið 1945, voru jfirmenn nazista saman komnir í by^ginu. Rússneskur hcrmaður stendur við byrgisopið þegar einn af gener- álum Hitlers gcngur út. GAZ - 69 M Mikil mótmælaalda hefur ris- ið í Bandaríkjunum vegna áætl- unar varnarmálaráðuneytisins um gröft byrgja til varnar í kjarn- orkustyrjöld. Áætlun ráðuneytis- ins gerir ráð fyrir aö 141 byrgi verði grafið í 14 borgum. Mótmælaaldan reis, er 183 há- skólakennarar í Boston mót- mæltu áætluninni í opnu bréfi til Kennedys á þeim forsendum, að hún væri eggjun til kjarn- orkustríðs. Nýlega birtist heilsíðu ávarp, sem stefnt var gegn áætl- GAZ-69M kostar kr. 112.000,00. Þá er innifalið í verðinu: Blæjur, Miðstöð, Rúðuhitari, Sæti fyrir 8 menn, Fimm hjólbarðar 650x16, 8 strigalaga, Hitunarútbúnaður á vél, sem gerir gangsetn- ingu auðveldari í 20—30 stiga frosti, Ljóskastari, Loftdæla, Tjakkur, Þrýstismursprauta, Olíukanna, Olíubrúsi 6 lítra, sem fellur í sérstakt hólf í bifreiðinni, Benzíndæla með Vi" slöngu til þess ao dæla ben- zíni á og af bifreiðinni, Handlampi, sem tengdur er í þar til gerðan tengil, Loftmælir, Tvö felgujárn, Gangsetningssveif. Tveir verkfærapakkar, í þeim er meðal annars: Töng, Hamar, Skrúfjárn 2 stk., Skiptilykill, Stjörnulyklar 3 stk., Opn- ir lyklar 4 stk., Kertalykill, Meitill, Úrrek, Platínu- og kertamál, Platínuþjöl. Mikill fjöldi af GAZ-69 bifreiðum eru nú í notkun hér á landi. Vér erum ávallt vel birgir af varahlutum á hagstæðu verði. Þeir, sem ætla sér að kaupa bifreiðar íyrir vorið, góðfúslega hafið samband við oss sem fyrst og kynnið vður afgreiðslutíma og greiðsluskilmála. Bifreiðar & Land- búnaðarvélar h/f. Brautarholti 20, Reykjavík. Sími: 19345. Miðvikudagur 31. janúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.