Þjóðviljinn - 31.01.1962, Side 6
plÓÐVlMINtÍ
ÚtBefandi: SameinlnBarflokkur alþýBu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstiórari
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr
Magnússon. — Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðJa: Skólavörðust. 19.
Blmi 17-500 (5 línur). Áskrlftarverð kr. 50.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
PrentsmlðJa ÞjóövilJans h.f.
Varizt innlimunaráróðurinn
Jnnlimunarmennirnir eru óþreytandi við iðju sína.
Viðleitni þeirra á þessu stigi beinist helzt að því,
að gera aðild íslands að Efna-hagsbandalaginu sem sak-
leysislegasta. Og ekki nóg með það, þeir slá alltaf úr
og í, allt sé óvíst um þátttöku íslands, hvort af henni
verði og hvernig hún verði. Og segja má að flestir
sótraftar séu á sjó dregnir þegar farið er að senda hina
svonefndu „Frjálsu menningu" út af örkinni í þessu
skyni, en það er sem kunnugt er einn hræsnisfyllsti og
vesalasti félagsskapur á öllu landinu. En bak við þetta
áróðursgutl eru svo valdamenn stjórnarflokkanna,
menn eins og Gunnar Thóroddsen og handgengnir menn
ihonum í nazistadeiid Sjálfstæðisflobksins og „hagfræð-
ingar“ Alþýðuflokksins og aðrir toppkratar, sem ekki
hafa farið dult með þá ætlun sína að íslandi skuli
þvælt í Efnahagsbandalagið og sjálfstæði landsins þar
með afsalað. Það er þeirra vilji og þeirra ætlan, innlim-
un íslands í hið nýja Stór-Þýzkaland, það er þeirra fram-
tíðarsýn fyrir íslenzku þjóðina, og að þeim þokkalegu
áformum er nú unnið leynt og ljóst í samvinnu við er-
lenda valdamenn, íslenzkir ráðherrar og „sérfræðingar"
á þveitingi til Bonn til að taka þar við fyrirmælum,
í viðbót við hin bandarísku.
A llar fregnir sem berast frá aðalstöðvum og stofnun-
um Efnahagsbandalagsins bera með sér að valda-
menn bandalagsins ætla ekki að vera mjúkir í svörum
við beiðnum um „áu)kaaðild“ nýrra ríkja, né víðtækar
undanþágur vegna „sérstöðu“ þeirra. Nýjum ríkjum er
ætlað að gera svo vel og gefa upp sjálfstæði sitt í hinum
veigamestu málum og leggja það sameiginlegum stefn-
unum á vald, eins og fyrir er mælt í Rómarsamningn-
um og fram kemur í öllu skipulagi Efnahagsbandalags-
ins. Norskir sérfræðingar hafa í nýrri álitsgjörð sýnt
fram á, að í Noregi þyrfti stjórnarskrárbreytingu til
svo víðtæks afsals yfirráða yfir innanlandsmálum Nor-
egs. Og það virðist ekki þurfa marga „fína“ kjaftafundi
til að ljóst verði að aðildarríki Efnahagsbandalagsins
verði að afsala sér veigamiklum þáttum sjálfstæðis
síns, um það virðist hvergi deilt þar sem rætt er um
Efnahagsbandalagið enda liggja fyrir grundvallarplögg
þess sem sanna þetta eins ótvírætt og verða má. Og
auk þess sem ísland yrði þar að sjálfsögðu selt undir
sömu sök og önnur aðildarríki, kemur hér auk þess til
-greina, að vegna fámennis þjóðarinnar hefur Island
algjöra sérstöðu í slíkri ríkjasamsteypu, sem gerir að-
stöðu íslendinga margfalt erfiðari en nokkurrar að-
ildarþjóðar annarrar.
F’inmitt nú seint í janúar bárust þær fregnir frá Strass-
^ bourg að stjórnmálanefnd þings Efnahagsbandalags-
ins hefði lagt fram álit og tillögur er miða að því að
torvelda ríkjum hverskonar aðild að Efnahagsbandalag-
inu aðra en fulla aðild. Var m.a. lagt til að gera að
inntökuskilyrðum að ný ríki „verði að samþykkja og
virða Rómarsamninginn frá upph'afi, þannig að samn-
ingaviðræður komi ekki til greina ef eitthvert aðild-
arriki vill reyna að losna undan einstökum lagagrein-
um sáttmálans“. Þau verða að gerast aðilar að öllum
þremur stofnununum-. Efnahagsbandalaginu, Kjarn-
orkumálastofnun Evrópu og Kola- og málmsamsteyp-
Unni“. „Puu verða að játast undir öll pólitísk markmið
áðurgreindra þriggja stofnana“. „Þau verða að viður-
kenna núverandi form og skipulag Efnahagsbandalags-
insins“. Það hefur verið margrætt hérna í blaðinu hvað
slík innlimun þýddi fyrir hina fámennu slenzku þjóð,
fyrir efnahag hennar og atvinnuvegi, fyrir yfirráð ís-
lendinga yfir landhelgi sinni, fiskveiðum við ísland
og fiskiðnaði, og það skal ekki endurtekið að sinni. En
engum sem kynnir sér það mál og vill sjá hið rétta,
getur blandazt hugur um >að með innlimun íslands í
Efnahagsband'alagið er sjálfstæði íslands fargað, og
eftir mafnið tómt. — s.
Virkjunin mikla við Bra^sk í fljótinu Angara verður hin mesta í heimi. Farið er að síga á scinni hluta þcssa mikla mannvirkis, cn
þegar er hafinn undirbúningur að stærri virkjunum. Gnægð ódýrrar raforku frá þessum nýju orkuverum er undirstaða áætlananna
um margföldun iðnaðarframleiðslu Sovétríkjanna á næstu áratugum.
EGGERT ÞORBJARNARSON:
22. þing Kommúnistaflokks
Rdðstjórnarríkjanna
1 síðara hluta stefnuskrárinn-
ar er uppbygging kommúnism-
ans tekin til meðferðar sem
dagskrármál Ráðstjórnarþjóð-
anna.
Spurningunni um það, hvað
kommúnisminn sé, er svarað
þannig, að kommúnisminn sé
stéttlaust þjóðfélag, þar sem
öll framleiðslutæki séu þjóðar-
eign, allir þegnar séu jafn rétt-
háir og fái alhliða tækifæri til
þroska. Auðlindir þjóðfélagsins
eru nýttar fyrir mennina. Þeirri
meginreglu er fylgt, að sérhver
beri úr býtum samkvæmt þörf-
um sínum og leggi fram til
þjóðíélagsins eftir hæfileikum
sínum. Kommúnisminn er skil-
greindur sem háþróað samfélag
frjálsra manna með þroskuðu
hugarfari, samfélag sjálfsstjórn-
ar fólksins, þar sem vinnan
verður eðlileg þörf til blessun-
ar alþjóðar og þar sem sér-
hver leggur fram krafta sína
í þágu hennar.
Stefnuskráin hrekur gamlar
hugmyndir um, að kommúnist-
ískt þjóðfélag muni hvíla á
lág-þróaðri tækni og lítilli fram-
leiðslu. Hún skilgreinir, hvern-
ig kommúnisminn geti aðeins
risið upp sem þjóðskipulag á
grundvelli háþróaðrar fram-
leiðslu, vísindum og tækni, á
grundvelli stanzlausrar fram-
þróunar þjóðarframleiðslunnar
langt fram yfir það stig, sem
auðvaldsskipulagið nær nokkru
sinni.
Maðurinn mun ná ótrúlegum
tökum á náttúruöflunum í
þágu mannkynsins. Heildar-
skipulag allrar framleiðslu og
efnahagsmála kemst á hærra
stig, og tryggt, að öllum efna-
hagslegum þörfum þjóðfélags-
þegnanna verði fullnægt.
í allsnægtaþjóðfélagi komm-
únismans hverfur stéttamunur-
inn úr sögunni, sömuleiðis and-
stæður milli borga óg sveita.
Um leið og öllu þjóðfélaginu
verður lyft á hærra tæknilegt
og menningarlegt stig, mun
andleg og líkamleg viftna renha
saman í eina heild. Mennta-
menn verða ekki lengur sér-
hópur í þjóðfélaginu, því að
öll þjóðin mun komast á stig
hins menntaða manns.
Afstaðan milli einstaklings og
þjóðfélags verður og án mót-
setninga. Eðli vinnunnar mun
breytast í lífsþörf á grundvelli
ríkrar þjóðfélagsvitundar og
einstaklingsþroska og verða
uppspretta gleði og sköpunar.
iHæfileikar einstaklinganna munu
njóta sín og fjölskyldulífið mun
ekki mótast af fjárhagsáhyggj-
um.
Samkvæmt stefnuskránni verð-
u.r hið kommúnistíska þjóðfé-
lag byggt upp í áföngum.
Síðari
hluti
Á næsta áratug 1961—1970
munu Ráðstjórnarríkin fara
fram úr Bandaríkjunum, há-
þróaðasta auðvaldslandinu, á
sviði framleiðslu á hvern íbúa.
Fyrirhuguð er mikil aukning
'landbúnaðarframleiðslu og mikl
ar kjarabætur. Erfiðisvinna sem
slík mun smátt og smátt hverfa.
Ráðstjórnarríkin verða land
stytzta vinnudags í heimi. Hús-
næðismálin verða leyst í öllum
aðalatriðum. 1 lok þessa ára-
tugs munu allar fjölskyldur
Ráðstjórnarríkjanna hafa feng-
ið íbúðir með nýtízku þægind-
um, og öll nýgift hjón munu
fá sína íbúð.
Á öðrum áratugnum 1971—
1980 verður hinn efnahagslegi
og tæknilegi grundvöllur komm-
únisnians byggður upp. Þá mun
þjóðfélagið fara að láta hvern
hafa eftir þörfum. Á þessum
áratug verður kommúnisminn
byggður upp í aðalatriðum, en
ifullfeyggður Verður hann á
'tímabilinu þar á eftir.
Hornsteinn iðnvæðingar lands-
ins og tækni verður fullkomin
rafvæðing þess með samfelldu
rafkerfi um allt landið, þannig
að hægt verður að flytja mikla
orku milli fjarlægra landshluta.
Á grundvelli allsherjar rafvæð-
ingar og virkjana hinna miklu
vatnsfalla munu Ráðstjórnar-
ríkin ná nýrri fulkomnun á
sviði tækni, skipulagningar,
framleiðslu o.s.frv. Þau munu
ráða yfir dæmalau.su fram-
leiðslukerfi sem að afköstum til,
tæk.ni og skipuiagningu verður
hafið hátt yfir ýtrustu mögu-
leika kapítalismans. Þá mun
öl-lu ófaglærðu starfi verða út-
rýmt og hin háþróaða tækni
færa öllum borgurum kommún-
ismans síbatnandi lífskjör.
Á riæstu tíu árnm er ráðgert
að iðnaðarframleiðslan 2,5-fald-
ist og fari þar með fram úr
framleiðslu Bandaríkjanna.
Á næstu tuttugu árum er ráð-
gert, að iðnaðarframleiðslan
sexfaldist að minnsta kosti og
raforkuframleiðsla þrefaldist. Á
þessum tíma er gert ráð fyrir
uppbyggingu gífurlegrar stál-
framleiðslu.. efnaiðnaðar, véla-
iðnaðar, að heílar iðnaðargrein-
ar verði fullmekaníseraðar og
átómatíseraðar og heil kerfi
verksmiðjubákna fiarstýrð. öll
áherzla verður lögð á nýtingu
og frambróun vísinda í þjón-
ustu atvinnulífsins.
öll byggingarstarfsemi í land-
inu verður vélvædd. Eldflauga-
tækni verðu.r tekin í þjónustu
samgangna í stórum stíl. Aust-
an Uralfjalla verða reist iðju-
ver á heimsmælikvarða, og
stærstu raforkuver heimsins eru
nú að rísa við A.ngara í aust-
u.rhéruðum landsins. Farvegi
mrrgra norðlægra stórfljóta
verður brevtt til suðu.rs og þau
nýtt til áveitu á þurrkasvæði.
Fyrirhugu.ð er mikil aukning
n.eyzluvamings og sérstök á-
herzla lögð á aukin gæði fram-
leiðslunnar.
Á næstu 10 árum er ráðgert
að framleiðsla landbúnaðaraf-
urða 2.5-faldist en 3.5-faldist
innan tuttugu ára. Lögð verður
jöfnum höndum áherzla á ný-
rækt stórra landflsema sem og
aukna uppskeru af hverjum
hektara sáðlands.
Gengi sovézka gjaldmiðilsins
mun fara hækkandi og lífskjör
almennings batna jafnt og þétt
með launahækkunum og verð-
lækkunum og með stórauknu
framlagi opinberra sjóða til
þess að standa straum af ó-
keypis menntun allra borgara,
ókeypis læknishjálp og lyfjum,
eftirlaunum, bamaframfærslu,
íbúðarhúsabyggingum rekstri
menningar- og hvíldarheimila
o.s.frv.
Gert er ráð fyrir, að raun-
veruleaar tekjur einstaklings
3.5-faldist á næstu tuttugu ár-
um.
Þróunin verður þannig, að
auk bess sem bilið milli efstu
og lægstu launaflokka mun
minnka með því að hinum
lægstu verði kippt u.np, þá
verða smátt og smátt allskonar
gjöld afnumin.
Þannig verður húsaleiga af-
numin á öðrum áratugnum,
skattar allir á næsta áratug.
Fargjöld með járnbrautum,
strætisvögnum, neðanjarðar-
brautum, langferðabifreiðum
verða og afnumin.
Innan tíu ára verður vinnu-
vikan stytt í 34—36 stundir og
síðar enn meir.
Fullkomnustu örvggisráðstaf-
anir verða gerðar á vinnustöðv-
um.
Næturvaktir verða smátt og
smátt afnumdar nema við brýn-
ustu hiónustustörf.
Víðtækar áætlanir um sjúk-
dómsvarnir, ókeypis vist á
hressingarhælum, fullkomnun
skilyrða til íþrótta o.s.frv. verða
settar upp.
Konur munu fá léttari vinnu
og þjóðfélagið mun sjá um að
létta þeim heimilisstörfin.
öllum leifum af ójafnri að-
Framhald á 10. síðu
GUÐMUNDUR VIGFÚSSON: Þriðja grein
Skipulag og einkaframtak
í upphafi þessa greinaflokks
varpaði ég fram þeirri spurn-
ingu hvort nokkuð annað hefði
verið að gera miðað við ástand-
ið í tæknideildum borgarinnar
en að gefast upp við sjálfstáeða
skipulagsforustu af hálfu borg-
arstjórnar og afhenda skipulags-
ver.kefnin til einkaframtaks og
einstaklinga. .
Ég hét þá að gera þessu atriði
fyllri skil síðar og skal nú leit-
azt við að uppfylla það loforð.
Sú leið var tvímælalaust fyrir
hendi að taka nú til hendinni
og gera viðhlítandi ráðstafanir
til að endurreisa og efla skipu-
lagsdeild borgarinnar, fá henni
hæfa forustu og leitast við að
ráða til hennar nauðsynlcgan
mannafla.
Það er ekkert náttúrulögmál
að skipulag Reykiavíkur standi
uppi án nauðsynlegra tækni-
krafta á sama tíma og aðrar
hliðstæðar stofnanir búa við
nokkurn veginn næga starfs-
krafta.
Það er heldu.r ekkert náttúru-
lögmál að Reykjavíkurborg geti
ekki ráðið til sín eigin verk-
fræðinga og gert tæknideild
borgarverkfræðings starfshæfa.
Til þess að kippa þessu -í lag
þurfa ráðamenn borgarinnar að-
eins að leggja skemmdarverk
sín á hilluna og koma fram
eins og siðaðir menn við stétt-
arsamtök verkfræðinganna.
Þegar sú tillaga að fela ein-
staklingum tiltekin skipulags-
verkefni fyrir borgina var til
umræðu í borgarráði, lagði ég
til að málið yrði afgreitt með
eftirfarandi hætti:
„Um leið og borgarráð
fellst eftir atvikum og miðað
við þær aðstæður, sem skap-
azt hafa, á tillögur borgar-
verkfræðings, um heimild til
ráðstafana til lausnar á
nokkrum aðkallandi verkefn-
um í skipulagsmálum, lýsir
það yfir þeim vilja sínum,
að skipulagsdeild borgarinn-
innar og tæknikröftum borg-
arverkfræðingsskrifstofunnar
verði komið í það horf, að
skipulags- og tæknistörfum
borgarinnar vnj-ði annað á
fullnægjandi hátt. Er borg-
arverkfræðingi falið aðvlnna
pð Invsu bessara rr>'>’o í sam-
r"ði V’ð bcrgarstjóra og
borgarráð."
Ég áleit rétt og skylt að fá
úr því skorið hvort hér ætti að
vera um framtíðarskipun að
ræða eða bráðabirgðaráðstöfun
vegna tímabundinnar lömunar
tæknideildanna. Slf-k ráðstöfun
verlcefna í -bili gat vissulega
gengið háskalítið fengist það
viðurkennt í verki samtímis að
það væri stefna borgarráðs og
b^rgarstjórnar að endurreisa og
efla tæknideildirnar og gera
þær færar um að gegna for-
ustuhlutverki sínu.
Tillögu minni var vísað frá
af meirihhluta borgarráðs,
samkv. frávísunartillögu frá
Geir Hallgrímssyni. Þar með lá
það ljóst fyrir að upplausn
skipulagsdeildarinnar og lömun
verkfræðideildarinnar var ein-
mitt hin æskiiega þróun að
dómi meirihlutans og enginn
vilji til raunhæfra gagnráð-
stafana. Að þeirri vissu feng-
inni taldi ég rangt og hættu-
legt að fallast á tillögu borg-
arverkfræðings um afhendingu
Fossvogssvæðisins, Laugardals-
svæðisins og svæðisins við vest-
anverða Reykjanesbraut til
einkaaðila, og greiddi einn at-
kvæði gegn henni. Meirihluli
borgarráðs samþykkti tillög-
una.
Þegar málið kom fyrir borg-
arstjórnarfund sl. fimmtudag,
ræddi ég það allítarlega og
lagði fram svohljóðandi tillögu:
„Með því að borgarstjdrn-
in telur að fullnægjandi
starfræksla tæknidcilda
borgarinnar, skipulagsdeildar
og verkfræðideiidar, sé
grundvallarskilyrði þess, að
undirbúningur og ákvarðanir
í skipulagsmálum og á ÖCV-
um sviðum verklegra fram-
kvæmda borgarinnar sé í
góðu lagi og undir traustri
forustu, samþykkir borgar-
stjórnin að fela borgarráði
og borgarstjóra að gofra án
tafar ráðstafanir sem duga,
til að binda endi á núver-
andi ófrcmdarástand í þess-
um efnum og tryggja tækni-
deildunum næga og hæfa
starfskrafta."
Þessi tillaga hlaut sömu ör-
lög og tillaga mín í borgarráði.
Henni vár vísað frá af meiri-
hluta borgarstjórnar. Alþýðu-
bandalagsmenn einir greiddu
henni atkvæði. Sami meirihluti
staðfesti síðan samþykktina um
að afhenda einkaframtakinu
skipulagsverkefnin.
Um það verður því ekki villzt
hvaða þróun borgarstjórnar-
meirihlutinn kýs í þessum efn-
um. Hann er fyllilega ánægður
með þá Staðreynd að arkitekt-
arnir hafa flúið skipulagsdeild-
ina og verkfræðingarnir verið
hraktir úr þjónustu borgarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki
að borgin reki starfshæfa
skipulagsdeild. Einkaframtakið
á eitt að duga.
Þessi afstaða Sjálfstæðis-
flokksins, sem kratar og
Framsókn styðja, er byggð á
mikilli skammsýni og hættu-
legu skilningsleysi á eðli
skipulagsstarfanna. Eins og ég
hef áður tekið fram eru þau
fyrst og fremst félagslegs eðlis,
góð og hagkvæm lausn þeirra
faast ekki nema undir öruggri
forustu bæjarfélagsins sjálfs.
Einkafyrirtæki og einstaklingar
þótt hæfir séu geta ekki í því
efni komið í stað skipulags-
deildar borgarinnar. Það er
nefnilega allt annað að skipu-
leggja borgarsvæði en t.d. að
fly-tja inn og selja byggingar-
efni.
Aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu
ósamrýmanleg stjórnarskró Noregs
Sérhver samningur bakar ríkinu
skyldur sem verða til þess að
ríkisstofnanirnar munu breyta
gegn þjóðaréttinum, ef þær fram-
kvæma stjórnarskrártryggt vald
sitt á einhvern þann hátt, sem
brýtur í bága við samninginn.
Dr. J. Andenös prófessor seg-
ir í sínu áliti: Rómar-samning-
urinn gerir ráð fyrir slíku afsali
löggjafarvalds, tollaákvarðana og
samningafrelsis í hendur stofn-
ana Efnahagsbandalagsins, að
Noregur getur alls ekki gerzt
aðili nema stjórnarskrá landsins .
sé breytt fyrst. Hann kvaðst ekki
vilja ræða um það, hvort stjórn-
unarvaldinu og dómsvaldinu sem
afhendist Efnahagsbandalaginu
samkvæmt Rómarsamningnum,
verði breytt um leið og stjórnar-
ránni.
OSLÓ 28/1 — Noregur get-
ur ekki gerzt aðili að Efna-
hagsbandalagi Evrópu nema
gerð verði stjórnarskrár-
breyting, sem heimili slíka
aðild. Samkvæmt núgild-
andi stjórnlögum er ekki
hægt að afhenda löggjafar-
valdið í svo iríkum mæli til
stofnunar sem ekki er háö
norsku ríkisvaldi.
Þetta eru niðurstöður álits,
sem prófessorarnir Frede Cast-
berg og J. Andenös hafa látið
utanríkis- og stjórnarskrárnefnd
þingsins í té, og þetta er sam-
hljóða mati dómsdeildar norska
utanríkisráðuneytisins. Dóms-
málaráðuneytið hefur einnig lát-
ið sömu skoðanir í Ijós. Allar
þessar niðurstöður eru birtar í
skýrslu, sem dreift var í Stór-
þinginu sl. laugardag.
I skýrslunni kemur fram, að
ofangreindir aðilar telja ekki
nauðsynlegt að stjórnarskrár-
breytingin verði gerð áður en
norsk yfirvöld taka upp samn-
ingaviðræður um aðild að Efna-
hagsbandalaginu, en hún er ó-
hjákvæmileg áður en aðildiri;
verður lögð fyrir stórþingið.' - ni‘
Castberg prófessor segir í álits-
gerð sinni: Það hefur löngum
verið ágreiningsatriði í norskum
stjórnmálum í hve ríkum mæli
stjórnarskráin heimilar ríkisvald-
inu að binda aðgerðafrelsi og á-
kvörðunarfrelsi ríkisins með
samningaákvæðum. Það hlýtur
að vera hafið yfir allan efa,
að ríkisvaldið getur bundið að-
gerðafrelsi sitt með samningi.
Josephine Baker, franska rev-
íustjarnan fornfræga sem nú
er orðin 54 ára gömul, kom
fyrir nokkrum dögum til
Stokkhólms frá París með
krakkahóp sinn. Hún hefur
það nefnilega sem „hobbí“ að
safna börnum hvaðanæfa að úr
heiminum, og á nú orðið 11
stykki af mismunandi þjóð-
erni. Næstu vikurnar ætlar
, bv’m að koma fr,am á skemmti-
í Stokkhólmi, og jafn-
framt ætlar hún að gefa
börnunum kost á vetrar-
dvöl í skemmtilegu umhverfi.
Börnin eru á aldrinum 2—10
ára, og er hópurinn stundum
kallaður „litlu Sameinuðu
þjóðirnar“. Flest börnin hafa
aldrei séð snjó áður.
Moise Tshombe, valdsmaður
í Katangafylki í Kongó, ætlar
sér að fara í heimsókn til
Bandaríkjanna í byrjun marz-
mánaðar, segir í upplýsingum
frá áróðursskrifstofu hans í
New York. Hann „vonar að
hann fái tækifæri til að hitta
bandaríska ráðamenn að máli
til þess að skýra viss grund-
vallaratriði í Katanga-mál-
inu“, segir í tilkynningunni.
Baker Tshombe
heypf og
£) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 31. janúar 1962
Miðvikudagur 31. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —