Þjóðviljinn - 07.02.1962, Qupperneq 4
Uppgðtvun draumsam-
bands og útsýni poðan
' „Það er mjög líklegt að sum-
ir draumar séu þann veg til-
orðnir" (þ.e. fyrir samþand við
draumgjafa, éins og dr. Helgi
Pjeturss kenndi), „en áreiðan-
,'ega ekki nema lítill hluti
þeirra“. Þetta segir Björn
Franzson í grein í Þjóðviljanum
um hina nýútgefnu Drauma og
dulrúnir Hermanns Jónassonar,
og fer honum þar líkt og
manní, sem neitaði því að vísu
ekki, að sumt af þeim hreyfing-
um og fyrirbærum sem eiga sér
stað í lofti og legi jarðarinnar,
eigi rætur að rekja til sólar. en
áreiðanlega þó ekki nema líti.11
hluti þeirra.
Þegar He.lgi Pjeturss fór að
athuga drauma sína, þá gerði
' hann það, sem draumfræðing-
ar hafa ekki gert nægjanlega
vel, en það var að gera sér
fulla grein fyrir því, hvað
draumar í rauninni eru. — Það
er að vísu mjög eðlilegt, að
mönnum verði fyrst fyrir að
leita í eigin huga að frumorsök
drauma sinna, því að í fljótu
bragði virðist annað naumast
geta komið til greina. En þegar
þess er gætt, að draumarnir eru
einmitt ekki hugsanir fyrst og
fremst, heldur hreinar og bein-
ar skynjanir og þátttaka í at-
burðum, þá verður sú leið alveg
ófær. Og í stað þess að þyrla
upp slíkum órökstuddum heila-
spuna sem Freud gerði og aðrir
slíkir, komst dr. Helgi að þeirri
niðurstöðu, að draumskynjanir
hins sofandi manns væru ekki
annað en þær virðast vera,
raunverulegar skynjanir. Niður-
staða hans var sú, að hinn sof-
andi maður fái þátt í vökulífi
annars, og að draumskynjanir
hans séu það meira og minna
aflagað, sem ber fyrir vakand-
ann, og er sannast að segja, að
margbreytni draumanna gefur
enga ástæðu til að ætla að sú
kenning geti ekki staðizt. Og
þegar gætt er nú að þeirri út-
sýn eða þeim aukna skilningi,
sem verður af þessari niður-
stöðu. þá ætti mönnum að geta
horfið allur efi um réttmæti
hennar. — Með því að halda
sig við það, að draumskynjanir
hins sofandi manns séu með
enhverjum hætti einungis hug-
sköpun hans, hafa menn ekki
komizt að neinni þeirri niður-
stöðu, sem færði þeim aukinn
skitning á nokkru öðru. Þannig
hafa draumaskýringar þeirra
Freuds og Jungs ekki einusinni
fært menn neitt nær skilningi
á því, hvað svefninn er eða
hversvegna menn skuli endi-
lega þurfa að sofa. En séð út
frá kenningunni um drauma-
sambandið liggur það hinsveg-
ar alveg ljóst fyrir. Þegar dr.
Helgi hafði gert sér ljost, að
lífsamband á sér stað við íbúa
annarra hnatta, iþá fór að liggja
alveg ljóst fyrir, að svéfninn
er ástand til að taka á móti
lífmagnandi krafti. — Það má
nú gera sér Ijóst, að án þess
heimssambands, sem Newton
uppgötvaði, gæti enginn hlutur
hafa orðið til né verið til. En
hér fór nú einnig að blasa við,
að án heimssambands lífsins
hefði hvergi getað átt sér stað
lifnun né líf. Kraftur sá sem
magnar og endurnærir hinn
sofandi mann fram til aukins
lífs, var þannig sá hinn sami,
sem forðum vakti nokkurn
hluta hinna líflausu jarðefna til
lífs. Og hér er ekki einungis að
við blasir undirrót lifnunar á
hverjum stað, heldur fer nú
einnig að blasa við hvað lífið
í rauninni er. Fyrir uppgötvun
lífssambandsins eða lífgeislun-
arinnar liggur það í augum
uppi, að lífið er aðeins ákveðin
niðurskipan efnis og orku. —
Hér skal ekki um það rætt hvað
geislan er eða hvernig kraftur
flytzt frá einni stjörnu til ann-
arrar. En hitt ætti að geta legið
ljóst fyrir, að geislan eins er
viðleitni hans til að koma fram
eða framleiða sitt eigið ástand
á öðrum stöðum, framleiða þar
sál sína. Eða með öðrum orð-
u.m, geislan er ævinlega við-
Jeitni eins til að koma þeirri
skipan á hjá öðrum,’ sem er í
sjálfum honum, og verður þeirri
viðleitni að vísu lítillega fram-
gengt, nema þegar sérstaklega
stendur á, svo sem á milli út-
varpsstöðvar og útvarpstækis
eða draumgjafa og draumþega.
Og enn verður hér ljóst það,
sem ekki hafði ljóst orðið áður.
Hér verður það fyrst ljóst,
Framhald á 7. síðu.
Málverk af Dickens í vinnustofu sinni frá 1859.
150 ór frá fœðíngu mesta
sagnaskálds Englands
1 dag er þess minnzt víða
um heim að liðin eru 150 ár frá
fæðingu eins vinsælasta og
mesta skáldsöguhöfundar sem
uppi hefur verið, Englendings-
ins Charles Dickens. Han/i
íæddist 7. febrúar 1812 í smá-
bænum Landport nærri flota-
stöðinni Portsmouth, en faðir
hans var starfsmaður í flota-
málaráðuneytinu. Bemska
Charles Dickens var hamingju-
söm, en þegar hann var tíu
ára fluttu foreldrar hans til
London og ógæfan dundi yfir
fjölskylduna.
Faðir Dickens var afaróhag-
sýnn í fjármálum og var
hnepptur í skuldafangelsið
Marshalsea. Móðir Dickens
pantsetti búslóð þeirra og
flutti í fangelsið til manns síns
með börnin. Charles litli var
látinn fara að vinna 12 ára
gamall erfið og óþrifaleg verk
í skósvertuverksmiðju við illt
-4>
M I N N I N G
Una Pétursdóttir
r Fyrir og eftir síðustu aldamót
bjuggu að Króki á Akranesi
hjónin Þuríður Jónsdóttir og
Pétur Sigurðsson formaður. Þau
eignuðust tvö börn, dreng, er
dó ungur maður 1900 og stúlku
sem skírð var Una, f. 29. jan.
1884. Hún ólst upp og dvaldist
með foreldrum sínum svo lengi
sem þau lifðu, en faðir hennar
dó 1914. Eftir það bjó hún með
móður sinni, fyrst á Akranesi
og síðan her í*, $:féý\crjávík""tií'
1928 að móðir hennar dó. Það
er því víst að hún hefur í orðs-
ins bezta skilningi haldið fjórða
boðorðið og kunnað að heiðra
föður sinn og rnóður og sýnt
þeim í hvívetna ást og um-
hyggju, er þau þurftu þess með
enda fengið fyrirheit þess upp-
fyllt að verða langlíf og vegna
vel í landinu.
Árið 1930 giftist Una eftirlif-
andi manní sínum, Guðmundi
Jónatanssyni, ættuðum frá Stað-
arfelli á Fellsströnd í Dölum og
Jifðu þau saman í hamingju-
sömu og ástríku hjónabandi í
rúm 30 ár. Virðist eins og ör-
lagadísirnar hafi geymt þeim
sameiginlega þann helgireit,
sem sambúð þeirra var, er hann
sem gestur kom hingað heim
1930 frá Vesturheimi, kynntist
og kvæntist Unu í staðinn fyrir
að snúa við aftur út í heiminn.
Guðmundur hefur víða í
skáldskap sínum látið í ljós á-
nægju sína og aðdáun á kon-
unm og heimilinu. A einum
stað segir hann:
Húsið smáa hæfir mér,
hérna má • ég Iþreyja,
hvítt og fágað allt það er
eins og sjáleg meyja.
Skipað rétt í röð og stað
ræstuð teppi’ um palla.
Höndur nettár hirða það,
hér sést blettur varla.
Vel hvar þannig vani grær
—velferð sannar blessun. —
Verkamanni verður kær
vist í ranni þessum.
Þannig var líka Una Péturs-
dóttir. Umhyggjusöm húsmóðir,
alúðleg en uppgerðarlaus, við-
mótsþýð og gestrisin við þá,
sem að garði hennar bar, og
snyrtimenni í verkum sínum og
framgöngu. Hjálpfús nágrönn-
um sínum og bar með sér birtu
og hressilegan blæ, og þess
vegna aufúsugestur hvar, sem
hún kom.
Una Pétursdóttir var ein þess-
ara alþýðukvenna, sem mynda
hornsteina þjóðfélagsins. Hún
var grandvör í orði og verki.
trygglynd og vinföst, hrein og
falslaus í viðskiptum sínum við
aðra menn, góðhjörtuð og um-
hyggjusöm, og elskaði það, sem
var hreint og fagurt.
Mest allan sinn búskap
ibjuggu þau Una og Guðmundur
hér í Laugarásnum og undu
glöð við sitt.
Nú er hún, þessi fjörlega og
hugstæða kona, horfin.af sjón-
arsviði þessa jarðneska lífs. Hún
lézt 16. janúar síðastliðinn, eft-
ir langt veikindastríð, er hún
bar með ibjartsýni og hugprýði
til hinztu stundar.
Hún var kvödd af eiginmanni
sínum, frændum og vinum í
Fossvogskirkju 23. s. m. og
lögð til hinztu hvíldar hjá móð-
ur sinpi, er hún hafði svo lengi
átt samleið með og saknað. Við
þá athöfn kom í Ijós að Una
Pétursdóttir var vinmörg og
hafði ibúið við vinsældir meðal
nágranna sinna.
1 hugum okkar, sem þekktum
Unu mun minning hennar lengi
lifa og við óskum henni þeirrar
blessunar, er hún hefur unnið
til í hinum nýja heimi, sem
ihún hefur nú gist.
Guðjón Bj. Guðlaugsson.
atlæti. Þessi reynsla á ungum
aldri af tillitslausri samkeppni
og miskunnarlausu arðráni hins
hreinræktaða auðvaldsskipu-
lags mótaði Dickens alla ævi.
Heldur rofaði til fyrir fjöl-
skyldunni þegar húsbóndanum
tæmdist arfur, svo hann gat
losað sig úr skuldafangelsinu.
Dickens komst aftur í skóla,
réðst aðstoðarmaður á lögfræði-
skrifstofu, tók að skrifa fréttir
úr lögregluréttinum fyrir blöð
og gerðist þingfréttaritari. Um
það leyti var föður hans varp-
að í skuldafangelsi í annað
sinn.
Fyrsta bók Dickens var safn
tímaritsgreina sem hann skrif-
aði undir nafninu Boz, en sig-
ur vann hann með „Skjölum
Pickwick-klúbbsins“, sem komu
út í heftum árin 1837 til 1839.,
í fyrstu átti sagan aðeins að
vera texti með myndum úr lífi
veiði- og veðreiðamanna, en
Dickens fór sínar eigin götur,
með þeim árangri að tífalda
varð upplag sögunnar áður en
henni lauk. Síðan kom „Oliver
Twist“ og hver bókin af ann-
arri, nýjar bækur eftir Dickens
voru helztu bókmenntaviðburðir
í Englandi næstu áratugi. Hér
þýðir ekki að þyl.ia nöfnin, þvf
varla getur heitið að nokkur
bók Dickens önnur en „Oliver
Twist" sé til í sómasamlegri ís-
ienzkri þýðingu. Aðrar sögur
hans hafa komið út á íslenzku
hroðéjiega limlestar, styttar svo-
þær eru ekki annað en svipur
hjá. sjón. Af beim mun skást
leikin „David Copperfield", sem
öðrum þræði er sjálfsævisaga
Dickens á yngri árum. Um
þessar mundir flytur Ríkisút-
varpið eina af sögum skáldsins
í formi framhaldsileikrits.
Samúð Diokens með við-
kvæmura og veikbyggðum sögu-
het.jum andspænis grimmum og
skilningslausum heimi snýst
ekki ósjaldan upp í tilfinninga-
semi, en fyndni hans, persónu-
sköpunargáfa og þjóðlífslýsingar
Framhald á 10. síðu.
— ÞJÖÐVILJINN —; Miðvikudagur 7. febrúar 1962