Þjóðviljinn - 07.02.1962, Side 10

Þjóðviljinn - 07.02.1962, Side 10
Viðtal Adsjúbei við Kennedy S.H. andvíg rannsókn ! Pramhald af 7. síðu. samkomulagi um Vestur-Berlín. Það væri mjög óráðieg stefna, fyrir ykkur og okkur að fara aðra leið í nafni þess að önn- ur heimsstyrjöldin skuli til l.vkta leidd — leið, sem iiggur til aukinnar hættu á þriðju heimsstyrjöldinni. Svo ef ég væri sovézkur liðs- foringi og vildi frið, myndi ég telja unnt bæði að öðlast frið og tryggja öryggi lands mi'ns. Sovétríkin eru öflugt herveldi með kjarnavopn, eldflaugar, flugvélar, mikinn fiölda her- fylkja og bandalagsríki. Enginn mun nokkru sinni gera innrás í Sovétríkin aftur. Það herveldi, sem slíkt gæti gert, er ekki til. Vandinn liggur í gerð samnings, sem felur í sér jafna viður- kenningu á okkar hagsmunum sem ykkar. Það ætti ekki að vera okkur ofvaxið. Hvorki Krústjoff forsætisráð- herra né ég stóðum að þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru árið 1945 varðandi Berh'n. Sú skvlda, sem á okkur hvílir varðandi betta erfiða vandamál, er að koma á friði og það á- lít ég okkur unnt að gera. I stuttu máli, ef ég væri sov- ézkur liðsforingi, mundi mér þykja öryggi Sovétríkjanna vel tryggt og að nú sé það höfuð- nauðsyn að ná samkomulagi við Bandaríkin, bandamenn okkar úr annarri heimsstyrjöld- inni. Adsjúbci: Hr. forseti. Ég fer nú senn að hætta. Vitanlega svöruðuð þér þessari spurningu ekki sem gamalreyndur her- maður, heldur sem forseti Bandaríkjanna, og það er alveg eðlilegt. Samt skilst mér á yð- ur, hr. forseti, að þér séuð á móti því, að Vestur-Þýzkaland hafi vetnisvopn til eigin ráð- stöfunar, eða hafi á nokkurn hátt umsjón með slíkum vopn- um. Kennedy: 'Eins og ég sagði á þingi Sameinuðu þjóðanna, þá er það þáttur í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að þau munu ekki láta nokkru öðru landi í té kjarnorkuvopn, og ég væri því sérstaklega mótfallinn, ef Vestur-Þýzkland færi fram á kjarnorkuvopn sjálfu sér til handa. Adenauer kanslari sagði árið 1954, að það myndi ekki fara fram á slíkt. Sú er enn stafna þeirrar stjórnar, og ég álít það viturlega stefnu. Adsjúbei: En yður er fullljóst, að þýzkir hershöfðingjar eru í mörgum ábyrgðarmestu em- bættum innan Atlanzhafsbanda- lagsins og þér vitið að Evrópa liggur mjög fjarri Bandaríkj- u.num. Teljið þér ekki að slíkt geti gengið svo langt, að þýzkir hershöföingjar hafi of mikil á- hrif og verði of valdamiklir innan Atlanzhafsbandalagsins? Kennedy: Það er þess vegna, sem ég álít það svo mikilvægt að áherzla sé lögð á innlimun vesturþýzka hersins í Atlanz- hafsbandalagið. Atlanzhafs- bandalaginu er nú stjórnað af Ameríkumanni; og svo lengi sem þýzkir herir eru innan Atlanzhafsbandalagsins, og Atl- anzhafsbandalagið er undir stjórn hinna 15 Atlanzhafs- bandalagsríkja, sem engin vilja styrjöld; svo lengi sem þessi háttur er á hygg ég að allt sé tryggt. Ef hins vegar breyting yrði á; ef Þýzkaland kæmi sér upp eigin kjarnorkuvopnum, ef það framleiddi margar eldflaugar, eða stofnaði öflugan þjóðarher, sem hótaði styrjöld, þá mundi ég skilja áhyggjur ykkar, og þær mundu einnig leggjast á míg. Þegar allt kemur til alls, höfum við átt í tveim styrjöld- um í Evrópu engu síðu.r en þið. En ástandið nú; það ástand, sem framtíðin verður að byggj- ast á, er eins og ég hef iýst þvf. Ef það breyttist; þætti mér sjálfsagt fyrir Bandaríkin og Sovétríkin og aðra aðila að meta ástandið á þeim tíma. En því er ekki þann veg farið nú, og hví þá að taka þá áhættu að Bandaríkin, sem eru öflugt land, og Sovétríkin, sem einnig er voldugt ríki, lendi í hár sam- an, þegar ekki er um neina raunverulega ógnun að ræða í Evrópu, — hvorki við ykkur né okkur? Ég held að við ættum að líta á málin eins og þau eru árið 1961. Þér hafið sagt að þið séuð raunsæismenn. Árið í ár er hvorki 1939, 1940 eða 1941, At- hugið hvað hefur gerzt. f hin- um fjarlægari Austurlöndum var styrkleiki Japans á þeim árum allt annar. Veldi Kína var einnig algjörlega frábrugð- ið því sem nú er. Lönd breyt- ast, — horfur breytast Við verðum að vera nægilega raun- sæir til að sjá hvar hin raun- verulega hætta er. Núna er hin raunverulega hætta fólgin í því, að við höfum báðir kjarnorku- vopn undir höndum; tæki til að valda gjöreyðingu hvor fyrir öðrum — og komi stríð eigum við mest í húfi. Þess vegna álít ég, að ef við tökum málin raunhæfum tök- um, ættum við að geta náð samningum, sem tryggðu hags- muni beggja hinna voldugu landa okkar, og gæfu okkur færi á að halda áfram að bæta lífsafkomu okkar og mæta öðr- um vandamálum. Síðustu 14 ár hefur hagur landsmanna í Bandaríkjunum batnað um 40%. Og í Sovétríkjunum hefur hann batnað stórlega. Enginn hefur meiri hag af friði en Sovétrikin og Bandaríkin. Ég vildi þess vegna að við athuguðum Þýzkalandsmálin eins og þau eru nú, í stað þess að reyna að tala um þau eins og þau voru fyrir tuttygu árum. I reynd hefur ríkt friður í Ev- rópu síðastliðin 15 ár. Nú er vandinn sá, að athuga hvort við getu.m komið okkur saman um þessi mál til næstu 15 ára. Enginn veit hvað gerast kann í veröldinni þegar stundir líða fram, en við ættum í öllu falli að geta útkljáð þessi mál um Berlín og Þýzkaland. Adsjúbei: Ég er yður þakk- látur fyrir vinsemd yðar og tíma þann, er þér hafið veitt mér af helgarhvíld yðar. Kennedy: Mér þykir mjög vænt um, að þér skylduð gefa mér, sem forseta, þetta tækifæri til að tala til íbúa Sovétríkj- anna, og þann velvilia yðar að koma hingað. É.a vil leggia á- herzlu á, að ekkert væri b.iéö þessa lands kærara en það að vita þessi tvö Iðnd lifa í sátt og samlyndi við síbætta lífsaf- komu. Á námsárum mínum árið 1939 kom ég til Sovétríkjanna, og ég skil að þar hafa orðið mikl- ar breytingar og að lífsafkoma fólksins er alltaf að batna. Lífs- afkoma fólks í Bandaríkjunum hefur einnig batnað. Ég vona að viðtal þetta muni að ein- hverju leyti stuðla að bættum skilningi og friði, því ég vil enn einu sinni endurtaka það, að þjóðir okkar hafa mestan hag af friði. Adsjúbei: Þökk fyrir, hr. forseti. Framhald af 1. síðu. miklu hærri upphæð en það sendir heim árlega. Það er ekki hægt að reka stóra matvæla- verksmiðju, innpökkunarverk- smiðju, hafa dreifingarstöðvar úti um ÖIl Bandaríkin, sambönd við smásala víðsvegar um land- ið, án bess að velta gífurlegum fjárhæðum. Og Jón Gunnarsson er látinn vera forstjóri allrar þessarar starfsemi í Ameríku. En auk þess á hann að vera aðalsölustjóri S.H. j mörgum þjóðlöndum öðrum og í öðrum heimsá’fum! Hann á þannig að hafa með að gera sölur, sem sveiflast árlega upp í nokkur hundruð milljóna króna. Þannig hefur stjórn Sölumið- stöðvarinnar falið Jóni Gunnars- syni takmarkalaust og eftirlits- laust vald. Sjálfsagt þykir að hverjum framkvæmdastjóra venjulegs fyrirtækis fylgi stjórn, eftirlit og aðhald. En það virð- ist stjórn SjH. hafa talið óþarft varðandi þennan framkvæmda- stjóra. ★ Gagnrýni svarað með brottrekstrum 1 Gífurleg óánægia hefur'nú 'gb’é- ið upp með betta fyrirkomulag. Þykir mjög á skorta að vel sé um hnútana búið varðandi eign- arhald og rekstur þessara fyrir- tækja. Það er bví alls ekki ó- eðlilegt að Albingi vilji athuga hvað þarna er að gerast. Tveir ungir starfsfmenn samtakanna, sem unnið hafa í Ameríku, hafa talið það skyldu sína að skýra stjórn S. H. frá, að þeir teldu rekstri flyrirtækjanna þar stór- lega óbótavant, að þar væri ver_ ið að tapa iafnvel tugum millj- óna króna. Framkvæmdastjórinn Jón Gunnarsson rekur þessa menn úr starfi þegar í stað! Þetta verður Alþingi að láta til sín taka, svo mikið er í húfi. Við slíka rannsókn ætti að koma fram hvort rétt var skýrt frá eða ekki. Væri bezt fyrir samtökin sjálf að vera ekki á móti hlutlausri rannsókn, eins og lagt er til með þessari þingsályktunartillögu. ★ 9—12 mánaða greiðslu- töf Lúðvík sagði að frystihúsin kvörtuðu nú hástöfum vegna þess hve langan tíma það taki að fá greiðslur frá Sölumiðstöðinni. Meðaltalstíma frá því afli €r af- hentur og þar ti] uppgjör fæst telji frystihúsin 9—12 mánuði. Með þessu eru frystihúsunum bökuð gifurleg útgjöld. Taldi Lúðvík furðulegt að heyra stjómarmeðlim í SH halda því fram að islenzk hraðfrystihús hafi hagnazt meir á viðskiptun- um við Bandaríkin en á austur. viðskiptunum undanfarin ár. Verðið á Bandaríkjamarkaðnum sé óhagstæðara en á flestum öðr- um mörkuðum þegar tekið sé til- lit til ástandsins sem skapast vegna greiðslufrestsins. Dickens Framhald af 4. síðu. hafa tryggt sögum hans lang- lífi. Hann átti drjúgan þátt, bæði beint og óbeint, í marg- háttuðum þjóðfélagsumbótum í Bretlandi um sína daga. Dickens var ekki hamingju- samur í einkalífi sínu. Á miðj- um aldri tók hann sér unga hjákonu og kom hvorki vel fram við hana né eiginkonu sína. Síðasta áratuginn sem hann lifði var hann á sífelldum upplestrarferðalögum og gekk bókstaflega af sér dauðum með ofreynslu 1870. Dickens er grafinn í Skáldahorninu í Westminster Abbey. ★ Spurningar sem verður að svara Lúðvík beindi allmörgum fyrirspurnum til Sigurðar Ágústssonar um fyrirtæki Sölumiðstöðvarinnar erlendis, en Sigurður hiiðraði sér hjá því að svara nokkrum þeirra. Hvernig er með eignarrétt og ábyrgð varðandi þessi fyrir- tæki? spurði Lúðvík. Hvað eiga aðilar, sem ganga úr S.H. í dag, að fá út úr liinum mik'u sameiginlegu eignum erlendis? Ilvað gerist, ef frystihús innan S.H. verður gjaldþrota? Ilvernig fer ef þessi fyrirtæki erlendis yrðu gjaklþrota? Hver á þá að borga töpin og í hvaða hlut- föllum? Allt er þetta óljóst, en hins vegar auðsætt að stjórn Sölu- miðstöðvarinnar liefur hrært samaii alls óskyldum verkefn- um á mjög óeðlilegan hátt. Þessu verður að breyta og koma málefnum samtakanna á hreinf svo þau verði sem bezt fær urn að gegna sínu raunverulega ætlunarverki. ir Óeðlilegt að fresta upplýsingum Einar Olgeirssom talaði aftur í málinu í gær, og taldi óeðlilegt að Sigurður Ágústsson skyldi ætla að fresta að gefa umbeðn- ar upplýsingar þar til tillagan kæmi aftur úr nefnd. Það væri bví miður ekki óalgengt að mál sem ríkisstjórn og flokkar henn- ar væru feimnir við, kæmu aldrei úr nefnd. Leiðrétti Einar ýmis atriði úr ræðu Sigurðar og brakti m.a. ummæli hans varð- andi austurviðskiptin. ~k Óttinm við rannsókn. Sigurður talaði stutt og fór undan í flæmingi. En hann lýsti yfir þeirri afstöðu sinni að til- lagan væri óþörf, rannsókn væri óþörf og ætti ekki að fara fram. Einar svaraði enn með nokkrum orðum, en þar lauk um- ræðunni, að ekki tóku fleiri til máls og var umræðu frestað og tillögunni vísað til sjávarútvegs- nefndar. Shald og kratar Framhald af 12. síðu. millj. kr. var slegið ríkinu fyr- ir 6,6 milli. kr. Á sl. ári var leitað aðstoðar rikisins vegna uppgjörs óreiðuskulda bæjarins. Fékkst þá fyrir aðstoð ríkisins samningur við banka um 2,8 millj. kr. skuldabréf til 20 ára og á móti kom rikið til aðstoðar og greiddi úr jöfnunarsjóði 1 millj. 24 þús. kr., en þá var ríkissjóður búinn að taka á móti björgunarlaunum Brimness fyrir björgun Keilis og fékk þá í ríkissjóð kr. 830 þús., þótt Brimnes væri þá enn á nafni bæjarins. Seyðisfjarðarkaupstaður keypti 90% af hlutabréfum Síldar- bræðslunnar fvrir 8-falt nafnverð og tók bærinn lán fyrir kaup- unum. Gat hann ekki staðið í skilum þannig að skuldin stend- ur nú í rúml. 1 millj. og 600 bús, kr. Hefur bærinn þannig ekki hagnazt neitt á öllum geng- isfellingunum. Það eru aðeins einstaklingar, sem græða á þeim. Aðspurður sagði Baldur Svein- björnsson bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, að umræður um sölu á Síldarbræðslunni ættu alls ekki að koma til greina. Það er ekki aðeins verið að selja verk- smiðjuna heldur og framtíðar- möguleikana. Kaupmenn — Kaupfélög Fyrirliggjandi: Hvít kaki — Hvítt léreft 90 cm. Hvitt léreft 140 cm. Óbleyjað léreft 140 cm. Kr* Þorvaldsson & Co. HEILDVERZLUN Grettisgötu 6. — Sími 24478. Við undirritaðir höfum selt Reinhard Reinhardssyni og Kristjáni Reinhardssyni Efnalaug Austurbæjar SKIPHOLTI 1. Um leið og við þökkum heiðruðum viðskiptavinum vor- um viðskiptin, vonum við að hinir nýju eigendur njóti þeirra framvegis. Virðingarfyllst Eggert Þorlcifsson, Magnús Andresson. Við undirritaðir höfum keypt Efnalaug Austurbæjar SKIPHOLTI i og munum kappkosta að uppfylla ströngustu kröfur við- skiptavina vorra um vandvirkni og fljóta afgreiðslu. Virðingarfyllst Reinhard Reinhardsson, Kristján Reinhardsson. |Í0) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 7. febrúar 1962

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.