Þjóðviljinn - 10.02.1962, Side 6

Þjóðviljinn - 10.02.1962, Side 6
bJÚÐVILIINN 6tEe(andl: SamelnlDgarfloklcnr alÞýdn — Sóalallstaflokkurlnn. — RltstJðrari Masnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfl Olafsson, SlgurSur QuSmundsson. - Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjamason. - Auglýstngastjórl: QuSEelr Maanússon. - Bltstjórn. afgrelSsla, auglýslngar, prentsmiSJa: SkólavBrSust. 19. Síml 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 55.00 á mán. - Lausasoluverð kr. 3.00. PrentsmiSja ÞjóSviljans b.f. Skattar og kartöflur Tiíkisstjórnin hefur borið fram frumvarp um skatta- mál, og er megintilgangur þess að lækka skatta á auðfyrirtækjum .að miklum mun; auðmenn og auðfé- lög fá stórauknar frádráttarheimildir og auk þess er hin beina skattaprósenta læíkkuð um fimmtung. Þó á þessi regla ekki við um samvinnufélög, heldur munu þau nú verða að greiða hærri skatta en áður! Fríðindi þau sem auðfyrirtækin fá munu nema mjög veruleg- um upphæðum, en Gunnar Thoroddsen hefur lýst yfir því í Vísi að hann geri sér vonir um að tekjur ríkis- sjóðs muni samt ekki minnka, því „með sanngjörnum og hóflegum skattalögum munu menn telja miklu bet- ur fram en áður“. Skattfríðindi til gróðafyrirtækja eiga því að vera einskonar verðlaun fyrir fölsk fram- töl í þeirri frómu von að braskararnir taki að ástunda sanna siðvæðingu. U’n auðvitað veit ríkisstjórnin fullvel að tekjur rík- ^ issjóðs minnka þegar auðmenn fá að halda stærri hlut af gróða sínum óskertum, og þær upphæðir þarf að taka annarsstaðar. Það er engin tilviljun að aðal- fyrirsögn Alþýðublaðsins í gær fjallar um. það að nið- urgreiðslur á kartöflum séu orðnar alltof miklar — um- 25 milljónir króna á ári — enda muni nokkur brögð að því að niðurgreiðslurnar séu misnotaðar. Það er ekki heldur nein tilviljun að á fjárlögum þessa árs er áætluð mun lægri upphæð til almennrar niður- greiðslu á matvælum en gert hefur verið. Áforni rík- isstjórnarinnar eru þau að hæfcka enn í verði lífs- nauðsynjar almennings til þess að bæta ríkissjóði upp tapið af skattfríðindum auðmanna. Þegar verkafólk kaupir 'kartöflur á það að borga skattana fyrir Eim- skipafélag íslands; hækkað verð á mjólk og mjólkur- afurðum á að gera kleift að auka gróða olíufélaganna; dýrari soðning á að koma Silla og Valda í hag. Cvona einfaldur er kjami viðreisnarinnar þegar öll- um umbúðum er flett utan af. Ráðherrarnir og hagfræðingar þeirra þykjast vera að búa til þaulhugs- að kerfi, flytja um það hátíðleg orð og setja upp harð- lífissvip. En í rauninni eru þeir sífellt að gera eitt og það sama: að taka fjármuni frá almenningi og afhenda þá auðmönnum. Þeir „bæta“ gjaldeyrisstöðuna með því að gera erlendan varning svo dýran að almenning- ur verður að spara við sig daglegar nauðsynjar. Þeir auka gróða atvinnurekenda með því að stórlækka raunverulegt baup í tveimur gengislækkunum. Þeir lækka persónulega skatta á auðmönnum með því að hækka söluskatt á hversdagslegum nauðþurftum. Og nú ætla þeir að lækka skatta á auðfyrirtækjum með því að hækka í verði kartöflur, kjöt, mjólk og fisk. Iffenn botna hvorki upp né niður í því áróðursmold- viðri sem sífellt leikur um þjóðina nema þeir geri sér ljósa þá einföldu staðreynd að ríkisstjórnin er hagsmunatæki auðmannastéttarinnar og að sú staðreynd er lykillinn að öllum athöfnum hennar. Þótt ráðherrarnir tali landsföðurlega um hagsmuni þjóðar- innar í heild, eru þeir aðeins að hugsa um þann litla hluta hennar sem á framleiðslutæki og safnar auði. Og þegar ríkisstjórnin birtir lagabálk um skattamál fyrirtækja og umlykur hann langsóttri gervihagspeki er hún í rauninni aðeins að finna leiðir til þess að láta húsmæðurnar borga skatt um leið og þær kaupa kart- öflurnar sínar, í staðinn fyrir Thorsara og Þóra og Johriaéna og Kaabera. — m. ANDLAUS UTANBÓKARLÆR LEIÐINLEGAR KENNSLUBÆK SKÓLAKERFI OKKAR — Ég hlustaði á þátt Sigurðar Magnússonar um landspróf á sunnudaginn var og nú langar mig til þess að leggja orð í belg. Fyrst ætla ég að minnast á barnaskólana. Þar eru börnin frá 7 til 12 ára aldurs. Fyrstu iþrjú árin eru notuð til þess að kenna lestur, skrift og reikn- ing. Lítill sem enginn munur er á námsefni beztu og lélegustu nemendanna. Það verður auð- vitað til þess að þeir beztu fá aldrei tækifæri til að leggja sig fram og er áreiðanlega ekki þroskavænlegt. Þeir lélegri fá í raun og veru miklu betri kennslu. Nákvæmlega það sama endurtekur sig seinni þrjú árin, eftir að farið er að kenna Ies- fögin svonefndu. Þó held ég að barnaskólarnir séu, þegar á allt er litið, skárstu skólarnir. Góð- ur kennari með duglegan bekk hefur möguleika á að fræða nemendur sína um ýmislegt ut- an bókarinnar. öðru máli gegn- ir um kennara gagnfræðaskól- anna. Þeir byrja strax í 1. bekk, í betri deildunum að minnsta kosti, að hugsa til landsprófsins voðalega og það sníður þeim mjög þröngan stakk. Það má vera rétt sem sagt var í umræðunum að beztu nemendurnir veljist úr við landsprófið. Það gerðu þeir sjálfsagt við hvaða próf sem væri. En það segir hins vegar ekki neitt um það hvort dýr- mætum tíma hafi verið vel eða illa varið. Gáfað ungt fólk er einhver mesti fjársjóður hvers lands og það skiptir miklu máli fyrir þjóðfélagið hvernig náms- og þroskatími þess er notaður. ★ Ég þekki ungan mann sem að loknu ágætu stúdentsprófi sigldi til Hafnar til framhaldsnáms. Þegar þangað kom skildi enginn hvað hann sagði og hann skildi ekki. félaga sína og gat lengi vel ekki fylgzt með fyrirlestrum við háskólann. Þó hafði hann út- skrifazt með ágætri einkunn í dönsku eftir margra ára nám í málinu. Hann hafði bara aldrei heyrt dönsku talaða eins og á að tala hana og aldrei verið látinn tala hana sjáifur. Kennsl- an fór öll fram á íslenzku nema þegar nemendur lásu upphátt í tímurn danska textann sem sett- ur hafði verið fyrir. Það má n.ærri geta hvemig það tungu- •mál hefur hljómað í dönskum evrum. En fátt er svo með öllu illt. stendur þar. Hann hafði nefnilega verið látinn læra ut- anbókar langa lista af sjald- gæfum dönskum orðum og einu sinni þegar hann hafði sem oft- ar vakið hlátur skólafélaganna vegna málsins sem hann talaði ihefndi hann sín. Hann dembdi Hún er að glíma við ólesnu stærðfræðina á Iandsprófi. á þá þessum orðalistum og bað iþá að segja sér hvað orðin iþýddu. Þá stóðu þeir á gati, en hann hló. En það var nú reynd- ar eina gagnið hans af orðalist- unum sem hann hafði haft svo mikið fyrir að læra. Kennslubækur í tungumálum eru yfirleitt á alltof þungu máli. f kennslubók Ágústs Sigurðsson- ar sem lesin er til landsprófs eru mörg orð sem ekki standa í orðabók Freysteins Gunnars- sonar og koma bókstaflega aldrei fyrir í venjulegri dönsku. Skólafólk hefur sagt mér að það missi iðulega þráðinn í því sem það er að iesa vegna þess hve mörgum orðum þarf að fletta upp. Svo maður nú tali ekki um hvað bókin er þrautleiðin- leg. Framburðarkennsla er aðal- lega fólgin í að læra utanbók- ar klausur eins og þessa: „Langt er sérhljóð vanalega, ef næst á eftir því fer: einn samhljóði eða enginn, og þá er sérhljóðið •borið fram eins og það heitir á dönsku (þ.e.a.s. lokað)“. Svo koma dæmi sem ég sleppi. „Undantekning frá þessari reglu er ö, sem er borið fram iu (eins og það heitir í dönsku), nema á undan m, n, og r, án tillits til þess, hvort ö er langt eða stutt, einnig öll þau orð, sem tvöfaida einfaldan endasamhljóða á und- an beygingarendingu". Á lands- prófi gæti komið spurningin: Hvenær er sérhljóð langt í dönsku? Þá er betra að hafa ekki slegið slöku við lesturinn því að eina rétta svarið er klausan hroðalega hér að ofan. Ég er ekki í vafa um að strax í barnaskóla gætu börnin farið að læra erlend mál fyrir- hafnarlítið ef rétt væri að far- ið, t.d. með því að hlusta á talplötur. Það myndi áreiðanlega spara mikinn tíma síðar og auk þess bæta kennsluna. Íslenzkukennslan skiptist í aðalatriðum í þrennt, stafsetn- ingu og greinamerki, málfræði og loks bókmenntir. Sjálfsagt er gott og blessað að læra nokkurn veginn rétta stafsetn- ingu, enda er gengið eftir því með mikilli hörku í skólunum, svo mikilli að aðalatriðin, mál- smekkur og leikni í því að finna hugsunum sínum orð, vilja gleymast. Sjálfstæðar ritgerðir eru sjaldan skrifaðar en rétt- ritunaræfingar þær sem nem- endur skólanna eru látnir gera árum saman eru sízt til þess fallnar að fegra ritmál þeirra. Dæmi: Þú æjaðir, ef ég hnigi niður. Dýrunni féll þyngst, að hún hafði þyngzt. Hefðir þú hresstst við áreynsluna, hefði ég glaðzt. Fylkingin geystist fram á vígstöðvamar, þegar orustan geisaði. Þið lýizt, ef þið rýið ærnar, sem þið kvíuðuð. Minnstu námsmeyjarinnar var minnzt í skólaskýrslunni. Eng- an veginn getur hnúturinn leystst. Þú hlægir ef þú sæir, að fleiri slægjust með í förina. Þráin uggði, að Skarphéðin kh'gjaði við grautárþynnkunni ... Og svona áfram endalaust. Kommusetningu og setninga- fræði, á köflum dálítið hæpna hafa sagt mér lærðir menn, — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 10. febrúar 1962 % ! f'í

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.