Þjóðviljinn - 10.02.1962, Side 7

Þjóðviljinn - 10.02.1962, Side 7
í pírófverkefnið. miklu sennilegra að próf sem skólarnir sjálfir héldu væru betur til þess fallin að velja beztu nemendurna úr. Eða eru kennarar almennt ekki hæfir til þess að dæma um getu nemenda sinna? Mér hefur skilizt á ýmsum sem vit hafa á að margt af því sem áfátt er í hinum óæðri skólum sé líka og oft ekki síður að finna í hinum æðsta, háskól- anum. Þar kvarta menn sáran undan að þurfa að læra utan- bókar stórar bækur sem aðrar þjóðir nota eingöngu sem upp- sláttarbækur fyrir sérfræðinga, en fái svo aftur á móti litla kennslu í verklegum efnum. Unga lækna hef ég heyrt segja að þeim hafi fundizt þeir standa langt að b'aki erlendum kollegum sínum fyrst eftir próf og hafi þó áreiðanlega ekki lagt á sig minna erfiði en þeir við námið. Allt sérnám er nú orðið svo langt að það er hreint ábyrgðar- leysi að halda unglingi í menntaskóla til tvítugs við nám sem oft er til lítils gagns. Auð- vitað er allt nám hversu vit- laust sem það er nokkur þjálf- un. Ég býst t. d. við að skák væri sízt verri en margt af því, sem nú er kennt. Það er þó að minnsta kosti hægt að hafa á- nægju af tafli. Og þó, kannske væri annars hægt að gera það óendanlega leiðinlegt, t. d. með því að nota aldrei taflmenn o,g borð við kennsluna. Þetta er mál, sem alla varðar, því að menntun er þjóðfélag- inu bæði dýr og dýrmæt. S. T. DÓMUR OG ÞRAUT- UR TRÖLLRÍÐA verða nemendur líka að læra með ærinni fyrirhöfn til þess eins að kasta því öllu fyrir borð strax og skólagöngu lýk- ur. í bókmenntakennslu yrði vafalaust meiri akkur ef hún væri ekki að mestu leyti fólgin í því að nemendur lesa heima tiltekið kvæði eða sögu og kennarinn yfirheyrir þá síðan í merkingu ýmissa orða eða setn- inga eða lætur bá jafnvel greina textann í setningarhluta. Er hægt að hugsa sér nofckuð andlausara en greina í frumlag, andlag o. s. frv. „Háa skilur hnetti himingeimur"? Kunningi minn sem átti að vera prófdómari í sögu við stúdentspróf tók sig til og las fcennslubókina fyrir prófið og þótti hún vægast sagt ekki góð. Hann hitti svo nokkru síðar einn nemendanna á götu og spurði hvernig gengi að læra þessi ósköp. „Ja, það er svona rétt eins og að læra símaskrána utananað,“ var svarið. til þess að móta eða vekja áhuga á sínum hugð- arefnum. Hugsum okkur að ís- lenzkukennari sé litill málfræði- unnandi. Honum er sársauka- laust þótt nemendur fengju að sleppa sumum atriðum mál- fræðinnar eins og t. d. því hvort lýsingarorð sé sérstætt, hliðstætt eða hálfhliðstætt eða hvort sögnin að fara sé í nefni- falli eða þolfalli í setningu!! f staðinn vill hann láta lesa úr íslenzkum .bókmenntum. Þetta virðist í fljótu bragði ekki vera háskalegt. En það gæti nú samt orðið til þess að nemend- ur hans féllu unnvörpum og kemur þar tvennt til. f fyrsta lagi fengju þeir ugglaust lága einkunn í málfræði og i öðru iagi er takmarkað úrval bók- mennta til með löggiltri staf- setningu. Þess eru áreiðanlega ekki fá dæmi að unglingur sem ekki er orðinn sterkur á sveli- inu í stafsetningu hefur orðið I.andsprófsbekkur niðursokkinn að hætta við að lesa t. d. Kilj- an og Þórberg vegna þess hvað þeir skrifa vitlaust. Náttúrufræðiikennari sem léti nemendur sína nota Flóru fs- lands til þess að greina plönt- ur, í stað þess að kenna utan- bókar dauðar þulur, brygðist skyldu sinni. Þeir stæðust tæp- lega prófið í hans grein. Er virkilega þörf á að ríg- binda alla skóla og alla kenn- ara við þetta eina próf? Segj- um að efckert landspróf væri haldið en menntaskólarnir tækju við nemendum sem hefðu hærri einkunn en ákveðið lág- mark hver frá sínum skóla. Hvað gæti skeð? Ef þeir reynd- ust ekki hæfir til að vera í menntaskóla féllu þeir hrein- lega á fyrsta vetri. Reyndar er Það þarf ekki annað en lesa landsprófsverkefni í náttúru- fræði og landafræði til þess að sannfærast um að þar er eitt- hvað bogið. Ég hef verið á ferð með ungu fólki sem nýbúið var að taka landspróf. Það mátti ekki heyra nefnt að nema stað- ar til þess að skoða gróður landsins. Það sagðist hafa feng- Sýning ísleifs ið „ofnæmi" fyrir blómum við að læra utanbókar lýsingar á þeim. Og það þekkti ekki al- gengustu íslenzkar plöntur, jafn- vel ekki þær sem það gat þul- ið nákvæmar lýsingar á. Þetta var nú árangurinn af náttúru- fræðikennslunni og er sorglegra en tárum taki. Svona má lengi rekja og ég held að engin náms- grein sé undanskilin og alls ekki eðlisfræði og stærðfræði eins og margir halda. * 1 þættinum á sunnudaginn urðu allir sammála um að landspróf í einhverri mynd væri nauðsynlegt. En er það nú víst? Ekki krefst háskólinn lands- prófs af stúdentum. Hann tek- ur við þeim jafnt úr öllum skólum, innlendum sem erlend- um. Er meira í húfi þegar nem- endur eru valdir í menntaskóla? Eins og hér er háttað í gagn- fræðaskólunum er stefnt að því marki að gera alla skóla eins og steypa alla nemendur í sama móti. Kennslubækurnar einar ráða ríkjum. Þær eru bæði langar og svo yfirfullar af -upp- talningu smáatriða að nemand- inn verður að halda á spöðun- um ef hann á að muna það allt, og það verður hann að gera til þess að standast prófið. Kennararnir hafa ekki ráðrúm Konráðssonar í Bogasal Þjóðminjasafnsins Myndir ísleifs Konráðssonar bii’ta okkur óvenjulega mynd- sýn listamanns. Eru þær nýtt fyrirbæri í myndlist okkar og eitt hið skemmtilegasta sem fyrir hefur borið í þeirri grein lengi. Þær eru gerðar af ólærð- um manni og eru ósnortnar af nokkurri stefnu eða myndum annarra málara. Einna helzt má rekjg^ drætti myndanna til íslenzks útskurðar og litina til heimaofinna ábreiða. En þessar myndir spretta samt mest- megnis af náttúruskoðun, nátt- úran er séð með næmu bams- auga og minnugum barnshuga og eru þær hugarheimar sem fáum er gefið að túlka. Myndir ísleifs -eru bernskar í þess orðs beztu merkingu, líkastar sem barn hafi málað þær; og börn hafa alltaf frá svo miklu að segja, Þær eru afar vel unn- ar, hvert a-triði, hver dráttur Vandaður; og afbragð þær sem beztar eru. Herðubreið, drottning öræf- anna gnæfir yfir landið með enækórónu. Hvítur foss beljar í gljúfri milli tveggja tröllkarla. Burstabær kúrir í grænu túni og gengur féð þar á beit, hver skepna er persónuleg og af- mörkuð. En dularfullt hof er uppá hól handan við túnið og svo eru lífca undarleg tré sern girða af túnið. Þetta eru hug- arheimar málarans. Fuglinn situr á syllum og það er kyrrð og friður yfir honum. Bjargið er flúrað alls- konar mynztri. Fuglinn er stór miðað við bjargið. Það er lögð áherzla á stærð fuglsins í bjarginu, sérnafnið er ritað með stórum staf. Grímsey á Húnaflóa er at- hafnasamur staður, skip stíma um flóann og það freyðir við stefnið en hús bíða á strönd- Herðubreið, drottning öræfanna. , inni gluggaglyrnum. Eyjan er fastmótaður reitur með stórum fuglum og fugladriti. Allsstað- ar þar sem fuglinn er málað- ur er og fugladritið eins og raunveruleikinn vill. Skýin eru kórónur himinsins, skrautlegir reitir. Myndir ísleifs eru svo heppn- ar að hafa enga fjarvídd. Því verður bygging þeirra svo ein- fðld og vangaveltulaus. Hér er náttúrubarn að verki með ein- læga innlifun í viðfangsefnið. Hann er í ætt við þá sjálflærðu listamenn heimsins sem- troða eigin slóðir og ber alltaf hátt í myndlist hverrar þjóðar, þótt þeir komi fram seint og síðar meir. Isleifur byrjar ekki að mála fyrr en á efri árum eft'r langan og erilsaman ævidag. Hann kveður sér ekki hljóðs með brambolti, heldur sýnir hann okkur myndir sínar í einlægni og færir okkur heim hlutina eins og þeir eru frá hans bæjardyr- um séðir. Óafvitað vísar hann nýjan veg, með eðlisávísun hins fölskvalausa listamanns. Megi hann halda myndsýn sinni ferskri. Laugardagur 10. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.