Þjóðviljinn - 10.02.1962, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 10.02.1962, Qupperneq 9
Á moi’gun, sunnudag, kl. 4 s.d. verður 50. Skjaldar- 1 glíma Ármanns háð í íþrótlahúsinu að Hálogalandi. 13 keppendur eru skráðir til leiks, og er búizt við spenn- andi keppni. Glímudeild Ármanns hefur mikinn við- búnað til þess að gera þetta afmælismót sem bezt úr garði. Skjaldarglíma Ármanns var fyrst háð árið 1908. Þá sigraði Hallgrímur Benediktsson og hann hlaut einnig sigurinn árið eftir. Bæði iþessi ár komu þeir næstir Guðmundur A. Stefáns- son og Sigurjón Pétursson. —'h- Skjaldarglíman féll 5 sinnum niður á árunum fyrir 1920 og þessvegna er 50. glíman ekki fyrr en nú. Spennandi kcppni Keppendur að þessu sinni eru 8 frá Ungmennafélagi Reykja- víkur og 5 frá Glímufélaginu Ármanni. Meðal þeirra eru flestir snjöliustu ghmumenn landsins, t. d. Trausti Olafsson Á, sem sigraði 1957, Sveinn Guðmundsson Á, og Hilmar Bjarnason UMFR. Skjaldarhaf- inn frá því í fyrra, Kristmund- ur Guðmundsson Á, er ekki með að þessu sinni. Afmælisrit Glímudeild Ármanns hefur undanfarið unnið kappsamlega að því að gera þessa afmælis- glímu sem bezt úr garði. M. a. tkemur út í dag vandað afmæi- isrit um Skjaldargh'mu Ár- manns. Þar er rakin saga Skjaildarglímunnar frá upphafi af Kjartani Bergmann, Helgi Hjörvar skrifar gagnmerka grein sem nefnist ,.Nokkur almenn atriði um glímu“, Þorsteinn Einarsson ritar „Hugleiðingar um glímureglur“ og Ólafur Ösk- arsson um Glímudeild Ármanns. Þá eru í ritinu viðtöl við eldri og yngri glímumenn, sem mjög hafa komið við sögu glímunnar o. fl. Mikill fjöldi mynda prýð- ir ritið. Hallgrímur Benediktsson. sigraði í fyrstu Skjaldarglím- unni árið 1908. Trausti Ólafsson. Gömlu garparnir hciðraðir Á Skjaldarglímunni á morgun verða allir núlifandi skjaldar- Körfyknaftlelksmeist-1 í kvö!d I kvöld hefst körfuknatt- leiksmót íslands að Há- logalandi. í mótinu taka ■iþátt 31 lið. Tala þátttak- enda er um 300, og er það metþátttakal Sjö félög senda lið til keppn- innar, sem skiptist í f.'ram ald- ursflokka karla og tvo aldurs- flokka kvenna. ÍR sendir 8 lið, KR 8 lið, KFíR 5 lið, Ármann 5 iið, ÍKF 2 lið, ÍS 2 lið, og Fimleikafélagið Biörk í Hafn- arfirði sendir lið í fyrsta sinni í 2. flokki kvenna. Bogi Þorsteinsson, formaður KKSÍ, setur mótið með ræðu, en síðan keppa ÍR og Ármann í 2. flokkj karla og KR og Ármann í mfl. karla. Á sunnudag keppa ÍKF og KFR í mfl. karla og ÍR og ÍS í sama flokki. • MOSKVA 9/2 — Sovétríkin bjóðast t:l að halda HM í ís- hokki, segir i tilkynningu til allra landa, sem eru meðlimir í alþjóða íshokkísambandinu. Um leið var því mótmælt að A-Þjóðverjar skyldu ekki fá vegabréf til USA. í dag er búist við að allir aðgöngumiðar að Lenin-leik- vanginum seljist upp, en þar á að halda iHM í skautahlaupi um næstu helgi. Leninleikvang- urinn rúmar 103 þúsund manns. hafar heiðraðir, en þeir munu vera 19. Þrír eru látnir: Hall- grímur Benediktsson, Sigurjón Pétursson og Sigurður Thorar- ensen. Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson mun heiðra þetta af- imælismót með nærveru sinni, og einnig fjöldi annarra for- ustumanna í íþróttum og öðr- um meruiingarmálum.' Þá býður Ármann, eins og oft áður, 100 —200 skóladrengjum til glím- unnar. CHAMONIX 9/2 — Bandarísk'r skiðaforystumenn, sem eru staddir í Chamonix, ætla að gera tilraun til að breyta þeirri ákvörðun alþjóða skíðasam- bandsins að aflýsa heimsmeist- arakeppninni. Formaður skíða- sambandsins, Holder, kemur til Chamonix á morgun og þá verður málið rætt nánar. Frá Skjaldarglímunni 1961. Kristmundur Guðmundsson bcitir mjaðmarhnykk. KR vann Þrótt i úrslit- um innanhúskeppninnar Knattsp yrnumenn okkar eiga enn mikið ólært í leikn| Einn liðurinn í hátíðahöldum ÍSÍ í sambandi við 50 ára af- mæli þess var knattspyrnumót inni. Var þátttaka frá öllum knattspyrnufélögum Reykjavík- ur, Kópavogs, Keflavíkur, Sand- gerðis og Akraness, en alls voru það 17 lið sem tóku þátt í mót- inu. Fyrir hönd afmælisnefndar- innar bauð Sigurgeir Guð- mannsson gesti og le'kmenn velkomna, en Guðmundur Sveinbjörnsson varaformaður KSÍ flutti stutt ávarp til ÍSÍ. Kvað hann íþróttasambandið og störf þess hafa verið snaran þátt í lífi þjóðarinnar í þessi 50 ár. ÍSl var stofnað á árdögum nýs tíma, og hefur vaxið og dafnað með breyttum tímum. Hlutverki sínu hefur ÍSÍ skilað vel, því nú eru í sambandinu um 25 þúsund manns og mun það meira hlutfallslega en með- al annarra þjóða. * Þjóðin stendur í þakkarskuld við íþróttasamtökin, og vafa- laust verða þessi tímamót til þess að minna forráðamenrr landsins á, að efla beri þessa starfsemi með auknum styrkj- um, sagði Guðmundur að lok- um. Áberandi skortur á leikni Það er mikil spurning hvort knattspyrnumót inni nær á nokkurn hátt þeim tilgangi sem slíku móti er ætlað, og kemur þar fyrst og fremst til að hús- næði það sem nota verður er of lítið og það sem verra er, að það er ekki þannig úr garði gert, að hægt sé að leika þar þennan inniknattspyrnuleik samkvæmt reglum. Undirstaða leiksins er leiknin. Menn sem ekki ráða yfir töluverðri leikni eiga ekkert erindi í inniknatt- spyrnu, þá verður hún hvorki fugl eða fiskur og nær ekki þeim tilgangi sem hún annars gæti haft. Það er gert ráð fyr- ir að í salnum séu pallar ut- an með vellinum um 1 m. á hæð sem ekki má spyrna yfir og þýðir það brottrekstur af leikvelli um stund. Tilgangurinn er því, að halda knettinum niðri, láta hann ganga frá manni til manns eft- ir snöggar staðsetningar, sem sé það sem á að gerast á stór- um velli líka. Hjá mörgum liðanna voru spyrnur svo stórkostlegar, að knötturinn fór hvað eftir ann- að uppí loftið, og þá var knött- urinn aðeins látinn detta (dóm- í'rakast), nema einu sinni. Hversvegna ekki alltaf eins? Þetta fyrra kvöld var sem sagt staðfesting á bví að mikið er ábótavant hvað snertir leikni leikmanna, og hafa utanbæjar- mennirnir meira að læra í því efni nema Akranes. Keflvíking- ar A. má segja að hafi staðið sig vel móti KR A. en þeir léku alltof fast í inniknatt- spyrnu. Leikur liða þeirra gaf þó fyrirheit um það, að á kom- andi sumri verði þeir harðir í annarri deildinni. Annað var líka sem kom greinilega fram og það var að mörg þessara liða virtust ekki þekkja hinn einfalda þríhyrnln ing í knattspyrnunni, sem eíý lykill að öllum stuttum samleilt-í eins og þarna verður að eigö sér stað, þar sem leikið er $ litlum fleti. Þarna komu fram flest þa*| lið sem á komandi sumri bersi hita og þunga knattspyrnunnaRj bæði í fyrstu og annarri deild Ef nokkuð er að marka mó^í þetta, sem við skulum vona, aj* þá verða knattspyrnumenn voTJj' ir að taka vel á, ef áhorfenduW eiga ekki að verða fyrir voní brigðum í sumar í lánunl venjulegu leikjum, að maðus# tali nú ekki um fimrff landsleiki. Langt er enn til stefnu og ef tíminn er vel nof aður og enginn liggur á liðf sínu má mikið aðhafast, ’bæ96 hvað snertir líkamlega þjálfuif| rækta vel undirstöðuná -4 leiknina með höfði og fótun^ já, öllum skrokknum, að gleymdri leikninni að leyndapé dómi knattspyrnunnar: samc; starfinu og samleiknum, seK|i gerir hana að skemmtilegung flokksleik. , í Þróttur kom á óvarí Síðara kvöldið var heldur 1IÍ/5 legra og heldur meiri knatÍRi spyrna. A-lið KR-inga var bezta liiýt ið. Það kunni mest, bjó yfljf mestri leikni, og það næg9| þeim til sigurs. Þróttur konK) mest á óvart þetta kvöld, ojí sýndi svolítinn lit í að hind^j áhlaup með því að gæta rnarniy Laugardagur 10. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.