Þjóðviljinn - 15.02.1962, Side 6
þlÓÐVHJINN
Útsefandl: Samelnlngarflokkxir alþÝStt — Sósíallstaflokkurlnn. — Rlfcstjórari
Magnús KJartansson (áb.). Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmundsson. -
FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón BJarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgeir
Magnússon. — RitatJórn. afgreiðsla. auglýsingar,-prentsmiðja: Skólavörðusfc. 1».
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mán. — Lausasoluverð kr. 3.00.
PrentsmiðJa ÞJóðvlUans hS.
Inn um bakdyrnar
jptokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins hefur gert á-
^ lyktun þar sem mælt er með því að ísland sæki
ium aukaaðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, en full
aðild er ekki talin samrýmast smæð þjóðarinnar og
sérstöðu. Sami tónn er nú kominn í Morgunblaðið
einnig, þannig að stjórnarflokkarnir virðast vera að
herða sig upp í þessa afstöðu. Er þar um stórfellt und-
anihald að ræða síðan umræður hófust fyrst um þátt-
töku íslands, en þá höfðu bæði stjórnarblöðin uppi
harkalegan áróður fyrir því að íslendingar ættu að
gerast skilyrðislausir þátttakendur þegar í stað; á því
ylti gæfa þjóðarinnar og veraldargengi. En þótt und-
anhaldið sé augljóst er hitt mikið vafamál að leiðtog-
ar stjórnarflokkanna séu heilir í þeirri nýju afstöðu
sinni að halda fast á sérstöðu íslands, og full ástæða
er til að ætla að margir þeirra séu aðeins að leita fær-
is til að lauma íslandi inn um bakdyrnar fyrst ekki sé
talið óhætt að ganga um aðaldyrnar. Þannig hafa
þessir valdamenn farið að aftur og aftur þegar þjóðin
reis til andstöðu gegn háskalegum fyrirætlunum.
Tjegar íslandi var boðin þátttaka í Marshallsamstarf-
inu urðu um það miklar deilur og menn úr öll-
um flokkum bentu á hver hætta því væri samfara að
gefa Bandaríkjunum hin sterkustu’-tök á efnahagskerfi
íslendinga. Andstaðan varð svo víðtæk að Bjarni
Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins,
greip til þess ráðs að lýsa yfir því að íslendingar ættu
lað gerast aðilar að kerfinu „sem veitendur en ekki
se mþiggjendur“; íslenzka þjóðin sem hefði hagnazt
fjárhagslega á styrjaldarárunum ætti að veita bág-
stöddum af auðlegð sinni. Á þessum forsendum tóku
Islendingar síðan þátt í Marshallbandalaginu. En
efndirnar urðu þær, að íslendingar þágu meira fé að
tiltölu en nokkur önnur þjóð, gjafir, lán og mútur,
og Bandaríkin urðu smátt og smátt þvílíkt alræðisvald
í efnaihagskerfi íslendinga að embættismenn þeirra
eru nú farnir að taka ákvörðun um smáatriði, eins og
hvernig haga skuli gerð einstakra hafna á íslandi,
svo að ekki sé minnzt á að öll viðreisnin var skipu-
lögð að þeirra undirlagi.
i A það hefur oft verið minnt að Islendingar gerðust
einskonar aukaaðilar að Atlanzhafsbandalaginu.
Þeir settu þau skilyrði fyrir þátttöku að hér skyldi
aldrei dveljast her á friðartímum, og það skilyrði var
staðfest með hátíðlegri undirskrift Bjarna Benedikts-
sonar, Eysteins Jónssonar og Emils Jónssonar annars-
vegar og Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hinsvegar. Það hefði því mátt ætla að tryggilega
væri gengið frá aukaaðildinni, en reynslan varð sú að
fyrirvararnir dugðu aðeins í tvö ár.
iCtjórnarherrarnir eru orðnir svo þjálfaðir í þeirri iðju
^ að mæla þvert um hug, að landhelgissamningurinn
við Breta var kallaður „samningur um viðurkenningu
ó 12 mílna landhelgi Islendinga“, þótt efni hans væri
það að tryggja Bretum veiðirétt innan 12 mílnanna og
neitunarvald um allar frekari aðgerðir í landhelgis-
málum: Enginn skyldi framar treysta mönnum sem
temja sér slíkan málflutning.
Daunar er nú þegar komið í ljós að ráðamenn Efna-
hagsbandalagsins hugsa sér aukaaðild aðeins sem
áfanga á leið til fullrar aðildar. Þeir hafa nýlega lýst
yfir því að Svíþjóð, Austurríki og Sviss geti ekki orð-
ið aukaaðilar, vegna þess að þau ríki séu hlutlaus og
falli því ékki inn í skipulag þess nýja stórveldis sem
ætlunin er að stofna upp úr bandalaginu. Okkur verð-
ur því aðeins heimiluð aukaaðild að forráðamenn þess
telji að við getum síðar á fyrirhafnarlausan hátt orðið
lítill hreppur í stóxveldinu mikla. — m.
Jakob Magnússoa
Maðurinn sem fann Nýfundnalands-
miðin, JflKOB MAGNÚSSON, segir
frá leyndsrdómum hins rauða fisks
Það eru ekki nema þrír ára-
tugir síðan farið var að athuga
að nokkru ráði fisk þan:n er
karfi nefnist, — bg enn styttra
síðan við Islendingar fórum að
leggja okkur hann til munns.
Þangað til var siður okkar að
moka honum í tonnataii af tog-
urunum í sjóinn. Svo fréttum
við það einn dag að það væri
hægt að selja karfann — og
það var eins og við manninn
mælt, harðbannað að moka
honum í sjóinn! Þessi göddótti
rauði fiskur varð allt i einu
eftirsóttur, svo eftirsóttur að við
fórum jafnvel að leita hans í
öðrum heimsálfum!
Og nú skuium við ræða við
manninn sem fann Nýfundna-
landsmiðin.
Maðurinn sem fann Ný-
fundnalandsmiðin heitir Jakob
Magnússon. Hann er Tálknfirð-
ingur að uppruna. Varð stúdent
frá Verzlunarskólanum 1948, fór
til Noregs og las þar fiskifræði
í Osló 1949—1952 og í Kiel 1952-
1955, sérgrein: karfi, lauk dokt-
brsprófi 1955 og hefur starfað
hjá Fiskideildinni síðan.
— Hafði nokkuð verið athug-
aður kárfi hér áðúr en þú byrj-
aðir á því, Jakob?
— Já, dr. Árni Friðriksson
hafði sinr.t þeim dáiítið, að ó-
gleymdum Bjarna Sæmunds-
syni, sem ekki var neitt óvið-
komandi, en það varð ekki
fastur liður í starfi Fiskideildar-
innar fyrr en 1955.
— Það er þá ekki langt síðan
byrjað var á þessum. rannsókn-
um í alvöru.
— Nei, og það er tiltölulega
stutt síðan farið var að rann-
saka karfa yfirleitt £ heiminum.
Það var ekki fyrr en eftir 1930
og voru það þá helzt Þjóðverj-
ar, Sovétmenn og Bandaríkja-
menn sem það gerðu. Veruleg-
ur skriður komst þó ekki á
karfarannsóknir fyrr en eftir
síðustu heimsstyrjöld og eru
þær því ákaflega mikið í deigl-
unni ennþá. En nú er lögð mikil
áherzla á þær og er ekki van-
þörf á, þar sem þær hafa verið
stundaðar svo skamman tíma.
— Og hvernig farið þið svo
að því að rannsaka þenna
gaddafisk?
— Það eru notaðar sömu að-
ferðir og við aðra fiska, við
söfnum gögnum frá ári til árs.
Gallinn hér er, að gagnasöfnun
hefur verið gloppóttari en vera
ætti af þeim sökum að við höf-
um ekkert rannsóknarskip til
umráða. Við höfum orðið að
safna þessu.m gögnum í fiski-
leitarferðum — og fiskileitin
orðið að sitja í fyrirrúmi, en
það fer ekki aiitaf'saman, fiski-
leit og markviss rannsókn.
Þá rannsökum við karfa í
landi í sambandi við landanir
togaranna, en það er mjög
gloppótt þegar aflinn er seldur
erlendis, svo það líða oft marg-
ar vikur án þess að við fáum
nokku.rn karfa þannig.
— Hvaða „gögn“ eru það í
sambandi við karfa sem þið
safnið, t.d. sem þið fáið af tog-
urum?
— Það eru upplýsingar um
lengd, kyn, kynþroska, kvarnir
eða hreistur til ákvörðunar á
aldri, Þetta eru þau gögn sem
þarf til þess að geta gert sér
grein fyrir vexti, styrkieika
stofna, árgangaskipun o.s.frv.
— Er nokkuð erfiðara að
rannsaka karfa en aðra fiska?
— Aldursákvörðun á karfa er
ákaflega erfið, og erfiðari en á
jg) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. febrúar 1962
Karfi.
öðrum nytjafiskum okkar. Það
myndast hringir í kvörnum.
hreistri og beinum — líkt og
árshringir £ tré, Hringir þessir
myndast við mismunandi hrað-
an vöxt, sem fer eftir ætinu á
hverjum tíma, en á þv£ eru árs-
tíðasveiflur. Það er þvi hægari
vöxtur yfir veturinn en sumar-
ið. Þetta er greinilegt, t.d. hjá
þorski, en hjá karfanum eru
hringirnir ekki eins greinilegir.
Menn greinir lfka á hvernig
þeir eiga að telja — þýða —
þessa hringi hjá karfanum.
Þetta atriði er enn ekki útkljáð
og stendur það rannsóknunum
mjög fyrir þrifum.
— Um hvað er deilt?
— önnur kenningin er að
karfinn vaxi nokkuð hratt, en
hin að vöxtur hans sé mjög
hægur — og flestir sem fást
við karfarannsóknir aðhyllast
nú þá skoðun.
— Er karfinn £ fleiru ólíkur
öðrum fiskum?
— Já, karfinn hefur þá sér-
stöðu meðal íslenzkra beinfiska
að hann fæðir lifandi afkvæmi.
Fyrstu rannsóknir mfnar á
karfa fjölluðu um tfmgun hans,
en um hana var nokkuð óljós
vitneskja. Menn vissu að hann
gaut í apr£l-ma£, en það var
ráðgáta hvernig var með hæng-
ana; svilin vitust orðin tóm áð-
ur en eggin voru þvoskuð. Það
kom í Ijós að fengitíminn er á
haustmánuðum, en frjóvgun
verður ekki fyrr en í febrúar
að eggin ná þroska. Frjóin
geymast þangað til í gotunni.
Slíkt er mér vitanlega aðeins
þekkt hjá einum öðrum fiski,
sem lifir f Kyrrahafi.
— Þú hefur mikið leitað að
nýjum miðum?
— Já, stór þáttur í starfi minu
hér hefur verið fiskileitarleið-
angrar og úrvinnsla þeirra
gagna sem i þeim hefur verið
safnað.
— Fannst þú ekki Nýfundna-
landsmiðin?
— Það vorum við Sæmundur
Auðunsson sem fundum þau í
leiðangri á togaranum Fylki.
En það hafa Ifka fundizt ný
mið við Austur-Grænland i leið-
öngrum undanfarinna ára.
— Á hvernig miðum finnst
karfi helzt?
— Hann er að jafnaði veidd-
ur á öllu meira dýpi en þorsk-
ur, þótt oft fari það saman.
Karfinn heldu.r sig mest f könt-
um landgrunna. Einkum er
karfinn £ bröttum útköntum ná-
lægt straummótum eða þar sem
straumar eru við kantana.
— Hvað er vitað um göngur
hans?
— Um göngur karfans er
harla lftið vitað enn. Það hefur
ekki verið unnt að merkjakarfa
hér. Bæði Íslendingaí og Þjóð-
verjar hafa merkt karfa, en
merkingarnar ekki borið árang-
borðið er hann orðinn svo út-
blásinn að hann kemst ekki nið-
ur aftur. Þjóðverjar notuðu
tunnu til að sökkva honum i.
Við útbjuggum hinsvegar lfnu
á.þann hátt að .merkl voru fest
við öngla, sem sfðan voru fest-
ir við annanhvorn taum með
veikum þræði, sem slitnar ef
fiskur bftur á. Hinir önglarnir
voru festir við taumana á
venjulegan hátt, og skyldu þeir
gefa sýnishorn af þvf hvaða
fiskur tæki. Við reyndum þetta
þar sem við fengum mikið af
karfa £ botnvörpu, en litið af
öðrum fiski — en fiskurinn sem
við fengum þar á sterku taum-
ana var þorskur! — karfinn tók
yfirleitt ekki. I Bandarfkjunum
hefur karfi verið merktur á
einum stað þar sem hann er á
grunnu vatni og komið f ljós
að hann er þar staðbundinn.
Danir hafa líka merkt karfa á
grunnu vatni f grænlenzku
fjörðunum. Fáeinir hafa endur-
heimzt í fjörðunum, en einnig
á djúpmiðum fyrir utan.
—: Er þetta þá allt sami karfa-
stofninn?
— Sennilega ekki. Hér við
land höfum við tvær greiniiega
aðskildar tegundir; litla karfa
og stóra karfa. Svo er talið að
stóri karfi greinist í a. m. k.
tvær tegundir, djúpkarfa og
karfa, en sumir álíta það aðeins
tvö afbrigði sömu tegundar.
Flest bendir svo til þess að
þessar tegundir greinist svo aft-
ur niður í marga stofna, meira
eða minna staðbundna með
ströndum fram og einn eða
fleiri úthafsstofna, t.d. hliðstætt
hjá því sem þekkt er hjá síld.
Þannig byggist karfaveiði við
Grænland og ísland fyrst og
HVAÐ GERA
ÞEIR í
FISKIDEILDINNI?
fremst á úthafsstofni.- Því hefur
líka verið varpað fram að karf-
inn héldi sig að mestu leyti í
úthafinu árið um kring, en
ekki aðeins yfir gottímann, og
það væri ekki nema hluti þess
stofns sem kæmi upp í kanta
landgrunnanna, þar sem hann
er veiddur.
— Hvar gýtur þá karfinn?
— Það er vitað að hann gýt-
ur úti £ reginhafi, einkum hér
suðvestur af landinu, en ekki
vitað á hvaða dýpi.
S.l. vor var farið í mikinn
leiðangur í samvinnu við Þjóð-
verja til þess að reyna að finna
helztu gotsvæðin — finna ný-
gotnar lirfur.
— Og hvernig tókst?
— Leiðangurinn tókst mjög
vel, við gátum farið yfir allt
svæðið milli íslands og Græn-
lands og fengum mikið af lirf-
um. Þjóðverjar fóru yfir svæð-
ið fyrir sunnan.
Fyrst merkingar okkar hafa
brugðizt reynum við að komast
að göngum karfans eftir kyn-
samsetningu aflans, hængum og
hrygnum.
— Hvernig er það hægt?
— Hvað veldur?
— Karfinn er djúpfiskur og
þegar hann kemur upp á yfir-
Sigtryggur Guðmundsson, aðstoðarmaður Jakobs, teiiknar
útbreiðslukort. ’
— Það er unnt vegna þess að
hann fæðir lifandi afkvæmi og
hængarnir þurfa því ekki nauð-
synlega að taka þátt í gotgöng-
um.
— Eru þá kynin aðskilin í
sjónum?
— Já, þau skiljast oft að og
ekkert einsdæmi að karfaafli sé
nær eingöngu annað kynið.
Með því að athuga þann karfa
sem aflast reynum við að fylgj-
ast með göngum kynjanna.
Nýlega birtist grein eftir sov-
ézkan mann, en þeim hefur
tekizt með þessum hætti að
gera sér allgóða grein fyrir
göngum karfans í Barentshafi
til Noregs og til baka.
Við höfum reynt að gera okk-
ur nokkra grein fyrir göngun-
um hérna, bótt svæðið við ís-
land og Grænland sé breytilegra
og því ekki eins vel fallið til
slíkra athugana, og gögnin
gloppótt. Þannig kemur greini-
lega í ljós að karfinn, a.m.k.
hrygnurnar, leita frá miðunum
yfir gottímann. Karfi sem er á
norðurslóðum fer suður með Is-
landi, og svipað gerist við A-
Grænland. Gotgöngur eru út í
haf.
— Hvað hyggst þú gera næst
í þessum rannsóknum?
— Verkefnin blasa allsstaðar
við, en það er takmarkað hverju
tveir menn geta afkastað, en
með mér vinnur í karfanum
ágætur aðstoðarmaður, Sigtrygg-
ur Guðmundsson. En ég hef nú
mikinn hug á kerfisbundnum
athugunum á gotinu og got-
svæðunum og að fylgja seiðun-
um eftir til uppeldisstöðvanna.
— Hvað vitið þið um þær nú?
— Það sem við vitum er í
rauninni það sem komið hefur
í ljós í leiðöngrum okkar á tog-*'
urunum. Á miðunum við Aust-
ur-Grænland eru miklar upp-
eldisstöðvar, þar höfum við
fengið mikið magn af smákarfa.
En þessum rannsóknum verður
vart hægt að sinna, svo mynd
sé á, fyrr en við fáum eigið
rannsóknarskip.
— Hefur þú ekki mest farið
með togurum?
— Jú, allir mínir karfaleið-
angrar hafa verið á togurum
hingað til og þar er aðstaða til
rannsókna ekki góð og að
sumum verkefnum alls ekki
hægt að vinna á þeim.
— Hvað er langt síðan þú
fannst Nýfundnalandsmiðin?
— Það var í júlí og septem-
ber 1958.
— Og nú eru þau þurrausin
— fyrir ofveiði eða hvað?
— Það er almennt álit manna
sem fást við rannsóknir á karfa
að hann sé ekki ofveiddur líf-
fræðilega séð. Ofveiði kemur
m.a. fram í minnkandi meðal-
lengd, og er það venjulega
fyrsta einkenni á ofveiði, sam-
fara minnkandi afla með auk-
inni fyrirhöfn. Það hefur ekki
tekizt að færa sönnur á að með-
allengd karfans h£ifi farið
Djúpkarfi. Sjá gaddinn
og niður úr slsoltinum.
minnkandi í heild, ef litið er á
lengra tímabil.
Þegar veitt er í langan tíma
á einu svæði er hætt við að
fiskur verði minni á því svæði,
og mætti kannski segja að þetta
takmarkaða svæði sé ofveitt í
bili, en það þarf ekki að þýða
það að karfastofninn sem slík-
ur sé. ofveiddur. Það sýnir sig
líka að ef þessi svæði fá hvíld
svolítinn tíma þá er karf inn sem
veiðist ekki minni vexti en
upphaflega.
Það er t.d. oft talað um það
að karfinn væri ofveiddur við
Island #í langan tíma, en það
sýnir sig að það afiast 20—30
þús. ionn áriega á íslenzk skip,
og sá karfi verður ekkert lé-
legri frá ári til árs. Ég tel því
skýringuna miklu frekar vera
þá, að þegar við komum á þessi
nýju svæði eru þau algerlega
ónytjuð fyrir, og þá er leyfilegt
að áætla að þá sé þar hámarks-
magn af fiskinum sem svæðið
getur gefið af sér, og meðan
við erum að taka þann kúf er
mokveiði. Veiði seinna byggist
svo á eðlilegu innstreymi fisks
á þessu svæði frá ári til árs.
— Ertu þá ekkert smeykur
um ofveiði á karfanum?
— Ef vö.vtur karfans er eins
hægur og flestir álíta nú, þá
getur vissulega verið hætta á
ferðum, því slíknm fiskstofni er
hættara en öðrum. Og ef hann
verður virkilega ofveiddur þýð-
ir það aflabrest þeirrar tegund-
ar um árabil, því það tekur svo
Iangan tíma fyrir stofninn að
endurnýjast. En viðkoman er
mikil -hjá karfanum og lirfu-
rannsóknir hafa bent til þess
að fieiri karfar syndi í sjónum
en einstaklingar nokkurrar ann-
arrar fisktegundar hér um slóð-
ir.
— Hvað er álit þitt á fiskileit
í framtíðinni?
— Ég tel að ekki sé að vænta
þess að ný mið finnist svo
nokkru nemi í framtíðinni.
Ástæðan er einfaldlega sú að
farið hefur verið yfir öll helztu
svæðin sem til greina koma
fyrir togara okkar með núver-
andi veiðiháttum. Vissulega hafa
margar þessar ferðir verið gróf-
ar yfirferðir, svo sumstaðar
kunna að vera smásvæði sem
ekki hefur verið reynt á. Ég
tel því að fiskileit, sem að mín-
um dómi er sjálfsögð og þyrfti
að stórauka. sé nú komin á
annað stig. Hún þarf nú jafnt
að beinast að vel þekktum sem
lítt þekktum svæðum á kerfis-
bundinn hátt til þess að gefa til
kynna hvar og hvenær sé helzt
aflavon, þ.e. þjónusta við tog-
araflotann í líkingu við það sem
síidarleit er nú við bátaflotann.
Við þökkum Jakob fyrir
spjallið, nú vitum við margt
um karfann sem hvarflaði ekki
að okkur áður.
J. B.
Richard A. Butler, innanríkis-
ráðherra Bretlands, hefur sætt
hörðum ádrepum í brezka
þinginu undanfarið, vegna
þess að hann er í nánum
tengslum við gerfiefnaverk-
smiðjurnar Courtauld, sem
annar efna-iðnhringur, ICI,
er nú að reyna að ná undir
sig með öllum ráðum. Einn
þingmanna, Emrys Hughes
vakti athygli á því, að til-
raunir ICI til að ná undir sig
Courtauld hefðu fært Butler
persónulegar aukatekjur er
næmu sem svarar 3.7 millj-
ónum ísl króna. MacmiUan
reyndi að bera blak af Butler.
Sagði að alltaf hefði verið
ljóst að Butler stæði í tengsl-
um við Courtlauld. Þá harð-
neitaði hann tillögu verka-
Richard Butler
mannaþingmanna um að bæði
þessi risafyrirtæki skyldu
þjóðnýtt.
Fimmtudagur 13. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (