Þjóðviljinn - 15.02.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.02.1962, Blaðsíða 10
pýtt 7- Hér er birtur útdráttur úr öðrum hluta framsöguræðu Einars Olgeirssonar um áætl- unarráð ríkisins. ★ Sjálfstæði íslands í veði Valið stendur milli þess að innlimast í Vestur-Evrópu- bandalagið, sem nú er að mynd- azt, Efnahagsbandalagið svo- nefnda, og missa þar með alla stjórn á þróun atvinnulífsins á íslandi o.g grundvöll sjálfstæð- isins, — og hins vegar að reyna að koma hér á áætlunar- búskap. Hvað er það sem knýr okk- ur til þess? Það sem knýr okkur til þess er tækniþróun.'n. Öll tækniþró- un þessarar aldar hefur beinzt að því að mynda stærri og stærri heildir, það er þróunin sem er að mynda hin risa- vöxnu ríki í kr.'ngum okkur, eins og Efnahagsbandalagið. Ef við ætlum að reyna að lifa sem lítið, sjálfstætt ríki. þá verðum við sjálfir að standa saman. Það þýðir, að í þessu fámenna landi verðum við að skipu- leggja þjóðarbúskap okkar sem • eina þjóðfélagslega heild og stjórna henni þannig, eins þó við höfum mismunandi skipu- lagsform innan þeirrar þjóðfé- lagsheildar, hvað- rekstur snert- ir. Hér á íslandi voru við síð- asta aðalmanntal, 1960, taldir 38 þúsund verkamenn. Það er nokkurn veginn sama tala og vinnur hjá stærsta fyrirtæki Svíþjóðar. Ef við ætlum að tryggja alþýðunni sæmilega afkqmu, verðum við að geta fullnægt nútíimakröfum í tækni, en það verður ekki gert nema hagnýttir séu yfirburð|r stór- reksturs yfir smárekstur, eins og frekast er unnt. En því eru takmörk sett hve mikinn stór- rekstur lítil þjóð getur lagt í, og einmitt þess vegna er þörf á samstarfi um hann og góðri skipulagningu. 'Ef við ætlum að halda fs- iandi sjálfstæðu landi verðum við í ríkari og ríkari mæli að taka upp áætlunarbúskap. ★ Hvað um stéttabaráttuna? Menn kynnu að spyrja, hvernig þessi boðskapur, ekki sízt um slíkt samstarf milli at- vinnurekenda, verkamanna, bænda og annarra stétta, sam- rýmist þeirri stéttabaráttu sem háð er í þjóðfélaginu. Tækist að koma á áætlunar- búskap, og það áætlunarbúskap sem einkennist af dirfsku og stórhug og þar með að hraðri aukningu í atvinnulífinu eins og hægt værj hér, þá væru atvinnurekendur og verkamenn, bændur og aðrar stéttir þjóð- félagsins einungis að koma sér saman um að gera sem stærsta kökuna, sam t:l skipta er, svo ég noti samlíkingu sem hag- fræðingarnir viðhafa oft um þessar mundir. Að því ættu menn að geta staðið sameigin- lega, að auka þjóðarframleiðsl- una sem mest og sem hraðast og sem skynsamlegast. Að því búnu verður stéttabaráttan og valdahlutföll.'n í henni að segja til um hvernig kakan skiptist, alveg eins og þar gerist nú. Þeim mun sterkari sem verka- menn og aðrar alþýðustéttir eru, og þeim mun betri sem samheldni þeirra er, þeim mun meira réttlæti geta Þær knúið fram við skiptinguna, að þær fái ekki skarðan hlut og auð- valdið rífi ekki til sín með venjulegum vargaskap allt of stóran hlut. ★ 10% árleg frafnleiðslu- aukning Hins vegar verða skoðanir sjálfsagt skiptar um það hve hratt sé hægt að auka þjóðar- framleiðsluna. Um það hef ég tekið upp í frumvarpið eins konar fyrirmæli Alþingis til á- ætlunarráðs. Ég hef lagt til, að reynt sé að auka þjóðar- framleiðsluna um 10% á ári. Mér er ljóst að með þvi er í allmikið ráðizt. Aukning þjóð- grframleiðslunnar í auðvalds- löndunum hefur orðið á síð- ,asta áratug frá 3% upp i 9Vi%. Mest- er hún, 914%, í Vestur- Þýzkalandi, sem hefur aukið atvinnulíf sitt mjög hratt á þessum áratug, 1950—1960. Sós- íalistísku löndin hafa aul^ið iðnaðarframleiðslu sína all- miklu meira, að meðaltali um 13% Það er efalaust einna auðveld- ast að auka hraðast framleiðslu í þeim löndum, sem eru að hefja iðnað og auka hann, og ég tel ■að við íslendingar ættum að koma upp stórauknum iðnaði til að v.'nna úr hráefnum sjáv- arútvegsins o.g landbúnaðarins, og auk þess að undirbúa annan iðnað, sem gæti byggzt á inn- fluttum efnum. Ég álít ekki ofætlun að auka þjóðarfram- le'ðsluna um 10% árlega, e£ rétt er að staðið. ★ Skynsaxnleg fjárfestingar- stjóm Ég vil vekja á því athygli, að undanfarin 15 ár höfum við ís- lendingar verið . með einna hæsta fjárfestingartölu í Evr- ópu, eða um 30%. Við höfum þannig tekið upp undir þriðj- ung'nn af því sem hver maður vinnur, og fest það, ýmist í framleiðslutækjum, húsum eða öðru slíku. En okkur hefur skort fram- sýni, svo ekki sé meira sagt. Fjárfestingu þjóðar er venju- lega skipt í tvennt, annars vegar neyzlufjárfestingu en hins vegar framleiðslufjárfestingu. Hjá Norðmönnum, sem hafa skipulagt fjárfestinguna allvel, er um 75% hennar í fram- le'ðslutækjum, en 25% neyzlu- fjárfesting. Við íslendingar höfum yfirleitt verið með 50— 56% í neyzlufjárfestingu, meiri hlutann, líklega einir allra Þjóða í Evrópu. Að nokkru leyti hefur staðið sérstaklega á hjá okkur. Við höfum varið meiru til húsbygg- inga undanfarna tvo áratugi en nokkur önnur þjóð, nema ef til vill einhver þeirra sem verst var leikin I stríðinu. Enda var ísland illa húsað fyrir. En 10% af allri fjárfestingunni, þriðjungur.inn, hefur farið í húsbyggingar. Auðvitað hefur ekki alltaf verið byggt af hag- sýni, og við hefðum sjálfsagt getað byggt álíka margar ibúð- ir, kannski heldur minni og heldur hagnýtari, fyrir helm- ingi eða þriðjungi minni til- kostnað. ★ Fiskiðnaðarþjóð, iðnaðarþjóð Óstjórnin á fjárfestingunni undanfarna tvo áratugi hefur einkanlega verið vegna þess að við höfum aldrei reynt að stjórna henni sem einni he)ld, en einmitt það verður að gera. Því ber ekki að neita, að margt hefur mistekizt hjá o.kkur, líka af iðnaðarfjárfestingu. Við höf- um stundum staðsett skakkt verksmiðjur og reist þær af lítilli fyrirhyggju. Það er raun- ar ekki óeðlilegt, slíkt kemur fyrir hjá flestum þjóðum sem eru að byggja sig upp, ef ég má svoi að orð: komast. En að- alatriðið er, að við lærum af mistökunum. Ef við undirþúum vel hina miklu fjárfestingu, sem hér verður efalaust næstu ára- tugi, og lærum af fyrri mis- tökum, ættum við að geta skap- að svo ör.ar framfarir með því að halda áfram að verja um 30% þjóðarframleiðslunnar til fjárfestingar, að 10% fram- leiðsluaukning yrði árlega. Ef við setjum okkur að verða fiskiðnaðarþjóð og iðnaðar- þjóð á fleiri vegu, eigum við «að geta framkvæmt slíkar á- æílanir, þó áætlanir séu hins vegar alltaf érfiðar fyrir þjóð sem er aðallega hráefnafram- leiðandi ★ 7—8% árlegar kjara- bætur Aukning þjóðarframleiðslunn- ar um 10% árlega mundi þýða, svo framarlega sem þeirri aukningu væri réttlátlega skipt, að þó við héldum áfram að taka 30% til fjárfestingar, mundi það þýða milli 7 og 8% lífskjarabætur á ári. hvort sem það kæmi fram í aukinni kaup- getu tímakaups eða öðrum formum. Það þýðir, að á einum ára- tug væri hægt að tvöfalda þau lífskjör, sem almenn'ngur í landinu býr við. Það er því engum efa bund- ið, ef hægt er að koma á sam- starfi um áætlunarbúskap, ef allir aðilar leggðust á eitt til að framkvæma jafndjarfa á- ætlun og þá að koma á 10% árlegri aukningu þjóðarfram- leiðslunnar, gætum við lyft Grettistaki í endurbótum á lífskjörum almennings næstu áratugina. Að vísu verður allaf að hafa það hugfast að sjálf aukning þjóðarframleiðslunnar er ekki einhlít í þessu efni. Tvennt annað þarf alltaf að gerast um leið: Réttlát skipting á þjóð- artekjum. Um það er auðvit- að deilt og um það eru átök, en þó væri hægt, ef gerð væri al- mennileg rannsókn á þjóðar- búskapnum, að ganga úr skugga um hvernig réttlátt væri að skipta þjóðartekjunum. Hin forsendan er skynsamleg skipu- lagning á þjóðarbúskapnum. Það er hægt að stjórna þjóðfé- laginu svo vitlaust að þó þjóð- arframleiðslan aukist fari verð- mætin meira og minna í súg- inn. Því er það eitt út af fyrir sig að auka þjóðarframleiðsluna ekki nóg. Réttlát skipting þjóð- arteknanna og skynsamleg skipulagning á þjóðarbúskapn- um þarf að fylgja með. ★ Afnám vinnuþrælkunar- innar Kjarabæturnar sem yrðu, ef þessum skilyrðum væri full- nægt, þyrftu fyrst og fremst að koma fram í því, að vinnu- þrældómnum væri að verulegu leyti létt af íslendingum. Um það mál hefur verið ýtarlega rætt í umræðunum um átta stunda vinhudaginn, að kjara- bætur yrðu að miðast við að vinnutíminn styttist í átta tírna á dag, en fyrir þá átta tíma yrði borgað t. d. 75 þús. kr. á ári, eða um 50% hækkun á komið fram í fleiri myndum. Teljast rnátti eðlilegt fyrstu árin eftir stríðið að menn not- uðu sér að geta unnið eins .mikr ig og lengi og þeir gátu, rétt eftir atvinnuleysis- og kreppu- árin, ekki Sízt þegar eftir- vinna og næturvinna var greidd 50—100 prósent hærra. Það var svo margt sem fólk þurfti til að bæta úr brýnustu þörfunum. Við munum þann tíma þegar fólk hér í Reykja- vík borðaði tros sex sinnum í viku og gat varla veitt sér kjöt á sunnudögum, við munum eft- ir þeirri breytingu. þegar menn fóru að geta borðað kjöt tvisv- ar í viku. Við sem þekktum fólk, er ekki átti sængurver eða lök í rúmin sín, átti engin spariföt, ekkert nema vinnu- gallann. — við vitum hvers konar lífskjarabylting það var, þegar menn fóru að geta veitt sér sæmilegan mat, góð föt, jafnvel góð föt til skiptanna, og þegar menn fór að dreyma um það að geta eignazt íbúðir sjálfir. ★ Samstaða gegn vinnu. þrælkun Og hvernig hafa menn ekki líka tekið á, þessi 20 ár, til að umskapa lífsumhverfi sitt. Nú mun meirihluti verkalýðsins hér í Reykjavík og enn fleiri úti á landi, eiga eigin íbúðir, þó að margur berjist þungri. baráttu, vinni og þræli mikið fyrir því og eigi nú sérstak- lega um sárt að binda vegna hinna miklu vaxta á lánum. En nú er þessi vinnuþrældóm- ur, t. d. hér í Reykjavík, búinn að standa ein 20 ár, að vísu með tveggja ára millibili þegar atvinnuleysi var, 1951 og 1952. Og þá er þrælkunin orðin svo mikil að kynslóðin sem' hún hefur mest mætt á, .bíður þeSs ekki bætur. Sú kynslóð, sem vinnur 11 og 12 tíma dag hvern, svo að segja alla sunnudaga og flest sín svokölluðu sumarfrí, verður að fara á mis við svo margt, ekki sízt menningarlega og félagslega, að hún bíður þess ekki bætur, nema þessum vinnuþrældómi linni. Þess vegna held ég að lífs- kjarabæturnar á íslandi á næst- unni eigi að vera þær fyrst og fremst, að menn fái sæmilegan vinnudag, 7—8 tíma, geti haft af því góða afkomu og nægan tíma til að sinna hugðarefnum sínum, til menningar- og fé- lagsþarfa. Um það átak ætti vissulega að vera hægt að skapa sam- starf í 'þjóðfélaginu, hjá vinn- andi stéttum til sjávar og sveita. Og jafnvel skilning at- vinnurekenda á því að vinnu- þrælkunin er ekki heldur þeim í hag. Með samstöðu þjóðarinnar um ' áætlun, sem miðar að 10% aukning þjóðarframleiðslunnar árlega, og svo réttlátri skiptingu arðsins að verkalýðurinn gæti bætt kjör sín um 7—8% á ári, er hægt að gerbreyta lífskjör- unum á íslandi. Við tölum oft um áð'Við höf- um hjakkað í sama farinu hvað snertir kaupgetu tíma- kaupsins, og það er rétt. En við skulum gera okkur grein fyrir því að , það hafa verið unnin stórvirki með hinum gíf- urlega vinnuþrældómi. Það þarf ekki nema líta á Reykjavík, sem á 20 árum hef- ur ekki einungis tvöfaldað í- búatölu sína heldur líka hús- byggingar. Og þar hafa verið byggð íbúðarhús, líka verka- kaupgetu tímakaupsins ef all- , mannaíbúðir, sem þótt hefðu ar kjarabæturnar kæmu frarn lúxusíbúðir fyrir 30 árum. í því, en þær gætu auðvitað Framhald í næsta blaði. I Útdréftur úr framsögurœðu Einars I Olgeirssonar um óœtlunarróð ríkisins ii O) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 15. febrúar 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.