Þjóðviljinn - 15.02.1962, Side 12

Þjóðviljinn - 15.02.1962, Side 12
í gærmorgun átti Þjóðvilj- inn stutt viðtal við Friðrik Ólafsson stórmeistará, sem þessa dagana á í ströngu að stríða úti í Stokkhólmi í keppn'nni á millisvæðamótinu í skák um réttinn til þess að fá að tefla í kandídatamótinu þar sem næsti áskorandi Bot- vinniks núverandi heimsmeist- ara verður valinn. Mótið er nú rétt hálfnað og spurði biaðamaðurinn fyrst hvað Friðrik vildj segja um árangur sinn til þessa. — Þetta hefur skánað upp á síðkastið, sagði Friðrik, hvort sem það heldur nú á- fram, en maður vonar það. — Hvernig eru horfurnar í biðskákinni við Portisch? — Ég á heldur lakara, en ég hugsa að þetta verði jafn- 1 tefli. Ég held það sé óhætt að segja það. — Ertu ekki búinn að tefla við flesta hættulegustu keppi- nautana? — Jú, ég er búinn að tefla við flesta sterkustu mennina nema Fischer og Gligoric, svo að þetta verður ekki eins mik- il harka sem eftir er. Annars er þetta dálítið jafnt. Það eru engir. sem hafa sloppið áfalla- laust nema Fischer og Petr_ osjan. Friðrik Ólafsson. — Hvað hafa verið óvænt- ustu úrslitin til þessa? — Ja, það er auðvitað sig- ur Kólumbíumannsins yfir Rússunum tveimur í fyrstu umferðunum, én síðan hefur hann ekki íengið punkt. Ann- ars hafa ýmsir staðið sig bet- ur en við var búizt, t.d. Bilek. — Hverjir heldurðu að það verði, sem berjast til úrslita um efstu sætin? — Það verða Rússarnir þrír. Geller. Kortsnoj og Petr- osjan og svo F'scher auðvit- að. e.t.v. Gligoric og svo Filip. og Uhlmann. Svo vonast ég a olmir áfram' til þess að hafa þarna eitt- hvað að segja. — Hver heldurðu að hafi ver ið bezta skákin hjá þér til þessa? — Ja, það er ekkj gott að segja, líklega gegn Benkö. Svo var líka skákin gegn Bertok alisæmileg. ■— Þú teflir við Bilek næst? — Já, ég á við Ungverj- ana núna í röð eins og Rúss- ana. Það er dregið viljandi þann'g um röðina, að þeir sem eru frá sömu þjóð tefii saman fyrst i mó.tinu til þess að korha í veg fyrir að þeir geti með skákum sinum innbyrðis í .lok mótsins ráðið úrsljtum. — Hvernig er aðbúnaður- inn? ertu ekki v:ð góða heilsu og vel fyrir kallaður? —- Aðbúnaðurinn er góðúr og heilsan hefur verið ágæt til þessa. Annars hefur verið hér anzi kalt, líklega kaldara en heima. Svíarnir eru mjög velviljaðir. Þeir vilja ólmir að ég komist áfram. Að lokum segir Friðrik, að hann geri sér góðar vonir um að verða einn af 6 efstu á mótinu. þótt byrjunin væri ekkj góð. Og blaðamaðurinn óskaði honum góðs gengis i síðara hluta mótsins en sú er á'reiðanlega ósk allra íslend- inga. Verkalýðsfélag Vopnafjarð- ar minnist 40 ára afmœlis VOPNAFIRE/I 13/2 — Sl. sunnu- dag var minnzt 40 ára afmælis Verkalýðsfélags Vopnafjarðar, en það var stofnað 12. febrúar 1922 og voru stofnendur um 30. Sigurjón Jónsson Vesturási, for- maður félagsins, setti afmælis- hófið og flutti ávarp, en aðrir ræðumenn af hálfu verkamana voru Nikulás Albertsson, einn af stofnendum félagsins, og Stein- dór Einarsson. Ávörp af hálfu vinnuveitenda á staðnum fluttu stjórnarnefndarmenn í Kaupfé- lagi Vopnfirðinga og síldarverk- smiðjunni, þeir Friðrik Sigurjóns- son hreppstjóri, Páll Metúsalems- son bóndi Refstað og Kjartan Björnsson póstmeistari. Þá söng kvartett undir stjórn ögmundar Pálssonar og fleira var til skemmtunar. Lauk hófinu með Norðfjarðar- flugvöllur not- hæfnr í sumar Agnar Kofoed-Hansen, flug. málastjóri, hefur skýrt Þjóð- viljanum frá því, að nú sé lok- ið við áð dæla upp sándj í fl'ug- brautina í Norðfirði og verður brautin malarborin í sumar. Þeg- ar því verki er lokið munu þær flugvélar, sem mest eru notaðar í innanlandsflugi, Douglasv.él- arnar, geta lent þar á flugvell- jnum Qg hafið flugtak. dansleik fyrir alla hi’eppsbúa. Afmælissamkoma þessi fór í heild mjög vel fram. Ekki er unnt í stuttri frétt að rekja sögu Verkalýðsfél. Vopna- fjarðar, en þess má geta, að fyrstu árin var félagslífið mjög þróttmikið, fundir oft haldnir vikulega á vetrum. Á kreppuár- unum milli 1930 og 1940 var mjög vandfarið með ýmis mál, enda dauður tími, og þurfti að beita mikilli lagni við að jafna vinnu niður milli verkamanna. Draga þorsk upp um vak- ir á ísnum VOPNAFIRÐI 13/2 — Vopnfirðingar hafa stund- iað allóvenjulegar veiðar í vetur, þ.e. veitt þorsk á færi upp um ís. Veiðar þessar hafa verið stundaðar á ’svonefndum Skógaslóðum norðan kaup- túnsins, en þar h«fur verið þykkur lagnaðarís í allan vetur. Undir ísnum er spriklandi þorskur fullur af gotu sem menn draga upp um vakir. Hefur margur Vopnfirðngur brugðið sér í Skógalón og náð sér þar í drjúga búbót. I'immtudagur 15. febrúar 1962 — 27. árgangur — 38. tölublað ORAN 14 2 — Franskir hermenn gerðu skotárás á serkneska kröfu- göngnmenn í Oran í dag og felldu níu þeirra. Serkir mættu árásinni með grjótkasti og varð það ein- um liðþjálfa að bana. Fjórir menn aðlrir voru vegnir í Oran i dag. Fyrr um daginn -spi'engdu OAS- menn 44 plastsprengjur á einni klukkustund í arabahverfi borg- arinnar. Varð það til þess að arabar ióru í mótmælagönguna. Frönsku yfirvöldin brugðust þannig við, að þau sendu þús- undir hermanna og fjölda skrið- dreka til arabahverfisins. Þrjú íbúðarhús araba hrundu í rúst í sprengingunum og eldur eyðilagði mörg önnur. Fjöldi fólks. slasað- ist við þessar sprengingar. Framhald á 5. siðu Gröndals- sannleikur Forustugrein Alþýðublaðsins í gær fjallaði um njósnaraskipti Sovétríkjanna og Bandarikjanna, og ritstjórinn klykkir út með þessari málsgrein: ^ Sjóprófin héldu afram í gærdag I gær héldu sjópróf áfram vegna Elliðaslyssins og komu þú fyrir sjódóminn 1. stýrimaður,<§> bátsmaður og loftskeytamaður. Kom ekkert nýtt fram um orsök slyssins í skýrslum þeirra. Sjó- prófunum er nú lokið að því er varðar skipverja á Elliða en þeg- ar Júpíter kemur næst hingað í höfn mun sá hluti sjóprófanna fara fram er varðar björgunina. Stjórn Mjólkur- fræðingafélagsins Mjólkurfræðingafélag Islands hélt aðalfund sinn í fyrradag og voru þar tilkynnt úrslit í stjórn- arkjöri. Stjórn félagsins er þann- ig skipuð: Sigurður Runólfsson formaöur, Þórarinn Sigmundsson ritari, Eirik Ingvarson gjaldkeri. Varastjórn: Henning Christian- sen, Sigurður Ólafsson og Iier- mann österby. Rétt er, að íslendingar taki eftir enn einu atriði Jiessa máls. Þjóðviljinn skýrði frá því nákvæmlega . eins og blöð og útvarp í Sovétríkjunum. Blaðið sagði frá Powers, sem Rússar létu lausan, en nefndi ekki Abel, em Bandaríkjamenn slepptu, Ef einhverjir íslendingar eru til, sem lesa AÐEINS Þjóðviljann, vita þeir jafn lítið um þetta mál og .almenningur austan jarntjalds. Veslings mennirn ir. "• Áttunda frestun KANAVERALHÖFÐA 14/2 — í dag var í áttunda sinn frestað að senda John Glenn í geimfari með Atlas-eldflaug á braut um- hverfis jörðu. Var tilkynnt snemmdægurs, að tilrauninni yrði frestað í sólarhring vegna slæms. veðurútlits. Síðdegis í dag voru veðurhorf- ur enn slæmar, og allar líkur í því að tilrauninni yrði frestað í níunda sinn á morgun, fimmtu- dag. Þetta feitletrar Benedikt Gröndal alþingismaður, ritstjóri, formaður útvarpsráðs og sjálfskipaður vörður velsæmis i íslenzkum stjornmálum, á virðulegasta stað í blaði sínu, vel vitandi að í því sem hann segir er ekki satt orð. I Þjóð- viljanum á sunnudaginn, daginn eftir að njósnaraskiptin urðu uppská, stóð eftirfarandi: Um leið var 'sovézkum yfirvöldum afhentur Rud'olf Abel, sem dæmdur var í- 30 ára fangelsi fyrir njósnir í Bandaríkjunum 1957. ‘ Sá hefur ekki góðan málstað að verja sem temur sér svona. siðlausan málflutning. Félagsfundur ÆFR heldur félagsfund í kvöld kl. 9 í Tjarnargötu 20. Dagskrá: a) Inntaka nýrra Sslaga. b) Verkalýðsmál: Björn Bjarna- son. c) Félagsmál. d) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna. Stjórnin. Bjajrn Bjarnason.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.