Þjóðviljinn - 01.03.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.03.1962, Blaðsíða 3
Hermanna íslenzka tung nun vi Þá óreiðu þarf að uppræta, sem þetta sjónvarpsmál er. Að áliti dóm- bærra manna er sjónvarpsstarfsemi a frá Keflavíkurflugvelli ógnun við íslenzka tungu, menningu og siði. Þeita skiptir höfuðmáli og réttlætir að gripið sé nú til þess ráðs, sem eitt dugir, en það er að banna þessa sjónvarpsstarfsemi með öllu. Ann- að mun reynast gagnslaust kák. Ágengur aðili virðir aldrei sett skilyrði. Þjóðin á hér mikið í húfi og því lejg ég eindregið til, að tillagan um aft- urköllun sjónvarpsleyfisins verði samþykkt. Þannig mælti Alfreð Gíslason la&kriir £ snjallri og rökfastri framsöguræðu er hann flutti í út- varpsumræðum frá Alþingi í gærkvöld. Til umræðu var í sameinuðu þirigi tillaga til þingsáiyktunar i’.frí afturköllun sjónvarpsleyfis og íslenzkt sjónvarp, sem flutt er af nokkrum þingmönnum Alþýðu- bandalagsins, og er Alfreð fyrsti llutningsmaður hennar. Auk hans talaði í uraræðunum af hálfu Al- þðu.bandalagsins Geir Gunnars- son. Tillagan er þannig: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að afturkalla þegar í stað leyfið til sjénvarpsstarfsemi banda-'"'ta hersins á fslandi. Jafnfrsmt verði haldið áfram at- hugunum þeim, sem Ríkisútvarp- ið hefur með höndum um mögu- leika á rekstri íslenzks sjón- varps“. Sjónvarp beggja handa járn í byrjun ræðu sinnar ræddi Alfreð almennt um sjónvarpsmál, og minnti á að enn sem komið er 'hefði sjónvarp víðast reynzt beggja handa járn í menningar- legu tilliti. Hinsvegar sé vart um það deilt að sjónvarp sé orðið eitt öflugasta tæki nútímans til áhrifa, góðra eða illra. Bandarískt sjónvarp sagði Al- freð að talið væri eitt lakasta í heiminum, og sé það jafnvel álit Bandaríkjamanna sjálfra, enda aðallega rekið í áróðurs- og augiýsingaskyni. Sjónvarp er almennt sakað um að hafa óholl áhrif á uppvax- andi kynslóð svo og á fjölskyldu- líf og féiagsiíf allt, og benti Al- freð á nýjar brezkar rannsóknir um skaðsamleg áhrif sjónvarps á skólabörn og á dæmi um glæpi sem börn í Bandaríkjunum hafa framið vegna áhrifa frá sjónvarosflutningi. Alfreð benti á að almenn and- Alfreð Gíslason. mæli hefðu komið fram gegn þeirri ákvörðun stjómarvalda að leyfa bandaríska hermannasjón- varpinu að flæða yfir landið. lslenzk lög brotin Undirlægjuháttur íslenzkra stjómarvalda hefur komið fram í því að láta hinum erlenda her haldast uppi hvers konar ósvífni, og ekki hikað við að brjóta ís- lenzk lög um útvarp og sjón- varp til að þóknast hernum. Hermenn hafi tekið til að selja íslendingum úrelt sjónvarpstæki, og síðan hafi herstjómin heimt- að að fá að stækka stöðina og stefna henni í allar áttir. Þess- ari kröfu hafi verið neitað 1956, en vorið 1961 var leyfið veitt. Alfreð rakti þvínæst hin al- mennu mótmæli sem fram hafa komið gegn hermannasjónvarpinu og rökstuddi kröfuna um að það yrði bannað. 1 lok ræðu sinnar dró hann saman aðalatriði máls- is á þessa leið: Reynt að brjóta niður íslenzka menningu ,.Bandarísk yfirvöld stofnsetja sjónvarpsstöð hér og síðan fimm- falda þau sendikraft þessarar stöðvar. Þetta er ekki eingöngu gert til að veita nokkrum her- mönnum dægrastyttingu, heldur á einnig að ná sjónum og hlust- um islendinga". „Sannleikurinn er sá, að hér er raunverulega um víðtækt hemám að ræða. Hinir stóru jvinir“ okk- ar í Nató hemema ekki aðeins landið og fiskimiðin, heldur ráð- ast þeir og inn í íslenzka menn- ingarhelgi og setjast þar að. Þeir vilja fá að ala þjóðina upp í þeim anda sem þéim hentar og því reyna þeir að brjóta niður viðnámsþrótt íslenzkrar menn- ingar. Þegar það hefur tekizt eiga herveldin iandið og þjóðina og þurfa ekki að óttast brott- rekstur úr því.“ Útvarpið og sjónvarpið á Keflavíkurflugvelli eru eitt beitt- asta vopn þeirra, sem nú reyna að rugla heiibrigða dómgreind bjóðarinnar, sagði Alfreð enn- fremur, og minnti á varnaðarorð Benedikts Sveinssonar 1944: „Gætum vandlega frelsis þjóð- arinnar. Varðveitum tungu vora. Hún ér dýrmætasta sverð þjóð- arandans". Geir Gunnarsson. lenda vald og deildi fast á sjón- varpið sem afsiðunartæki hersins. Frá ræðu Geirs mun nánar skýrt hér í blaðinu. Þingmenn Framsóknarflokks- ins sem töluðu deildu harðlega á stækkun sjónvarpsstöðvarinnar, en töldu tillögu Alþýðubanda- lagsins að því leyti ganga of langt, að ekki væri ástæða til að banna sjónvarp sem bundið væri við Völlinn. Kröfðust þeir þess eindregið að stækkunarleyfið yrðr afturkallað. Guðmundur í. Guðmundsson u.tanríkisráðherra og aðrir þing- menn stjórnarflokkanna . vörðu hernámssjónvarpið 'afit hvað þeir máttu og töldu alla viðleitni til að takmarka slíkt vélabrögð heimskommúnismans. ★ Að lokinni útvarpsumræðunni var umræðum frestað og einnig atkvæðagreiðslu. fslenzkt sjónvarp Alfreð ræddi síðast þann þátt tillögu þeirra Alþýðubandalags- manna sem varðar undirbúning að stofnun íslenzks* sjónvarps og taldi eðlilegrt að að því yrði unn- ið, ekki sízt að koma upp frétta- og fræðslusjónvarpi. En hitt væri margfalt hollara þjóðinni að hafa ekkert sjónvarp heldur en afsið- and.i bandarískt hermannasjón- varp. Geir Gunnarsson flutti ágæta ræðu og lagði áherzlu á menn- ingarhlið málsins. Hann rakti undanhald stjórnarflokkanna sjálfstæðismálinu og lýsti þungri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni fyrir undanlátssemi við hið er- rsr Vestmanna- aukinn linuafla VESTMANNAEYJUM í gær — Síöan veður fór batnandl og far- ið var að beita loðnu hefur afli Fjórir bátar í árekstii í VE - höfn VESTMANNAEYJUM í gær — I nótt sem leið lentu f jórir bátar í árekstri þegar tímamerkið var gefið kl. 1. Bátarnir fóru geyst af stað til að ná í góða staði á miðunum. Hildingur lenti aftan á Gylfa og við áreksturinn snerist Gylfi og sigldi á miðja hliðina á Er- lingi fjórða og braut við það stefnið. Á Erlingi brotnuðu fjór- er stunnur, en Erlingur lenti aft- an á Ófeig 3., sem er stálbátur, og beyglaði hann dálítið. Gylfi missti af róðri, en búizt var við að hann myndi sigla í nótt. aukizt; almennur afli 10—12 Iest- Vr á bát og margir bátar með 1S 20 lestir í róðri. Yfirleitt hefur fengizt nóg loðna og fiskurinn sem aflazt hef ur verið stór og fallegur þorskúr. Þrjá síðustu daga hefur dag- afli verið 900—1000 lestir að jafn-i aði. Síldarbátarnir hafa fengið smá- slatta á hverjum degi. Síldin finnst víða; en hún er dreifð. Afli hjá netabátum er sára- tregur. Hér liggja í höfn þrír togarar sem eru að lesta síld til útflutn- ings. Friðrik á biðskák 1 19. umferð á skákmótinu £ Stokkhólmi vann Stein Schweber, Pomar Geller, Portisch Uhlmann og Tesohner Aron en jafntefli gerðu Filip og Bisguier, Bertok og Bilek. Aðrar skákir fóru í bið. Friðrik tefldi við Yanowsky og eru horfur á að skákin verði jafntefli. Nýju húsin Morgunblaðsins Ósvífni Morgunblaðsins eru engin takmörk sett. Það klifar á því að svart sé hvítt í von urn að trúgjamir lesendur rugli brátt öllum litum saman og hætti að skynja veruleik- ann eins og hann er. Þannig birtir blaðið í gær forustu- grein sem ber fvrirsögnina „Ólíkt hafast þeir að“. Segir þar að í tíð vinstristjórnar- innar hafi dregið „mjög úr stuðningi hins opinbera við húsnæðisumbætur í land- inu . . ,. Vinstri stjórnin lofaði öllu fögru en efndirnar urðu þverrandi stuðningur við íbúðabyggingar og stórauknar álögur á allan almenning í landinu“. Hinsvegar hafi nú- verandi stjórn „fyrir skömmu flutt frumvarp um að hækka lán húsnæðismálastjórnar úr 100 þús. kr. í 150 þús . . . Nú- verandi stjórn •h^ekþar.lán,Jj1 íbúðabygginga og stórlækkar skatta á lágtekjufólki“. Þetta er atriði sem óþarft er að deila um; staðreyndimar tala sínu skýra máli. Árið 1956, þegar vinstristjórnin tók við, voru fullgerðar 705 íbúðir í Reykjavík. Árið 1957, eina heila starfsár vinstristjórnar- innar, voru fullgerðar 935 íbúðir í höfuðborginni. Árið 1958, þegar vinstristjómin fór frá var lokið við 865 íbúðir. Árið 1959 fækkar íhúðunum niður í 740. Árið 1960; þegar viðreisnin hófst, fækkar þeim enn í 642. Og á síðasta ári, þegar viðreisnaráhrifin fara að segja til sín fyrir alvöru, er aðeins lokið við 541 íbúð — aukningin hefur minnkað um nær helming síðan í tíð vinstri stjórnarinnarí Og í fyrra var aðeins hafin smíði á 391 íbúíý á móti 898 á vinstristjórnar- árinu 1957, þannig að enn mun samdrátturinn magnast. Um þetta atriði er óþarft að deila í blöðum; íbúðirnar sjálfar segja ailt sem segja þarf. Ástæðan til þessarar öfug- þróunar er auðvitað sú að með gengislækkununum hefur byggingarkostnaður verið auk- inn um allan helming, þótt kaupgjald sé lægra en það var þfegar vinstristjómin fór frá. Meðalíbúð er nú meira en hundrað þúsund krónum dýr- ari en hún var í tíð vinstri- stjórnarinnar. Þótt lán hús- næðismálastjórnar verði hækkuð um 50 þúsundir á íbúð vegur það ekki upp helminginn af auknum tilkostn- aði. Opinber aðstoð verður þannig eftir sem áður minni en í tíð vinstristjórnarinnar. Auðvitað hrína þessar stað- reyndir ekki á Morgunblaðinu frekar en vatn á gæs. Rit- stjórarnir munu halda áfram að beita sömu aðferð og svik- ararnir sem saumuðu nýju fötin á keisarann. Og kannski fylgja einhverjir lesendur Morgunblaðsins að lokum for- dæmi keisarans, setjast að úti á berangri og ímynda sér að þeir búi í veglegri íbúð. — Austri. Fimmtudagur 1. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.