Þjóðviljinn - 01.03.1962, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 01.03.1962, Qupperneq 10
; 1 Samgöngutruflarnir töfðu útvarpsannál um daginn, svo hér birtist sái sern áttí siö réttu lagi að birtast síðasla laugardag. Hér eftir verður svo vonandi regla á birt.'ngu annálsins. . Sunnudagsmessan var flutt af séra Gunpari Árnasyni. Lagði hann út af orðum Krists: Eins og maðurinn sá- ir, svo mun hann upp skera. Séra Gunnar fór að öllu með gát og hætti sér ekki langt út á hinn hála trúfræði- lega ís. Þó var á honum að skilja, að menn yrðu að taka afleiðingum verka sinna í ein- hverri mynd, þessa heims eða annars. Nokkuð kom hann inn á þjóðfélagsmál og alþjóðapóli- tík. Minntist þá í framhjá- hlaupi á h:ð alkunna orð á- byrgur, sem hann sagði, að stjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, bæru allmjög í munni sér, en dró jafnframt í efa að ábyrgðar- tilfinningin værj ef til vill alltaf í fullu samræmi við notkun orðsjns, o.g má það ef- laust tíl sanns vegar færa. Um ábyrgS Það er raunar gaman að minna á það í þessu sam- bandi, að þetta leiðinlega orð var fundið upp af Þjóðstjórn- inni gömlu, og er líklega hið eina, sem enn lifir af verkum hennar. Og síðan hafa aðrar ríkisstjórnir notað orðið á- byrgur til þess að auglýsa verðleika sína og hæfni til að stjórna landinu, og notkunin hefur verið því me'ri sem hlutaðeigandi ríkisstjórn hef- ur litið stærra á sig. Einnig mætti orða það svo, að á- byrgur hafi verið notað sem skýla, til þess að hylja með raunverulega nekt hlutaðeig- andi ríkisstjómar. Það hefur sem sé reynzt til margra hluta nytsamlegt, eins og guð- hræðslan. En svo. maður víki enn að hinum fyrrnefnda texta prestsins, fínnst mér alltaf að hann sé ekki annað en hnitmiðuð og auðskilin túlk- un á lögmáli orsaka og af- leiðinga, og hefðu þessi orð verið í fyrsta sinn sögð af Karli Marx, myndu þau af kirkjunnar mönnum hafa ver- ið stimpluð efnishyggja, ný- heiðni, skynsemistrú og guð má vita hvað. Barizt gegn nýheiSni Sunnudagserindin hafa að mestu fjallað um guðfræðileg efn.þ frá því um áramót. Svo var og um erindi þessa sunnu- dags. Séra Sigurður Einars- son ræddj um kristna menn- ingu í menningarbaráttu nú- tímans. Klerki var æði mikið niðri fyrir, og mátti segja að á köflum væri ræða hans næsta úfvarpsannáll VIKAN 11. TIL 17. FEBRtíAR ógnþrungið tal, sem jaðraði við hreint ofstæki í garð raunvísinda og efnishyggju, sem hann kallaði nýheiðni, en á hinn bóginn torráðin nýyrði um kristilega dogmatík, sem hann, þrátt fyrjr hæðileg orð í garð visinda, vildi þó reyna að koma á einhverskonar hug- vísindalegan grundvöll. Deildi hann jafnt á hina svokölluðu nýhe'ðni sem á þá menn innan kirkjunnar er hann taidi að vildu slaka eitthvað tjl með erfikenning- arnar og ganga til móts við nýheiðingja. Stríð, miskunnarlaust og af- dráttarlaust, boðaði hann gegn öllum frávikum frá erfí- kenningunni, hvort sem þau voru stór eða smá. Þvi var líkast sem hersöng- ur Lúthers dunaði í eyrum hlustandans: Hver óvin guðs skal óþökk fá, hvert orð vors guðs, skal standa. Þegar ég hlýddi þessu er- indi. fannst mér því líkast sem flóðgátt hefði opnazt á stíflugarði og vatnið streymdi fram með æg.'legum þunga, og maður hafði það á til- finningunni að stiflan sjálf mynd bresta þá og þegar og flóðið, ómótstæðilegt og eyði- leggjandi, brjótast fram, sóp- andi með sér nýheiðingjum, nýguðfræðingum og jafnvel sjálfum erfikenningunum. En fyrir einhverja guðs mildi, lokaðist flóðgáttin, án þess að slys yrði. Fjármennska Ég er góði hirðirinn, sagði Kristur. Góður íslenzkur fjár- maður gefur kindum sínum ekki meira en þær geta étið og gætir þess að hreinsa jöt- umar undan hverri gjöf, ann- ars er hætta á að kindurnar fái heylejða og allskonar van- þrif fylgi á eftir. Væri nú ekki ráð fyrir okkar ágætu sáluhirða að taka sér góðan íslenzkan fjármann til fyrir- myndar og bera ekki meira af guðsorði á borð fyrjr fólk- ið en það getur auðveldlega innbyrt og melt og hreinsa allt dogmatískt moð burt áð- ur en fram er borið guðsorð- ið. Á sunnudagskvöldið flutti Theódór Gunnlaugsson mjög athyglisvert erindi um vor- nótt í óbyggðum. Hann lifði og lék, það sem hann sá og heyrði í óbyggðunum, og hlustand.'nn lifðj það með hon- um. Þátturinn Hraðfleyg stund var nokkuð góður, að þessu sinni, grínið var létt og sak- laust grín. Raunar bar það við i þessum þætti, eins og allt of oft vill við brenna í gamanmálum, að það er fylli- rí í gríninu. Raunar má vera, að fyllirí þyki fyndið, þótt mér f'nnist það ekki. Er það í raun og veru svo, að ekki sé hægt að látast segja brand- ara, nema að þykjast vera fullur? Afkösfin Á mánudagskvöldið ræddi Vignir Guðmundsson blaða- maður um daginn og veginn. Eftir að hafa dvalizt nokkra stund við veðúrhamfarir og skipskaða, rankaði hann við sér og mjnntist þess, áð'sam- kvæmt veniu ætti að ■ hafa uppi aðfinnslur í þáttum sem þessum. Svo komu aðfinnsl- urnar, fyrst hógværar, en síð-, an færðist tæ'ðumaðurinn í aukana og taiaði' sig að lok- um upp í hálfgerðan æsing. Fyrst kom saga af manni sem hvergi gat fengið benzín á bílrnn sinn og hvergi að éta eftir venjulegan lokunar- tíma. Þá var rætt um ófull- komna þjónustu í höfuðiborg- inni, og mætti ef til viU ségja svjpaða sögu víðar að, eins og t.d. að þessi þáttur, sem er skrifaður á laugardagskvöld, kemst ekki fyrír augu lesenda Þjóðviljans fyrr en næsta laugardagsmorgun í fyrsta lagj og að forfallalausu. Út frá þóstþjónustunni komst svo ræðumaður út í það að ræða um slæma skipu- lagningu og lítil afköst hjá landsfólk'nu yfirleitt, og vild.i láta greiða hverjum og einum eftir afköstum, og hitnaði honum þá aðaílega í hamsi. Skyldi starfsmönnum Morg- unblaðsins vera greitt kaup eftir afköstum? Á mánudagskvöldið flutti Sveinn Einarsson ágætan leik- húspistil og lofaði hlustendum að heyra raddir nokkurra lát- inna le'kara, er notið höfðu mikilla vinsælda í lifenda lífj. Löng nöfn Á þriðjudagskvöld flutti Ól- afur Þqrvarðsson, fyrrum þingvörður fyrra hluta erind- is um námur á íslandi, og fjallaði sá hluti, sem fluttur var .að þessu sjnni, einkum um eldiviðaröflun, þetta oft svo torleysta vandamál lands- manna allt frá öndverðu og fram á síðustu ár. Ólafur er hressilegur og talar af mik- illi frásagnargleði sem hlust- andinn hrífst af. en nokkuð var þó erindi þetta laust í sniðum með köflum. Fyrir síðari fréttir kom svo litli þátturinn með langa nafn- jð, Söngmálaþáttur þjóðkirkj- unnar heitir hann. Hvers vegna er ekki hægt að kalla ■ þetta stútt ög laggott Kirkju- söngþátt? Það virðist vera orðin tízka, að láta heila skipulagsskrá að erindisbréfi felast í he'ti stofnana, fyrrtækja, eða jafnvel pínulítilla þátta í út- varpinu. Á kvöldvöku miðvikudags- ins flutti Hallgrímur Jónas- son mjnningar frá löngu liðn- um þorradægrum, sagði frá agentinum, sem varð hríðar- tepptur í sex daga í ko.tinu undir Öxnadalsheiðj, og sagði þar frá gósenlandinu Ameríku .'ög’ sýncii yndisfagrar myndir ú'r því landi, þar sem jafn- vel fjósín voru miklu fínni en beztu baðstofur í Skaga- firð'. En frændinn af ná- grannabænum. spurði af hóg- værð og yfjrlætisleysi, hvort þáð væri þá betra að vera naut í' -Ameríku en maður á fslandi,-’ o'g batt þar með endi á aliar orðræður agentsins um ágæti jþessa lands. Og ef til vill. er þessi spurning engu síður tímabær nú, en hún var fyr'r sextíu árum. Vegirréft- vhinnar Þá flutti Sigurður Jónsson frá Brún nokkur frumort ljóð, sem mér þótti’ gott á að hlýða. í sumum þeirra brá fyrjr nokkrum dapurleika yf- ir því að höfundi fannst sem minna hefði orðið úr honum í lífinu en hann hafði vænzt. En slíkt er nú víst æði al- gengt o.g tjájr ekki um að sakast, enda lítill vandi að verða hygginn eftir á. í öðr- um kvæðanna brá fyrir hnitt- inni ádeilu sem vel hæfði í mark og má vera að einhverj- um hafi fundizt sem nærri sér væri höggvið. Á fimmtudagskvöldið flutti Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritarj þrautleiðinlegan dómsmálaþátt. Fór mestur tími hans í að jagast við eín- hvern blaðamann, út af því að sá hefði misskiiið, eða af- flutt, e'nhverja dómsmála- frétt Hákonar frá því fyrr í vetur. Var allt það langa hjal mjög endurtekningasamt og langdregið, og kenndi í því nokkurs lærdómshroka, sem heita má nálega óþekkt fyrir- bæri í íslenzku nútímalífi. Hefði höfundur getað haft þetta spjall að minnsta kosti þrisvar sinnum skemmra, en þó sagt allt, sem segja þurfti, og í rauninnj átti ekkert af því erindi í útvarpið. Hefði átt að vera nægilegt fyrir .manninn að fá leiðréttingu birta í iþvf bíaði er áðurnafnd ummæli birti. Að lokum greindi hann þó frá tveim meiðyrðamálum, og mun dómsorð annars þeirra hafa komið flatt upp á ýmsa. Samkvæmt því er það ekki saknæmt að láta út úr sér meiðandi ummæli um náung- ann, heldur hitt að hafa þau eftir. Má segja um vegi réttvís- innar hið sama og sagt hefur verið um vegi guðs, að þeir eru órannsakanlegir. Þá var saga Þingeyra rak- in í samfelldri dagskrá, er hafði verið saman tekin af séra Guðmundi Þorsteinssyni frá Steinnes'. Var þetta stór- fróðlegur lestur og hinn á- heyrilegasti, því allt voru lesarar góðir, en þeir voru auk séra Guðmundar: Jón Ey- þórsson, Helgj Tryggvason og Baldur Pálmason. Öjöfn skipfi Samkvæt þvi er hermt var í þættinum Efst á baugi á föstudagskvöldið, hafa þeir landsfeðurnir vestur i Banda- ríkjunum ekki orðið ' nema i meðallagj giaðir yfir heim- komu hins týnda sonar Pöw- ers njósnara, því hann hafði reynzt svo frekur til fjörs'ms, að hann sveikst um að drepa sig, — eins og honum hafði þó verið skipað að gera; frem- ur en að falla í hendur Rúss- anna. Og auk þess höfðu svo Rússar gert miklu betti ..kaui í þes-sum njcsnaraviðskiptum. Þeir fengu í sinn hlut fyrsta flokks njósnara, sem kunni sex tungumál og hafði aldrei játað neitt, en létu í staði.nn bráðónýtan njósnaflugmann, sem játaði allt umsvifalaust, og það meira að segja án þess að hafa verið heilaþveginn, og hafði auk þess svikizt um að stytta sér aldur. Var frásögn- in af þessu æfintýri öll hin skemmtilegasta. Hinsvegar voru þeir með einhverjar utangátta vanga- veltur um hinn fyrirhugaða afvopnunarfund. Andrés Ðjömsson las upp kvæði eftir Grím Thomsen af mikilli prýði. Einkum tókst honum vel upp. með hið kyngimagnaða kvæði Gríms Ásareiðin. Laugardagsleikritið var að þessu sinni sótt til Ameríku, og hefur því vonandi ekki komið þeim Morgunblaðs- mönnum úr jafnvægi. Efni iþess var í stuttu máli eitthvað á þessa leið: Ungur maður er orðinn svo vonsvikinn, taueaveiklaður og ósáttur við þjóðfélagið og raunar allt og alla, vegna þess, að allt hefur mistekizt fyrir honum, að hann hefur ekki rænu á að taka við stúlkunni sem berst upp í hendurnar á honum, fyrr en góði lögreglu- þjónninn, sem fylgzt hefur með athöfnum hans, hefur stappað í hann stálinu og tal- ið hann á að hann eigi að skapa nýjan og betri heirn. S\n er honum sagt upp vinn- unni og svo íabbar hann út með elskunni sinni, til þess að betrum bæta heiminn. En með hvaða hætti? Því lætur leik- ritið ósvarað. eftir SKÚLA GUÐJÓNSSON frá Liófunnarstöðum MÁLVERKAUPPBOÐ í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU Sýnt í dag — Selt á morgun. — Soheving — Kjarval — Jón Stef- y ánsson — Þorvaldur Skúlason —: Kristín Jónsdóttir — Ásgrímur lónsson og Guðmundur Thorsteinsson (Muggpr). LISTMUNAUPPBOtí SIG. BENEDIKTSSONAR ÍIO) ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 1. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.