Þjóðviljinn - 01.03.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.03.1962, Blaðsíða 5
Kona dr. John Lilly í viðræðum við höfrung. Þeir tala líkt og Donald-Duck í kvikmyndum. Arangurinn er stórfurðulegur: Eftir áralangar ■tilraunir tókst bandaríska líffræðingnum dr. J. Lilly að kenna tveim höfrungum mennsk mál, og að tala við þá. Dr. John Lilly hefur nú skýrt opinberlega frá tilraunum sínum. Það er alkunna að höfrung- ar eru á margan hátt sérkenni- legar skepnur. Þeir eru víða er- lendjs hafðir í stórum vatna- búrum og tamdir þar og þjálf- aðir til þess að leika ýmsar kúnstir ferðamönnum og öðrum áhorfendum til augnayndis. Þyk'r það furðulegt hversu þessir þunglamalegu hvalir geta verið' gsefir og fimir. Og nú hafa höfrungarnir orðið tilefni ejnhverrar mestu furðufréttar síðari tíma. Það hefur veríð talið líffræðilega útilokað að komast yfir mál- þröskuldjnn, sem skilur milli manns og skepnU. En nú hefur dr. John Lilly og samstarfs- mönnurn hans tekizt að kenna höfrungum mannamál og m.a.s. samræðukúnst. Það mun hafa verið æsilegt augnablik og sennilega , skelfilegt fyrir höfr- unginn „Elvar“, þegar hann heyrði skyndilega sína eigin rödd með málhreimi mannsins, sem lengi hafði verið að stríða við að kenna honum að tala. Höfrupgarnir „Elvar“ „Lizzie“ og .,Babv“ hafa sannað, að þeir geta ekki aðeins hermt eftir rödd mannsins, — ekkj aðeins lært að bera fram ejnstök orð; heldur gátu þeir einnig átt samræður við menn! Námfúsar skepnur Dr. Lilly hefur tilraunastöð í St. Thomas á Virginíueyjum. Hann hefur nú boðið vísinda- mönnum að kynna sér árangur- inn, og hann hefur tekið upp he'lmikjð af orðaræðum höfr- unga á segulband. Hann komst fljótlega að því að höfrung- arnir gátu gefið frá sér svo háa tóna, að mannseyrað greindi þá ekki. En höfrung- arnir voru óðfúsir að skiptast á hijóðum við manninn, og virtust hafa mikla skemmtun af því að svara blístrj og öðr- um hljóðum manrisins. Hljóð höfrungs'ns voru tekin á seg- ulband niðri í vatninu. Síðan las dr. Lilly. inn á segulband svipuð hljóð. en bætti alltaf við hljóðum er líktust meira mannlegu máli. Þannig hélt hann áfram og liktj alltaf meir og meir eft'r mannamáli. Höfr- ungarnir brugðust vel við, voru námfúsir og lærðU að lokum málið. Þegar höfrungarnir tala mannamál, tala þeir í talsvert hærri tóntegund og hraðar en menn gera. Líkist mál þeirra einna mest máli Donalds Duck, andarinnar góðkunnu í kvik- myndum Dlsneys. Þessi tungumálakennsla kost- aði mikla vinnu og kostgæfni. Síðan 1958 hefur dr. Lilly kennf þeim á hverjum einasta degi alla sjö daga vikunnar. Það er einn af leyndardómum náttúrunnar hversvegna höfr- ungar gerast svo hændir að mönnum sem raun ber vitni um. Þeir hafa geysilega næmt taugakerfi. Eftir að þeir voru orðnir öruggir í sínu „Donald- Duck-máli“ var hægt að gefa þeim fyrirskipun um þetta og hitt, þeir svöruðu þegar á þá var kallað og skiptast óhikað á orðum við vjni sína í mann- heimum. ■ Er þessi náms- og málhæfi- leiki höfrunganna skýranlegur? Dr. Lilly skýrir það m.a. með því að heili höfrunganna sé miklu fullkomnarj en allra annarra skepna, og þykist hann hafa sannað það á rannsókn- arstofu sinni. Heilaþungi skyn- samasta simpansa er 375 grömm. Barn, sem er að byrja að læra málið, hefur 1000 gr. heila. Heili höfrungs er hjnsveg- ar 1700 grömm, og er þannig þyngri en heili fullvax'ns manns, sem er um 1450 grömm. Höfruhgar eru því miklu næm. ari og skynsamari en aðrar skepnur segir doktorinn janr | J Ótrúlegir framtíðar- möguleikar Dr. Lilly seair að nú opn- ist nýir möauleikar til rann- sókna í höfum með aðstoð þessara sjávardýra. Það verði áre'ðanlega hægt að nota höfrunga til ,að leita að flug- vélum sem hrapað hafa í sjó, og að skipum sem so.kkið hafa. Hægt verður að nota þá sem lífvörð manna til að verjast ■gráðugum hákörlum, sem eru baðgestum víða stórhættulegir. Þá muni einnig koma sér vel fyrir Bandarikjamenn að hafa þá til að finna geimför, sem lenda á sjónum, gn höfruiigar eru fljótari í förum í sjó en nokkurt farartæki. Þá muni þeir einnig geta orðið nytsam- ir í könnun fiskigangna, — þeir ættu að geta leiðbeint fiskiskipum á fiskitorfur, og yfirleitt hjálpað til að upplýsa margar óráðnar gátur hafdjúp- . anna. Dr. Lilly er bjartsýnn, en tilraunir hans og kenningar vekja óskipta athygli. Styrkfarsjóður verkatýðsfé- lags Akraness stofnaður Framhald af 12. síðu. sérstaklega til þess að reynt yrði að fá atvinnurekendur til að borga 1% til styrktarsjóðsins og þá ekki nema 3% til verkafólks, þegar kaup á að.haakka-um 4°/c!. samkvæmt samningum, frá 1. júní n.k. Gerði Hálfdán ráð fyr- ir þeim aukna þroska hjá at- vinnuveitendum- frá því í fyrra, að þetta yrði auðsótt mál nú, þó að því væri hafnað þá. Mun hann þá væntanlega sem bæjarstjóri verða fyrstur til að mæta þess- ari sjálfsögðu kröfú f.h. Akra- nesbæjar, enda hlýtur hver bæj- arstjórn að styðja þessa kröfu um aukið öryggi í slysa- og veikindatilfellum, þar sem aðeins er deilt um hvert nefnd upphæð skuli greidd launþeganum sjálf- um í viðkomandi sjóð launþeg- anum til öryggis. Framhald af 1. síðu. ráðfæra s:g frekar v;ð byltingar- ráðið. Heimildir herma þó, að enn eigi samningsaðilar eftir að koma sér saman um fáein atriði áður en vopnahlé geti kom'zt á. Fregn þessari var tekið með mlklum fögnuði bak við tjöldin í París. — 28. febrúar 1962 verð- ur talinn merkisdagur — ekki aðeins í sögu Frakklands — held- ur allri veraldarsögunni — sögðu opmberir aðilar í einkasamtölum í dag. Á yf.'rborðinu tók þó franska stjórnin fregninni með ró. Louis Joxe Alsírmálaráðherra sagði, að stjórnin biðt nákvæmari upp- lýsinga frá Serkjastjóm. í Paris var sagt í gærkvöld, að um leið og Serkjastjórn óskaði að hefja lokaumræður um samn- inga yrði komið á ráðstefnu um það hvenær það verður, telja menn að undirritunin muni fara fram innan viku. Menn þykjast vissir Um að Serkjastjórn muni hraða samningum eftir megni. Franskjr stjórnmálamenn gera nú ráð fyrir að verða kallaðir til aukaþings innan tólf daga. Á því þingi mun ríkisstjórnin gera grein fyrir friðarsamningunum — og væntanlega þeim hagnaði sem Frakkar hafa haft af að heyja þetta stríð í sjö ár. I stjórn styrktarsjóðsins voru kosin: Guðmundur Kr. Ólafsson, Herdís Ólafsdóttir og Jóhann S. Jóhannsson. í Verkalýðsfélagi Akraness eru nú 357 karlar og 85 konur, sam- tals 443- félagsmenn. Á aðalfund- inum mættu 18 kariar o.c 5 kon- ur þegar flest var, en aðeins 17 á fundi þegar kosið var í stjórn styrktarsjóðs í fundarlok. Ifjróttir Framhald af 9: síðu leikjum um lengri eða skemmri tíma. Stjórnarkosning fór þannig að formaður var kjörinn Guð- mundur Guðmundsson, og með- stjórnendur voru kosnir Baldur Þórðarson, Jón Baldvinsson, Sveinbjörn Guðbjamason; Guð- jón Einarsson (yngri). Varast.i.: Einar Hjartarson og Haraldur Baldvinsson, og endurskoðandi Páll Guðnason. Ákveðið var að efna til al- menns.fundar í api'íl n.k. þar sem Hannes Sigurðsson mun flytja erindi um för sína á dómaranámskeiðið í Flórence, sem haldið var á vegu.m FIFA, en þar kom marat fram sem dómarar þurfa að kvnnast. Þar munu og verða almennar- um- ræður og fl. Á íundinum mættu formaðu.r KRR Einar Biöms- son og varaformaður Jón Guð- .iónsson, og þökkuðu dómarafé- laainu störfin og undirstrikuðu miki.lvægi beirra fyrir knatt- spyrnuna í bænum og landinu. Fundarstióri var Einar Hiart- arson og fundarritari Haraldur Baldvinsson. Frímann. irszka þingið : 1 Frá og með 1. marz 1962 breytist af- greiðslutími Verzlunarbanka íslands., h.fv, þannig, að eftir hádegi er afgreiðsla bank- ans eftirleiðis opnuð kl. 13.30 í stað kl. 14, eins og verið hefur, en að öðru leyti er afgreiðslutími bankans óbreyttur. Afgreiðslutími bankans er því: JkL 143^12.. SU.jog,. 13.30—16; kl. 18—19 fyrir innlánsviðskipti eingöngu. Laugardaga kl. 10—12.30. Verzlunarbanki Islands hi. Bankastræti 5. Sími 2-21-90. Framhald af 12. síðu. um, 15 Afríkumönnum og- 15 þjóðfulltrúum sem kosnir verða af báðum þjóðarbrotunum. Stjórn- in vill breyta uppkastinu þannig að hver frambjóðandi þurfi að hljóta minnst 10% atkvæða hins kynstofnsins til að ná kosningu. Denis Heeley, sem lýsti sig samþykkan breytingum stjórnar- innar, kvaðst samt ekki sjá að þetta nýjasta uppkast uppfyllti kröfuna um stjórnmálalegt jafn- rétti. Á meðan íhaldsmenn reyndu að hrópa hann niður, sagði hann að stjórnin yrði að standa einbeitt gegn Sir Roy ef brezka samveldið ætti að lifa af í Afríku. Öánægðir með Macmillan NEW YORK 28/2 — í dag, seg- ir blaðið New York T mes, að sy^r iMacmillans til Krústjoffs, varðandi tillögur hans um leið- togafund, sé litið óhýru auga í Washingtoh. í frétt frá Washington er sagt að Macmillan hafi í rauninni lofað leiðtög'afundi í vor, ekki aðeins ef eitthvað þokaðist í átt- ina á afvopnunarþmginu í Genf, eins og Bandaríkjamenn hafa gert að skilyrði, heldur jafnvel þótt samningar stöðvist. Blaðið segir ennfremur að vak- ið hafi undrun í Washington að brezki utanríkisráðherrann Home lávarður hafí boðið viðurkenn- ingu á austur-þýzku stjórninni gegn því að réttur th samningai tib Berlínar verði tryggður. Fimmtudagur 1. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN (X

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.