Þjóðviljinn - 07.03.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.03.1962, Blaðsíða 4
tœkinu - ekki peningar auð- mannsins Morgunblaðið hefur nú um skeið haldið uppi áróðri fyrir því, sem það kallar almenn- ingshlutafélög. Hér er þó ekki um neina nýjung að rœða, því um áratugi hafa slík áform átt miklu gengi að fagna í hópi peningamanna margra landa. Ævinlega hefúr þó markmiðið verið eitt og hið sama, að auka á gróða þeirra, sem yfir auð- magninu ráða. Auðmannablöðin láta það jafnan í veðri vaka, að með „almennings“hlutafélögum fái launbegar hina ákjósanlegustu aðstöðu til þess að bæta kjör sín: í fyrsta lagi með því að leggia fé í arðbær fyrirtæki og í öðru lagi hafi þeir það á valdi sínu hvernig fyrirtækjun- um sé stjórnað. Reynslan af ,.almennings“ hlutafélögum hefur þó orðið öll önnur fyrir launþegana en áróðurinn hefur boðað. Hún hefur sannað, að tilgangur at- vinnurekenda með slíkum félög- um hefur fyrst og fremst verið sá, að seilast til þess sparifjár, sem unnt væri. að fá launa- stéttirnar til að safna af þurft- arlauuum, og virkja það síðan í þágu auðsöfnunar sinnar. Þá hafa launþegarnir ver'ð brýndir með því, að fyrirtækin væru þeirra eigin eign og því bæri þeim að leggja til hliðar allar kröfur, sem orðið gætu til þess að íþyngja rekstrinum, Með iðni og þolinmæði mundi hann ón efa gefa góðan arð þegar tímar liðu, ef engin ó- höpp steðjuðu að. Þegar svo hins vegar kemur að því, hverjir eigi að stjórna þessum „almennings,,hlutafé!ög- um og hvernig þeim skuli stjórnað. þá hafa forsjálir at- vinnurekendur og einstakir auð- menn jafnan séð fyrir því, að atkvæðisréttur auðmagnsins gilti og meirihluti þess væri í þeirra höndum. Jafnvel þótt á papnírnum væri hlutaféð að meirihh’ta eign launþeganna, sem við fyrirtækið störfuðu munu bess engin dæmi að at- vinnn.rekandinn og auðmaður- inn hafi ekki búið svo um hnúta, að þeir með beinum eða óbeinum þvingunum á afstöðu vissra hópa launþeganna, réðu þar ekki lögum og lofum. Hér á landi höfum við eitt gleggsta dæmi sem hugsazt get- u.r um almenningshlutafélag, en það er Eimskipafélag íslands. Varla er hægt að hugsa sér víðtækari þátttöku almennings í slíku fvrirtæki en þar var í fyrstu. En það er heldur varla hægt að ímynda sér fátæklegri áhrif hins almenna hluthafa á gang mála, en í Eimskipafé- lagi íslands í dag. Þegar alþýða manna hafði lyft hugsjónatakinu með fá- tækrapeningi sínum komu auð- mennirnir til skjalanna og tóku ráðin, arðinn og aðstöðuna í sínar hendur. Það hefur sann- azt hér, að einu gildir af hve ríkri hugsjón og trú á góðan málstað slíkt fyrirtæki er stofn- að í auðvaldsþjóðfélagi, sjónar- mið auðmannsins mylur allt slíkt mélinu smærra, traðkar á trú fólksins, sem lét ginn- ast. og notar fjármuni þess til gróða og aðstöðu fyrjr sig og sína. Þess hefur verið vandlega gætt að fjöldinn með smáu hlutina gæti engu ráðið um stjórn félagsins eða ráðstöf- un á fjármunum þess. Ýmsir albýðumenn hér á landi hafa bæði fyrr og síðar orðið til þess að leggja nokkrar uonhæðir fram í allf.iölmenn hhjtafélög, en oftast með þeim afleiðingum að þeir frystu að- eins fé sitt á lægri vöxtum en þeir áttu kost á að fá í banka, réðu ekki nei.nu um rekstur fyrirtækjanna vegna þeirra sem fóru með stærstu hlutina og gátu svo með engu móti losað það fé. sem þannig lá óvirkt og inni frosið. því enginn hafði hug á því að lenda í sporum þeirra. Hins vegar er varla til aum- kunnarverðara fólk en það, sem heldur að bað séu fínir hlut- hafar í fyrirtæki, sækir að- alfund eftir aðalfund til þess áð taka þátt í störfum, sem það ímyndar sér að það fái ráðið Framhald á 9. síðu <S>- Kvikmynd um námuslys Gerð hefur verið í Suður-Afríku kvikmynd sem sækir efni í námu- slys, sem varð þar í landi fyrir nokkrum árum. Hrun lokaði hóp námumanna inni í djúpum göngum. Þrír hinna linnilokuðu námu- manna satnþykktu að sprengiefni væri notað til að ryðja námu- göngin og bjarga félögum þeirra, þótt sprengingin kostaði þá sjálfa lífið. Ken Gampu ngfnist leikarinn sem leikur einn þeirra þremenninga sem fórnuðu sér fyrir félaga sína, og sést hann hér á myndinni. Lögbundinn óréttur Full daglaun verkamanna miðað við allt árið, námu í ágúst sl. kr. 56.759,04, en lág- marksþarfir 4 manna fjöl- skyldu yfr árið kostuðu á1 sama tíma, eftir útre'kningi opinberra stofnana rikisins, kr. . 69,159,86. Þessir útreikningar voru gerðir skömmu eftir verk- föllin o,g verðlag hafði þá ekki; raskazt verulega m'iðað við það, sem síðan er orðið. Þá vantaði því kr. 12.400,82 tili þess að verkamenn ■ ynnu fyrir •því kaupi, sem hið opinbera hefur staðfest að sé nauðsynleg lágmarksþörf til að framfleyta fjögurra manna fjölskyldu. Þrátt fyrir þetta neitar ríkis- valdið öllum leiðréttingum á kjörum launastéttanna en eyk- ur sífellt á óréttinn með vax- and dýrtíð á vörum og allrí þjónustu. Norskt vinnutilboð Nýlega barst reykvískum iðn- aðarmanni bréf frá Noregi, þar sem honum var boðin vinna með kr. 1950,00 vikulaunum og kr. 90 hækkun innan tíðar. Vinnutími er 714 tími fimm daga vikunnar, en 4% tími á laugardögum, þ.e. 42 stundai vinnuvika. Herbergi með hús- gögnum fylgdi tilboði þessu. Þessi iðnaðarmaður hefur nú1 fyrjr sambærilega vinnu eftir taxta félags síns kr. 1315,00 fyrir 45 stunda vinnuviku. Þetta vinnutilboð talar sínu málj um það, hvernig komið er fyrir íslenzkum launþegum í kjaramálum þeirra, enda er þegar farið að bera á því að ungir iðnaðarmenn leiti úr landi til starfa og er það sama þróunin og á sér stað um sérmenntnða menn í öðrum stéttum. BJÖRN BJARNASON; ALÞJOÐ ASAMBAND VERKALÝÐSFÉLAGA Styðjið baróttu alþýð- unnar í Suður Vietnam i « iiB? 22. febr. sl. sendi Fram- kvæmdaráð Alþjóðasambands- ins, W.F.T.U., frá sér eftirfar- andi: í ályktun er samþykkt var á 5. þingínu lýsti verka- Þí-skalt ekki aira guðl hafa Verkalýðsfélag eitt hér í Reykjavík hefur undanfarið verið að leita fyrir sér um húsnæði til að halda afmælis- fagnað félags.ns, en það stendup nú á merkum tíma- mótum, Til þess, að gera sem . flestum meðlimum fært að taka þátt í samkvæminu hef- ur verið ákveðið að halda fagnað.nn á laugardegi. en umleitanir um húsnæði hafa enn ekki borið árangur. Á- stæðan mun vera sú, að ekk- ert hinna stærri veitingahúsa telur sig geta grætt nægjlega á slíkri samkomu sem þessari enda þótt bæði sé um borð- hald og vínveitingar að ræða. Hinn o.fsalegi gróði, sem vín- veitingahúsin hafa af vínveit- ingunum einum hjá fólki, sem kemux þangað Um helgar ein- ungis til að drekka, er orðinn slíkur, að þau telja sig ekkj geta- átt neitt á hættu með gróða sinn, þegar um er að ræða samkvæmi fólks, sem hefur fle:ra í huga sér til skemmtunar en vínið eitt. Enginn hinna stærri sam- komusala er opinn fólki, sem vill njóta kvöldstundar við minningar um liðin störf sam- taka sinna, ásamt annarri skemmtun. Þannig er samkvæmismál- um okkar komíð í dag, að þeir, sem vilja aðra guði hafa en Bakkus einan, komast ekki undir þak. * **~~*T' lýðshreyfngin samúð sinni og stuðningi við baráttu verka- lýðsins í Suður Vietnam. Alþjóðasambandjð lýsir gremju sinni yflr framferði amerísku ásælnisstefnunnar, sem þrátt fyrir Genfar-sam- komulagið ógnar sjálfstæði Suður Vietnam, með freklegri íhlutun um innanlandsmál þess . og opinberum fjandskap sínum við friðsamlega sameiningu landsins. Þessi framkoma er stórhættuleg fyrir friðinn í Suðaustur Asíu og stefnir heimsfriðnum í voða. Einkum be'nast þéssar ógn- anir að Alþýðulýðveldinu Vjet- nam, í þeim tilgangi að tor- tíma þeim pólitísku og efna- hagslegu sigrum, sem verka- lýðurinn þar hefur unnið. Það er öllum ljóst að loforð Bandaríkjastjómar um að senda ekki herlið til Suður V-etnam, var ekki gefið af heil- indum. Átta liða áætlun Bandaríkjastjórnar um Suður Vietnam ásamt hernaðarbanda- lagi hennar við stjórn Suður Vietnam, eru órækar sannanir fyrir árásar og ásælnisstefnu Bandaríkjanna, bæði hernaðar- lega, pólitískt og efnahagslega. Bandaríkin hafa opjnberlega viðurkennt að ný herstjórn hafi verið mynduð, undir forystu bandarísks hershöfðingja. Nú eru .úflfendínu ýfir fjögur þús- und svo kallaðra hernaðarlegra ráðgjafa. Undir þeirra stjórn rís hver herstöð'n af annarri og þeir stjórna herferð Ngo Dinh Diem, gegn alþýðu Suður Viet- nam. Sjöundj bandaríski flot'nn siglir um landhelgi Suður Vi- etnam. Hergögnum allra teg- unda er hrúgað inn í landíð og Bandaríkin gera allt er þau mega til að fá SEATO ríkin til að blanda sér í málið. Að boði Bandaríkjastjórnar hefur Ngo. Dinh Diem og klíka land.'nu og á þeirri forsendu hans lýst yíir hættuástandi í Framhald á 9. síðu. 'Æ) ~ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 7. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.