Þjóðviljinn - 07.03.1962, Blaðsíða 7
gMÓÐVILJINN
. MdalistBflokkarlnn.
ItitatiðrKri
CtttfBndi! BBmeininíarflokknr alMBo _____________________________ ______________
Itasnús KJartansson (&b.), Masnús Torfi Ólafsson. Bigurður OuSmundsaon. —
Préttarttstjórar: ívar H. Jónsson, J6n BJarnason. — Auglýslngastjórl: QuSaalr
Maenússon. — Eitstjórn, afsreiSsla, auglýslngar, nrentsmiBJa: BkólavðrSust. 1«.
Blml 17-500 (5 linur). AskrlltarverS kr. 55.00 á mán. — LausasöluverS kr. 3.00.
PrantsmlBJa WóBvUJans bX
Nátttröllin í Aðalstræti
fjpilveran er ákaflega einföld í augum ritstjóra Morg-
unblaðsins. Allt sem aflaga fer á .íslandi er komm-
únistum að kenna, jafnvel þótt það séu verk núverandi
ríkisstjórnar. Allt sem aflaga fer í alþjóðamálum er
Rússum að kenna, jafnvel þótt Bandaríkjamenn séu
að verki. Samkvæmt þessari formúlu er Morgunblaðið
skrifað dag eftir dag og ár eftir ár, og ritstjórunum
virðist falla það mjög vel að þurfa aldrei að hugsa
neina sjálfstæða hiugsun heldur láta hinar einföldu
formúlur skrifa greinarnar fyrir sig. Og furðu marg-
ir lesendur láta sér það lynda að fá í hendur það dag-
blað sem flytja mun þéttheimskastan og ósjálfstæðast-
an áróður allra blaða í heiminum.
Kegar Sovétríkin gerðu tilraunir sínar með kjarn-
orkuvopn á síðastliðnu hansti fór Morgunblaðið
hamförum. Það skýrði þá frá hinum háskalegu afleið-
ingum kjamorkutilrauna í fyrsta skipti, enda þótt þær
afleiðingar hefðu verið öllum kunnar síðan Band^ríkin
myrtu hundruð þúsunda Japana í tilraunaskyni haust-
ið 1945. Morgunblaðið tók nú upp allar frásagnir frið-
arsinna, skýrði frá geislunaráhrifum og strontíum 90
og hvítblæði og gaf í skyn að tilraunum Sovétríkjanna
væri einkanlega beint gegn íslandi; hér yrði hættan
trúlega mest. Dag eftir dag komst blaðið svo að orði
að tilraunir með kjarnorkuvopn væru glæpur gegn
mannkyninu og undir það var tekið í samþykktum
á opinberum fundum, á Alþingi og í borgarstjórn
Reykjavíkur. Og að sjálfsögðu voru tilraunimar Rúss-
um að kenna, enda gerðar af þeim.
E11 nú fáeinum mánuðum síðar hafa NATÓ-ríkin tek-
ið til við kjarnorkusprengingar. Þær hafa að und-
anfömu verið framkvæmdar neðanjarðar, en nú hafa
Bandaríkin tilkynnt a$ fljótlega verði farið að sprengja
í andrúmsloftinu hjá Jólaey í Kyrrahafi sem fengin
■hefur verið að láni frá Bretum. Og nú bregður svo
við að Morgunblaðið hefur gersamlega týnt niður vitn-
eskju sinni um hinar háskalegu afleiðingar kjamorku-
tilrauna og ekkert heyrist um það meir að slíkur
verknaður sé glæpur gegn mannkyninu; ekki sjást
heldur neinir tilburðir til opinberra fundarhalda eða
Samþykkta í borgarstjórn og Alþingi. Þvert á móti er
nú sagt að þvílíkar tilraunir séu eðlilegar og sjálf-
sagðar og jafnvel fagnaðarefni. En það er eitt sem ekki
hefur breytzt frá því í haust; Morgunblaðið hrópar það
yfir þvera forsíðu og öskrar það í forustugreinum að
„Rússar beri ábyrgðina", jafnt á bandarísku helsprengj-
unum sem sínum eigin!
það er vissulega einfalt líf að standa þannig á önd-
inni og arga árum saman, en mikið skelfing hlýt-
ur þáð að vera fátæklegt. Auðvitað geta Sovétríkin
haldið áfram að réttlæta tilraunir sínar með fordæmi
Bandaríkjamanna og Bandaríkjamenn með fordæmi
Rússa. Auðvitað getur hluti af mannkyninu kveðið
upp einhliða dóma um tilraunir Sovétríkjanna og ann-
■ar hluii mannkynsins hliðstæða dóma um tilraunir
Vesturveldanna einar saman. En tilvera mannkynsins
rúmast ekki í þessum þröngu básum. Hver viti borinn
maður hlýtur að skilja það að vígbúnaðarkapphlaup,
víxltilraunir með kjarnorkuvopn og taumlaus fram-
leiðsla á mikilvirkustu morðtólum hlýtur að leiða til
ófarnaðar. Framtíð mannkynsins er bundin því að góð-
viljaðir menn hvarvetna í heiminum taki höndum
saman um baráttu gegn öllum tilraunum með kjarn-
orkuvopn og kveði vígbúnaðarkapphlaupið niður. Þetta
eiga Islendingar að skilja öllum þjóðum fremur, og
þvá ættu hin ofstækisfullu nátttröll kalda stríðsins að
fínna fyrirlitningu almennings leika um sig. — m.
Eftir ÁRNA
BERGMANN
Góð tiðindi
Nú er komið langt fram í jan-
úar og öllum hátíðum lokið og
jólatrén komin út á hauga, því
miður. Pancaldi, sá ítalski,
heldur að einhver góður maður
ætli að fljúga til tunglsins
næstu daga en svo veit enginn
meir. Börnin eru aftur komin
í skólann, en stúdentar eru í
vetrarfrii og því ómögulegt að
ná í miða í leikhús. Snjór er
með minnsta móti, vonandi
verður það samt ekki hættu-
legt fyrir uppskeruna í haust.
Þessa daga hefur hagstofan
sent frá sér uppgjör fyrir lið-
ið ár. Þetta er fróðlegt upp-
gjör. Við skulum byrja á því
sem mestu máli skiptir: Laun
verkamanna og starfsfólks
hækkuðu um 4% á árinu, 400
milljón rúblna skattaálögum
var létt af þeim lægst launuðu.
í bæjum og borgum voru reist-
ar 2,2. milljónir íbúða, en í
sveitum voru reist 500 þúsund
íbúðarhús, og var þessi bygg-
ingarstarfsemi að langmestu
leyti rekin fyrir ríkisfé og af-
gangurinn með opinberum lán-
um. Sjúkrarúmum fjölgaði um
111 þúsund. 1 æðri skólum
lærðu 2.6 milljónir stúdenta.
Brautskráðir voru 120 þúsund
verkfræðingar, en það er víst
þrisvar sinnum meira en í
Bandaríkjunum,. Eins og allir
vita verður kommúnisminn ekki
byggður upp án voldugs verk-
fræðingahers.
Framleiðslan gekk vel: aukn-
ingin nam 9.2%. Með öðru.m
orðum: í fyrra var framleitt
eins mikið og á heilu fimm
ára áætlunartímabili fyrir
stríð. Teknar voru í notkun nýj-
ar rafstöðvar upp á 7 millj.
kwt. Á móti hverjum 100 kæli-
skánum og saumavélum, fram-
leiddum í hitteðfyrra, komu 130
kæliskápar og 144 saumavélar
út úr verksmiðjunum í vetur.
Það er helzt landbúnaðurinn
sem gerir strik í reikninginn:
kornframleiðslan jókst nokkuð,
kúm f jöigáði um hálfa aðra millj.
(og eru nú 36.3 millj.) — en
aukningin var yfírleitt of lítil,
— og kjötsala i ríkis- og sam-
vinnuverzlunum minnkaði um
4% á árinu. Enda verða land-
búnaðarmálin aftur á dagskrá
miðstjómarfundar flokksins sem
skal haldinn í marzbyrjun.
En að öllu samanlögðu eru
Þessi svifbátur eða hydrofoil-skip, eins og það nefnist á fagmáli, tekur hundrað farþega og get-
ur siglt meö allt að 100 km hraða á klukkustund. Bátar af þessari gerð eru notaðir til fólksflutn
inga á ám í Sovétríkjunum. ;
þetta góðar hagskýrslur sem
vekja pólitíska ánægju. Það er
iþví líklegt að þær fái lítið rúm
í hægriblöðum heimsins, enda
hafa þau meiri áhuga á fortíð
þessa lands heldur en nútíð
þess eða framtíð.
Vœngiuð
skip
Á undanfömum árum hefur
verið smíðað töluvert af hrað-
skreiðum fljótaskipum til far-
þegaflutnings; þau eru útbúin
stálvængjum sem lyfta þeim nær
alveg upp úr vatninu þegar
þau hafa náð fullri ferð. Ekki
getur betri farartæki fyrir fólk
sem vill bregða sér í skyndi-
ferð út í náttúruna á sunnu-
dögum, það get ég vottað með
góðri samvizku.
Nú hafa sovézkir skipameist-
arar undir stjórn VJadímírs
Búratséfs smíðað fyrsta vængj-
aða hafskipið í heiminum. Þetta
skip heitir Mír, nær 75 km.
hraða á klukkustund, þolir
4 vindstig og getur stímt 600
km. án þess að taka eldsneyti.
Skrokkur skipsins er úr léttri
málmblöndui, vængimir úr ryð-
fríu stáli. Nú er unnið að stærri
skipum, sem geta borið allt að
300 farþega og lagt í lengri
ferðir en Mír.
Listir
í hesthúsi keisarans þar sem
nú er> einhver helzti sýningar-
salur borgarinnar hefur staðið
mikil myndlistarsýning, sem öll
sambandslýðveldin taka þátt í.
Ég var lítið hrifinn af þessari
sýningu, en þar með hef ég að
vísu sagt heldur lítið. Það sem
máli skiptir er þessi spurning:
hvert stefnir í sovézkri mynd-
list?
Fyrir nokkum árum litu sov-
ézk málverk þannig út: hand-
bragðið svipað og tíðkaðist fyrir
daga impressjónista, möguleikar
litanna illa notaðir, lögð áherzla
á að eftirlíking hlutanna væri
nákvæm, mikið um stórar „upp-
stillingar", þar sem fjölda fólks
er stefnt inn á léreftið til að
sýna viðbrögð sín gagnvart ein-
hverjum meiriháttar atburði.
Nú sýna margar myndir
mikla litagleði, og virðist - mér
■hún sótt sumpart til Rerichs,
rússnesks listamanns sem mál-
aði litsterkar austurlandamynd-
ir, en sumpart suður til Káka-
sus, til Armenans Sarjans og
annarra slíkra. Stundum ber
þessi hneigð menn ofurliði og
verður úr nokkuð ofhlaðin
skrautlist. Önnur breyting er í
því fólgin, að ekki er líkt eins
nákvæmlega eftir hlutunum og
áður; línurnar eru hreinni,
smáatriðum er sleppt meir en
áður gerðist. Víða sést sterk til-
hneiging til traustrar og ein-
faldrar myndbyggingar, sem er
auðvitað framför frá vandræða-
skap teatralismans. Þessar stíl-
breytingar gætu átt rætur sínar
að rekja til Deineka, sem er
einn þeirra eldri listamanna
hér sem hefur varðveitt per-
sónulegan stíl.
Já það hafa orðið breytingar,
en það sést á tímaritsgreinum
að þeir sem ráða mestu í lista-
skólum og sýningarnefndum
halda fast við fomar dyggðir.
Það er þjí erfitt að segja fyrir
um það hvenær og hvaða skref
sovézk myndlist muni taka
næst. Ef spurt er að því við
Bleiklax eða hnúðlax og veiðistaðir hans hér á landi sumarið 1960. Þessir Kyrrahafslaxar sem
bingað hafa flækzt eru af þeim stofni scm sovézkir fiskaeldismenn fluttu í ár á norðurströnd
Rússlands. I fyrrasumar veiddust enn tveir bleiklaxar hér á landi. í
T
—
ar>
J) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 7. marz 1962
hvað þeir séu hræddir, þessir
akademísku menn|. þá verður
ekki betur séð en þeir haldi að
„módernisminn“ muni hafa sið-
spillandi áhrif á æskulýðinn.
Þetta er mjög einkenniJegt.
Það eru áreiðarilega svartlist-
armenn sem skapa beztu verk
sovézkrar myndlistar í dag. Og
í þessari grein kemur einkum
margt athyglisvert frá Eistlandi
og Lithaugalandi.
Fliúgandi
fiskar
í Sovétríkjunum starfar nú sér-
stök stofnun sem hefur það
verkefni að efla fiskalíf í hin-
um fátækari ám og vötnum
með nýjum tegundum.
Fræg er orðin sagan um
hnúðlaxinn. Hann gengur í ár
í Austur-Síberíu, en fiskifræð-
ingar ákváðu að flytja hann
yfir í árnar sem renna i Hvíta-
haf og Barentshaf. Þetta er
nefnilega praktískur fiskur,
þroskast miöe fliótt. En fyrstu
seiðin týndust, rusJuðust eitt-
hvað í ríminu. gott ef einhver
villtust ekki til Islands, og þá
á heimleið, eða hvað? Römm er
sú taug , . . stendur þar. Þá
stofnuðu fiskifræðingarnir
„baðstaði" fyrir hnúðlaxinn í
þeim ám sem hann skyldi síð-
ar sæk.ia; voru þar öll þau
þægindi sem fiskar þurfa til að
ná fimm sentrímetra stærð.
Þessi seiði hafa hagað sér
skikkanlega, og svo góða fæðu
hefur hnúðlaxinn í Barentshafi,
að hann er nú um hrygingar-
tímann yfirleitt 400 grömmum
þyngri en forfeður hans að
austan.
Nú hafa krabbar einnig verið
fluttir austan frá ströndum Si-
beríu hingað í norðvestrið. Ný-
lega komu milljón seiði fljúg-
andi frá Kína til Moskvu. Hér
er fiskur á ferðinni sem við
getum kallað þverhaus („sá með
þykka ennið“) og er ættaður frá
Jan-tsi-flióti, en verður nú ev-
rópískur fiskur húsmæðrum til
hægðarauka og unaðssemdar.
Það hefur líka frétzt að hing-
að séu. flognir álar frá Englandi
og Frakklandi.
Dóttir Kúbu
Er ekki Kúba landið þar sem
æfintýrin gerast?
Hér í Sovét hefur ekki verið
meira rætt um önnur lönd en
Kúbu á síðustu árum. Hvert
einasta meiriháttar blað hefur
sent blaðamenn til bessarar á-
gætu eyiar, ungskáld eins og
Évtúsiénko hafa farið þangað
að yrkia kvæði, bækur hafa
komið út. Roman Karmen sem
á sínum tíma kvikmyndaði
borgarastvrjöldina á Spáni og
freJ.sisstríð Viet-Nam hefur
gert góða kvikmynd um Kúbu.
Nú hrósa beir haDDÍ sem á sín-
u.m tíma lærðu spönsku.
* ★ ★
Það hefur Jíka spurzt að tón-
skáldið Lístof sé að semja óperu
sem skal heita jDóttir Kúbu“.
Hún fjallar um byltinguna og
tragiska ást, og fylgir sögu-
þráðurinn að mestu sönnum at-
burðum, en nöfnum er þó
breytt. Þess er og getið að tón-
skáldið og textahöfundur njóti
ráða og leiðsagnar starfsmanna
sendiráðs Kúbu og sendiherr-
ans, sem sjálfur háði marga
hildi við Batista á sínum tíma.
Bandaríkjastjórn vðruð
við hœttum afvopnunar
Ef dregið yrði úr vígbúnaðinum yrði iðnaður Bandaríkjanna fyr-
ir miklum skakkaföllum, segir í skýrslu stjórnskipaðrar nefndar
WASHINGTON — Forstjóri afvopnunarskrif-
stofu Bandaríkjastjórnar, William Foster, hefur
varað stjórnina við „hættulegum afleiðingum“
sem samkomulag um afvopnun gæti haft fyrir
efnahag Bandaríkjanna. Þessa aðvörun sína bygg-
ir hann á skýrslu níu manna stjórnskipaðrar
nefndar sem undanfarna mánuði hefur athugað
þetta mál.
1 skýrslu nefndarinnar, sem
prófessor Emile Benoit við Kól-
umbíuháskóla var formaður fyr-
ir, segir að „of hröð afvopnun“
myndi vafalaust valda banda-
rísku efnahagslííi miklum erf-
iðleikum sem aðeins yrði hægt
að draga úr, en ekki vinna bug
á, með sérstökum ráðstöfunum.
Hinn mikli þáttur vigbúnað-
arins í framleiðslunni
Athugun nefndarinnar leiddi
m.a. í ljós:
1) í mörgum fylkjum Banda-
ríkjanna er framleiðslan í þágu
hernaðar mjög verulegur hluti
af heildarframleiðslunni: 30,2
prósent í Kansasj 28.6 prósent í
Washington, 23.8 prósent í Nýja
Mexíkó, 23:3 prósent í Kalifom-
íu, 21,1 prósent í Connecicut.
2) 95 prósent af framleiðslu
fiugvéla- og eldflaugaiðnaðarins
í Bandaríkjunum, 60 prósent af
framleiðslu skipasmíðastöðva og
40 prósent af framleiðslu flutn-
ingatækjaiðnaðarins eru í þágu
hernaðar.
3) 9 prósent allra starfandi
manna í Nýja Mexíkó vinna í
þágu vígbúnaðarins, 7.6 prósent
í Suður Karolínu, 7.4 prósent í
New Hampshire, 26.5 prósent í
Alaska, 18,2 prósent á Hawaii.
. m
• Afvopnun aðeins smátt
og smátt
1 skýrslunni segir að ef fallizt
verði á afvopnun, megi aðeins
framkvæma hana smátt og
smátt og verði jafnframt gerðar
ráðstafanir af hálfu ríkisvalds-
ins til að draga úr skakkaföll-
unum með stórfeJJdum fjárveit-
ingum til framkvæmda. í
skýrslunni er talið af og frá, að
vígbúnaðarkapphlaupið verði
stöðvað þegar í stað, heldur
gert ráð fyrir að haldið verði
áfram að auka fjárveitingar til
vígbúnaðar allt fram á árið
1965, þegar þær kæmust upp í
56.1 milljarð dollara. Þá fyrst
kæmi til greina að byrja að
draga úr vígbúnaðinum smám
saman á næstu tólf árum, svo
að fjárveitingar til hans næmu
lágmarkinu 10.2 milljörðum
dollara árið 1977.
Frekari dæmi
1 öðrum bandarískum skýrsl-
um má lesa frekari dæmi um
hinn mikla þátt vígbúnaðarins í
bandarísku efnahagslífi. Árið
1960 nam öll fjárfesting í
bandaríska iðnaðinum aðeins 36
milljörðum dollara og var þann-
ig mun lægri en hernaðarút-
gjöldin sem voru það ár 45.2
milljarðar dollara. Af þeim fóru
11.7 milljarðar í launagreiðslur,
en 18 milljarðar fóru til iðnað-
arins og nam sú upphæð þannig
réttum helmingi f járfestingar-
innar. Hernaðarútgjöldin námu
9 prósentum af þjóðartekjunum,
en fjárfestingin aðeins 7 pró-
sentum, en það er langtum
lægra en í flestum Evrópu-
löndum. Þrátt fyrir þann mikla
stuðning sem stóriðnaður
Bandaríkjanna naut þannig frá
ríkisvaldinu, var afkastageta
hans þetta ár (1960) aðeins nýtt
að fjórum fimmtu hlutum.
TEHERAN 5/3 — Meira en
hundrað þúsund flugeldar
sprungu í gærkvöld í kjallara
húss eins í suðvesturhluta Teh-
eran. 17 menn létu lífið og tíu
særðust. Sprengingin lagði fimm
hús í rústir.
Flugeldamir voru ætlaðir til
notkunar á persnesku nýárshá-
tíðinni hinn 24. marz. Auk flug-
gr
Eitt orð við Jóhann Hjálmarsson
Stórskáldið Jóhann Hjálmars-
son skrifar pistil í Morgunblað-
ið miðvikudaginn 28. febr. sl.
Á þetta að heita svar við grein
eftir Dag S’gurðarson í Þjóðvilj-
anum nokkrum dögum áður.
Stórskáldið telur sig víst yfir
það hafið að ræða málefnalega,
a. m. k. er pistill þess aðallega
vindhanalegur belgingur og
persónulegur skætingur með
„tungutaki götustráka“, ásamt
beinum rangfærslum, sem ég
hlýt að telja vísvitandi gerðar.
T. d. segir stónskáldið að ég
hafa ásakað Mattháas Johannes-
sen fyrir að „vera í ritstjóra-
stöðu og geta leyft sér að eiga
bíl“H Fyrr má nú rota en dauð-
rota. Sömuleiðis er það hreinn
útúrsnúningur hjá Jóhanni,
þegar hann gefur í skyn að
Dagur hafi gert lítið úr af-
greiðslustarfi stórskáldsins í
barnadeildinni hjá Eymundsson,
enda er það starf ólikt virðing-
arverðara en moðhausaskrif
sama stórskálds í Morgunblað-
ið. Hitt er svo annað mál að
ekki er til of mikils mælzt þótt
menn viti hjá hverjum þeir
vinna.
Ummæli stórskáldsins um mig
og minn skáldskap læt ég mér
í léttu rúmi liggja, en vil þó,
að gefnu tilefni, minna hann á,
að framundir þetta hefur Jó-
hann Hjálmarsson komið með
bækurnar sínar til mín, strax
og þær komu út, og beðið mig
einsog guð sér til hjálpar að
skrifa um þær „helzt góðan
ritdóm." Ef til vill sjást þess
einhver merki á umræddri
grein að þeir ritdómar hafa
ekki verið eins „góðir“ og Jó-
hann hefur langað til.
Um síðustu Ijóðabók Jóhanns
veit ég ekki til að neinn hafi
skrifað, enda hef ég engan hitt
sem hefur treyst sér til að
kalla hana skáldskap. Því mið-
ur.
Nú situr við vöJd hér á landi
hin svartasta íhalds- og auð-
valdsstjórn, sem komizt hefur
til valda á Islandi. Þessi stjórn
hefur komið launum vinnufólks
niðurfyrir það' sem þekkist
með öðrum þjóðum, sem kenn-
ast við menningu. Þessi ríkis-
stjórn hefur Meypt fiskiskipum
erlendra stórvelda inní íslenzka
landhelgi. Þeir, sem að henni
■ standa hafa svikið þjóð sína i
hemaðarbandalag gömlu ný-
lenduveldanna og flutt útlendan
her inní landið. Og nú ætla
þeir herrar að kóróna verk sin
með því að selja sjálfstæði
þjóðarinnar í hendur þýzkum
og frönskum hershöfðingjum,
með inngöngu í fyrirhugað
Efnahagsbandalag Evrópu. Þá
verður ekkert ísland framar,
enginn íslendingur og engar
íslenzkar bólcmenntir. Aðeins
þýzkir hermenn og fangabúða-
stjórar ásamt stritandi fátækl-
ingum er mala gull undir auð-
kýfinga Vesturevrópu.
Nú finnst mér rétt að spyrja
Jóhann stórskáld: Veit hann
þetta ekki? Eða finnst honum
þrátt fyrir það meiri þörf á að
vemda Mattlúas Johannessen
Morgunblaðsritstjóra?
Það er óneitanlega all skop-
leg sjón að sjá stórskáldið, lág-
vaxið og pempíulegt, hlaupa
með trésverð í kringum rit-
stjóra Morgunblaðsins, að verja
hann fyrir okkur Degi Sigurðar-
syni, og vonandi er að ritstjór-
anum gagnist lífvörðurinn. Stór-
mannlegra hefði þó verið af
hopum að ganga sjálfur fram á
völlinn, í stað þess að ota fram
tindáta.
Vil ég nú spyrja Jóhann
hvort hann telji hlutverk sitt
samboðið stórskáldi, þótt mér
sé vitanlega Ijós hin brýna
þörf Matthíasar fyrir þetta.
I pistli sínum endurprentar
Jóhann nokkur nafnorð úr grein
Dags, slítur þau úr samhengi
og raðar síðan upp. Þar hefur
hann af einhverjum ástæðum
sleppt hinu ágæta orði sauður,
og virðist sem stórskáldið kæri
sig ekki um að hampa því orði
mikið. Kannski af því það
minnir á sveitalíf? Þrátt fyrir
það þykir mér rétt að taka
fram að Jóhann Hjálmarsson
mun vera læs.
Jón frá Pálmholti.
-4
Miðvikudagur 7. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN —