Þjóðviljinn - 14.03.1962, Blaðsíða 1
J
1
1
1
Alvörumál j
OPNÁ
1
samningar
SKIPSSKROKKUR FLAKANDI í SÁRUM
Flutningaskipið Askja í dráttarbraut Slippsins, svo sundurtætt að einsdæmi má telja í sambandi
við stálskipaviðgerðir hér á landi. Á 3. síðu eru fleiri myndir af Öskju. (Ljósm. Þjóðv. A.K.)
Hvers vegna er ekki ákœrt
fyrir smyglið 1952-1956?
Hversvegna lætur saksóknari dómstólana ekki meta hvort sakir eru fyrndar?
Eins og rakið var í blaðinu í gær hefur saksóknari ríkisins, Valdimar
Stefánsson, ákveðið að höfða ekki mál fyrir smygl olíufélaganna á árabil-
inu 1952—1956, en á því tímabili var smyglið stórfelldast og nam a.m.k. á
sjöttu milljón króna. Var þessi ólöglega starfsemi skipulögð í valdatíð
Vilhjálms Þórs, en hann var formaður Olíufélagsins h.f. til ársloka 1954;
engu að síður sleppur Vilhjálmur við málshöfðun vegna þessara afbrota.
Vekur það mikla athygli að saksóknari skuli þannig fyrirfram sýkna Vil-
hjálm Þór af þessum ákæruliðum i stað þess að eftirláta dómstólunum það
Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda hefuH
sent frá sér úrslitakosti í togaradeilunni. Segjasf
þeir í bréfi til sjávarútvegsnefnda beggja deilda
Alþingis, ekki geta samið upp á annað en í'ækkaé
verði um 6—7 háseta á togurunum og lögfest verð|
ný vökulög, eða 12 og 6 tímar (þ.e. 18 tíma vinn»
og 6 tíma hvíld á sólarhring). Niðurlag þesssg
kröfubréfs útgerðarmanna er orðrétt svohljóð<
andi: „Er það því nú undir hæstvirtu alþingi kom«
ið hvort togaraútgerð leggst algerlega niður hég
á landi eða ekki“.
mat,
Saksóknari stefnir aðeins fyr-
ir smygl sem framið var frá
desember 1956 til desember
1958, þegar rannsókn málsins
hófst. Hann telur þessa sök
þannig fyrnast á tveim árum.
Um fyrning sakar fjallar 81.
grein refsilaga, en þar segir
svo:
„Sök samkvæmt þessum lögum
fyrnist á þeim tíma sem hér
segir:
1. Tvéimur árum, þegar refs-
ing sú, sem til er unnið, fer
ekki fram úr sektum eða 1 árs
varðhaldi.
2. Fimm árum, þegar refsing
hefði orðið varðhald um lengr:
tíma en eitt ár, eða fangelsi í
•8 mánuði eða skemrhri tíma.
. 3. Tíu .árum, ef refsing hefði
orðið þyngri en að framan greín-
ir, og þyngsta .refsing, .sem við
broti liggúr, fer ekki fram úr
6 ára fangelsi."
Samkvæmt þessu hefur sak-
sóknari komizt að þeirri niður-
stöðu ,að smyglið fyrir 1956 hcfði
ekki verðskuldað meiri refsing
en sektir eða í hæsta lagi cins
árs varðhald, og því skuli þær
sakir taldar fyrndar.
Kerfisbundin
skjalafölsun
En hinn ólöglegi innflutning-
ur Olíufélagsins h.f. er miklu
meira en venjulegt smygl. Hann
var þannig framkvæmdur að Ol-
íufélagið h.f. stal undan af venju-
legum gjaldeyristekjum sínum
4.000 dollurum á mánuði, eða
172.000 kr. mánaðarlega á nú-
verandi gengi. Þeir peningar
sem þannig söfnuðust voru síð-
an notaðir til þess að kaupa
smyglvarning þann sem upp var
talinn hér í blaðinu í gær. Varn-
Framhald á 10. síðr
Bréf útgerðarmanna barst sjáv-
arútvegsnefndum Alþingis nú um
helgina og áttu nefndirnar fund
með útgerðarmönnum í gær-
morgun og þar eð nefndarmenn
óskuðu að kynna sér sjónarmið
sjómanna var fundur þeirra og
samninganefndar Sjómanna-
sambandsins síðdegis i gær.
Óhætt mun að fullyrða að þessi
krafa útgerðarauðvaldsins eigi
lítinn hljómgrunn á þingi og
engan með sjómönnum. Núver—
andi vökulög, 6 tíma hvíld og
6 tíma vinna, eru árangur af
langri og harðri baráttu sjó-
mannasamtakanna, komust fyrst
inní samninga 1952, en voru lög-
fest árið 1956 þar eð útgerðar-
menn og skipstjórar hylltust til
að misnota ýmis undantekningar-
ákvæði í samningunum.
Fyrirkomulag það, sem útgerð-
armenn vilja nú hverfa til að
nýju gilti til ársins 1952 og var
þá talið algerlega óviðunandi og
nánast þrælkun. Mennirnir unnu
18 tíma á sólarhring við hinar
verstu aðstæður oft í vosi og í
sífelldri lífshættu og guldu fyr-
ir það heilsu sína margir hverj-
ir. Það hlýtur að mega finnS
aðra leið til kjarabóta, en a®
innleiða gömlu þrælkunina á n$
og raunar er það furðuleg Ó4
skammfeilni af útgerðarmönnunc?
að fara fram á slíkt og sýnir ve$
að þeir þykjast hafa stjórnai’#
flokkana í vasanum og geta sig^
að þeim til hvaða óþverraverkiS
sem þeim dettur í hug.
Nefnd sú sem FÍB kaus til
ræða við Alþingi um þetta máíj
Framhald á 10. síðu.
Tveir í
viðbót
Til viðbótar þeim Gylfa
og Neptúnusi hafa nú tveir
togarar í viðbót stöðvast hér
i Reykjavík, Askur og
Freyr. Sjást þeir hér á
myndinni Askur utaná
Neptúnusi til vinstri og
Freyr til hægri.
(Ljósm. Þjóðv. G.O.).
i
J